Alþýðublaðið - 15.06.1972, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.06.1972, Blaðsíða 7
Birgir Engilberts er ungur höfundur, aðeins 26 ára gamall, sem hefur getiö sér orð fyrir hnytti- Iega einþáttunga á undanförnum árum, en fyrsta verk hans var flutt i Lindarbæ 1966 við góðar undirtektir og siðar i sjónvarpi hér og á Norðurlöndum. Siðan hafa verið flutt eftir hann tvö stutt verk og loks ein- þáttungarnir tveir sem Þjóðleikhúsið frums, á mánudagskvöld i sið- ustu viku i tilefni Listahá- tiðar. Allir eiga einþáttungar Birgis Engilberts það sammerkt, að þeir eru samdir um snjallar eða hnyttilegar hugmyndir og eru einatt skemmtilegir á sviði, en samt er eins og þeir leysist upp eða koðni niður sökum of losara- legra efnistaka eða ómarkvissrar meðferðar. Það er sem sé úrvinnsla efnisins, meðferð hinna góðu hugmynda, sem er ekki viðunandi. Einþáttungarnir tveir, sem hér ræðir um, eru i rauninni byggðir á sömu hugmynd, en með öfúgum formerkjum: f Hvers- dagsdraumi verða per- sónurnar dvergvaxnar, sofa i öskubökkum og klifra i blómapottum, en i Ösigri verða tindátar og önnur leikföng mennsk, öðlast sjálfstætt lif og hegða sér eins og full- orðið fólk. Að öðru leyti eru þessir einþáttungar harla ólikir. Hversdagsdraumur er aö minu viti miklu hug- tækara, dramatiskara og umfram allt skemmti- legra verk en Ósigur, þó um sé að ræða hálfgerða hrollvekju úr hversdags lifinu. Kannski nýtur leik- urinn þess, að hann skir- skotar ákaflega mikið til reynslu, sem flest full- orðið nútimafólk kannast j við, færir hana i stilinn, gerir alvöruna skoplega ! eða fáránlega, en vekur þó jafnframt óhugnað með þeirri heildarmynd sem hann dregur upp af hversdagslifi venjulegra islenzkra hjóna. Snjallasta hugmynd leiksins er tvimælalaust sú að láta hann gerast uppá stofuboröi innanum öskubakka , sigar- ettupakka, eldspýtu- stokka og blómapotta. Þetta vekur áhorfand- anum næstum likamlega tilfinningu fyrir þvi sem um er talað, ógnþrung- inni fyrirferð og veldi hinna dauðu hluta i lifi mannsins. Þó segja megi að sjálft þema leiksins og umræðuefni sé marg- tuggið og fátt nýtt sé lagt til mála, þá veldur þessi snjalla mynd höfundarins af lifsþægindaáfergjunni þvi,að við sjáum hana i nýju ljósi. Hann hefði bara þurft að þjappa text- anum meira saman og ydda orðræðurnar; þá hefði hér verið um að ræða snilldarverk. Þau Margrét Guð- mundsdóttir og Bessi Bjarnason fóru bæði sér- lega vel með hlutverk konunnar og mannsins. Ég hef ekki i annan tima séð Margréti fjörlegri eða frjálslegri á sviði. Hún túlkaði þessa ráðvilltu nútimakonu af sönnum innblæstri, bæði i angist hennar, afbrýði og ást- leitni. Bessi lék hinn timbraða og taugahrjáða eiginmann af fjöri og brá upp skemmtilegum smá- myndum. en var helzti einhæfur i vanliðan sinni. Ósigur f jallar um gullin i kassanum inni skáp, sem eigandinn er búinn að missa áhuga á og gleyma-, fjallar um við- leitni þeirra til að finna tilveru sinni nýjan til- gang. t einum skilningi er einþáttungurinn allegóría um hlutskipti mannsins á jörðinni, eftir að guð hvarf úr lifi hans. í öðrum skilningi er höfundurinn greinilega að skopast að hermennsku, draga upp fjarstæðukennda mynd af hernaðarandanum og hinu viti firrta drápsæði, sem við höfum fyrir augum dagsdaglega i Vietnam og viðar. Þrátt fyrir góða hugmynd og góðan vilja fatast höfundi samt tökin hér. t fyrsta lagi er einþáttungurinn alltof langur, of mikið um endurtekningar. 1 öðru lagi er hann gersneyddur fyndni, sem er ákaflega bagalegt i fjarstæðuleik- húsi. Ég held að þessi skortur á skemmtileg- heitum eigi m.a. rót að rekja til þess, að það vantar alla viðmiðun, þannig að áhorfandinn geti stillt leiknum upp andspænis þekktum veru- leika. Að skopast að hern- aði i landi þar sem menn eru frábitnir hernaði virðist einhvernveginn óskoplegt. Hitt er þó kannski afdrifarikara, að höfundurinn virðist ekki gera sér glögga grein fyrir, hvert hann stefnir með verki sinu. Sé hann bara að gefa imyndunar- aflinu lausan taum, láta hugann reika og kylfu ráða kasti,þá gerir maöur þá skilyrðislausu lág- markskröfu að leikurinn se' fyndinn, skemmti- legur, upplifgandi, en þvi var alls ekki að heilsa á frumsýningu. Sú nýbreytni var tekin upp við uppfærslu þess- ara einþáttunga, að leik- stjórar eru tveir, og bera báöir sömu ábyrgð á öllu. Þessi aðferð er að minu viti ákaflega varasöm, nema um þvi samhentari einstaklinga sé að ræða, og ég er ekki frá þvi, að hún hafi heldur dregið úr áhrifum þessara ein- þáttunga. Leiktjöld höf- undar voru vissulega mjög góð, enda er hann leikmyndagerðarmaður, að aðalstarfi, en mér fannst vanta einhverjar ferskar hugmyndir i upp- færsluna, eitthvað sem kæmi á óvart, vekti kátinu, hneykslun, reiði, einhver viðbrögð. Bezt gerða og bezt leikna persónan i leiknum var upptrekkti trúðurinn i túlkun Randvers Þor- lákssonar, i senn skopleg og tragisk persóna. Liðs- foringinn i túlkun Flosa Framhald á bls. 8 Legsteinar. Steingiirðingar og svalahandrið. HAMARSHÖFÐI 4 - sími 81960. MOSAIK HF. Biómaker og garðþrep. íslenzkir steinar til veggskreytinga. Ve/ varið hús fagnar vori.... Eyðingaröfl sjávar og seltu ná lengra en til skipa á hafi úti. Þau ná /angt inn i land. Hygginn húseigandi ver þvi þök og tréverk með HEMPELS skipamálningu Hún er þrautreynd við erfiðustu aðstæður hérlendis. Hygginn húseigandi notar Hempels Framleiðandi á islandi: Slippfé/agið íReykjavíkhf Málningarverksmiðjan Dugguvogi - Simar 33433 og 33414 Þjóðleikhúsið: HVERSDAGSDRAUMUR Og ÚSIGUR Höfundur: Birgir Engilberts Leikmyndir: Birgir Engilberts Leikstjórar: Benedikt Árnason og Þórhallur Sigurðsson LISTAHÁTÍD í REYKJAVlK LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK Fimmtudagur Laugardalshöll 15. júni. Kl. 20.30. lokatónleikar. Sinfónfuhljóm- sveit tsiands Einleikari: André Watts Stjórnandi: André Previn Myndlistarsýningar opnar frá kl. 14-22 daglega á meðan á Listahátið stendur. AÐGÖNGUMIÐAR EINNIG VIÐ INNGANGINN Aðgöngumiðasalan er i Hafnarbúðum. Opið kl. 14—19 daglega. Simi 2 67 11. SVIPMVHDIR UR SUMARFERÐINNI Eins og Alþýðublaðið hefur áður sagt frá tókst sumar- ferð Alþýðuflokksfélaganna i Reykjavik, sem farin var s.l. sunnudag, með afbrigðum vel. Á fimmta hundrað manns tók þátt i förinni og var hvert sæti skipað i þeim átta stóru áætlur.arbifreiðum sem fengnar höfðu verið til þess að flytja fólkið. Farið var fyrst i Galtalækjarskóg, þar sem nesti var snætt, þaðan til Þórisvatns, þar sem framkvæmdir voru skoðaðar og bornar fram veitingar, til Búrfellsvirkjunar, þar sem stöðin var s'koðuð og frá virkjuninni og niður I Arnes, þar sem snæddur var kvöldmatur. 1 Arnesi flutti Benedikt Gröndal, varaformaður Alþýðuflokksins, ávarp, Unnar Stefánsson og Guðlaugur Tryggvi Karlsson stjórnuðu f jöldasöng við undirleik Magnúsar Péturssonar, Guðmundur Hagalin, rithöfundur, flutti hvatningarorð og Sæmundur ólafsson, fararstjóri, þakkaði ferðafólkinu samfylgdina. Aðalleiðsögumaður i ferðinni var dr. Haraldur Matthiasson, en aðrir leiðsögumenn voru Sæmundur Olaísson, fararstjóri, Kristján Bersi Olafsson, Guðmund- ur Danielsson, Haraldur Sigurðsson, Arbjörg ólafsdóttir, Arni Gunnarsson, Unnar Stefánsson, Guðmundur Magnússon og Pétur Pétursson, útvarpsþulur. Hér á opnunni eru nokkrar svipmyndir úr ferðalaginu. & Fimmtudagur 15. júní 1972 Fimmtudagur 15. júni 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.