Alþýðublaðið - 03.10.1972, Side 2

Alþýðublaðið - 03.10.1972, Side 2
Heilsuræktin í Glæsibæ The Health cultivation Þriggja mánaða námskeið eru að hefjast. Morgun — dag — og kvöldtimar. Flokkar fyrir dömur og herra. Megrunarnámskeið karla og kvenna, einnig hjónaflokkar. Glæsileg aðstaða i Glæsibæ! Upplýsingar i sima 85655. Arne Nordheim eitt þekktasta tónskáld Norðurlanda, kynnir tónsmiðar sinar i Norræna Húsinu, miðvikudaginn 4. október kl. 20,30. Verið velkomin. NORRÆNA HÚSIO Hagræöing Hagsýsluskrifstofa Reykjavíkurborgar óskar að ráða rekstrartæknifræðing eða mann með svipaða menntun til þess að vinna að ýmsum hagræðingarverkefnum hjá borginni. Nokkur starfsreynsla æskileg. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Hagsýsluskrifstofunni, Póst- hússtræti 9, fyrir 7. október. Sveinafélag pípulagningamanna Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar- atkvæðagreiðslu um kjör fulltrúa á 32. þing Alþýðusambands íslands. Listum sé skilað á skrifstofu félagsins, Freyjugötu 27, fyrir kl. 18.00 fimmtu- daginn 5. þ.m. Stjórn og trúnaðarráð. Sinfóniuhljómsveit íslands Tónleikar i Háskólabiói fimmtudaginn 5. okt kl. 20.30 Stjórnandi: Karsten Andersen Einleikari Eva Knardahl. Efnisskrá:Nordheim: Canzona Grieg: Pianokonsert a-moll Sibelius: Sinfónia nr. 5 Aðgöngumiðar i Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustig og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar Innritun daglega frá 1-7 e.h. á skrifstofu skólans Alþýðuhúsinu, Strandgötu 32 annari hæð, simi 52704. Væntanlegir nemendur, vinsamlegast láti innrita sig sem fyrst. Ath. breytt húsnæði. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu skólans. Skólastjóri Félag islenzkra hljómlistarmanna Fulltrúakjör Ákveðið er að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu um kjör fulltrúa félagsins á 32. þing Alþýðusambands Islands. Tillögum með nöfnum f jögurra fulltrúa og jafn margra til vara skal skila i skrifstofu félagsins að Laufásvegi 40. fyrir kl. 15.00 miðvikud. 4. okt. n.k. Tillögu skal fylgja skrifleg meðmæli 37 fullgildra félags- manna. Stjórn Félags islenzkra hljómlistarmanna Lan úr lífeyrissjóöi Hlífar og Framtíðarinnar Stjórn lifeyrissjóðsins hefur ákveðið að veita lán úr sjóðnum til sjóðsfélaga. Eyðublöð fyrir umsóknir verða afhent á skrifstofu sjóðsins Strandgötu 11. Umsóknir þurfa að hafa borist skrif- stofunni fyrir 20. október 1972. Aðstoð verður veitt við útfyllingu um- sókna ef þess er óskað. Stjórn Hlifar og Framtiðarinnar Sendisveinn óskast Viðskiptaráðuneytið vill ráða sendi- svein eftir hádegi. Þarf að hafa reiðhjól. Upplýsingar veittar i viðskiptaráðu- neytinu, Arnarhvoli, simi 25000. Viðskiptaráðuneytið Hef flutt lækningastofu mina i læknastöðina Álfheimum 74. Við- talstimi eftir pöntun. Halldór Steinsen læknir. Sérgrein: Líflækningar. MINNING SIGRÍÐUR JÓHANNA JÓHANNESDÓTTIR S.l. laugardag var jarðsungin frá Keflavikurkirkju Sigriður Jóhanna Jónsdóttir, Klapparstig 8 i Keflavik. Hún lézt i Landspit- alanum 21. sept. s.l. eftir erfiða sjúkdómslegu. Sigriður var fædd i Stykkis- hólmi 8. okt. 1894 og voru for- eldrar hennar Ragnheiður Jóns- dóttir og Jón Magnússon hrepp- stjóri að Ási við Stykkishólm. Þar ólst hún upp með foreldrum sinum og systursyni, Jóni Einars- syni, syni Ólafar og Einars Jóns- sonar. Litu þau á sig sem systkini og hélzt ávalt tryggð þeirra á milli. Jón á nú heima i Hafnar- firði. Um 17 ára að aldri fór hún að heiman og þá til Einars Vigfús- sonar bakara i Stykkishólmi og konu hans Steinunnar. Vann hún þar við afgreiðslustörf i bakarii Einars. 1 Stykkishólmi kynntist Sig- riður eftirlifandi manni sinum, Kjartani ólasyni. Hvort tilviljun hefur hér ráðið eða örlagadis- irnar verið að verki, verður ekki úr skorið. En hitt eru staðreyndir, að haustið 1912 er Kjartan kominn til Reykjavikur á leið til Vestur- heims, með það i huga að setjast þar að. Hann fer þó áður til Stykkishólms með kunningjuum sinum. Þar ræðst hann i skiprúm sem 2. stýrimaður og ilendist siðan i Hólminum. Þau Sigriður og Kjartan giftust 7. nóv. 1914. Næstu 9 ár bjuggu þau i Stykkishólmi, en fluttust þá vestur á Sand og voru þar i 4 ár, þar til þau fluttu suður að Hákoti i Innri-Njarðvik. En til Keflavikur fluttust þau sumarið 1929 og þar bjuggu þau siðan. Heimili þeirra hefur verið á sömu slóðum þar eða i húsunum að Klapparstig 6 og 8. Börn þeirra hjóna voru 8, sex synir og tvær dætur. Þau eru þessi i aldursröð: Karl, sjó- maður, lézt 1967, Sigtryggur, bif- reiðastjóri, búsettur i Keflavik, Ólafur, simamaður i Keflavik, Ragnar, lézt 11 mánaða, Maria Júlia, ekkja, býr i Keflavik, Jón R. Ásberg, sjómaður, i Keflavik, Lúðvik Helgi, bifreiðastjóri, býr i Keflavik og ívana Sóley, býr i Bandarikjunum. öll eru börnin fædd i Stykkis- hólmi, nema Luðvik, sem fæddur er á Sandi og Ivana i Keflavik. Afkomendur þeirra hjóna eru nú taldir 39 á lifi, 2 hafa látist. Eins og að likum lætur, lá starfsvettvangur Sigriðar, átta barna móður, innan heimilisins. I hennar hlut féll öll umönnun með börnunum meðan maður hennar stundaði sjóinn. En sjómennsku hætti Kjartan ekki fyrr en 1940, er hann hóf störf hjá Rafveitu Kefla- vikur. Að sjálfsögðu eru það ekki allir, sem gera sér grein fyrir starfi margra barna móður á þessum timum. En ef menn hafa i huga allsleysi áranna, allt til 1940, húsin köld og þröng, heimilistæki, sem nú eru talin ómissandi, og sem létta mjög störfin, voru oþekkt, og matur oft af skornum skammti, þá skýrist myndin nokkuð. Ég kynntist þeim hjónum fljót- lega eftir, að þau komu til Kefla- vikur. Ég hitti þá Sigriði ávallt Framhald á bls. 4 o Þriðjudagur 3. októberi972.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.