Alþýðublaðið - 08.09.1972, Side 6
AFLABRESTURINN VESTRA
ORÐINN TILFINNANLEGUR
baö skyldi enginn ætla að
frystihúsið Norðurtangi á Isafirði
sé frystihús, segir borgrimur
Gestsson, blaðamaður Alþýðu-
blaðsins, sem staddur er á miðun-
um fyrir vestan, en ræddi i fyrra-
dag við nokkra af forsvarsmönn-
um sjávarútvegs og fiskverkunar
á Isafirði og Suðureyri við
Súgandafjörð.
Norðurtangi likist mest fjöl-
býlishúsi, jafnt að utan sem inn-
an, segir hann, og bætir við að
frystihúsin fyrir vestan likist
meir villum i Arnarnesinu en
fiskvinnsluhúsum eins og þau
hafa gerzt.
tshúsfélag tsfirðinga, sem
Marias b. Guðmundsson stjórnar
af myndarbrag, er að taka
stakkaskiptum eins og svo mörg
önnur, þar er verið að flisaleggja
vinnslusalinn, — og sú saga er
sögð af Fáli P'riðbertssyni, á Suð-
ureyri, að þegar brezkir sjón-
varpsmenn voru þar á ferð fyrir
skemmstu áttu þeir að hafa spurt
hann hvers vegna hann væri að
svona glæsilegt frystihús
á sama tima og hann væri að
kvarta undan þvi að fá engan fisk.
Páll er sagður hafa svarað þvi
til að klæðalaus tslendingur
notaði siðustu peningana til að
kaupa sér föt. Klæðalaus Breti
keypti sér hins vegar fyrir siðustu
skildinga ölkrús.
betta skildi Bretinn og fór ekki
nánar út i þá sálma.
Jón Páll Halldórsson hjá Norð-
urtanga á tsafirði sagði að i sum-
ar hafi verið verulega mikið
minni afii á öll veiðarfæri en
undanfarin sumur. Afli stærri
handfærabáta var i sumar um
25% minni en i fyrrasumar. Hjá
minni bátunum hefur afli hins
vegar verið nokkuð svipaður, en
þá er þess að gæta að þeir hafa
haldiðsig meira á grúnnsævi. bar
af leiðandi hefur verið mun meira
af smærri fiski i þeirra afia.
Ástaeðan er augljós. Smærri-
bátarnir veiða meira af ungviði,
sem stóru bátarnir ná ekki i, og
afli stóru bátanna eykst ekki þótt
bátunum og þar með færunum
fjölgi, heldur minnki bara
skammtur hvers og eins.
Sem dæmi um hinn gifurlega
aflabrest sagði Jón að árið 1960
hafi aflinn verið 489 tonn af flök-
um — en aukningin varð stöðug,
og siðasta ár var magnið orðið
2250 tonn af flökum. Nú þykjast
menn hins vegar góðir ef magnið
kemst í 1700 tonn. bað er mlnp.a
en afiinn var árið 1969. bað sem
af er þessu ári er magnið orðið
1243 tonn.
Á siðasta ári var frystihúsinu
Norðurtanga breytt og afkasta-
getan aukin um helming. bað var
eðlileg ráðstöfun, sagði Jón Páll,
þar sém búizt hafði verið við afla-
aukningu eins og verið hafði öll
undangengin ár.
Nú eru linubátarnir nýkomnir
af grálúðu og eru að búa sig undir
vetrarvertið. Menn vestra hafa
miklar áhyggjur af haustinu, ög
buásí viö að fyrsta andsvar Bret-
anna i landhelgisdeilunni verði að
reyna að eyðileggja veiðarfæri,
og þá sennilega fyrst og fremst
linu. bað er minni hætta með
trollið. bað er ekki hægt að koma
i veg fyrir að þeir eyðileggi lin-
una.
Hann var uggandi vegna tog-
viraklippinga gæzlunnar og ótt-
aðist hefndarráðstafanir.
■■■
-
■ Of mikiðaf meðölum! Á siðustu
árum hefur meðalanotkun i heim-
inum aukizt gifurlega. Hagtölur
skýra svo frá, að i mörgum
löndum V-Evrópu séu meðala-
kaup 10-15% af útgjöldum til
læknishjálpar. I Sviþjóð einni
hefur verðmæti lyfja, sem keypt
eru i smásölu, vaxið á undan-
förnum 15 árum um 149 milljónir
s.kr., og lyfja, sem notuö eru á
sjúkrahúsum og læknamið-
stöðvum, um 130 milljónir. Fjöldi
útgefinna lyfseðla hefur aukizt á
sama tima um 17 milljónir...
Notkun vitamintaflna, svefn-
lyfja og taugameðala er almennt
útbreidd i V-Evrópu Sérfræðingar
og rikisstjórnir eru áhyggjufullar
vegna þessarar þróunar, og
óttast, að lyfjanotkun almenn-
lings sé að verða miklu meiri en
hollt getur talizt.
■ Heimsskaut undir þaki.
Álhjálmur, 50 m i þvermál og 18
m hár, er nú i smiðum við Suður-
heimsskautið. betta þak á að
hlifa mannvirkjum bandarisks
heimsskautaleiðangurs við frosti,
fjúki og snjó. bakinu var valinn
staður þannig, að brátt verður
Suðurheimsskautið beint undir.en
það er sem kunnugt er, á stöðugri
hreyfingu...
■ Keikningshald mengunarinnar.
Vegna hinnar öru þróunar efna-
iðnaðarins vex stöðugt það magn
úrgangsefna, sem fer út i and-
rúmsloftið, vatn og jarðveg. Sam-
kvæmt útreikningum timaritsins
New Scientist (1972, b.53, nr.781)
nemur þetta magn um 20
milljónum tonna á ári. bar af er
um helmingur i uppleyst, i vökva-
formi, og um ein milljón tonna af
kemiskum eiturefnum. Hér eru
smurningsoliur ekki með taldar,
en af þeim eru notaðar um 20
milljónir tonna i heiminum ár-
lega, og þar af lenda um 10% eða
um 2 milljónir tonna i vatn og
jörð.
■ Enn um reykingar. Samkvæmt
niðurstöðum lækna við Barna-
■ HORNIÐ
sjúkrahús Lundúnaborgar og
Heilsuverndarstöð barna i Eng-
landi látast 28 af hverjum 100
börnum rétt fyrir eða eftir fæð-
ingu, ef mæður þeirra reykja
siðustu mánuði meðgöngutimans.
Börn mæðra, sem reykja, vega að
meðaltali 170 grömmum minna
en önnur við fæðingu.
■ Umbúðir og ilát i senn. bú
kaupir frysta önd i plastpoka,
treður i hann tveim-þrem eplum,
saltar eftir smekk, setur svo
pokann með öllu saman inn i ofn
og eftir klukkutima er ljúffengur
kvöldverður til reiðu...Sam-
kvæmt upplýsingum svissneska
blaðsins Technische Rundschau
hefur tekizt að framleiða plast-
efni. sem þolir hitasviðið frá —200
til +225 C. er hentugt i umbúðir
fyrir kjöt, fugla og fisk og má um
leið nota sem ilát til að elda i.
Smávegis tölfræði...
Mannfjölgunarsérfræðingar Sb
hafa reiknað það út, að árið 2000
muni mannfjöldi þróunarland-
anna hafa tvöfaldazt frá þvi sem
nú er, en 45%) aukning orðið frá
þvi, sem nú er i þróuðum
kapitaliskum og sósialiskum
löndum.
Samkvæmt tölfræðiupplýs-
ingum og spádómum sérfræðinga
mun ibúatala Sovétrikjanna
verða 303 milljónir árið 1990, i
Búlgariu 9,5 milljónir, i Ung-
verjalandi 11 milljónir, i A-
býzkalandi 17,8 milljónir, Pól-
landi 37,3 milljónir og i Tékkósló-
vakiu 15,9 milljónir.
SAMNINGURINN
VIÐ BELGA ER
TVÍMÆLALAUST
MIKILVÆGUR
ÁVINNINGUR
Samningurinn um að
heimila Belgíumönnum
veiðar innan 50 míina land-
helginnar er tvímælalaust
mikilvægur ávinningur fyrir
Islendinga — og að sjálf-
sögðu einnig hagstæður fyrir
belgíska útgerð.
Veiðar Belga við (sland
hafa aldrei verið miklar.
Þeir hafa að mestu haldið
sig við suðaustur- og suður-
ströndina og veitt um 12-
14.000 smálestir á ári. Skip
þeirra eru lítil — við mund-
um kalla flest þeirra báta en
ekki togara — og gömul.
Belgar hafa ekki í hyggju að
endurnýja flota þennan, en
vilja gefa honum tækifæri
til að renna sitt skeið og
hætta á eðlilegan hátt með
sem minnstri röskun. Þess
vegna gera þeir samninginn.
Ætlunin er, að belgísku
skipin, sem eru nafngreind í
viðauka við samninginn, fái
leyfi islenzkra stjórnvalda til
að veiða á tilteknum svæð-
um. Þau eiga að lúta
islenzkum reglum (t.d. um
línu- og netasvæði) og
íslenzkri lögsögu innan 50
mílna landhelginnar.
Þessi atriði, sem hér hafa
veriö nefnd, jafngilda aug-
Ijóslega viðurkenningu á 50
milna landhelginni, þótt það
sé ekki sagt berum orðum.
Þetta eitt metum við íslend-
ingarsvo mikils, að við leyf-
um belgísku skipunum hik-
laust að veiða á svæðum inn-
an landhelginnar fyrir slík
ákvæði í samkomulaginu.
Þetta atriði minnir að
ýmsu leyti á landhelgis-
samning Brasilíu og Banda-
ríkjanna. Hið útbreidda
timarit, Time, sagði eftir að
hann var gerður: Það stend-
ur í samningnum, að
Bandaríkin viðurkenni ekki
200 mílna landhelgi Brasilíu,
en einmitt það hafa þau
samt sem áður gert.
Sitthvað fleira í samningn-
um við Belga er okkur hag-
stætt. Má þar nefna, að þeir
hafa undanfarin ár veitt
nokkuð magn af humar hér
við land. Þeir hafa nú sam-
þykkt að hætta þessari veiði
alveg, og nær samkomulagið
við þá ekki til humarveiða.
Gilda raunar aðrar reglur
um humarinn, sem skríður á
hafsbotni, en um syndandi
fiska. Humarveiðin er orðin
svo þýðingarmikill þáttur í
útgerð okkar, að við líljótum
að telja það til tekna, þegar
við losnum við samkeppni á
því sviði, enda þótt belgísku
bátarnir haf i ekki verið stór-
tækir.
Þýðingarmesta atriðið t
sambandi við belgísku
samningana er þó ónefnt.
Það er hin diplomatiska hlið
málsins. Okkur hefur tekizt
að reka fleyg á milii Vestur-
Evrópuþjóðanna sem eru
hörðustu andstæðingar okk-
ar í landhelgismálinu, og
þessi samningur mun þvi
reynast óhagstæður fyrir
Breta og Vestur-Þjóðverja.
Því hefur verið haldið
fram i áróðri, að Islendingar
vilji í raun og veru ekki
semja um bráðabirgðalausn
i landhelgismálinu, þeirséu
innbyrðis klofnir, þráir'og
ósanngjarnir. Samkomulag-
ið við Belga mun vega á
móti þessum áróðri og sýna,
að íslendingar eru reiðubún-
irtil þess að gera samninga,
ef þeir telji efni þeirra við
unandi, enda þótt ekki felist
i þeim bein viðurkenning á
50 mílunum að sinni.
Fyrstu drög að samkomu-
laginu við Belga voru gerð í
viðræðum í Genf og Brussel.
Utanríkisþjónusta okkar
hefur i þessu máli unnið vel
og náð árangri, sem þjóðin
getur fagnað, af því að hann
erskref i rétta átt í landhelg-
ismálinu.
LANDHELGIN
Kanaríeyjaferðir Flugfélagsins hefjast
að nýju í nóvember. í vetur mun Flug-
félagið enn gefa fólki kost á ódýrum
orlofsferðum til hinna sólríku Kanarí-
eyja.
Reynsla tveggja undanfarandi ára
hefur sýnt, að ferðirnar hafa notið
mikilla og vaxandi vinsælda, enda eru
farpantanir þegar teknar að berast í
ferðirnar næsta vetur. Einnig hafaýms-
ar stofnanir og fyrirtæki nú hug á því
að stuðla að vetrarorlofi starfsfólks
síns með þessum ferðum.
Kanaríeyjaferðirnar verða á hálfsmán-
aðar og þriggja vikna fresti frá 9. nóv-
ember. Brotfarardagar verða 9. og 30.
nóvember, 14. og 28. desember, 18.
janúar, 1. og 15. febrúar, 1. og 22.
marz, 5. og 19. apríl.
Suður
ísólá
komahdi
vetri
Farþegar geta valið á milli dvalar-
staða í höfuðborginni LAS PALMAS
eða á baðströndinni PLAYA DEL
INGLÉS, þar sem reyndir íslenzkir
fararstjórar eru farþegum til aðstoð-
ar. Skipulagðar verða ferðir um eyj-
arnar og til Afríku.
KANARÍEYJAR ÚTI FYRIR AFRÍKU-
STRÖNDUM ERU SKEMMRA UNDAN
EN MENN ÍMYNDA SÉR. SEX TÍMA
ÞOTUFLUG í HÁSUÐUR, ÚR VETR-
ARKULDA Í HEITT SÓLRÍKT SUMAR-
VEÐUR.
FARPANTANIR HJÁ SKRIFSTOFUM
FLUGFÉLAGSINS OG UMBOÐS-
MÖNNUM ÞESS.
FLUGFELAG LSLANDS
6:
Föstudagur 8. september 1972