Alþýðublaðið - 20.10.1972, Síða 9

Alþýðublaðið - 20.10.1972, Síða 9
Iþróttir 2 NAUMAR/ GAT ÞAÐ EKKI ORÐIÐ HJA ÍBV Nauniari gat sigurinn varla orftiö hjá Vestmannacyingum i islandsmóti 2. flokks i knatt- spyrnu. Eins og skýrt var frá i blaöinu i gær, sigruöu Eyja- menn 2:1, og kom sigurmark þeirra ekki fyrr en á siðustu sekúndu fremlengingar. Markið skoraði Ásgeir Sigur- vinsson úr aukaspyrnu. Staðan eftir venjulegan Ieik- tima var 1:1, og hafði Leifur Leifsson skorað mark ÍBV en Karl Alfreðsson mark ÍA. i framlengingu fengu Akurnes- ingar tækifæri sem hcföi getað gert út um leikinn, en Hörður Jóhannsson misnotaði herfi- lega mjög gott marktækifarri. Myndin er af sigurliði Vest- mannaeyinga. Efri röð frá vinstri: Her- mann Jðnsson, knattspyrnu- ráðsmaður, Bragi Steingrims- son, þjálfari, Hjalti Eliasson, Friðrik Guðlaugsson, Guðjón Pálsson, Stefán Jónsson, Ar- sæll Sveinsson, Páll Magnús- son, Ásgeir Sigurvinsson, fyr- irliði, Iiaraldur óskarsson og Jóhann ölafsson, knatt- spyrnuráðsmaður. Fremri röð frá vinstri: Snorri Rútsson Viðar Elias- son, Leifur Á. Leifsson, Sveinn B. Sveinsson, Magnús Þorstcinsson, Ingibergur Einarsson, Einar Ilögnason, Örn Óskarsson og Valþór Sig- þórsson. BLOMALEIKIRNIR REYNAST BERGI ALLTAF ERFIBIR! Úrslit leikja Reykjavikurmóts- ins i handknattlcik urðu i meira lagi óvænt i fyrrakvöld. Það þurfti kannski ekki að koma svo mjög á óvart að Vikingur skyldi vinna Fram, þvi i Vikingsliðinu blundar sá kraftur sem nægir til að vinna hvaða islen/.kt lið sem er. Hitt kom sannarlega á óvart, að Valur skyldi biða lægri hlut fyrir KR. Þar féll Valur i þá gryf ju sem svo oft verður á vegi góðra liða, nefnilega vanmat á andstæðingn- um. Þá ber að geta þess, að Berg- ur Guðnason átti þarna afmælis- leik, lék sinn 250 meistaraflokks- leik með Val. Afmælisleikirnir eru Bergi alltaf erfiðir, og er i þvi sambandi skemmst að minnast 200. leiks Bergs. Iiann var einnig i Reykjavikurmótinu, og þá náði Valur naumlega jafntefli gegn Kll Eftir þann leik sagði Bergur,; „200. leikurinn og jafnframt sá ié- legasti”. Ætli hann hafi ekki svip- aða sögu að segja um leikinn i fyrrakvöld. Þá má einnig geta þess, að .Jón Breiðfjörö lék sinn 200. meistaraflokksieik. SPEHHANDIFORMANKSKIOR ER FRAMUNDAH HlA HSf Um næstu helgi verður ársþing Handknattleikssambands Islands haldið i Reykjavik. Þegar er ljóst að þingið verður að mörgu leyti merkt, þvi þar koma til umræðu ýmis merk mál, þar á meðal fjölgun liða i 1. deild upp i átta. Einnig er ljóst að stjórnarkjör verður mjög spennandi, og vænt- anlega tvisýnt. Valgeir Arsælsson núverandi formaður Handknatt- STAÐAN Staðan i Rcykjavikurmótinu i handknattleik er nú þessi Fram 5 4 0 , 72:51 8 Vikingur 4 3 1 0 53:41 7 KR 5 3 0 2 56:54 6 Valur 3 2 0 1 34:27 4 Árm. 4 1 1 2 50:44 3 ÍR 3 1 0 2 35:42 2 Þróttur 4 0 2 2 44:49 2 Fylkir 4 (1 0 4 26:64 0 Markhæstu leikmenn: 1. Axel Axelsson Fram 31 2. Einar Magnússon Vik 19 3. Björn Pétursson KR 16 leikssambandsins staðfesti i við- tali við iþróttasiðuna i gær, að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Væri það hans endanlega ákvörðun. Valgeir hefur verið formaður HSt undanfarin tvö ár og alls hef- ur hann setið i stjórn sambands- ins i 14 ár af þeim 15 sem sam- bandið hefur verið starfandi. Hefúr Valgeir unnið mikið starf fyrir handknattleikinn á Islandi, og er af honum mikil eftirsjá þeg- ar hann nú dregur sig i hlé. Fullvist má telja að tvö fram- boð komifram til formannskjörs, Einar Matthisen, stjórnarmaður i HSl og forystumaður iþröttamála i Hafnarfirði og Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri Breiðholts hf, og fyrrum landsliðseinvaldur. Einnig hefur komið til tals að þriðja framboðið komi fram, en heldur hljótt hefur verið um það. Hefur heyrst að jafnvel verði stungið upp á Jóni Asgeirssyni gjaldkera HSl og iþróttafrétta- manni útvarpsins. Það kemur væntanlega i ljós þegar nær dregur þingi hvað mörg framboðin verða. Þó er ljóst að þau verða fleiri en eitt og þvi má búast við spennandi kosn- ingum. Þess sem verður fyrir valinu biða mörg verkefni, svo og stjórn- ar hans, og má þar nefna undir- búning að þátttöku i heimsmeist- arakeppninni, ráðningu lands- liðsþjálfara, val landsliðsnefndar og ýmislegt fleira — SS. Víkingur-Fram 13:12 (7:4) Eins og markatalan gefur til kynna, var um að ræða mjög fjör- ugan og skemmtilegan leik, en varla er hægt að tala um að hann hafi verið jafn fyrr en liða tók á seinni hálfleik. Fram að þeim tima hafði Vik- ingurleikið skinandi góðan hand- knattleik, og haft algjöra yfir- burði. Má nefna tölur eins og 4:0, 5:1 og 7:4 i hálfleik, Vikingi i vil. 1 seinni hálfleik fór úthaldið að gefa sig hjá Vikingi, enda mikið til sama liðið inná allan leikinn. Söxuðu Framarar mjög á forskot Vikings, með Axel i broddi fylk- ingar. Mikill darraðadans var siðustu sekundurnar, og fór svo að vik- ingar misstu boltann til Ingólfs þegar aðeins voru nokkrar sek- úndur eftir, og enginn var i mark- inu. Ingólfur skaut að marki, en brotið var á honum um leið og boltinn fór framhjá marki. Ekkert var dæmt, og lá við að upphæfust slagsmál milli Axels Axelssonar og Magnúsar Péturs- sonar dómara, en þeim var sem betur fer afstýrt. Var Axel sár- gramur dómgæzlu Magnúsar, sem þótti heldur hliðhollur Vik- ingum. Axel var i algjörum sérflokki i liöi Fram, gerði 9 af 12 mörkum liðsins, og eru þessar tölur ihug- unarefni fyrir Framara. Vikings- liðið sýndi sinar betri hliðar i leiknum, með Einar sem bezta mann. Hann var einnig hæstur með 6 mörk. mark- Þrótlur-Ármann 14:14 (8:5) Þetta var afar slakur leikur, einskonar logn milli tveggja storma. Armann hafði lengi vel tök á leiknum, en missti þau i vegna klaufaskapar i lokin. Vilberg og Björn gerðu flest mörk Armanns, en Halldór Bragason var markhæstur i liði Þróttar með 4 mörk. KR-Valur 13:9 (7:6) Þá var komið að blómaleik þeirra Bergs og Jóns Breiðfjörðs, og þvi miður fyrir Val, fylgdi ekk- ert „flower-power” blómunum i þetta sinn. Hreint út sagt léku Valsmenn- irnir afar illa, bæði i vörn og sókn, og varnartaktikin hjá þeim var hreint óskiljanleg. Fiöt vörn þeirra var skyttum KR auðveld viðfangs, einkum þeim Birni og Þorvarði. KR hafði alltaf undirtökin i leiknum, en þó var bilið milli lið- anna aldrei mikið, nema hvað sundur dró með þeim i lokin. Tókst KR þá að tryggja sér fjög- urra marka forystu. Björn Pétursson mar mark- hæstur KR-inga með fjögur mörk, mörg þeirra gullfalleg. Þorbjörn Guðmundsson var sem fyrr markhæstur Valsmanna með þrjú mörk — SS. - ;■ TEKIIR EVLEIFUR VIU ÞIALFUH LHIS AKRAHES HÆSTA SUMAR? Mikill áhugi er rikjandi meðal Akurnesinga á þvi að hinn snjnlli knattspyrnumaður Ey- lcifur Hafsteinsson taki að sér þjálfun meistaraflokks Akur- nesinga næsta ár, nú þegar Ey- leifur hyggst leggja skóna á hill- una. Þótt Eyleifur sé aöeins 25 ára gamall, hcfur hann þegar að baki 9 ára reynslu sem meist- araflokksmaður, og engin vafi er á þvi að hann er mjög vel undirbúin að taka við ÍA liðinu. Þessa reynslu Eyleifs vilja Skagamenn notfæra sér, og verður fróðlcgt að sjá hvaða ár- angri Eyleifur nær, taki hann að sér starfið. iþróttasiðunni er kunnugt að Eylcifur hafur haft hug á þvi i suinar að hætta, en þó læðist sá grunur að manni, að mcð hækkandi sól teygi Eyleifur sig i skóna, og hætti þar með við að hætta — SS. Föstudagur 20. október 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.