Alþýðublaðið - 20.10.1972, Page 5

Alþýðublaðið - 20.10.1972, Page 5
alþýðu E aðið Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórn- ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666. Blaðaprent h.f. AFGREIÐSLUBANN A EFTIRLITSSKIPIN! Tvisvar sinnum á skömmum tima hafa brezk og vestur-þýzk eftirlitsskip fengið sig afgreidd með nauðsynjar i islenzkum höfnum. Þýzka eftirlitsskipið Poseidon fékk að kaupa vatn og oliu i Reykjavikurhöfn i s.l. viku og þýzka eftir- litsskipið Cirolana fékk vatn afgreitt i Akur- eyrarhöfn nú fyrir nokkrum dögum. Bæði skipin komu til íslands með veika eða slasaða menn, sem þurftu að leita læknishjálpar. Þessir atburðir hafa valdið mikilli ólgu meðal almennings i landinu og vakið upp eindregin mótmæli. Fólk gagnrýnir það ekki, þótt slösuð- um sjómönnum sé veitt viðtaka. íslendingar vilja gjarna veita sitt lið veikum og slösuðum sjómönnum af erlendu þjóðerni eins og lands- menn hafa ávallt verið fúsir til að gera. Hinu mótmælir þjóðin, að hafnaryfirvöld og sveitar- stjórnir á íslandi skuli leyfa sér að afgreiða for- ystuskip sjóræningjaflotanna brezku og vestur- þýzku um oliu og vistir til þess eins, að þessi sömu skip skuli þeim mun lengur geta haldið út við iðju sina á íslandsmiðum. Brezku og vestur-þýzku eftirlitsskipin á miðunum við ísland fara með eitt allra þýðinga- mesta hlutverkið i þeim ljóta leik, sem flotar þessara tveggja þjóða hafa sett á svið á íslands- miðum. Eftirlitsskipin gegna þvi hlutverki að styrkja togara til landhelgisbrota láta þeim i té nauðsynlega aðstoð við viðgerðir á vélum og tækjum svo skipin geti sem allra lengst stundað lögbrot sin og stjórna svo i ofanálag öllum að- gerðum brezku og vestur-þýzku veiðiflotanna við ísland. Þegar þessi skip vanhagar svo um brennsluefni og vatn til að geta haldið úthaldinu áfram, þá bregða þau sér bara til islenzkra hafna og þar eru þau afgreidd umsvifalaust. I bezta falli sýnir slik framkoma vitavert kæru- leysi viðkomandi hafnaryfirvalda og sveita- stjórna. í öllu falli er hún hneyksli. Þegar mál þessi komu til umræðu á fundi neðri deildar Alþingis i fyrradag voru þingmenn allir á einu máli um að fordæma þessa af- greiðslu á vistum til eftirlitsskipanna. Er for- stætisráðherra upplýsti, að vafasamt kynni að vera að rikisstjórnin hefði lagalega heimild til þess að gripa fram fyrir hendur sveitarstjórna i málinu og fyrirskipa afgreiðslubann á eftirlits- skipin kvaddi einn af þingmönnum Alþýðu- flokksins, Benedikt Gröndal, sér hljóðs. Beindi hann þeim eindregnu tilmælum til utanrikis- málanefndar Alþingis, sem skipuð er fulltrúum allra þingflokka, að ef i ljós kæmi við nánari at- hugun, að rikisstjórnin hefði ekki lagalega heimild til þess að gefa slik fyrirmæli þá semdi nefndin frumvarp að lögum, sem veittu rikis- stjórninni þá heimild, og legði þau fyrir Alþingi. Að slikri heimild fenginni ætti rikisstjórnin svo umsvifalaust að banna alla afgreiðslu á brezk- um og vestur-þýzkum eftirlitsskipum i islenzk- um höfnum að öðru leyti en þvi að veita viðtöku veikum eða slösuðum mönnum. Alþýðublaðið tekur eindregið undir þessa til- lögu Benedikts Gröndals og öll þjóðin er áreiðanlega á sama máli. Afgreiðslu á vistum til eftirlitsskipanna verður umsvifalaust að stöðva. Annað er hneyksli. Vanti rikisstjórnina lagalega heimild til sliks þá á Alþingi umsvifalaust að veita hana. Og það hefur sýnt sig, að það þarf að gefa islenzkum hafnaryfirvöldum slik fyrirmæli. Þvi hefði Alþýðublaðið aldrei trúað. AF ÞINGMALUM ALÞÝÐUFLOKKSINS SAMEIGNARFÉLAG UM VEIÐAR UG VINNSLU A NORÐURLANDI V. Eins og öllum er kunnugt hefur nú um langt skeið verið mjög al- varlegt atvinnuástand á mörgum stöðum i Norðurlandskjördæmi vestra. Miklir erfiðleikar hafa lengi verið á Siglufirði, eins og allir vita, en það er langt i frá eina sveitarfélagið, þar sem at- vinnuástandið er miklum örðug- leikum háð. Fyrir skömmu sagði Alþýðublaðið t.d. uggvænlegar fréttir frá Hofsósi um atvinnu- skort og viða i kjördæminu er sagan sú sama. Flest öll þessi byggðarlög eru háð sjávarútvegi og fiskveiðum, eins og er um nær öll sveitarfélög á Islandi. Það sem m.a. gerir erfitt um vik, er hversu smá út- gerðar-og fiskvinnslufyrirtækin á þessum stöðum eru og þvi litils megnug. Einn af þingmönnum Alþýðu- flokksins, Pétur Pétursson, hefur nú komið fram með mjög at- hyglisverða tillögu i atvinnu- málunum norðanlands, sem hann telur að likleg geti verið til þess að stuðla að frambúðarlausn at- vinnumála i kjördæminu. Vill hann, að allir þeir mörgu og smáu aðilar i kjördæminu, sem fisk- vinnslu og útgerð stunda, leggi saman og stofni sameignarfélag um reksturinn með þátttöku rikissjóðs og Framkvæmda- stofnunar rikisins. Með þvi móti megi skapa nægilega stóra og öfluga rekstrarheild til þess að unnt verði að tryggja sem mesta hagkvæmni i rekstrinum og sem öruggasta atvinnumöguleika. Hugmynd þessa hefur Pétur Pétursson flutt inn á Alþingi i formi þingsályktunartillögu, sem lögð var fram i fyrradag. Þings- ályktunartillagan hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að hlutast til um, að stofnað verði sameignarfélag silra þeirra aðila i Norðurlands- kjördæmi vestra, sem annast fiskveiðar á stærri fiskiskipum, reka frystihús til fiskvinnslu, fisksöltun eða herzlu. Rikissjóði eða Framkvæmda- stofnun rikisins er heimilt að eiga verulega hlutdeild i félaginu, þó ekki meiri hluta.” I greinargerð með þings- ályktunartillögu þessari gerir Pétur Pétursson svo grein fyrir þvi, hvað fyrir honum vakir með tillöguflutningnum svo og hvaða ástæður liggja að baki þvi, að til- lagan er flutt. Um þetta segir i greinargerðinni: ,,Sú hugsun er á bak við þessa tillögu, að hagkvæmt sé fyrir þá aðila að vinna saman, sem nú stunda fiskveiðar og fiskvinnslu á Siglufirði, Hofsósi, Sauðárkróki og Skagaströnd. A þessu svæði eru starfandi all- mörg frystihús. Þau eru þó flest fremur litil, og þó að sum sé ekki samkvæmt nýjustu kröfum, þá eru þau mjög prýðilega nothæf enn um langt árabil. En lag- færingar og breytingar þarf að gera á mörgum þeirra. Nú eru i byggingu tveir togarar fyrir Siglufjörð og einn fyrir Sauðárkrók. Auk þessa verður byggt stórt nýtizku frystihús á Siglufirði á næstu tveimur árum. Þar hefur rikissjóður haft forustu um þessa uppbyggingu. A minni stöðunum, Hofsósi og Skaga- strönd, eru engir aðilar til, sem geta lagt verulegt fjármagn til at- vinnuuppbyggingar. 1 kaupstöðum og kauptúnum þessa kjördæmis hefur verið hvað lökust afkoma fólks á öllu landinu á undanförnum árum. Ég tel, að samvinna þeirra aðila, sem við fiskveiðar og fisk- vinnslu fástá þessu svæði sé bein- linis grundvallarforsenda þess, að árangurs megi vænta varðandi uppbyggingu atvinnulifsins. 1 héraði eru ekki til slikir fjár- munir, sem hér þurfa að koma til. Þess vegna tel ég að rikissjóður eða Framkvæmdastofnun rikisins verði að vera stór aðili þessa máls, ef árangurs á að vera að vænta. Þó tel ég ekki rétt, að meirihlutavaldið sé tekið úr höndum heimamanna. Það kynni að vera, að slik sam- vinna gæti einnig átt við á öðrum landssvæðum.” óskar eftir að ráða afgreiðslumann nú þegar eða eftir samkomulagi. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu blaðsins, Hverfisgötu 10. 34.FL0KKSÞING ALÞÝÐUFLOKKSINS 34. flokksþing Alþýðuflokksins verður sett i kvöld kl. 20,30 i KRISTALSSALNUM á HÓTEL LOFTLEIÐUM. fyrir utan venjuleg þing- setningarstörf mun Gylfi Þ. Gislason, formaður Alþýðuflokksins, flytja setningarræðu og ræðu um stjórnmálaviðhorfið og sameiningarmálið um leið og hann gerir grein fyrir drögum að stjórnmálaályktun, sem lögð verður fyrir þingið. Benedikt Gröndal, varaformaður Alþýðuflokksins, mun flytja ræðu um utanrikismál og fylgja úr hlaði drögum að ályktun um þau mál og Eggert G. Þorsteinsson, ritari Alþýðuflokksins, mun flytja ræðu um flokksmálin og flokksstörfin. SETNINGARFUNDURINN ER ÖLLUM OPINN. Regluleg þingfundarstörf hefjast svo á morgun, laugardag. Þingfulltrúar eru minntir á að skila skýrslum og skattgjaldi fyrir félögin. Skrifstofa Alþýðuflokksins veitir gögnum og gjaldi móttöku i dag. Föstudagur 20. október 1972 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.