Alþýðublaðið - 29.09.1972, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 29.09.1972, Blaðsíða 12
SENDtBtL ASTÖtMN Hf BRETINN BYRSTIR SIG FRAMAN í SAMHERJA OKKAR alþýðu mmisnsi m, Alþýöubankinn hf ykkar hagur/okkar metnaður KQPAYOGS APÚTEK )pið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 ÞAU ERU AÐ Það er allur munur- innað vera í almenni- legum galla þegar fólk þarf að troða upp á h I jóm- leikum og leika listir sínar. Við sögðum f rá þvi í gær, að Skólahljómsveit Kópavogs hygðist efna til hljómleika á sunnudaginn kemur, m.a. til þess að efla ferðasjóð sveitarinn- ar, sem næsta sumar ætlar enn að leggja land undir fót og nú að sækja heim ýmsa vinabæi Kópavogs á Norður- löndum. Lionsklúbburinn þarna suðurfrá hefur nú gefið unga fólkinu þessa smekklegu einkennisbún- inga, sem hér sjást á myndinni: það má því ætla að hljómsveitin verði í fullum skrúða i Kópa- vogsbíói núna á sunnudag — og hún telur 50 manns! ÞAÐ ÞÝÐIR SKO EKKI ÞAÐ, MANNI KorstöftuimMin fyrirtækis- ins, st'iii au;>lýsti stereótækift i s j ó n v a r p i n u sióastliftinn þriöjudaf'. þurfa aft lesa upp «f> læra betur. Kinhver þarna um borft skilur ekki islen/.ku. AuKtýsinffin var i „leikrits- fornii" eins «)> nú er vinsælast. o)f i henni lýsti „eiginkonan” yfir meft mikluiti nleöilátuin, ail siilan hiisbóndinn á heiin- ilinu liefiti eignast liiii auglýsla slereotæki. væri liann „ekki möiiniim sinnaiidi”. l>okkalef' meiimæli það! VEGAGERDIN DÆMD .MEDSEK’ f BILVELTDMÁLI t borgardómi Keykjavikur var Vegagerð rikisins nýlega dæmd ..skaðabótaskyld að þremur fimmtu hlutum vegna tjóns, sem varð á bifreið, er hún valt við brú yfir Uxalæk á Suðurlandsvegi. t dómnum er rætt um, að hækkun brúarinnar og aðrar vegaframkvæmdir, sem þarna fóru fram nokkru fyrir slysið, hafi frekar verið endurnýjun en venjulegt viðhald. Sórfróðir meðdómendur i mál- inu voru sammála um, að fy 11 - ingarefni, sem notað var, hafi verið bindiefnasnautt og þvi hefði verið nauðsynlegt aö þjappa þaö sérstaklega vel. Uað var hins vegar ekki gert, þar sem þjöppunin var ekki fram- kvæmd utan hjólfara. t málinu lá fyrir viðurkenning frá verkstjóra hjá Vegageröinni, að vegavinnunni hafi ekki verið lokið. l>á var vik i veginum, þar sem slysið átti sér stað þannig, að á kafla var hann mjög mjór. Vegna þess og ófullkominnar þjöppunar vegarins telur borgar- dómur umferð um veginn hafa verið mjög varhugaveröa. Engin viðhlitandi aðvörunar- merki voru á staðnum og leit dómurinn svo á, að umrætt slys yrði fyrst og fremst rakið til þeirra mistaka starfsmanna Vegagerðarinnar að hleypa um- lerð yfir brúna án aðvörunar- merkja áður en forsvaranlega var gengið frá veginum. Segir i dómnum, að á þessum mislökum starfsmanna sinna beri rikissjóður ábyrgð, en það þykir hins vegar sýnt, að stefn- andi málsins, ökumaður bif- reiðarinnar, hafi ekki gætt þeirrar varúðar, sem af honum mátti krefjast. ()g á þeirri forsendu er hann dæmdur til að bera hluta af tjóni sínu. Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar og leikur mörgum forvitni á að vita hvaða niður- stöðu hann kemst að, þvi hér er um mjög sérstætt mál að ræða. Meyjaskemman á Seltjarnarnesi Nú um helgina hefjast i F'élags- heimilinu á Seltjarnarnesi sýn- ingar á söngleiknum Meyja- skemmunni. Uað er samkór Vestmannaeyja, sem færir upp verkið, en kórinn sýndi það i Vestmannaeyjum siðastliðinn veturog i Færeyjum i fyrrasumar. Kyrsta sýningin i Félagsheimili Seltjarnarness verður á laugar- daginn kl. 21, en tvær aðrar sýn- ingar verða 1. og 2. október á sama tima. Sala aðgöngumiða hefst i dag. SIBS-DAGUR Ji SUNNUDAG A sunnudaginn kemur er ár- legur söfnunardagur SIBS, og verða þá seld merki og blað félagsins. Söfnunardagurinn hefur verið árlegur viðburður i 33 ár, og hafa safnast um átta milljónir króna með þessum hætti. Berklavarnadagurinn er ekki einskorðarður við hjálp handa berklasjúklingum, þar sem sá sjúkdómur er á undanhaldi, heldur njóta hverskonar öryrkjar, sem leitað hafa hjálpar hjá SIBS, góðs af söfnunni. Má nefna að asthma- og hjarta-- sjúklingar njóta nú fullra réttinda á Reykjalundi, og mikið samstarf hefur verið við Geðverndarfélag Islands upp á siðkastið. Merkin sem seld verða eru öll númeruð og gilda sem happ- drættisvinningur, en vinningur er ferð til Costa del Sol.— FÆREYSKIR FISKUTFLYTIENDUR SENDK NEFND TIL BRETLANDS Brezkir hafnarverkamenn hafa gripið til ódrengilegra hefndarað- gerða gegn Færeyingum vegna stuðnings þeirra við íslendinga i landhelgismálinu og ákvörðunar iðnaðarmanna i Þórshöfn að vinna ekki að viðgerðum á brezkum togurum. sem verið hafa að ólöglegum veiör.m innan nýju fiskveiðimarkanna við Isl 1 gær átti danska flutninga- skipið Gelda Rarberg að leggja upp frá Fuglafirði og halda áleiðis til Grimsby með fiskimjöl, en á siðustu stundu var hætt við förina, þegar til Færeyja fréttist, að brezkir hafnarverkamenn hefðu bundizt samtökum um að afgreiða ekki færeysk skip eða önnur skip, sem stunduðu flutn- inga til eöa frá Færeyjum. Brezkir hafnarverkamenn segja, að þessi ákvörðun sé svar gegn fyrrgreindri ákvörðun fær- eyskra iðnaðarmanna að vinna ekki að viðgerðum á brezkum landhelgisbrjótum af Islandsmið- um. Brezka stjórnin hefur mótmælt þvi, að hún standi á bak við að- gerðir hafnarverkamanna. I gærkvöldi var fyrirhugað, að sendinefnd færeyskra fiskútflytj- enda færi af stað áleiðis til Bret- lands til að kanna, hvort af- greiðslubannið nái einnig til fær- | eyskra fiskibáta, sem sigla með i afla sinn á markað i brezkum höfnum. Alþýðublaðið hafði i sima tal af ; Jakob Lindenskov landstýris- manni i Færeyjum siðdegis i gær. Sagði hann, að mál þetta heföi enn ekki verið tekið fyrir i lands- stýrinu (rikisstjórninni). Vildi Lindenskov litið láta eftir sér hafa varðandi málið á þessu stigi.en benti á færeyskir fiskút- flytjendur óttuðust, að þeir væru komnir i klemmu vegna hefndar- aðgerða brezkra hafnarverka- manna, en enn væri ekki ljóst, hvaða áhrif þetta hefði á fisksölur færeyskra fiskiskipa i Bretlandi. Haft er eftir Atla Dam lög- manni Færeyja, að hann geri ráð fyrir, að afgreiðslubannið kæmi formlega til kasta brezku verka- lýðssamtakanna fljótlega. Ritstjóri Sósialsins, málgagns jafnaðarmanna i Færeyjum, sagði i simtali við Alþýðublaðið i gær, að færeysku blöðin hefðu i gær skýrt frá þessum hefndarað- gerðum brezkra hafnarverka- manna, en þau hefðu öll birt frá- sagnir sínar af málinu athuga- semdalaust. Kvaðst ritstjóri Sósialsins gera ráð fyrir, að viðbrögð Færeyinga vegna málsins myndu skýrast i dag og á næstu dögum. VIÐ MUNUM HJÁLPA HVAÐ VIÐ GETUN "Viö munum örugglega gera allt, sem í okkar valdi stendur, til þess aö veróa Fæneyingum að liði í sambandi viö þessar hefndaraögeröir brezkra hafnarverkamanna", sagði Jón Sigurösson for- seti Sjómannasambands Islands í samtali við Alþýðublaðiö. ,,Þaó veröur aö sjálf- sögðu fjallað um þetta mál á þingi Sjómanna- sambands islands, sem hefst i dag, og ályktaó um það og þessum aðgeröum brezkra hafnarverka- manna harðlega mót- mælt. Einnig mun þingið senda Færeyingum hug- heilar kveðjur og þakkir fyrir drengilegan stuðn- ing þeirra við góðan mál- stað. islendinga í land- helgismálinu", sagði Jón Sigurðsson. Benda má á , að Sjó- mannasamband islands, Sjómannasamband Fær- eyja og samtök brezkra hafnarverkamanna eru öll aðilar að Alþjóðasam- bandi f lutningaverka- manna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.