Alþýðublaðið - 09.09.1972, Síða 12
Alþýóúbankinn hf
ykkar hagur/okkar nietr
KOPAVOGS APÓTE
Opið öll kvöld til kl.
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga milli kl. 1 og 3
MONNUM TIL SKELFINGAR VIRTIST
ENGINN TOGARI VERA ILANDHELGI
■
brezkir sjjómenn að irmi®röa vörpuna um
ilur fyrir innan 50 milna mörkin — en ekkí
nn mikill .
n mikill .
reyndust lika á siglingu, en sá
þriðji var að toga.
Þokan sem við höfðum frétt af
var ekki langt undan, og þegar
við nálguðumst togarann var
engu likara en hann hörfaði inn i
hana til að fela sig. En Sigurborg
nálgaðist óðfluga og var brátt
komin inn i þokuna lika. Sem
betur fer reyndist þetta vera
tiltölulega mjótt þokubelti, og
hinumegin við það var sama blið-
skaparveðrið.
Þegar togarinn hafði ekki
lengur þokuna til að skýla sér
sást, að hann var alls ekki brezk-
ur, heldur þýzkur, frá Cuxhaven,
og nafnið var Hagen. Það leyndi
sér ekki, að þetta var harðsvirað-
ur landhelgisbrjótur, og hann
skammaðist sin ekkert fyrir það,
heldur sendi okkur pip þegar
okkur bar að. Og hann breytti aö-
eins stefnunni eins og til að sýna
að hann mundi ekki hika við að
sigla svona islenzkan kopp i kaf.
Það var aftur sett á fullt áfram,
og hvernig sem Einar rýndi i
radarinn sáust ekki fleiri skip.
Þeir skipverjar voru farnir að
tala um okkur blaðamennina sem
togarafælur, og sögðu að senni-
lega þyrftum við ekki annað en
sigla i kringum landið til að
hrekja alla togara útfyrir 50
milur. Það var lika engu likara en
landhelgisbrjótarnir hefðu haft
veður af okkur, fregnir bárust um
það, að flestir togararnir hefðu
fært sig austur á bóginn kvöldið
áður og um morguninn. Og vest-
firzku sjómennirnir sögðu að það
væri alveg einstakt að keyra
suðurum allan Hala og sjá aðeins
þrjá togara.
En það var samt haldið i vonina
um að einhverjir væru a Horn-
bankanum, og eftir aðra ráð-
stefnu var ákveðið að taka kúrs-
inn i austur. Einar sá um að eng-
inn togari færi framhjá sjónum
okkar, tók strikið i 20 milum frá
landi meö tiu milna radareftirliti
á hvort borð. Eitthvað sagði hann
að væri bogið við það ef enginn
tjallinn væri á þessu svæði, nóg
hefðu þeir að minnstakosti
angrað Vestfjarðabátana þar til
þessa.
Það fór að dimma. og Guðni
kokkur sá mannskapnum fyrir
kaffi og brauði eins og hver gat i
sig látið, en Jenni sá um sögurnar
um ævintýri sin allt frá Ulbricht
til Grænlands. Um ellefuieytið
snaraðist kallin i messann og
sagðist hafa talað við þá á Vikingi
111., sem voru með brezka frétta-
menn á Hornbankanum,, og þeir
höfðu engan tjallann séð en
ætluðu að láta heyra i sér aftur
um miðnætti.
En aftur á móti hafði hann sé
ljós á stjór og mannskapurinn
kom sér upp i brú til að kanna
málið. Ljósin reyndust vera sjö
talsins, og bráðlega mátti segja
með vissu, að þarna væru að
minnstakosti fimm togarar.
Kallið kom frá Vikingnum á
miðnætti: Enginn togari. Það var
þvi ákveðið i skyndingu að dóla
þarna fram I birtingu og sjá
hverjir væru þarna úti fyrir.
Um sexleytið var kikt átogarann
aftur — mikið rétt: Fimm tjallar
og tveir Vestfirðingar, og tvær
milur i 12 milna mörkin.
Það var sett á ferð og mynda-
vélar á lofti. Fyrsti togarinn var
skuttogari. ómerktur. og að toga.
Það kom einhver út á brúarvæng-
inn og veifaði, en annars virtist
ekkert lif um borð. Sjóararnir
okkar sáu, að trollið var óklárt
hjá þeim, og það hlakkaði i þeim.
Næst komum við að siðutogara,
sem var lika að toga, en vel
Fréttamenn á
Tjallaveiðum
merktur. Þar höfðu nokkrir
tjallar safnazt saman á báta-
dekkinu og virtust i hrókasam-
ræðum um okkur. Ekki svöruöu
þeir þótt við kölluðum i þá, en
einn þeirra svaraði myndavéla-
skotunum okkar i sömu mynt.
Þriðji togarinn var i um hálf-
tima siglingu frá, og þar var verið
að taka trollið um borð. Aftur
heyrðist ánægjuhljóð frá Sigur-
von, þegar pokinn kom úr sjón-
um. „Þetta er hlandskaufi”.
sagði Jenni. Hann sagði þetta
væri togaramál og þýddi, að
ekkert væri i vörpunni, nema rétt
neðst, enda gripu tjallarnir pok-
ann með berum höndum og inn-
byrtu.
Það er þetta sem þeir eru að
skafa eftir hérna, sagði Jenni
okkur. og þeir virðast gera sig
ánægða með að fá þetta þrjár
fjórar körfur, eða um hundrað
kiló á þriggja tima togi.
Það var kominn föstudagur,
þótt það hefði farið framhjá flest-
um, og stefnan var sett á
Súgandafjörð, þegar tjallarnir
höfðu verið myndaðir i bak og
fyrir. Þótt við fengjum ekki nema
hlandskaufa af fréttum eftir
sólarhrings tog og á filmunum
væri svosem ekkert spennandi
efni varð þetta að nægja, að
minnstakosti að sinni, þótt sumir
reyndu að óska sér suðausturfyrir
Iand.
Myndir og texti:
Þorgrímur Gestsson
Það virðist vara orðin álíka
treg veiði hjá þeim, sem eru á
höttunum eftir landhelgisbrjótum
á Vestfjarðamiðum, og vestfirzku
bátasjómönnunum. Blaðamenn,
sem héldu á vélbátnum Sigurvon
frá Súgandafirþi um hádegi á
fimmtudag út á miðin i ieit að
landhelgisbrjótum, ráku sig illi-
lega á þessa staðreynd, og lengi
vel var engu likara en allir er-
lendir togarar væru horfnir úr
landhelgi.
Með það i huga, að þetta
þorskastrið hefur verið kallað
„ljósmyndarastriðið”, komst
hnifur okkar aldrei i feitt, utan að
einn brezkur togari virtist hafa
áhuga á að sigla á Sigurvonina,
og i náttmyrkri var sterkum ljós-
kastara beint frá öðrum togara á
bátinn. Báðir þessir togarar voru
að toga i um 14 milna fjarlægð
norðvestur frá Horni.
Það vantaði ekki, að veðrið á
miðunum var hið ákjósanlegasta
til myndatöku, þó myndaeínið
yrði aldrei mjög fjölbreytilegt.
A ieiðinni út Súgandafjörðinn
fór Einar skipstjóri að kalla upp
báta á miðunum til að frétta, hvar
væri bezt fyrir okkur að leita
fanga. En fréttirnar voru ekki
góðar. Skipstjórarnir, sem hann
talaði við sögðu, að litiö væri um
erlenda togara á miðunum, og
þar að auki væri svarta þoka á
Hala.
Nú var úr vöndu að ráða, og
ekki annað vænna en hafa sam-
band við Hafstein Hafsteinsson,
blaðafulltrúa Landhelgisgæzl-
unnar, og fá hjá honum nýjustu
upplýsingar um staðsetningu
landhelgisbrjóta. Það glaðnaði
heldur yfir mannskapnum, þegar
Hafsteinn sagði, að sex togarar
væru á Hala en 10 á Ilornbanka.
Það var skotið á fundi til að
ræða um hvor miðin væru feng-
sælli og niðurstaðan varð sú, að
stefnan skyldi tekin suður á Hala,
þótt menn gerðu sér reyndar
litlar vonir um, að varðskip eða
eftirlitsskip héngu yfir svo fáum
togurum.
Uppi á vegg i kortakelfanum er
grænn kassi, sem er mesta þarfa-
þing fyrir þá, sem eru á togara-
veiðum. Kassi þessi er nefndur á
fagmáli miðunartæki, og með þvi
að snúa ýmsum tökkum á alla
vegu er hægðarleikur að láta
tjallana koma upp um sig með
eigin blaðri - og ljósrákir á litlum
skermi visa leiðina. Miðunar-
tækið sagði, að tveir togarar væru
ekki langt undan, og þar að auki i
þerristefnu, sem hafði þegar ver-
ið ákveðin.
Það var þvi haldiö áfram á
stiminu, og nú var það talstöðin,
sem fékk mönnum nóg að hugsa
um.
tsafjarðarradio kom inn á og
kallaöi á Miröndu. Erindið var að
tilkynna simtal frá brezka sendi-
ráðinu, en sendiráðið átti það er-
indi við Adams kaptein að biðja
hann um nákvæma skýrslu um
atburðinn um daginn, þegar þeir
á Öðni klipptu á togvir hjá brezka
togaranum Peter Scott.
Kapteinninn fékk sex spurningar
um málið til að svara, og hann
svaraði þeim lið fyrir lið nokkru
seinna. Þvi miður fyrir okkur
fréttamennina um borð i Sigur-
von kom ekkert bitasætt fram i
þessari skýrslu annað en það sem
sagt hafði verið i fréttum.
A eftir spurningum sendiráðs-
ins i Reykjavik voru afgreidd tvö
simtöl frá sama stað og það voru
brezkir blaöamenn sem töluðu.
Sá fyrri sagðist vera frá Daily
Telegram og var að tilkynna að
hann væri að fara úr landi, en
kæmi sennilega aftur, og þakkaði
Adams kærlega fyrir samvinn-
una. Hinn blaðamaðurinn var frá
Guardian og spurði frétta, en fékk
heldur fáar, nema helzt þær að
veðriö væri gott.
Sigurvonin öslaði áfram með
brúna fulla af blaðamönnum á út-
kikki eftir erkifjendunum, og
Einar skipstjóri var á sifelldum
þönum milli stýrsins og radars
ins, og hann kom fljótlega auga á
skip. Sjónaukar voru lika á lofti
og fyrstu togararnir voru i sigti
eftir um þriggja tima stim. En
það sást fleira i sjónaukunum,
nefnilega þrir borgarisjakar, en
þeir sáust ekki i radarnum. Á
milli þessara hvitu grænlenzku
drauga voru skip, og fljótlega
kom i ljós, að eitt þeirra var mun
stærra. Það sagði einhver fróður
maður. að mundi vera þýzka
eftirlitsskipið Friðþjófur. Þegar
linurnar tóku að skýrast sást, að
hann var á hægri siglingu i
vesturátt. Tveir aðrir togarar
Þ0RSKAS1RÍD
Þorskastriðið er hafið á hafinu aftur
og hlaupinn einhver fítonsandi i tjaHann,
i ógnun og heitingum biður hver byssukjaftur
og Bretadrottning er komin i orustugallann.
En flotinn okkar er harður i horn að taka
og huskar á veiðiþjófana að iðju sinni
og skipar þeim fúlu fjöndum að hverfa til baka
úr fimmtiu milna islenzku landhelginni.
Úr djúpum hafsins berst okkur björg og fengur,
Og blessaður fiskurinn — alltaf er gott að étann.
En þorskur er alltaf þorskur á hverju sem gengur
og þvi er i rauninni svipað farið með Bretann.
/ff