Alþýðublaðið - 06.08.1972, Síða 3

Alþýðublaðið - 06.08.1972, Síða 3
JOEY-FYRIR ÞETTA MUNU GOTURNAR LITAST BLODI! jæíLæÍu Meðai viðstaddra við uttor Joey Gallo voru 20 leyniþjónustumenn. Kistan varaf beztu gerð, kostaði tæpa hált milljón króna. Eftir aö allt hefur verið meö kyrrum kjörum i nokkur ár meðal banda- riskra Mafiuforingja, er aftur fariö að krauma i pottinum. Glæpamannaó- eiröir þær, er nú geisa i New York, eru taldar eiga upptök sin s.l. ár þegar reynt var aö ráða Joe Co- lomboaf dögum. Frá þeim degi aö telja var hægt að lita á Mafiuforingjann Jo- ey Callo sem lifandi dauöan" . Þaö er aö segja hann beið aöeins eftir sinni eigin aftöku. S.l. april var svo gengið endanlega frá honum. Joe Callo var skotinn til bana, þá er hann hélt upp á 43 ára afmælisdag sinn, á veitingastaö nokkrum i New York. bar meö var búið aö lýsa yfir striði milli tveggja Mafiufjöl- skyldna.Sem áhorfandi aö þessum hildarleik situr svo sjálfur „Guðfaðir” New Yorkborgar, Carlo Gambino. Hann ernokkurn veginn viss um aö hann sé að fylgjast með siðasta Mafiustriðinu sem háð verður, og hvernig svo sem úrslit verða kemur hann til með að sitja sem hinn sterki maður, þegar átökin eru afstaðin. Sviðið var mikilfeng- legt, næstum eins og klippt út úr kvikmynd. Stórar svartar Cadillac-bifreiðir, er óku hljóðlaust um göt- urnar upp að Greenwood kirkjugarðinum, gamlar konur er beygðu höfuð sin og grétu, þegar likfylgdin fór framhjá. bað var verið að fylgja Joey Callo til grafar. Hin bronsaða lik- kista hafði verið dýr, ná- lægt hálfri milljón króna. Margt fólk fylgdi Gallo siðasta spölinn. Svart- klæddar konur og menn i Ijósum yfirhöfnum, með dökk sólgleraugu. Systirinn Carmella beygði sig yfir kistuna og sór hátiðlegan eið. — Joey fyrir þetta munu göturnar litast blóði. — Á næstu sjö dögum fund- ust sex sundurskorin lik i Brooklyn Orörómur sagði að þrjú önnur væru ..á leiðinni”. Það var almennt álitið að Gallo-fjölskyldan stæði á bak við morðin. Þrem dögum áður en likfylgdin hafði átt sér stað, hafði Joey Gallo setið á veitingastofunni Um- bertos Clam House, ásamt fjölskyldu og vinum, og haldið upp á 43. afmælis- dag sinn. Tveir menn komu inn drógu upp skam- byssur og tæmdu úr þeim á Joey. Joey Gallo dó á leiö til sjúkrahússins. Hinn hrottafengni dauð- dagi Gallo kom ekki flatt upp á neinn innan Mafiu- samtaka New York borg- ar. Siðan i júni i fyrra hafði hann verið dauða- dæmdur maður. Þaö var einmitt þá sem hinn frægi Mafiuforingi Joseph Co- lombo hafði orðið fyrir lifshættulegri morðárás. Colombo fjölskyldan á- kærði Joey Gallo fyrir að standa að baki árásinni. Joey Gallo hafði veriö talinn einkennilegur fugl i Mafiu-heiminum. Var álit- ið að hann færi fremur eft- ir þvi sem hann sá i göml- um Richard Widmark kvikmyndum, en fornum venjum frá Sikiley. Hann var álitinn lifshættulegur vegna þess hve kaldgeðja hann var og laus i rásinni. Þar fyrir utan hafði hann brotið hin óskráðu lög Mafiunnar um að halda sér eingöngu i sinu ,,viö- skiptahverfi”. Með jöfnu millibili réðst hann annað hvort inn i hverfi Colombo fjölskyldunnar, Staten Is- land, eða Brooklyn-hverfi Carlo Gambinos. Ekki voru áhyggjurnar heldur miklar, þótt aðrir litu á hann sem svo gott sem dauðan mann. Að hans dómi fannst ekki sá morð- ingi, sem gæti drepið hann. Hann var meö sjar- merandi mikilmennsku- brjálæði, og þvi stórhættu- legur. Glæpamanna- styrjöld Á siðasta ári þótti útséð að um Mafiu-styrjöld væri að ræða i undirheimum New York borgar. óhætt er að segja að upphafið hafi átt sér stað fyrir 12 til 13 árum. Þá yfirgaf Joey Gallo fjölskyldu Joseph Profacio, og byrjaði ,,við- skipti” á sjálfs sin vegum. Hann lenti strax i útistöð- um við Colombo, en niu morðum og tveimur árum seinna varð Galloað hörfa til sins hluta af Brooklyn. En i fyrra áleit Gallo-fjöl- skyldan sig nógu sterka til að hefja væringarnar á ný. ,,Striðsyfirlýsing” var gefin út. og fjölskyldurnar tvær „went to the mattresses” sem þýðir, að þær bjuggu rammlega um sig á hinum ýmsu stöðum og borðuðu og sváfu þar, með byssu i hönd. Á marg- an hátt vakti það undrun, hvernig komið var. Eftir mörg friðsöm ár, voru Bandarikjamenn farnir að lita á „bófahasar , sem sögu tilheyrandi fortið- inni. Morð á götum úti voru hlutir sem áttu sér stað á timum A1 Capone, ekki nú á dögum. Fyrir tæpum tveimur árum stofnaði Joe Colom- bo nokkurs konar Borgar- stéttarsam tök Banda- rikjamanna, af itölsku bergi brotnu. Á þennan hátt notfærði hann sér heiðarlegt fólk, til að hylma yfir glæpastarf- semi sina. Var þetta gert sem mótleikur við FBI, sem ætið er á höttunum eftir glæpastarfsemi italskra Bandarikja- manna. Borgarréttarsamtökin höföu sinn eigin hátiðis- dag, sem haldinn skyldi ár hvert i júni. Svo var einnig i júni i fyrra. Mörg þúsund manns tóku þátt i hátiða- höldunum, eða réttara sagt mótmælafundinum. Sté Joe Colombo i pontuna og var hann ákaft hylltur af samlöndum sinum. En Joe Colombo hafði verið ó- forsjáll, og hinir venjulegu lifverðir hans voru eitt- hvað sofandi á verðinum. Negri nokkur að nafni Je- rome Johnson, komst án þess að eftir þvi væri tek- iö, að hlið Colombo, þreif upp skambyssu og skaut þrem skotum að Colombo. Að sjálfsögðu var Johnson samstundis tekinn af lifi og voru það lifverðir Col- ombo er það gerðu, en sjálfur var Colombo lifs- hættulega særður, og varð örkumla upp frá þvi. Eng- inn var i vafa um að Joey Gallo stóð að baki morðtil- rauninni. Frá þeirri stundu var Gallo „Dauðadæm dur maður”. Sú staðreynd að árásar- maðurinn hafi verið blakkur, gat aðeins bent til Gallo. Þegar Gallo hafði verið fangi i Attica-fang- elsinu, hafði hann ráðið litaða samfanga sina, til starfa fyrir fjölskyldu sina. Hann hafði til og með komið af stað uppþoti i fangelsinu, þegar hinn hviti hárskeri þess, hafði neitað að taka negra i stól- inn til sin. Þegar hann losnaði úr fangelsinu, tilkynnti hann, að hann myndi ráða svarta menn til sin. Þess- um boðskap var ekki tekið af neinni gleöi, meðal ann- ara Mafiu-leiðtoga. Hvað sem öllum glæpamálum viðvikur, er La Cosa Nostraeinn af finustu ,,yf- irstéttar-klúbbum” bandarikjanna. Hinn eiginlegi „guðfaðir". Þegar talað er um Mafi- una i New York er ekki komist hjá þvi aö nefna Carlo Gambino, það er hann sem er inn eiginlegi guöfaðir i heimsborginni. Árið 1921 kom hann til New York frá Palermo á Sikiley, og á skömmum tima hækkaði hann i tign innan Mafiunnar. En hann og fjölskylda hans voru frekar illa þokkuð. Hann og bróðir hans Paul voru álitnir úrkynjaðir vegna þess að þeir höfðu gifst systurdætrum sinum. Einnig var það talið þeim til lasts, að hvorugur hafði framið morð, eöa svo, sagðu almannarómur. En Gambino er snjall og varkár. Sögur ganga um það, að það hafi verið hann en ekki Gallo sem stóð að tilræðinu við Colombo i fyrrasumar. Jafnvel er talið að hann hafi einnig staðið að baki morði Gall- os, þar eð Gallo hafði farið yfir á „eignarhluta” hans af New York. Ennfremur hefur það fengizt staðfest, að Gambino útvegaði bæði Colombo og Gallo-fjöls- kyldunum ýopn. Snjall þrihyrningur það, þvi á þennan hátt fækkaði hann mannskap i röðum beggja flokka, með þvi að etja þeim hvorum á annan. ,,Going to the Matress- es” þýðir ekki eingöngu að farið sé i felur heldur er haldið uppi nokkurs konar varðgöngum i eigin „hverfi”. Aðalaðgerðin er i þvi fólgin að þefa uppi andstæðing og myrða hann. Ef Gallo-fjölskyldan missir fimm til sex menn i viðbót, hefur það þær af- leiðingar fyrir hana, að henni verður útrýmt, þvi hún var i upphafi miklu mannfærri en Colombo- fjölskyldan. 1 bakgrunninum situr svo Carlo Gambino og fylgist með málunum af miklum áhuga. Hann hef- ur komið þessu „striði” af stað, og forðast eins og heitan eldinn að koma nokkuð nálægt aðgerðun- um. Hans er að „hirða” alla New York, þegar þvi er lokið. Hvernig litur svo venju- legur borgari á „glæpa- striðið”, sem á sér stað fyrir utan stofudyr hans. Flestir eru hrifnir af þvi, i þeirri merkingu aö fjöl- skyldurnar ganga af hvor annarri dauðri. Fyrir nokkru siðan skrifaði New York blaðið Daily News i leiöara. — Það er ekki hægt að áfellast okkur fyr- ir að lita á morð þessi sem fullkomin meðul til að losna við illþýði, er enginn mun sakna. Auk þess spara þau samfélaginu mikil útgjöld sem réttar- höld og dómsrannsóknir munu leiða af sér. — Og þegar allt kemur til alls heyrir það til undan- tekningar ef óviðkomandi lætur lifið, þegar Mafian gerirupp sin i millum. Svo án alls vafa mun lögreglan leyfa þeim að berjast i friði. Eru þetta dauðateygjurnar? Margir álita samt, að afleiðingarnar geti oröið hroðalegar, ef glæpa- mennirnir fá fritt leiði til að berjast. Enn sem komið er hafa þeir um nóg annað að hugsa, en sá dagur gæti komið að byssukjöftum verði snúið að saklausu fólki, og þá er voðinn vis. Mafian vinnur ekki eftir nýtizkulegum aðferðum, heldur er blóðhefndar- mynztrið aldna frá Sikiley hennar aðal-biblia þegar um manndráp er að ræða. Aðalinntak Blóðhefndar venjunnar er eftirfarandi: Hver og einn skal verja heiður fjölskyldu sinnar, með öllum ráðum. Þessi ó- skrifuðu lög eru allsráð- andi i hverju suður-itölsku þorpi, og það er erfitt fyrir aðra en Suður-ttali að skilja þessi lög. Þar er fyllilega hægt að afsaka manndráp, ef ástæður þykja hafa legið til þess. Heiður suður-italskrar fjölskyldu þekkir engin takmörk. Púritanskt stolt hverrar f jölskyldu stappar nærri brjálæði. Nú skal viðurkennt að Mafiu-veldið i Bandarikj- unum er byrjað að hrynja. Þegar komið er i fjórða ættlið suður-italskra inn- flytjenda til Bandarikj- anna, má ganga út frá þvi gefnu, að þeir virða lög og reglur bandarisks þjóðfé- lags, og ætið eykst sá hóp- ur af Mafiu-fjölskyldum, er hefur lifibrauð sitt af heiðarlegum viðskiptum. 1 Mafiu-fjölskyldu sem taldi 27 meðlimi var ,,að- eins” hægt að bendla 4 við glæpastarfsemi. Af hinum tuttugu og þrem öðrum fjölskyldumeðlimum var einn háskólaprófessor en aðrir læknar lögfræðingar og heiðarlegir viðskipta- menn. Þvi mætti ætla að Co- lombo-Callo striðið séu dauðateygjur fortiðarinn- ar en framtiðin mun skera úr um það. Sunnudagur 6. ágúst 1972 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.