Alþýðublaðið - 23.08.1972, Blaðsíða 7
KVIKMYNDIR
ÞEGAR FISGHER VILDIFÁ ÞYRLU TIL AD FLYTJA SIG
- EH VARÐ Afi LÁTA SÉR HÆGJA KAPPAKSTURSBIL
Framkoma Bobby Fischers fyrir einvígið og meðan á því hefur staðið, er sannar-
lega ekkert einsdæmi. Siðala árs T967 keppti Fischer á millisvæðamóti í Sousse í
Túnis, og þá vakti framkoma hansathygli um allan heim, þótt ekki hafi verið neitt í
likingu við þaösem framkoma hanshérí Reykjavík hafði.
Bent Larsen, sem einnig keppti á þessu móti, skrifaði þá grein fyrir danskt skák-
timarit um hegðun Fischers, og tímaritið SKAK endurbirti greinina.
Við skulum til gamans rif ja upp hvað Larsen sagði þá um Fischer.
Allt mótið var skipulagt með
tilliti til trúarlegra tilfinninga
þeirra Reshevskys og Fischers.
Reschevsky er gyðingatrúar, en
Fischer aðventisti. Þessvegna
var ekki teflt á föstudögum, og á
laugardögum hófust skákir
Bandarikjamannanna kl. 19, en
okkar hinna kl. 16. Þar að auki
voru i upphafi móts nokkrir
gyðinglegir helgidagar og
skákir Reshevskys voru auð-
vitað fluttar af þessum dögum
yfir á fridagana. SkákirFischers
þurfti einnig að flytja, en enginn
hefur getað sagt mér ástæðuna
fyrir þvi. Annars var allt i lagi
meö Fischer framan af móti.
Það leit út fyrir að hann ætlaði
að vinna mótið: Hann vann
Barczay i fyrstu umferð, siðan
kom jafntefli við Portisch og
sigrar gegn Mjagmasuren,
Cuellar og Sarapu, jafntefli
gegn Kavalek og glæsilegur
sigur gegn Stein. Skákunum
gegn Kortsnoj og Geller var
frestað og þá fannst Fischer að
dagskrá mótsins væri of erfið.
Þar að auki þótti honum léleg
lýsing, hvislandi áhorfendur og
tikkið i ljósmyndavélunum baga
sig. Sérstaklega kvaldi það
hann, að skákinni við Geller
hafði verið frestað, henni hefði
hann viljað ljúka i flýti, annars
gæti hann ekki gert sinar
áætlanir. Mótsstjórnin reyndi
að sýna skilning, en vildi ekki
breyta allri dagskrá mótsins,
sem hafði hlotið samþykki allra
aðila löngu áður en mótið hófst.
Fischer tilkynnti nú skriflega
úrsögn sina úr mótinu. Nú upp-
hófst mikið fjaðrafok. Kona frá
bandariska sendiráðinu kom til
að tala um fyrir honum, en það
var komið föstudagskvöld og
Fischer hafði tekið sér heilaga
hvild. Konan kom aftur næsta
kvöld, en gat ekki fengið hann til
að breyta ákvörðun sinni. Hann
tapaði skákinni gegn Gipslis
vegna fjarveru og fór sama
kvöld til Túnisborgar.
Daginn eftir tókst móts-
stjóranum að fá Fischer til að
koma aftur. 54 minútum seinna
gekk hann brosandi i salinn og
tók til óspilltra málanna
við skákina gegn Reshevsky,
sem var likastur þvi að hafa
mætt afturgöngu. 1 vonlausri
stöðu setti Reshevsky skákina i
bið og sá um að tapa vegna fjar-
veru daginn eftir. Siðan mót-
mælti hann án árangurs þvi
taugaálagi, sem framkoma
Fischers hafði valdið honum. A
mánud. var skákin við Korts-
noj tefld og lauk henni með
jafntefli eftir skemmtilega
viðureign. A þriðjudag var
Byrne auminginn leiddur i
sláturhúsið, en á fimmtudag átti
Fischer að tefla við Hort. En nú
hafði hann loksins sannfært sig
um að mótsstjórnin teldi tapið
gegn Gipslis óhagganlega stað-
reynd. Það dugði ekki þótt hann
héldi þvi fram, að maður gæti
ekki tapað skák vegna íjarveru
þegar hann væri hættur i mót-
inu. Við þessari tilfyndni hlýtur
svarið að vera það, að hefði
mótsstj. tekið mark á fyrstu
úrsögn Fischers, hefði málinu
verið lokið og hann ekki átt
afturkvæmt. A fimmtudags-
kvöld fór Fischer til Túnis-
borgar eftir að hafa tapað gegn
Hort vegna fjarveru. A föstudag
var mikið um diplómatiskar að-
gerðir. — Bandariski ambassa-
dorinn var sjálfur meðal þátt-
takenda. En ef Fischer ætlaði
aftur til mótsins á laugardag,
gat hann vegna hinnar heilögu
hvildar ekki lagt af stað fyrr en
klukkan 18, en skákklukkan
hans ,yrði sett i gang kl. 19.
Fischer stakk upp á þvi við am-
bassadorinn að hann hefði þyrlu
tilbúna, en kappakstursbill með
sérstökum útbúnaði varð að
duga. Lengra gátu menn ekki
teygt sig. Aftur á móti átti bil-
stjórinn að vera sendiráðsritari
með reynslu i kappakstri. Þetta
voru 140 km og Fischer hefði
ekki þurft að koma mörgum
minútum of seint til skákarinn-
ar gegn mér. Hann var kominn
á fremsta hlunn með að snúa
aftur, en þegar hann frétti, að
mótsstjórnin krefðist þess að
hann skrifaði undir yfirlýsingu
um að ljúka mótinu, sat hann
samt um kyrrt i Túnisborg.
Hann kærði sig ekki um að
skrifa undir neitt.
Það sem þátttakendur og
mótsstjórn óttuðust mest var að
Fischer tefldi enn nokkrar
skákir og hætti siðan. En þetta
vandamál kom ekki upp.
Fischer tapaði skákinni gegn
mér vegna fjarveru og hafði þá
tapað þremur skákum með
þessum hætti og var þess vegna
úr leik samkvæmt reglum
Alþjóða skáksambandsins.
Daginn eftir sá hann eftir þessu,
en þá var það of seint.
Þetta var leiðindamál, en ég
get ekki séð mikið til að segja
Fischer til varnar. Hins vegar
stóð mótsstjórnin sig vel.
1 þessum þætti verður Sikil-
eyjar-vörn fyrir valinu. Þetta er
langvinsælasta vörnin gegn
l.e4, og leiðir hún til skarpra og
skemmtilegra átaka i byrjun
tafls, Hér verður aðeins drepið á
örfá afbrigði i þessu yfirgrips-
mikla byrjunarkerfi, og ræöur
tilviljun hvað fyrir valinu
verður. Um Sikileyjar-vörn,
hefur I. Boleslavsky, rúss-
neskur stórmeistari, ritað
ágæta bók, og vil ég ráðleggja
þeim er vilja kynna sér þetta
efni nánar, að veröa sér úti um
hana.
Litum á dæmi þar sem hvitur
fórnar peði, en fær i staðinn
hraða hervæðingu.
1. e4 c5
2. d4 cxd4
3. Rf3 e5
Nú má hvitur ekki drepa með
riddara á e5 vegna 4...Da5+ og
riddarinn fellur.
4. c3 dxc3
5. Rxc3 Rc6
6. Bc4 dó
ABCDEFOH
m.ám iiii
!&■&!
!A W
m\
c*
M
ABCDEFGH
Slæmir afleikir væru hér
6..Be7? 7.Dd5 eða 6...RÍ6? 7.
Rg5 eða 6...Bc5? 7. Bxf7+
7. 0-0
og hvitur hefur mun rýmri
stöðu.
Við sjáum hér byrjunarleik-
ina i skák, er Fischer og
Korchnoi tefldu á alþjóðlegu
móti i Buenos Aires 1960.
Hvitt: R. Fischer Svart: V.
Korchnoi
T. e4 c5
2. Rf3 aó
3. d4 cxd4
4. e3 dxc3
5. Rxc3 Rc6
6. Bc4 d6
7. 0-0 Rf6
A B C D E F G H
ABCDEFGH
8. Bg5 e6
9. De2 Be7
T0. HfdT Dc7
TT. Hacl 0-0
T2. Bb3
og hvitur hefur heldur betri
stöðu.
I dreka-afbrigðinu, verður
svartur að vera vel á verði, þvi
hættur leynast við hvert „fót-
mál” ef svo má að orði komast,
og afbrigðin eru fjölmörg, og
aðeins „stiklað á stóru” hér , en
litum á dæmi.
1. e4 c5
2. Rf3 d6
3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6
5. Rc3 96
Hér getur hvitur valið um
leiðir, einna helzt koma til
greina 6.f4, 6.h3 6. g3U Litum
aðeins á...
6. f4
ABCDEFGH
ABCDBFGH
&IGf&AVlC=rG/\ CX2r 'TlLVElRAfs/
6.
Rc6
Svartur verður að varast hér
6.. .. Bg7? 7.e5! dxe5 8.fxe5 og nú
8.. . Rg4 9.Bb5+ Rc6 (9... Bd7 10.
Dxg4) 10. Rxc6 Dxdl+ 11. Rxdl
a6 12. Ba4 Bd7 13.h3 Rh6 14. Rx-
e7. Ef 8...Rfd79.e6 Re5 10. Bb5+
Rbc6 ll.exf7+ og ef 8... Rd5? 9.
Bb5+ Kf8 (9...RC6? 10. Rxc6)
10. 0-0 Bxe5? 11. Bh6+ Kg8 12.
Rxd5 Dxd5 13. Rf5! Dc5+ 14.
Be3 Dc7 Í5. Rh6+ Kf8/g7 16. H-
xf7 mát.
7. Rxc6 bxc6
8. e5 Rd7
8...dxe5 9. Dxd8+ Kxd8 10.
fxe5 er hvitum i hag.
9. exd6 exd6
T0. Be3 De7
TT. Dd4 Bg7
12. Dxg7 Dxe3+
með um það bil jöfnum mögu-
leikum.
A meistaramóti Bandarikj-
anna 1958/59, varð Reshevsky á
alvarleg skyssa i skák sinni við
Fixcher, en litum á..
Hvitt. R. Fischer Svart. S.
Reshevsky. Sikileyjar-vörn. 1. e4 c5
2. Rf3 Rc6
3. d4 cxd4
4. Rxd4 g6
5. Rc3 Bg7
6. Be3 Rf6
7 Bc4 0-0
8. Bb3 Ra5?
9. e5! Re8?
Ef 9... Rh5? 10. g4 bezt var 9...
Rxb3 10.exf6 Rxal ll.fxg7
Rxc2+ 12. Rxc2 Kxg7
ABCDEFGH
ABCDBFGH
ABCDEFGH
ABCDBFGH
20. Bxd5 exd5
21. Rxd5 Kh8
22. Bf4 Dg6
23. Dd2 Bxh3
24. Hxg3 Bg4
25. Hhl Hfe8
26. Re3 De4
27. Dh2! Be6
28. Hxg7 Kxg7
29. Dh6+ Kg8
30. Hgl + Dg6
31. Hxg6+ fxg6
10. Bxf7!+ Kxf7
11. Re6 dxe6
Ef 11... Kxe6 12. Dd5+ Kf5 13.
g4+ Kxg4 14. Hgl+ Kh4 14.
Bg5+ Kh5 16. Ddl+ Hf3 17. Dxf3
máf.
12. Dxd8
og hvitur vann.
Hér gefur að lita hina frægu
jafnteflidskák, er tefld var i
Nottingham árið 1936, og hefur
Alekhine; hvitt, en Botvinnik
stýrir svörtu mönnunum.
Sikiieýjar-vörn, drekaaf-
brigðið.
l. e4 c5
2. Rf3 d6
3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6
5. Rc3 g6
6. Be2 Bg7
7. Be3 Rc6
8. Rb3 Be6
9. f4 0-0
10. g4 d5
11. f5 Bc8
12. exd5 Rb4
13. d6 Dxd6
14. Bc5 Df4
15. Hfl Dxh2
16. Bxb4 Rxg4
17. Bxg4 Dg3+
18. Hf2 Dgl +
Jafntefli.
Arið 1961 tefldi Robert
Fischer einvigi við Samuel
Reshevsky, og var ráð fyrir gert
i upphafi, að tefldar skyldu 16
skákir, en eins og kunnugt er
lauk þessu einvigi aldrei. Eftir
11 skákir stóðu leikar 5 1/2 gegn
51/2. önnur skákin i einviginu
tefldist fyrstu 12 leikina eins og
skákin Alekhine-Botvinnik,
Nottingham 1936, en þá kemur
Fischer með endurbót,
13. Bf3! gxf5
14. a3 fxg4
15. Bg2! Ra6
16. Dd3 e6
17. 0-0-0 Rxd5
18. h3! 93
19. Hhgl Dd6
og hvitur vann i nokkrum
leikjum.
í næsta
þætti er
framhald
af Sikil-
eyjarvörn
alþýðu
n RTllfll
skákkennsla
Það kátlega og það
grátlega við franskt
fjölskyldulíf
,,Það er ósvikin frönsk
gamanmynd, sem
Háskólabió hefur valið til
sýningar á næstu mánu-
dögum — „FRABÆRIR
FEÐGAR" eftir Claude
Berri,” segir i tilkynningu
frá bióinu.
„Myndin segir frá dag-
legu lifi ósköp venju-
legrar, franskrar fjöl-
skyldu, en það, sem á daga
hennar drifur, er eins og
hjá öðru fólki, ýmist kát-
legt eða grátlegt, og eins
og svo margar fjölskyldur
um allan heim lifir þessi i
þeirri von að „hinn stóri
dagur” renni upp — það er
að sonurinn verði ekki að-
eins að manni heldur
miklum manni.
F’jölskyldufaðirinn er
feldskeri af pólskumGyð-
ingaættum, sem gerir sér
vonir um, að sonurinn feti
i fótspor hans,en verði þó
meiri maður i sinni stétt,
en pilturinn vill það ekki —
hann ætlar sér að fara i
kvikmyndirnar, verða
leikari, sem allir vilji sjá.
En það veldur sifelldum
áhyggjum, að sigurinn
vinnst aldrei, allt mistekst
hjá hinum unga manni og
faðir has tekur það sér
mjög nærri. Loks ákveður
sonurinn að gerast kvik-
myndaframleiðandi og þá
sér hann brátt, að ævi
sjálfs hans er tilvalið
yrkisefni. Við það tekur
daglegt lif fjölskyldunnar
nýja stefnu.
Claude Berri er ekki
aöeins leikstjórinn, heldur
leikur hánn og soninn.
Berri mun fyrst hafa sézt
hér á landi i myndinni
„Gamli maðurinn og
drengurinn”, sem var
sýnd hér fyrir fáeinum
árum, en þar lék Michel
Simon aðalhlutverkið. En
hlutverk föðurins i þessari
mynd leikur Yves Roberte
einn bezti skopleikari
Frakka, Gerard Barray,
sem raunar er frægur leik-
ari, eins og islenzkir kvik-
myndahúsgestir vita, leik-
ur „stjörnu dagsins” i
myndinni.
Hér skal að endingu
getið umsagna nokkurra
danskra blaöa:
Belingske Tidende:
„Myndin er full af hlýju,
ólgandi af gamansemi.
Það er iangt siðan maður
hefur skemmt sér svona
innilega.!" Svend Kragh
.lacobsen.
Jyllandsposten:
„Kraftaverk, þótt i smá-
um stil sé — hlýleg, fögur
og gerhugsuð mynd.
Maður fær mætur á henni
strax i byrjun.” Ib Monty.
Ekstra Bladct: „Þetta
er óvenjulega ljúf mynd —
uppistaðan er innileg ást á
fjölskyldunni og listinni.
Hún er bráðfyndin og
maður er feginn að hafa
séð hana.” — Knud Schön-
berg."
Nú geta menn valið
á milli tækninnar og
íslenzka textans
Nú eiga kvikmyndahúsa-
gestir kost á að velja um
hvort þeir vjlji sjá mynd á
venjulegu breiðtjaldi með
islenzkum texta, eða án
islenzks texta en með full-
komnustu sýningatækni,
sem enn hefur verið boðið
upp á, Todd-AO.
Það er Laugarásbió,
sem ætlar að gera tilraun
til að fá úr þvi skorið hvort
menn kjósa fremur, eða
þá að bjóða upp á hvort
tveggja.
t fréttatilkynningu frá
bíóinu segir m.a.:
„Þegar Laugarásbió
sýndi myndina „Kyn-
slóðabilið” (Taking Off) á
siðustu jólum og næstu
vikur á eftir, fór bióiö inn á
nýja braut við mynda-
kaup.
Með þessu var komið til
móts við óskir fjölmargra
kvikmyndaunnenda, sem
hafa óskað að sjá stór-
myndir hér, meðan þær
eru enn nýjar af nálinni,
en ekki þegar nokkur ár
eru liðin frá þvi að dreifing
hefst. Vildi Laugarásbió
reyna að fullnægja slikum
óskum, þótt leiga slikrar
myndar sé alltaf mun
hærri fyrstu mánuðina en
siðar verður.
Nú fer bióið að óskum
þeirra, sem oft hafa spurt,
hvers vegna ekki sé aflað
70 mm kvikmynda til sýn-
ingar, þar sem bióið er
búið Todd-AO-sýningar-
tækjum, og hefur orðiö
fyrir valinu myndin HELL
FIGHTERS eða
„Baráttan við vitiseld-
ana” með John Wayne i
aðalhlutverkinu. Hefur
verið aflað tveggja ein-
taka af myndinni, og er
annað 70 mm breitt i
„Panavision” en hitt 35
mm. Verður fyrrnefnda
9,
eintakið aðeins sýnt kl
en hitt kl. 5 og 7.
Á 70 mm eintakinu er
enginn texti, þvi að kostn-
aður við gerð texta og
kaup á eintaki myndar af
þessu tagi i þeim tilgangi
væri hverju kvikmynda-
húsi hér ofviða. Hann væri
a.m.k. milljón króna. Þar
við bætist, að 70 mm ein-
tak er ekki hægt að sýna
kvikmyndahúsum utan
Reykjavikur, svo að engar
leigutekjur fengjust af þvi
utan af landi. En kvik
myndahúsgestir á
Reykjavikursvæðinu ættu
að geta gert það upp við
sig, þegar þeir hafa séð
„Baráttan við vitiseld-
ana” i Laugarásbió, á
næstu vikum, hvort þeir
vilji heldur mikla tækni án
texta eða sætta sig við
venjulega myndarbreidd,
þar sem þeir geta notið
skýringartesta.”
6
Miövikudagur 23. ágúst 1972
' Miðvikudagur 23. ágúst 1972
7