Alþýðublaðið - 29.09.1972, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 29.09.1972, Blaðsíða 9
ÍÞRÓTTIR 1 KTTA VERMIR ALGENG SJÚN NÆSTU MÁNUOI Þctta á eftir að verða algeng sjón á iþróttasiðunum næstu mánuðina. Handknattleik- urinn er nefnilega að komast á fullt skrið eftir nokkurt hlé. Fyrsti stórleikur keppnis- timabilsins verður i kvöld klukkan 20.30 i Laugardals- höliinni. Þar verður á ferðinni þýzka meistaraliðiö TPSG Göppingen, og mæ'tir liðið Islandsmeisturunum og gest- gjöfum sinum Fram. BIKARKEPPNI KKÍ HEFST UM HELGINA Allir leikir keppninnar fara fram i iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi, og verður leikið eins og hér segir: 1. umferð: Sunnudagur 1. okt. kl. 19.30. t.R. (a) — Valur. kl. 21.00 K.R. (b) — Armann. Sunnudagur 8. okt. kl. 19.30 l.R. (b) — UMFS. kl. 21.00 K.R. (a) — l.S. 2. umferð: Sunnudagur 15. okt. kl. 19.30 Sigurvegarar úr leikjum l.R. a og Vals og l.R. b og UMFS. kl. 21.00 Sigurvegarar úr leikjum K.R. a og l.S. og K.R. b og Armanns. ÚRSLIT sunnudagur 22. október kl. 20.00. Samhliða bikarkeppni fer fram úrslita-keppni i fslandsmóti I. flokks, en þar urðu þrjú lið efst og jöfn að stigum. Sunnudagur 1. okt. Valur — Ar- mann kl. 18.00. Sunnudagur 8. okt. Valur — K.R. kl. 18.00. Sunnudagur 15. okt. K.R. — I Ármann kl. 18.00. GLfMT HIÁ VfKVERJA Glimuæfingar Vikverja hefjast mánudaginn 2. október n.k. i iþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar, Lindargötu 7 — minni salnum. Kennt verður á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 7-8 siðdegis. Kcnnarar verða Kristján Andrésson og Kjartan Bergmann Guðjónsson. A glimuæfingum Vikverja er lögð áherzla á alhliða likams- | þjálfun: fimi, mýkt, og snarræði. Komið og lærið holla og þjóðlega J iþrótt. Að glimuæfingu lokinni á mánudaginn veröur fundur hald- inn i glimudeildinni. Ungmennafélagið Vikverji. FRAMARAR FREMUR BJARTSYMR þrAtt fyrir mikid mannfall Framarar eru bjartsýnir á bar- áttuna i kvöld, þrátt fyrir að mikið inannfall hafi orðiö i liði þeirra. Alls hafa þrir menn gengið úr rööum þeirra frá þvi að liöiö tryggði sér islandsmeistara- titilinn i vor, þeir Arnar Guð- laugsson, Pálmi Pálniason og Stefán Þórðarson. Arnar er fluttur til ITúsavíkur, Pálmi er tekinn til við nám i iþróttaskólanum á Laugarvatni og Stefán er einnig seztur á iþróttakennaraskóla i Danmörku. Samkvæmt upplýsingum Páls Jónssonar, annars þjálfara Fram, hafa leikmenn Fram æft vel, enda eru framundan átök i Evrópukeppninni. Allir beztu leikmen,n Fram verða með i kvöld, utan Ingólfur óskarsson sem er meiddur á öxl, en hann æfir samt vel. Liðið i kvöld verður þannig skipað. 1. Þorsteinn Björnsson 2. Sigurður Einarsson 3. Gylfi Jóhannsson 4. Björgvin Björgvinsson 5. Árni Sverrisson (i. Pétur Jóhannsson 7. Sigurbergur Sigsteinsson 8. Kjartan Gislason 9. Guðjón Marteinsson 10. Axel Axelsson 11. Guðjón Erlendsson 12. Guömundur Þorbjörnsson Leikurinn i kvöld hefst klukkan 20.30 i Laugardalshöllinni. Þýzka liðiö sem keppir gegn Fram i kvöld er mjög gott, enda vcrða cngir aukvisar Þýzka- landsmeistarar i handknattleik. Liðið er i fullri æfingu um þessar mundir, og þvi verða Framarar að taka á honum stóra sinum i kvöld. Fróðlegt verður að fylgjast með þvi hvernig Fram gengur, þvi liðið á sem fyrr segir að leika við danska liðið Stadion i Evrópu- keppninni bráðlega. Stadion vann Viking nýlega i Kaupmannahöfn 22:12, en að sögndönsku blaðanna voru Vikingarnir ferðaþreyttir. SS. BIKARKEPPNIN FEUENOORD VANN SAMTALS 21-0 . WÆkCx:-: ! X Um helgina fara fram a.m.k. tveir bikarleikir. ÍBV leikur við IBV klukkan 16 á laugardaginn, og fer leikurinn fram á Akureyri. Sama dag leika Þróttur og 1A á Melavellinum klukkan 14. I kvöld klukkan 20 leika svo KR og ÍBK i bikarkeppni 1. flokks á Melavellinum. ASGEIR FÚR ALDREI UTAN Asgeir Sigurvinsson, knatt- spy rnumaðurinn ungi úr Vest- mannacyjum, fór aldrei til dvalar hjá Morton i Skotlandi eins og til stóð. Asgeir átti að fara til Skotlands á mánudagsmorgun, en eftir aö hafa rætt við nokkra aðila hér i Reykjavik, snerist honum hugur, og hann ákvað að hætta við ferðina. Fannst mörgum sem Morton hefði ekki hreint mjöl i poka- horninu i samskiptum sinum við Asgeir og ckki væri treystandi að Ásgeir færi tii félagsins. Til dæmis scndi félagið Asgeiri aðeins farmiða aðra leiðina. Ásgeir fór þvi hvergi, og lcikur með Eyjamönnum gegn ÍBA i hikarkeppninni á laugardaginn. Ot SETTI NYTT MARKAMET! Hollenzka liðið Feijenoord, sem sigraði i Evrópukeppni meistara- liða árið 1970, setti nýtt marka- met i fyrstu umferð UEFA bikarsins á miðvikudagskvöld. Feijenoord vann báða sina leiki i 1. umferð samanlagt 21:0, og er það jafnt meti Chelsea frá i fyrra i Evrópukeppni bikarmeistara. Mótherji Feijenoord sem fékk þann vafasama heiður að eiga sinn þátt i metinu, var liðið Ruemelingen frá Luxemburg. Þess má geta, að mótherji Chelsea i fyrra var einnig lið frá Luxemburg, svo ekki er annað hægt að segja en að þeir Luxem- burgarar safni mörkum i grið og erg. Fyrri leikur Feijenoord og Ruemelingen fór fram á heima- velli Hollendinganna, og lauk honum 9:0. 1 seinni leiknum sem fram fór i Luxemburg, sýndi Feijenoord enga miskun, vann 12:0og setti þar með markamet á útivelli i Evrópukeppninni fyrr og siðar. Úrslitnokkurra leikja komu inn eftir að blaðið var farið i prentun. Þar á meðal voru úrslit leiks sem beðið var eftir með spenningi, milli Benfica og sænsku meistar- anna Malmö ff. Fyrri leikinn sem fram fór i Sviþjóð, vann Malmö J 1:0, en i fyrrakvöld voru Portúgalarnir sterkari, og unnu 4:1. Hinn frægi Eusebio setti tvö markanna fyrir Benfica, og ann- ar frægur kappi, Gerd Muller skoraði tvö mörk fyrir Bayern Munchen. Martin Chivers skák- aði þeim samt, hann skoraði þrjú mörk i leik Tottenham og norska liðsins Lyn. Leiknum lauk 6:0, og Magnús Pétursson sá um dómgæzluna með sóma. — SS. PELE í MONCHEN 1974? Nú eru taldar á þvi miklar likur að stórstjarnan brasiliska Pele byrji að lcika meö landsliö- inu að nýju, og stefni að þátt- töku i hcimsmeistarakeppninni i Munchen árið 1974. Pele hætti alveg að leika með landsliðinu brasiliska i fyrra, og liann lýsti þvi yfir eftir siðustu hcimsmeistarakeppni að hann myndi aldrei leika i þeirri keppni aftur. En nú virðist sem sagt kom- inn fiöringur i karl, svona þegar HM ’74 nálgast, svo ekki er ólik- legt að við fáum þar að sjá hann i sinni fimmtu HM-keppni. Föstudagur 29. september 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.