Alþýðublaðið - 06.09.1972, Blaðsíða 3
I SATT
OG SAM-
LYNDI
lrsku börnin sem dvelja um
þessar mundir i menntaskólasel-
inu við Hveragerði á vegum
Hjálparstofnunar kirkjunnar,
komu i kaupstaðarferð til
Reykjavikur i gær, og við brugð-
um okkur niður i Rammagerð við
Hafnarstræti þar sem þau
stöldruðu við drjúga stund til að
kaupa minnjagripi handa ætt-
ingjum heima á frlandi.
Þetta er glaðlegur barnahópur,
á aldrinum 12—16 ára, helmingur
frá kaþólska hluta Irlands og
helmingur frá mótmælenda-
hlutanum, og hann skiptist lika
jafnt á milli Londonderry og Bel-
fast.
^Þeim gengur mjög vel að lynda
saman, þau láta sig trúarbragða-
erjur foreldra sinna engu skipta”,
sagði s.éra Ingólfur Guð-
mundsson. leiðtogi starfshópsins,
sem hefur veg og vanda af dvöl
barnanna hér. ,,Það er vonandi”
hélt sr. Ingólfur áfram, ,,að
kynnisferðir sem þessi stuðli að
auknum skilningi milli deiluaðila
á trlandi, en aðal tilgangurinn
með ferðinni er i rauninni að veita
börnunum hvild frá þeim ógnum,
sem þau lifa stöðugt við. Hjá
mörgum þessara barna er
ástandið þannig, að i skólanum
eru þau vön að fleygja sér á gólf-
ið, þegar skothrið heyrist fyrir
utan”. Sr. Ingólfur fræddi okkur
lika á þvi, að um 800 irsk börn hafi
þegar farið slikar hvildarferðir,
en þetta sé i fyrsta sinn sem þau
fari útfyrir Bretlandseyjar.
Við náðum tali af öðrum irska
fararstjóra barnanna, Frank
Donnelli fyrir utan búðina og
hann naut þess að geta staðið úti á
götu án þess að þurfa að eiga von
á skothrið eða sprengingu á
hverri stundu.
,,Sum barnanna eru frá sjálfum
átakasvæðunum”, sagði hann, ,,
en önnur frá kyrrari svæðum. En
öll hafa þau búið undanfarið við
sifelldan ótta við óeirðirnar. Það
er óviða hægt að ganga eftir götu
án þess að eiga von á, að hermað-
ur falli skyndilega fyrir skoti eða
bilar og jafnvel heil hús springi i
loft upp!
f >, wB fít : *
í*~æ* \ -,:í :ííN:í; wflgjjK. ■p ' . ig8«Pg» vAxv k. ■
HERALD TRIBUNE VITNAR í UTANRÍKISRÁÐHERRA:
„EKKIÖRIIGGT AÐ STIORNIN
LÁTI LOKA HERSTÖÐIHHI”
Á forsiðu alþjóðaútgáfu
bandariska stórblaðsins Herald
Tribune siðastliðinn fimmtudag
er haft eftir Einari Ágústssyni
utanrikisráðherra, að ekki væri
öruggt, að islenzka rikisstjórnin
myndi láta loka bandarisku her-
stöðinni i Keflavik eins og áður
hefði verið lýst yfir.
Fyrirsögn blaðsins er: „Island
endurskoðar afstöðu sina um
brottför bandariska herliðsins”.
I fréttinni segir: — „svo kann
að fara, að við æskjum þess ekki,
að varnarliðið hverfi”, sagði
hann (utanrikisráðherra) á
blaðamannafundi.
Hann bætti við til skýringar, að
„mikill meirihluti” i landinu væri
andvigur brottför hersins.
Núverandi rikisstjórn — sem er
hin eina innan Atlantshafsbanda-
lagsins, sem hefur kommúnista i
ráðherrastöðum — lýsti yfir eftir-
farandi, er hún tók við völdum
fyrir ári:
„Stefnt skal að þvi, að varnar-
liðið hverfi úr landi á kjörtimabil-
inu”. Þessi yfirlýsing rikisstjórn-
árinnar var gefin að kröfu róttæk-
ustu vinstri mannanna i stjórn-
inni.
Mr. Ágústsson er ekki einn
þeirra. Hann tók fram, að Islend-
ingar vildu vera áfram aðilar að
Atlantshafsbandalaginu, án þess
þó endilega að hafa erlendan her i
landinu”.
Um það bil 3.300 hermenn eru i
herstöðinni i Keflavik og er aðal-
starf þeirra að senda á loft lang-
fleygar flugvélar, sem fylgjast
með ferðum sovézka flotans á
Norður-Atlantshafi.
Herstöðin hefur lengii verið
þjóðernissinnuðum Islendingum
þyrnir i augum, en þjóðin, sem
telur 200.000 manns, hefur engan
eigin her.
Samband herliðsins og Islend-
inga er ekki eins erfitt og áður
var, en ennþá verða þeir að fara
gegnum varðhlið bandariska her-
liðsins til þess að komast inn á
eina alþjóðlega flugvöllinn i land-
inu.
Mr. Ágústsson sagði, að i öllu
falli verði engin ákvörðun tekin
(um brottför varnarliðsins) fyrr
en sérfræðileg könnun á
mikilvægi herstöðvarinnar „fyrir
Island og vinaþjóðirnar i NATO”
hefði farið fram.
Þegar utanrikisráðherra var
spurður, hverjir myndu annast
Framhald á bls. 4
JQSEFSSON
SENDIR
JÓNSSON Á
NORDMENN
Danska blaðið „Aktuelt” seg
ir frá þvi i fréttum, að islenzka
rikisstjórnin sc nú farin að
skipta sér af innanrikismálum
Norðmanna. Hafi einn islenzku
ráðherranna, „sjávarútvegs-
ráðherra Jóscpsson”, scnt sér-
legan fulltrúa sinn á fund and-
stæðinga aðildar Noregs að
Efnahagsbandalagi Evrópu,
þar sem fulltrúinn hafi flutt
EBE-andstæðingunum kveðju
og velfarnaðaróskir ráðherr-
ans. Þannig er islenzka rikis-
stjórnin farin að veita norskum
EBE-andstæðingum siðferði-
lcgan stuðning, segir blaðið.
Hinn sérlcgi sendimaður Lúð-
viks Jósepssonar að þessu sinni
mun vera annar skósveina
hans, Stefán Jónsson, frétta-
maður. Að sögn danska blaðsins
var hann mættur á fundi
norskra EBE-andstæðinga s.l.
Iaugardag, cn þá hleyptu þeir af
stað mótmælaviku gegn aðild
Noregs að bandalaginu. óskaði
Stefán Jónsson norsku EBE-
andstæðingunum velfarnaðar i
haráttunni og skilaði til þeirra
kærri kveðju frá islenzka ráð-
herranum Lúðvik Jósepssyni.
„islendingar hafa aldrei
freistazt til þess að leggja örlög
sin i hendur þeim háu herrum i
Bruxelles" hefur blaðið eftir
Stefáni fréttamanni. Þá hefur
blaðið það einnig eftir honum,
að sjávarútvegsráðherrann
Jóscpsson hafi beðið hann að
skila þvi til Norðmanna, að ís-
lendingar hafi brotizt undan
þeirri nýlendustcfnu, scm hið
rika Efnahagsbandalag Evrópu
hafi reynt að reka gegn lslandi.
Hvcrgi er á það minnzt, að
Framhald á bls. 4
LEYFIN
VORU
AFTUR-
KÖLLUÐ
Sjávarútvegsráðuneytið
afturkallaði leyfi til humar-
veiða 1. september siðastlið-
inn, eða hálfum mánuði fyrr
en gert var ráð fyrir. Var
þetta gert samkvæmt tilmæl-
um Hafrannsóknarstofnunar-
innar.
Að sögn Ingvars Hallgrims-
sonar forstöðumanns Haf-
rannsóknarstofnunarinnar,
dróst veiðin undan Suðurlandi
saman með hverjum degin-
um, og bátar frá heilum
byggðarlögum, svo sem
Hornafirði, höfðu hætt veið-
um.
Einnig var humarinn orðinn
ákaflega smár, og erfitt fyrir
bátana að vinna svæði þar
sem humar i leyfilegri stærð
var veiðanlegur.
Var það samdóma álit allra,
sem vel þekkja til, að humar-
inn i ár væri óvenjulega smár.
Enda er svo, að fiskifræðingar
hafa lýst yfir áhyggjum sinum
að humarstofninum sé ofboð-
ið.
Aflabrögð bátanna hafa ver-
ið misjöfn i sumar. Mjög
margir bátar sóttu á humar-
inn, eða hátt i 200, og sumir
mjög stórir. Fyrst i stað gerðu
margir bátanna uppgrip i afla,
og voru. sjómenn á humarbát-
unum tekjuháir, enda humar-
kilóið sélt á 200 krónur. Þegar
leið á vertiðina týndist einn og
einn bátur úr, þegar veiöin fór
að minnka.
Humarveiöi verður ekki
leyfð aftur fyrr en næsta sum-
ar.
„EINS OG I
TEIKNIMVND”
„Siðasta uppáfinning is-
lenzku strandgæzlunnar i bar-
áttunni við erlenda togara,
sem virða að vettugi hina nýju
50 milna fiskveiðilögsögu Is
lendinga, gæti alveg eins hafa
orðið fyrir áhrif um frá ein-
hverri teiknimyndasögu Walt
Disney”, segir danska blaðið
„Aktuelt” s.l. þriðjudag.
Á blaðið þar við þann útbún-
að islenzku varðskipanna,
sem gerir þeim fært að klippa
á trollvira hjá erlendum veiði
þjófum á Islandsmiðum. (Sjá
baksiðufrétt).
Þá segir blaðið einnig, að
fjölmargir erlendir togarar
hafi nú forðað sér út fyrir
50milna linuna. Hafi það gerzt
s.i. sunnudag, — eftir að Lúð-
vik Jósepsson, sjávarútvegs-
ráðherra, hafi hvatt til
ákveðnari aðgerða af hálfu
Landhelgisgæzlunnar.
Blaðið segir einnig, að i is-
lenzku rikisstjórninni sé Lúð-
vik Jósepsson sá maður,
semvilji nota öll ráð til þess að
gæta hinnar nýju fiskveiðilög-
sögu.
Andstæðingar þessarar
harðlinustefnu séu þeir Ólafur
Jóhannesson og Einar Ágústs-
son, sem vilji einnig taka tillit
til „álits umheimsins”, eins og
blaðið orðar það.
SÁ GRUNAÐI
KOMST í BÍL
Lögreglan á Isafirði átti i gær
i eltingaleik við ungan mann,
sem talið er fullvist að brotizt
hafi inn i Kaupfélagið og frysti-
húsið á Þingeyri og stolið þaðan
Framhald á bls. 4
Miðvikudagur 6. september T972
3