Alþýðublaðið - 29.09.1972, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.09.1972, Blaðsíða 4
Heilsuræktin í Glæsibæ The Health cultivation Þriggja mánaða námskeið eru að hefjast. Morgun — dag — og kvöldtimar. Flokkar fyrir dömur og herra. Megrunarnámskeið karla og kvenna, einnig hjónaflokkar. Glæsileg aðstaða i Glæsibæ! Einnig vantar 2 eða 3 áhugasamar starfs- stúlkur. Upplýsingar i sima 85653. Lifeyrissjóður byggingamanna Umsoknir um lán úr lifeyrissjóðnum þurfa að hafa borist til skrifstofu sjóðsins, Laufásvegi 8, Reykjavik fyrir 15. október nk. Endurnýja þarf allar eldri umsóknir. Um- sóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu sjóðsins og hjá skrifstofum aðildarfélaga hans. Með umsóknum þurfa að fylgja upp- lýsingar um vinnustaði umsækjenda sl. 2 ár. Stjórn Idfeyrissjóðs byggingamanna. Ingólfs-Café Gömlu dansarnir í kvöld kl. 9 Hljómsveit Garðars Jóhannessonar Söngvari Björn Þorgeirsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Simi 12826. SKEMMTANIR — SKEMMTANIR UTVEGSKREPPA Framhald af falaðsíðu 1 Svo mikiö ber á milli, aö veröákvöröun verður örugglega vísað til yfirnefndar Verö- lagsráös. Sjómenn og útgerðarmenn krefjast allt aö :I0% hækkunar á fiskverði, en frystihúsaeig- endur segja, aö fiskiönaðurinn þoli ekki eyrishækkun, þá sé ekki annað aö gera en loka húsunum. Auk þess krefjast sjómenn einhverrar grunnkaupshækkunar. i dag hefst á Hótel Sögu aukafundur Sölu- miöstöövar hraöfrystihúsanna. A fundinum veröur skýrt frá könnun, scm nú er verið aö vinna aö, um stööu frystiiönaðarins. Fund- urinn getur heimilaö stjórn SH aö loka frysti- húsunum, og öruggt má telja aö hann veiti stjórninni þessa heimiid. Lúövik Jósepsson sjávarútvegsráöherra er þessa dagana staddur á fundi Alþjóðabank- ans i Washington. Ekki liggur Ijóst fyrir, hve lengi Lúðvík dvelur ytra, en vist er aö rikis- valdið þarf að gripa i taumana ef halda á sjávarútveginum gangandi. Þess má að lokum geta, aö afli þeirra báta, sem enn stunda veiöar, hefur veriö sára- tregur. Er sama hvaða veiöarfæri er notað, og um hvaða tegund fisks er að ræða, aflinn er alls staöar tregur og fiskurinn smár. LEIKHÚS ÁLFARNIR Á LAUGAR- DAGINN Formleg frumsýning á Leik- húsálfunum eftir finnsku skáld- konuna Tove Jansson verður hjá Leikfélagi Reykjavikur sið- degis á laugardag. Leikurinn var æfður i vor og þá reyndar hafðar tvær forsýn- ingar á vegum Listahátiðarinn- ar. Fjórar bækur um Múmminsnáðann og vini hans hafa verið þýddar á islenzku. Eina þeirra, Vetrarundrin i Múmmindal, er nú verið að lesa i morgunstund barnanna i út- varpinu. Þá þekkja einnig flestir teiknisögurnar um sama efni. Kunnur leikstjóri frá National- teatret i Osló, Kirsten Sörlie, dvaldi hér i nokkrar vikur i vor og setti leikinn á svið, en hún hefur áður stjórnað honum fyrir sænska sjónvarpið. Pétur Einarsson var henni til aðstoðar og æfði leikinn upp nú i haust. Á myndinni eru Borgar Garðarsson, Sigriður Hagalin, Guðrún Ásmundsdóttir, Margrét Ölafsdóttir og Sólveig Hauksdóttir ihlutverkum sinum sem leikhúsálfar. HÓTEL LOFTLEIÐIR - VÍKINGASALURINN er opinn fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga. HÓTEL LOFTLEIÐIR Cafeteria, veitingasalur meö sjálfsafgreiöslu, opin alla daga. HÓTEL LOFTLEIÐIR Blómasalur, opinn alla daga vikunnar. HÓTEL BORG viö Austurvöll. Resturation, bar og dans I Gyllta saln- um. Slmi 11440 HÓTEL SAGA Grilliö opiö alla daga. MÍmisbai og Astrabar, opiö alla daga nema miövikudaga. Slmi 2GK90. INGÓLFS CAFÉ viö Hverfisgötu. — Gönilu og nýju dansarnir. Slmi 12826 ÞÓRSCAFÉ Opið á hverju kvöldi. Slmi 23333. HABÆR Klnversk resturation. Skólavöröustlg 45. Leifsbar. Opiö frá kl. 11. f.h. til kl. 2.30 og 6e.h. Slmi 21360. Opiö alla daga. SKEMMTANIR — SKEMMTANIR Húsnæði 1 Þannig hefur óðaverðbólgan leikið það fólk grátt, sem á í undanförnum 12-14 mánuðum hefur keypt ófullgerðar ibúðir á verði, sem háð er bygginga- visitölu. Á meðan fólkið hefur beðið eftir þvi að komast inn i ibúðirnar, hefur verð þeirra hækkað um allt að EITT ÞÚSUND KRÓNUM á dag, eða hátt á fjórða hundrað þúsund krónur á einu ári. Dæmi um áhrif hinna óbeizluðu óðaverðbólgu, sem rikir hér á landi, eru ibúðir, sem seldar voru ófrágengnar i nóvember á siðast- liðnu ári. Verð þeirra var háð breytingum á byggingavisi- tölunni frá þeim tima, er frá kaupunum var gengið og til þess tima, er ibúðirnar verða af- ! hentar. 1. nóvember i fyrra var verð þessara ibúða reiknað 2.500.000 krónur, en samkvæmt nýrri áætlun Hagstofu Islands um hækkun byggingavisitölunnar 1. nóvember 1972, verður verðið þá, j þegar kaupendurnir fá áður- nefndar ibúðir afhentar, orðið í 2.850.000 krónur. íbúðirnar hafa þannig hækkað um heilar 350.000 krónur, eða ná- lægt EITT ÞÚSUND KRÓNUM A DAG, á þessu eina ári, sem fólkið hefur beðið eftir að geta flutzt inn. Alþýðublaðið hafði i gær tal af 1 starfsmanni fasteignasölu einnar i Reykjavik og spurðist fyrir ibúðasöluna á hinum almenna sölumarkaði um þessar mundir. Starfsmaður fasteignasölunnar kvað augljóst, að allverulegur samdráttur hefði orðið i sölu ibúða i september á þessu ári miðað við sama mánuð i fyrra. Starfsmaður fasteignasölunnar sagði i samtalinu við blaðið, að þess hafi orðið mjög vart á undanförnum vikum, að fólk þyrði ekki að taka á sig fjárhags- legar skuldbindingar vegna óvissunnar i efnahagsmálum. „Fólk færir ýmis rök fyrir þess- um ótta sinum”, sagði starfs- maðurinn. ,,Það ber við háum sköttum, sem það verði að greiða siðari hluta ársins, en það ber lika við hræðslu um alvarlegar efna- hagsráðstafanir vegna stöðvunar bátaflotans viða á landinu og erfiðleikanna, sem blasa við hraðfrystiiðnaðinum. Landhelgismálið tvinnast lika inn i þessar hugleiðingar fólks. Það bendir á, að hugsanlega eigi efnahagserfiðleikarnir enn eftir að aukast, ef Bretar setja hafn - og viðskiptabann á Islendinga vegna landhelgisdeilunnar”. — Auglýsingasíminn okkar er 8-66-60 LJÓTA UPPÁKOMAN ÞAÐ Allir þeir, sem hyggjast i ár fara á isbjarnaveiðar á norsku yfirráðasvæði, verða að gangast undir sérstakt próf, sem sanni hæfni þeirra á að fara með byssu. Prófið á að fara fram á Svalbarða undir umsjá sýslumannsins þar. Væntanlegir veiðimenn verða að sjá sér fyrir fari þangað til að gangast undir prófið og falli þeir, þá er ekkert annað að gera, en að hypja sig heim hið bráðasta. Það er þó tekið fram af hálfu landbúnaðarráðuneytisins norska, sem fer með yfirstjórn veiðimála, að ef verður verði óhagstætt á Svalbaröa yfir próf- dagana, þá se sýslumanni heimilt að sleppa mönnum við próf.... Þá geti menn bara farið próflausir á skyttiriið. Má þó fastlega gera ráð fyrir þvi, að isbjörnum þyki mjög mið- ur að þurfa að falla fyrir kúlum próflausra. Ef norskir isbjarnar- veiðimenn eru hins vegar álika hittnir og islenzkir hreindýra- veiðimenn má gera ráð fyrir þvi, að sýslumaðurinn á Svalbarða aflýsi oft skotprófunum vegna „óhagstæðra veðurskilyrða”. o Föstudagur 29. september 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.