Alþýðublaðið - 20.10.1972, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 20.10.1972, Qupperneq 12
KÓPAVOGS APÓTEK r— Opið öll kvöld til kl. 7 H^^ffi| \mmej S£HDt81LAS1öt*H Hf Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 Guftjón Ulugasnn skipstjóri ásamt konu sinni Hjörgu Sigurðardóttur. Mvndin var lekin á hcimili dóttur þeirra i gær. „Ætli ég fari ekki að hugsa mér til hreyfings um áramótin, ég er hreint ómögulegur maður ef ég þarf að dvelja lengi frá sjónum”, sagði Guðjón Illuga- son skipstjóri i samtali við blað- ið á miðvikudaginn, en Guðjón er nú alkominn til tslands eftir 18 ára þjónustu hjá FAO viðs- vegar um heim. „Nei, dvölin átti ekki að vera löng i byrjun, en það hefur teygst úr þessu, og árin eru nú orðin 18 meðal vanþróaðra fiskimanna erlendis”, bætti Guðjón við. Það var Hilmar Kristjónsson sem falaðist eftir Guðjóni til starfa fyrir FAO, Matvæla- stofnun Sameinuðu þjóðanna árið 1954. Guðjón tók upp með fjölskyldu sina og hélt til Ind- lands, en þar var FAO að hefja starf sitt að uppbyggingu nú- tima fiskveiða. Það var aldrei ætlunin að dvölin ytra yrði löng, og i upp- hafi geröi Guðjón aðeins samn- ing við FAO til eins árs. Sá samningur var svo endurnýj- aður um eitt ár, og hefur Guðjón alla tið aðeins gert samninga til eins árs. Sagði Guðjón að af þessu hefði hlotizt visst óhag- ræði, hann hefði aldrei vitað hvert hann yrði sendur næst. Enda var það svo að Guðjón stoppaði aðeins stutt i hverju landi, _5 ár i Indlandi, 2 ár á Ceylon, 2 ár i Austur-Pakistan, 2 ár á Ceylon aftur og loks 4 ár i Uganda. „Þessi flækingur kom sér illa fyrir fjölskylduna, við hjónin vorum sifellt að taka okkur upp með allt okkar hafurtask, og að sjálfsögðu börnin sjö. Þau voru sifellt að breyta um umhverfi og breyta um skóla. Börnin eru nú uppkomin, og þrjár dætur okkar eru giftar erlendis. Það fylgir þessum flækingi”. Ein dætra Guðjóns er gift pakistönskum manni, og i fyrra þegar styjöldin geisaði i Pakistan, var um tima óttast um lif tengdasonar Guðjóns. Var frá þessu skýrt i Alþýðu- blaðinu i fyrrasumar. Við spyrjum Guðjón um afdrif tengdasonarins, og hann sagði þau góðu tiðindi að tengda- sonurinn hefði komið fram heill á húfi. Þau hjónin eru nú byrjuð að koma sér fyrir i Vestur- Pakistan, og þau verða eigin lega að byrja frá grunni, þvi þau misstu allt sitt i styrjöldinni. Næst spurðum við Guðjón um starf hans hjá FAO, og hvort starf FAO hefði yfir höfuð skilað þeim árangri sem til var ætlast. Framhald á bls. 4 EITT ÁR SEM OVART VARD AD ATIAN ARUM 300 Nf TILFELLI A ARI TIL SKðUSALFRÆOINGA Á hverjum vetri sinnir sál- fræðideild skóla 300 nýjum tilfeil- um barna, sem eru taugaveikluð eða eiga á annan hátt við geðræn vandamál að striða. Auk þess er sinnt börnum, sem áður hafa komið til viðtals hjá sálfræðingum deildarinnar, og á siðasta vetri nam fjöldi þeirra um 80. Þessar tölur sýna ljóslega þörf- ina fyrir heimili handa tauga- veikluðum börnum. I Reykjavik er eitt slikt heimili og eru þar 10—12 rúm. Til þess að bæta úr þessu ófremdarástandi hefur Barna- verndarfélag Reykjavikur beitt sér fyrir allskyns fjársöfnun og hefur félagið á undanförnum ár- um safnað samtals fjórum milljónum króna i heimilissjóð taugaveiklaðra barna. A fundi með blaðamönnum i gær voru hugmyndir Barna- verndarfélagsins kynntar og á sama fundi afhenti fulltrúi félags- ins 300 þúsund krónur i sjóðinn. Er þar um að ræða fé, sem fé- lagið safnaði með ýmsu móti á siðasta ári. Dr. Matthias Jónasson, for- maður stjórnar heimilissjóðs kynnti á fundinum i gær stefnu Barnaverndarfélagsins i þessum málum og gai m.a., að i athugun væri að leita til einhverra félaga- samtaka eða opinberra aðila um fjárframlög sem næmu jafnhárri upphæð og heimilasjóður hyggst leggja fram eða fimm milljónum króna. Þá næmi upphæðin tiu milljón- um króna og með þá peninga i höndunum væri hægt að hefjast handa um byggingu heimilis fyrir taugaveikluð börn. Matthias sagði, að fjöldi tauga- veiklaðra barna færi vaxandi, og undir þau orð tók Kristinn Björnsson, sálfræðingur, for- stöðumaður sálfræðideildar skóla. Af þeim 300 nýju tilfellum, sem deildin sinnir á árihverju eiga 100 við geðræn vandamál að striða. Þá kom einnig fram, að við sál- fræðideild skóla vinna nú fjórir sálfræðingar og það þeir þyrftu ef vel ætti að vera að vera helmingi fleiri. HRESSIR FYRIR VESTAN, HELDUR ÖKAíIR EYSTRA Vestfjarðabátarnir eru nú að tinast á haustvertið hver af öðr- um, og þeir sem eru þegar byrj- aðir hafa fengið alveg sæmileg- an afla. Vikingur III. hóf veið- arnar fyrstur, fór á linu um sið- ustu mánaðamót, og aflinn hef- ur verið 6—7 tonn i róðri. Þá fóru tveir bátar frá Bol- ungarvik austur á Hornbanka á þriðjudaginn, og fékk annar þeirra, Guðmundur Pétursson, 11 tonn i róðrinum. Jón Páll Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Norðurtanga á Isafirði sagði i viðtali við Al- þýðublaðið i gær, að þetta væri að þvi leyti óvanalegt, að yfir- leitt sé dauft á linu út október, og þessi byrjun á haustvertið- inni gefi ástæðu til örlitillar bjartsýni um sæmilega veiði. Það var ekki eins gott hljóðið i þeim fyrir austan. Egill Jóns- son hjá Hraðfrystihúsinu á Hornafirði sagði, að veiði hefði verið ákaflega litil þar i haust, og aðeins tveir bátar hafi verið gerðir út siðan i septemher. Alis eru á Hornafiröi 13—14 stórir bátar, en þeir eru flestir i slipp eða komnir á sölulista. Þrir hófu að visu veiðar i þessari viku, og Egill sagðist vona, að sex færu af stað i næstu viku. Allir bátarnir verða á togveið- um, bæði vegna þess, að menn hafa ekki trú á, að linufisk sé að fá, og eins vegna beituskorts. Norðursjávarsildina vilja sjó- VERTÍÐIN menn ekki sjá, — segja að um þriðjungi minna aflist á hana en sildina, sem veidd er i reknet hér heima. Tveir bátar eru reyndar á reknetum, en það er fyrst núna, sem von er til þess, að þeir fari að fá sild. Upp úr áramótum er gert ráð fyrir, að 4—6 bátar i viðbót fari á reknet, og er liklegt, að þá fari einhverjir bátar á linu. Þá kem- ur að visu upp annað vandamál, en það er að fá beitningamenn, sem hefur verið mjög erfitt und- anfarið. Þrátt fyrir aflaleysi sagði Egill, að nóg væri að gera á Hornafirði og engar likur á ör- deyðu á næstunni. „Ef fiskurinn verður ekki nógur”, sagði hann, „verður bara farið Úi i að vinna hann meira en gert er”. Svipað hljóð var i Jóhanni K. Sigurðssyni, útgerðarstjóra Sildarvinnslunnar h/f á Norð- firði. Hann sagði, að tregt hefði verið hjá linubátunum i haust, en þó hafi heldur lagazt hjá þeim siðasta hálfa mánuðinn. Hann hefur iika verið tregur hjá trollbátunum Fylki og Björgu, en stærstu bátarnir eru allir i Norðursjónum. Skuttogarinn Barðinn hefur nú fengið um 2700 tonn á árinu. VðXTUR I .KLOBBMALINU’ Nú stendur sem hæst bók- haldsrannsókn vegna „Klúbb- málsins” svokallaða, og hefur þegar komið i ljós, að lögbrot staðarins eru mun viðtækari en haldið var i fyrstu. Eins og skýrt hefur verið frá, fundust töluverðar birgðir af áfengisflöskum i húsinu sem ekki voru sérstaklega merktar sem veitingastaðavin. Það er þó skylda, og með þvi að kaupa vin „framhjá” i Áfengisverzluninni, gefur fyrir- tækið komist hjá þvi að greiða söluskatt af útsöluverði þessa magns. Alþýðublaðið hafði i gær sam- band við Þóri Oddsson, fulltrúa i sakadómi Reykjavikur, en hann vildi ekki gefa neinar nákvæm- ar upplýsingar um gang rann- sóknarinnar. Varðandi þá tvo starfsmenn, sem vikið var úr starfi hjá áfengisverzluninni, og við skýrðum frá i fyrradag, hefur komið i ljós, að þeir munu hafa gerzt sekir um ávísanamisferli. EYJAFERJAN f NEFND Eyjaferjan, sem við höfum sagt frá annað slagið i sumar, er nú i nefnd ásamt öðrum atriðum sem varða samgöngur Vest- mannaeyinga viö meginlandið. Brynjólfur Ingólfsson ráðu- neytisstjóri er formaður nefndarinnar, og tjáði blaðinu i gær, að vonast væri eftir þvi, að nefndin lyki störfum áður en langt um liður. Auk Brynjólfs eiga sæti i nefndinni þeir Hauk- ur Claessen frá Flugmálastjórn, Guðjón Teitsson frá Skipaút- gerð rikissins og Guðlaugur Gislason og Sigúrgeir Kristjánsson úr Vestmannaeyj- um. Hlutverk nefndarinnar er samkvæmt þingsályktun að gera tillögur um það með hvaða hætti samgöngur við Vest- mannaeyjar verði bezt tryggð- ar. Eins og fram kom i fréttum Alþýðublaðsins i sumar, höfðu Eyjamenn mikinn áhuga á þvi að kaupa stóra ferju til bila- og mannflutninga milli lands og Eyja. Atti ferjan að sigla til og frá Þorlákshöfn. 1 fyrstu var talið heppilegt að kaupa notaða ferju, og höfðu Eyjamenn einkum augastað á ferju sem var til sölu i Dan- mörku. Frá þeirri hugmynd var fallið og er nú talið liklegast að ný ferja verði sérstaklega byggð til flutninganna. Hljótt hefur verið um þetta ferjumál seinni hluta sumars, en nú er það sem sagt komið i nefnd ásamt öðrum atriðum i samgöngumálum Vestmanna- eyinga. KARFAFLÖK TIL SOVÉT FYRIR 150 MILUÚNIR Nú i vikunni var undirritaður sölusamningur við Rússa um sölu á 2,500 tonnum af karfa- flökum. Er verðmæti þeirra um 150 milljónir króna. Hefur nú allur karfi verið seldur utan, sem borist hefur á land á þessu ári. Er ekki búist við þvi, að hægt verði að selja Rússum meira af þessari vöru i ár. Alls hafa Rússar keypt á þessu ári 14 þúsund tonn af ýms- um flökum, aðallega þó ufsa- og karfaflökum. Þá hafa Rússar einnig keypt fjögur þúsund tonn af heilfrystum smáfiski og flat- fiski. Aðilar að þessum sölusamn- ingum eru Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og Sjávarafurða- deild SIS.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.