Alþýðublaðið - 24.09.1972, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 24.09.1972, Qupperneq 1
NEKT ER EKKI MÆLIKVARÐI A KLAM - OG HUGLEIÐINGAR UM DANSKAR „BÚKMENNTIR” Reykjavik, föstudag. Ef kona stigi út úr strætis- vagni i miöri Reykjavik i undir- fötum einum klæða er nokkuð gefið mál að fólk myndi hneykslast i stórum stil, karl- menn renna samt augum á læri stúlkunnar og þykja talsvert til koma. Sama stúlka iklædd minnstu gerð bikini-baðfata i sundlaug Vesturbæjar einhvern sólardag- inn þætti hins vegar ekkert nema eðlileg sjón, enginn myndi hneysklast, enginn reka upp stór augu. Jafnvel þótt stúlkan afhjúpi þar snöggtum stærri hluta likama sins en ef hún væri á undirfatnaði. Sama stúlka á stuttum buxum og i fráflakandi skyrtu kæmist ekki hjá þvi að vekja talsverða eftirtekt á skemmtistað, en á baðstað þætti mönnum, ef eitt- hvað væri, hún fullmikið klædd og vekti enga athygli. Nektarmyndir i útstill- ingagluggum klúbbanna i Soho i London þykja jafn sjálfsagður hlutur og krossinn á kirkjunni, en þegar svipuð nektarmynd var meginuppistaða i auglýs- ingu efnaiðnaðarfyrirtækis i brezka stórblaðinu The Times, þá fylltust lesendabréfadálkar blaðsins. Islenzkir blaðamenn þekkja nokkra hliðstæðu. Sum kvik- myndahúsanna i borginni hafa sýnt myndir, sem auglýstar hafa verið ,,i meira lagi djarf- ar” og þar fram eftir götunum, og i útstillingaglugggum þess- ara bióa hefur ungum og öldn- um verið boðið að horfa upp á samlifsmyndir i fullum litum og Cinemascope. Það hefur eng- inn, svo ég minnist, kært þessar útstillingar. En birti eitthvert blaðið nekt- armynd, sem ekki myndi flokk- ast undir klám, samkvæmt al- mennri skilgreiningu þess orðs, þá bregst ekki að einhverjir hringi til viðkomandi blaðs og kvarti, og segi jafnvel að það geti ekki látið börnin sin horfa upp á þetta. Það er ekki ætlunin að ræða hér um hvers konar uppeldi þau börn fá, sem bannað er að hugsa eða horfa niður fyrir belti, en hitt er athyglisverð staðreynd, að það er i allflestum tilvikum umhverfið, sem ræður mati okkar á þvi hvað þykir æsandi eða ögrandi. Stúlkan sem ég nefndi fyrst þætti ögrandi vegna þess að hún kemur fáklædd út úr strætis- vagni. Hún er hins vegar eðli- legur hluti umhverfisins i sund- lauginni. Málverk af nöktum konum úti i skógi þætti góð og gild list, en hins vegar væri hún orðin ögr- andi ef málarinn hefði bætt nokkrum fullklæddum karl- mönnum inn i sama rjóður. Oft er það samansetningin, sem getur gert muninn á þvi hvort nektarmynd er klám eða ekki. Þótt Bretar geti vart talizt frumkvöðlar i frjálslyndi, þá er óhætt fyrir íslendinga að taka örlitið mið af þvi sem Longford lávarður, hinn aldni baráttu- maður gegn klámi og siðspill- ingu, hefur um þetta að segja. Nú i vikunni kom út ýtarleg skýrsla, sem 52ja manna nefnd undir hans forystu hefur unnið að i eitt ár. Skýrslan þykir af ýmsum endurspegla argasta afturhald i þessum málum, þar sem farið er fram á að ýmsar bókmenntir, sem ný eru leyfðar, og margar kvikmyndir, sem nú eru sýndar, verði bannaðar og sektir hækkaðar og refsingar auknar fyrir brot af þessu tagi. Frjálslyndismenn munu aldrei fást til að samþykkja helming- inn af þvi sem Longford er að fara fram á. Hins vegar er það athyglis- vert, að þessi „þröngsýnispost- uli” i kynferðismálum, eins og hann hefur verið kallaður og hópur hans, „púritanar 20. ald- arinnar”, — þeir eru þeirrar skoðunar, að nekt sé ekki mæli- kvarði á siðsemi eða ósiðsemi myndar. Nakið fólk geti verið fallegt á mynd, og það séu til fallegar og listrænar myndir af samlifi karls og konu. En það sem litillækkar mann- eskjuna, sú mynd sem leggur áherzlu á losta, eða dýrslegar aðfarir, það sem setur kynlifið á lægra stig, það sem striðir gegn almennum siðgæðishugmynd- um fólks og það sem striðir gegn lögum, — það er klám. Og i framleiðslu þess háttar kláms hafa Danir gengið einna lengst. Þeim hefur tekizt að skapa óraunverulegan heim kynóra og afbrigðilegra kennda, sem berst hingað til lands i formi kvikmynda, sem sýndar eru á vinnustöðum og i heimahúsum, og haft er fyrir satt að ákveðinn aðili leigi út, — og i formi myndablaða, sem selderu i tiltekinni bókaverzlun hér i Reykjavik. Alþýðublaðið hefur raunar sagt frá þvi i frétt fyrir allnokkru. Þessum óraunverulega heimi kynvillu, kvalalosta, samræðis við dýr og afbrigðilegum gerð- um eins og þegar gamall maður nauðgar litilli stúlku, — þessum heimi kynnast reykviskir ungl- ingar á fyrrgreindum kvik- myndasýningum og við mynda- blaðalestur. Sumt af þvi fólki, sem hneykslast við að sjá myndir af noktu fólki i blöðum, hefur ekki hugmynd um hvað flutt er inn i landið af danskri kynórafram- leiðslu, og imyndar sér i sak- leysi sinu að mynd af hálfnak- inni stúlku skilji eftir óbætanleg sár á sálu unglings sem sér hana i islenzku blaði. Það er hætt við þvi að sama fólk fengi sjokk, ef það sæi sum þau erlend timarit, sem börn þeirra hafa undir höndum. BJARNI SIGTRYGGSSON: UM HELGINA SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1972—53. ARG.—214. TBL. 1

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.