Alþýðublaðið - 29.09.1972, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.09.1972, Blaðsíða 2
VERZLIÐ t HAGKAUP Falleg dömupeysusett (1095). Peysuúrval á alla fjölskylduna. Viðar dömubuxur með uppábrotum Stærð: 8-42. Jerseybuxur kvenna og vetrarbómull- á ótrúlega lágu verði. IVlunið viðskiptakortin i matvörudeildinni. ( ’ID TIL KL. 1 í KVÖLD. f| Hjúkrunarkonur S iða deildarhjúkrunarkonu við skurð- 1. mingadeild Borgarspitalans er laus til i ísóknar. 1 >plýsingar gefur forstöðukonan. í aðan veitist frá 1. nóvember 1972. 1 nsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri í irf sendist Heilbrigismálaráði Reykja- \ curborgar fyrir 15. október 1972. I ykjavik 27. september 1972. I ilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar. I úkrunarkonur óskast á hinar ýmsu c ildir Borgarspitalans. I >plýsingar gefur forstöðukonan i sima 8,m I iykjavík, 27. september. L ,rgarspitalinn. B rnavinafélagið Sumargjöf Forstöðukonu vantar a< leikskólanum Barónsborg frá 1. desember n.k. U: isóknir sendist skrifstofu Sumargjafar, Fornhaga 8, fy ir 10. október n.k. S jórn Sumargjafar. (ierið góð kaup i Skeifunni 15. HERNÁM TÉKKÓSLÓVAKÍU Fjórum órum síðar ar 1968 að vinna fyrir sér sem kyndarar og ófaglærðir verka- menn? Af hverju fá þeir ekki sin fyrristörf sem fyrirlesarar i há- skólum, dálkahöfundar dag- blaða o.s.frv. Allt þetta bendir eindregið til þess, að meirihluti landsmanna sé andvígur núverandi vald- höfum. Ekki aðeins ,,smá- borgararnir”, eins og flokks- dagblöðin vilja halda fram. 1 vestri hafa forystumenn kommúnistaflokkanna i Belgiu, Frakklandi og Italiu varað við áframhaldandi notkun aðferða, sem einungis séu til þess fallnar að skaða málstaðinn. Gustav Husak, sem sjálfur sat lengi i fangelsi þegar fyrirrenn- arar hans, leninistar, héldu um stjórnvölinn, gerir sér sjálfur vel grein fyrir þessari stað- reynd, en hann óttast, að hvers konar tilslökun ýti aðeins undir öflin, sem beittu sér fyrir um- bótunum i Tékkóslóvakiu 1968. Fjöldi umbótasinna, sem nú eru i útlegð, eins og Ota Sik, fyrrverandi varaforsætisráð- herra, hafa jafnvel horfið enn lengra frá harðlinumarxisma. Sáttaleið milli manna eins og hans og Husaks og Svoboda, for- seta er ekki lengur möguleg eða finnanleg. Og i Tékkóslóvakiu i dag er jafn rækilega skrúfað yfir utan- aðkomandi strauma og áhrif og i tið stalinistans Antonins Novotny. Nú eru rétt rúm fjögur ár liðin siðan Sovétrikin og nokkur önnur austantjaldslönd réðust með hervaldi inn i Tékkósló- vakiu, i þeim tilgangi að koma i veg fyrir, aö landið sneri baki við kommúnisma. Þá var Tékkum og Slóvökum gefin tvö loforö. Endi yrði bundinn á hersetuna um leiö og ljóst væri orðið, að stjórnin i Prag héldi „frum- reglur Leninisma”, eins og önnur austantjaldslönd, og stjórn Novotnys fyrrverandi forseta, sem komið var til valda fyrir tilstilli Stalins, yrði ekki afhent völdin á nýjan leik. Þá var þvi lofaö, að jákvæðar umbætur, sem komið var á snemma árs 1968, fengju að standa. Gustav Husak, nýi flokksfor- inginn lagði einmitt sérstaka áherzlu á þetta atriði. Hann lofaði lika, aö.engin „sýningar- réttarhöld” yröu haldin yfir þeim, sem brugðiö hefðu út af „linunni”. E" hver þessara loforða voru halt n? H ín óverulegi herstyrkur Aust ir-Þýzkalands, Ungverja- land ', Póllands og Búlgariu var Kús arnir sögðust vera að frelsa Tékkana frá „afturhalds- öflunum" meðal þeirra og hinum háskalegu „endur- skoðunarsinnum ”. Að þeirri frelsun lokinni áttu sovésku her- mennirnir að halda lieim. Kjórum árum siðar sitja þeir enn sem fastast. fljótt á brott, en her Sovét- manna varð eftir. Mikilvægi þeirrar utanrikis- stefnu, að nauðsynlegt sé að halda vörð um einu austan- tjaldslandamærin, sem eru i beinni snertingu við Vestur- Þýzkaland, hefur stórlega minnkað i áróðri stjórnanna i Moskvu og Prag. Nú er aðaláherzlan lögð á samstöðu landanna austan- tjalds og svokallaðan vilja þeirra til að leiðrétta stjórn- unaraðferðir leiðtoganna. En að áliti Dr. Husaks og Bresnjefs hlýtur ástandið núna að vera verra en fyrir fjórum árum. Hvaða annan skilning ber að leggja i þau varnaðarorð, sem lesa má út úr þeim f jölda réttar- halda, sem nú eru haldin i Tékkóslóvakiu yfir mennta- mönnum og fyrrverandi flokks- mönnum. Hvað annað geta hinir þungu dómar, sem þetta fólk fær, táknað? Hvers vegna hefur ritskoðun blaðanna verið hert svo mjög, að hún er nú meiri en i nokkru cðru Austur-Evrópulandi? Hvers vegna lagði Husak svo rika áherzlu á það á fjögurra ára afmæli innrásarinnar, að stefna fyrirrennara sins, Dubceks, — sósialismi með mannlegu yfirbragði — væri ósættanleg Leninisma? Og hvers vegna verða menn- irnir sem innleiddu umbæturn- GYLFI Þ. GÍSLASON SKRIFAR: Norræna félagið Norðurlandaþjóðirnar eru þær þjóðir, sem Islendingar eiga eðlilegust og auðveldust og ljúfust skipti við. f raun og veru eru Norðurlönd ein menningar- heild. Þjóðfélagshættir og hug- myndir um þjóðfélagsmál eru þar likari en gerist með nokkrum öðrum þjóðum i Evrópu. A Norðurlöndum hafa smám saman oröið til rótgróin lýðræðisrlki, sem skipulagt hafa þjóðfélag sitt á grundvelli vel- ferðarhugsjóna 20. aldar. Þau hafa orðið öllum heimi fyrir- mynd að frjálsum og réttlátum þjóðfélagsháttum, mótuðum af frelsi og jafnrétti, mannúð og mannhelgi. tslendingum hefur verið aö þvi gagn og sómi að taka vax- andi þátt i samstarfi Noröur- landa. Norræna félagið, sem i dag er fimmtiu ára, hefur átt mikinn og giftudrjúgan þátt í eflingu þessa samstarfs. Það hefur ekki notið mikils stuðn- ings rikisvaldsins. Framlag til þess mun nú nema um 400 þús. kr. En starfsemi þess hefur fært Islendingum margfalt meira i aðra hönd. Vegna starfsemi Norræna félagsins hafa t.d. is- lenzkir skólanemendur átt kost á fjölbreyttri skólavist á Norðurlöndum, kennarar, lista- menn og visindamenn hafa átt kost á heimsóknum til hinna Norðurlandanna, og margt fleira mætti nefna. Gildi þess starfs, sem Norræna félagið hefur innt af hendi og innir af hendi er miklu meira en séð verður af þvi að bera saman þaö fé, sem Norræna félagið fær til ráðstöfunar hér, og peninga- igildi þeirrar þjónustu, sem það útvegar. Gildi þeirra sam- 50 ára skipta, sem það kemur á og eflir, er miklu meira en metið verði til fjár. Það eykur viðsýni mikils fjölda tslendinga stofnar til ómetanlegra vináttubanda og eflir menningartengsl sem bæta manninn og fegra lif hans. Norrænt samstarf er ekki skálaglamur né hégómi. Það snertir sumt af hinu dýpsta og bezta i brjóstum norrænna manna: Sameiginlega menn- ingararfleifö um aldir, sam- hygð, sem grundvallast á alda- gömlum tengslum, og vefur saman gagnkvæma virðingu og einlæga vináttu. Astæða er til aö þakka Norræna félaginu starf þess i hálfa öld og óska þess, að við- leitni þess til eflingar bræöra- banda milli íslendinga og annarra þjóða á Norðurlöndum megi bera sem beztan árangur. AUGLÝSINGASÍMINN OKKAR ER 8-66-60 Föstudagur 29. september 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.