Alþýðublaðið - 25.08.1972, Page 6

Alþýðublaðið - 25.08.1972, Page 6
Vegna þeirra teygir hönd dauðans sig um viða veröld. Á hverju ári kynna þeir þúsundir manna fyrir hillingum eitur- lyfjanna. i höfuðborg eiturlyfjanna, Mar^eille, þekkist engin siðfræði, að- eins óskin um að græða á veikleika ann- arra. Þar til nýlega hafa þeir haft frjálsar hendur. Það er stutt siðan, að öllum þjóðum fannst nóg komið. í öllum hinum vestræna heimi voru 16 ára unglingar, sem höfðu svipt sig lifi, er þeir voru orðnir ánetjaðir herólni. I þeirra augum var aðeins ein undan- komuleið undan sprautunni: Dauðinn. Þessi er undirtónninn í einhverri frægustu kvikmyndasögu þessa árs, Franska sendingin, en hún hefst i Alþýðublaðinu á morgun. Franska sendingin sem verður sýnd i islenzku kvikmyndahúsi, greinir frá nokkurra ára gömlum viðburðum er Jacques Angelvin, frægasti eiturlyfjasali Frakka, var handtekinn af eituriyfja- lögreglu New York borgar. Þekktir Bandarikjamenn voru bendlaðir við málið... þetta er skáldsaga með sögu- legu ivafi. Attatiu prósent af öllu heróini, sem er selt i Norður-Ameriku, koma að sögn lögreglu frá suður- frönsku hafnarborginni Marseille. Þar eru full- unnin á hverju ári um það bil 14 tonn af morfini. Endaframleiðslan, mor- fin, kemur til Bnadarikj- anna á hinn fjölbreyti- legasta hátt. Frönsk yfirvöld draga mjög i efa, að þessar tölur, sem Bandarikjamenn gefa upp, séu réttar. Þau halda þvi fram, að smyglararnir geti einir vitað, hversu umfangsmikil framleiðsl- an er. Samt neitar enginn, að mikið magn eiturlyfja er fullunnið og selt i Mars- eille. Lögreglu Bandarikj- anna og Frakklands er ljós sú staðreynd, sem kvik- myndasagan „Franska sendingin” sýndi, að Marseille hefur lengi verið miðstöð heróinverzlunar- innar i heiminum. Það átti sér nokkurn að- draganda, að þessi franska hafnarborg yrði aðnjótandi þessa hæpna heiöurs. Að lokinni siðari heimsstyrjöldinni var miklu magni ameriskra vindlinga smyglað til Suður-Frakklands frá Alsir og Marokkó. Smygl- arahóparnir höfðu bæki- stöðyar sinar i Marseille, og er borgaði sig ekki lengur að smygla vindl- ingum, fundu. þeir sér nýjar tekjulindir. Marseille lá vel við sem Utflutningshöfn og hreinsi- stöð milli Tyrklands og New York. Þorpin á hæðunum umhverfis Marseille eru tilvaidir felustaðir fyrir hreinsi- stöðvar. Franska eitur- lyfjalögreglan komst ný- lega að þeirri niðurstöðu að 30.000 hUs væru hentug til sliks. Korsikanskir glæpaforingjar Foringjarnir i undir- heimum Frakklands eru Korsikumenn. Sagt er, að allir, sem flytjist frá Kor- siku, verði glæpamenn, prestar eða lögregluþjón- ar. Þetta kann að vera nokkuð ýkt, en staðreynd- in er sU, aö Korsíkumenn hafa ráðið mestu i undir- heimum Frakklands frá siðustu aldamótum. Tilraunir lögreglunnar til að uppræta eiturlyfja- hringa hafa litinn árangur borið. Astæðan er einfald- lega mannekla. Þar til fyrir einu ári voru átta störfum hlaðnir menn i eiturlyf jadeild frönsku lögreglunnar. Andlit þeirra hafa orðið svo vel kunn meðal eiturlyfjasal- anna, aö þeir hefðu alveg eins getað verið kvik- myndastjörnur. Það vakti harða gagn- rýni i Bandarikjunum, hve frönsku eiturlyfjadeildinni var litt sinnt. Um tima var meira að segja staðhæft, að frönsk yfirvöld ættu hagsmuna að gæta i mál- inu. Gagnrýni Bandarikja- manna varð þess vald- andi, að birt var þing- skýrsla fyrir einu ári. 1 skýrslunni, sem er nefnd „Heróinvandi heimsins”, er haldið fram, að fjórar fjölskyldur ráði heróinframleiðslunni i Marseille. Einnig er gefið i skyn, að lögreglan hafi aldrei reynt að stöðva starfsemina. Nöfn fjölskyldnanna fjögurra eru Guerini, Venturis, Orsinis og Francici. Einungis Orsinis fjöl- skyldan hefur áður fengizt við afbrot. Joe Orsinis sat i tvö ár i bandarisku fang- elsi á sjötta áratugnum, Joe á skyrtubUð og mat- sölu ásamt Ferdinand bróður sinum. Fróðir menn segja, að starfsemi bræðranna sér óveruleg, þar eð hinar fjölskyld- urnar vilji ekki hafa af- skipti af refsiföngum. Eiturlyf javandi Frakklands Aðalástæða þess, að Frakkar hófu baráttuna gegn eiturlyfjum svo seint, er sU, að til skamms tima gætti ekki ofnotk- unar i þeirra landi að neinu marki. „Ég get vel skilið gagn- rýni Bandarikjamanna i okkar garð”, sagði hátt- settur lögreglumaður, „en alls staðar verður lögregl- an að fást við mál, sem þola enga bið. Siðustu fimmtán árin hafa helztu vandamál okkar verið rán, þjófnaður og stUdenta- óeirðir. Eiturlyf voru ekki vandamál hjá okkur fyrir tveimur, þremur árum. Eiturlyfjaneyzlan breiddist ört Ut. Lögreglan álitur, að ungt ferðafólk frá Norður-Evrópu hafi flutt þennan ófögnuð með sér. Fyrsta visbendingin um misnotkun kom, er 17 ára stUlka fannst látin eftir að hafa tekið of stóran skammt á snyrtiherbergi i borginni Aix-en-Provence. Siðan það gerðist árið 1969, hefur neyzlan farið dagvaxandi. ,,Árið 1968 þekkti lög- reglan alla i sjón i Mars- eille, sem voru orðnir þrælar eiturlyfjanna, ” sagði maður sem hefur starfað i niu ár i eitur- lyf jadeild borgarlögregl- unnar. „Tveimur árum seinna fannst manni næst- um, eins og fótunum væri kippt undan manni. Við kynntumst ungu fólki, sem byrjaði á að sprauta her- óini beint i æð án þess að hafa fyrst kynnzt LSD, hassi eða marihuana”. Dagblaðið Le Figaro staðhæfði nýlega, að Marseille einni væru minnst 20.000 heróinneyt- endur. Arið 1968 voru 3,2 af hverju þUsundi ungra manna, sem kvaddir voru til herþjónustu, taldir óhæfir til hermennsku vegna eiturlyfianevzlu. NU er talan fimm sinnum hærri. Lögreglan i Mars- eille fann nýlega fjölda 16 ára stUlkna, sem neyttu heróins og öfluðu sér fjár með vændi. Oft hafa fund- izt sölumenn fyrir utan há- skóla og menntaskóla, sem svifast einskis, er þeir selja hina hættulegu vöru sina, heróinið.. Frakkar r.eyndu fyrst að þegja yfir vándanum, þeir álitu, að unltal ylli aukn- ingu. Það var álitið, að hefði gerzt i Bandarikj- unum, og það var ekki fyrr en á siðasta ári, að viðhorf manna til málsins breytt- ust, er birt var leyni- skýrsla þess efnis, að árið 1975 yröi ástandið i Frakk- landi jafn alvarlegt, og það er nU i Bandarikj- unum. Þá var hætt að þegja þunnu hljóði. Hafin var opinber herferð til að vekja fólk til meðvitundar um ógnir eiturlyfja. A ráð- stefnu i Frakklandi vakti franskur fulitrUi máls á nauðsyn samhjálpar i bar- áttunni gegn ofneyzlunni. Innanrikisráðherrann lýsti þvi yfir i Paris, að hann teldi heróin helzta vandamál lögreglunnar. Hann gaf upp tvö sima- nUmer og hvatti fólk til að hringja, ef það lumaði á einhverjum upplýsingum. Háum peningaverð- launum var heitið þeim, er gáfu upplýsingar, er gætu leitt til handtöku. Enn fremur var miklu fé varið til eflingar lögregl- unni, og hert var á refsi- ákvæðunum um eitur- lyfjasölu og smygl. Arið 1970 fékk enginn þeirra 611 manna, sem dæmdir voru, þyngri dóm en fimm ára fangelsi. Ari siðar voru 23 dæmdir til 10-20 ára fang- elsisvistar fyrir sams konar brot. Endurskipulagning eiturlyf jadeildar lögreglunnar Það var fyrst 1. ágUst i fyrra, að Marcellin innan- rikisráðherra gerði þær ráðstafanir, sem Banda- rikjamenn höfðu beðið. Hann endurskipulagði al- gerlega eiturlyf jadeildina. Hann skipaði Francois le Mouel, 44 ára lögreglufull- trUa frá Bretagne, sem hafði starfað i tuttugu ár að löggæzlu, yfirmann hinnar nýju deildar. Aðstoðarmaður hans var ráðinn Marcel Morin, fer- tugur maður með doktors- nafnbót frá Parisarhá- skóla. Morin var sendur til Marseille til að kynna sér heroinframleiðsluna þar. Hann hóf störf þar i ágUst, og sér til fulltingis hefur hann 77 menn. Nýliðarnir voru ráðnir i kyrþey, til þess að glæpamennirnir fréttu ekki, hverjir ynnu i nýju deildinni. Mannskapurinn i eitur- lyfjadeild lögreglu Mar- seille er sundurleit hjörð, og enginn likist lögreglu- mönnum. Sumir þeirra koma aldrei i aðalbæki- stöðvarnar i borginni. EinbýlishUs i einu Uthverf- anna hefur verið tekið á leigu og þaðan er ráðizt til atlögu við verstu fjend- urnar. Baráttuaðferð Morins og le Mouels er ekki ný. HUn var notuð, er alþjóð- legur fjársvikahringur var upprættur um 1955. Þá var uppgötvað, að sU gerð glæpamanna, sem fengizt var við, skildi engin verks- ummerki eftir sig. Þvi var ekki unnt að biða þess, að glæpamennirnir lykju verki sinu, og hefja siðan rannsóknir. Heldur varð lögreglan að vera fyrri til. „Við urðum að finna okkur grunsamlega menn,” segir Morin. „Hver er liklegastur til að freista gæfunnar næst, spurðum við okkur. Við sömdum skrá yfir þá, sem við grunuðum, og fylgd- umst með þeim allan sólarhringinn. Við eltum þá, unz þeir gerðust brot- legir, og gripum þá glóð- volga, meðan sönnunar- gögnin voru fyrir hendi.” Þessi aðferð er fjárfrek og krefst mikils mannafla. Sérstakir menn voru þjálf- aðir i að njósna um fólk. Innbrotsþjófur var undir eftirliti i heilt ár, áður en hann brauzt inn og var staðinn að verki. Gildran egnd Þeir eru tiu, sem Morin hefur helzt grunaða, en ekki hefur tekizt að sanna neitt á þa. Sérþjálfaðir lögreglumenn fylgjast með þeim allan sólar- hringinn. Lögreglumenn- irnir nota margs konar dulargervi. Sumir eru flækingar, og aðrir sjón- varpsviðgerðarmenn, flutningaverkamenn eða liggja einfaldlega uppi á þaki vopnaðir sjónauka og myndavél. Starf þeirra er ekki auð- velt. Bandariskir lög- reglumenn halda, að her- óinið sé framleitt á 5-10 stöðum i Marseille og um- hverfi. Þótt Frakkar vilji ekki halda neinu ákveðnu fram, er þetta ekki talið fjarri lagi. Reynslan hefur sýnt, að ekki viti fleiri en fjórir um hverja hreinsistöð. Þetta þýðir, að einungis fjörutiu manns geta visað Morin á hreinsistöð. Auk þess eru ýkjur að kalla þetta hreinsistöðvar. ÚtbUnaðurinn er ekki fyrirferðarmeiri en svo, að hann kemst hæglega fyrir i litlu eldhUsi eða kjallara. Allt sem krafizt er, má kaupa i kjörbUð án þess að vekja athygli. Stundum er UtbUnaðurinn gömul hrærivél og isskápur, sem hefur verið breytt dálitið. Fullkomnasta „vinnu- stofa”, sem hefur fundizt, var i eigu fyrrverandi sjó- manns, sem kunni varla að lesa og skrifa. Hann kom frá Korsiku og hét Joseph Cesari. Vinnustofa Cesaris var i þvottahUsi gamals sveita- bæjar. Afkastagetan var um það bil 10 kiló i hverri lögn, og telur lögreglan það mikið. Lögreglan fékk lyfja- fræðiprdfessor til að at- huga tæki Cesaris, og sagðihann: „Þetta er ekki vinnustofa, þetta er eld- hUs.” Hann lýsti uppskrift Cesaris á þá leið, að hUn væri bezt fallin til að baka með sUkkulaðikökur. En er prófessorinn efna- greindi heróin Cesaris i rannsóknarstofu sinni, varð hann hissa. 1 ljós kom, að heróin þessa fyrr- verandi sjómanns var 98% hreint. Liklega var það framleiðsla Cesaris, sem gerði heroinið frá Mar- seille svona eftirsóknar- vert. Fábrotin vinnsla Það er einkum þrennt, sem getur visað mönnum á heróinvinnslu. t fyrsta lagi þarfnast framleiðslan mikils vatns. I öðru lagi er sterkur rafstraumur nauðsynlegur. Loks verð- ur ekki hjá þvi komizt, að lykt leggi af framleiðsl- unni. Alitið er, að glæpamenn- irnir losi sig við vatnið með þvi að dreifa þvi yfir tún og akra. Rafmagnið fæst Ur aðaltaugum og lyktin hverfur við góða loftræstingu. Auðvelt er að flytja tæk- in. Unnt er að hefja fram- leiðslu að nýju sólarhring eftir að menn hafa þurft aö færa sig. Morin viðurkennir, að erfitt sé að leita uppi felu- staði framleiðendanna. Menn eru ekki vinveittir lögreglunni i Marceille. 1 sumum götum borgar- innar er varla gerlegt að elta menn vegna þröngra sunda. Sums staðar hlaupa drengir um og boða komu ókunnra. Skyldan til náungans er rik með Suður-Frökkum. ÞagnarmUr mætir utanað- komandi, sem spyr nær- göngulla spurninga. Aragrúi smyglleiöa Auðvelt er að smygla hráefninu til Marseille. Fimm milljónum bifreiða er ekið árlega frá ttaliu til Frakklands. Lögreglunni er ljóst, að smyglararnir eiga auðvelt með smygl annasamasta sumar- leyfistimann. „Ef við ættum að stöðva bila við landamærin, næði biðröðin fljótt alla leið til Rómar,” segir tollvörður ráðaleysislega. Einnig er auðvelt að smygla við ströndina. A hverju sumri koma þUs- undir lystibáta til franskra hafna. Það er alvanalegt, að kasta morfini fyrir borð á fyrirfram ákveðnum stað, og siðan hiröir kaup- andinn það. Litil hætta er á þvi, að hann verði stað- inn að verki. A siðári árum hefur smyglurum opnazt ný, ör- ugg leið. Morfin er sent með tyrkneskum verka- mönnum frá Tyrklandi til Vesturþýzkalands. Þaðan er auðvelt að flytja það til Frakklands, þvi að toll- gæzlan á milli efnahags- bandalagslanda er nánast engin. Einungis tveir menn voru handteknir fyrir morfinsmygl til Frakklands i fyrra, og höfðu þeir farið þessa leið. 20 ár eða liflát? Enda þótt korsikönsku bófaforingjarnir bUi ekki við jafngott skipulag og er hjá mafiunni, er þó eitt sameiginlegt með þeim: Ótti uppljóstrara. Sá sem er handtekinn fyrir her- óinsmygl, fær i hæsta lagi tuttugu ára fangelsisdóm, en þaggað er niður i þeim, sem kjafta frá, fyrir fullt og allt. Bófaflokkarnir nota ná- unga, sem eru kallaðir „les gaches”, til að annast flutninga fyrir sig. Þetta eru menn, sem inna af hendi smáverk gegn þókn- un. Ferðataska með óþekktu innihaldi er flutt niður að höfn og einskis spurt. Vörubil er ekið til Parisar, og óþekktur mað- ur borgar, er þangað kem- ur. Les gaches vita, að þeir eru ekki að flytja bibliur, en þeir fá lika góða borgun. Aður fyrr var allt heróin flutt til Bandarikjanna, en á siðasta ári tók mark- aðurinn heima fyrir hér um bil þriðjung. Tvö morð, sem voru framin siðari hluta siðasta árs, gefa til kynna, að bófafor- ingjarnir liða ekki, að brotnar séu reglurnar um að selja ekki á heima- markaði. Skýringin á þvi, hvers vegna sá markaður erorðinn freistandi, liggur i þvi, að Utflutningur verð- ur æ erfiðari. 1 janUar réðst lögreglan til atlögu við bófaflokk, sem taldi tuttugu Frakka, Austurrikismann og tvo Bandarikjamenn. A tveimur árum höfðu þeir smyglað meira en 800 kiló- um. Handtakan var árang- urinn af starfi Morins. Eiturlyfjadeildin hafði lengi fylgzt með Andre Labay, sem er þekktur kvikmyndaframleiðandi og iðnfrömuður. Labay var gripinn með 100 kiló af heróini i bifreið sinni. Heróinið átti að fara til Bandarikjanna, og loksins hafði Morin tekizt að standa einhvern að verki. NU er löggæzlan er farin að bera árangur, þykir einkennilegt, að fram kemur ásökun um linkind, eins og á þingskýrslunni. Lögregla beggja landa heldur fram, að samstarf- ið nú sé betra en nokkru sinni. Hjálpargögnin, sem Frakkar nota, koma mest- an part frá Bandarikj- unum.oghafa þeim verið boðin fleiri tæki. Yfirvöldin hafa lagt fram verðlaunafé, og hafa nærri þrjár milljónir króna verið greiddar fyrir uppljóstranir. 1 hvert skipli, sem her- óin finnst i Marseille, er sýni sent til Ameriku til greiningar. Vonazt er til, að brátt. verði fundin leið til fingrafaragreiningar, svo að unnt verði að kom- ast að þvi, hve margar hreinsistöðvar eru starf- ræktar. Watson, bandariski ambassadorinn, starfar mikið með frönsku lög- reglunni. Starfsmenn við sendi- ráðið eru hræddir við, aö samstarfinu verði spillt með þvi, að Frakkar veröi ásakaðir fyrir fyrri glöp. Einn starfsmaður sagði nýlega: „NU höfum við i fyrsta sinn fullt samstarf við Frakka. Framtiðin ein mun sýna, hvort það sam- starf ber árangur. Eitt er vist: Unnið er af krafti. Sá, sem heldur öðru fram, veitekki, um hvað hann er að tala”. HINIR NÝJll VERZLilNARMEWN DAUÐANS - HERÚÍNSALARNIR Ilann er ekki nema 25 ára — en þegar orðinn gamalmenni og á ekki langt lif fyrir höndum. Eitt af fórnarlömbum ,,hvita dauðans”. 6

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.