Alþýðublaðið - 03.11.1972, Síða 7

Alþýðublaðið - 03.11.1972, Síða 7
PENINGASEOLAR EIGA SER 2000 ÁRA SÖGU ÞEIR HAFA VERIÐ BÚNIR TIL ÚR ÝMSUM EFNUM OG HLUTVERK ÞEIRRA HEFUR VERIÐ MEÐ ÝMSU MÓTI Fólk hefur aldrei skort hug- myndaflug til þess aö verða sér úti um peninga. Og þá sérstaklega peningaseðla. Þótt við höfum i fjölda ára notað þennan aflanga pappir hafa þeir ekki alltaf litið þannig út. Fyrstu peningaseðlar, sem vitað er um, voru gerðir úr leðri. Kinakeisari, Wu Ti, lét gera þá árið 100 fyrir Krists- burð. Leðurpeningar voru notað- ir i Bretlandi á 13. öld, þegar Játvarður 1. konungur gaf út sérstakan gjaldmiðil fyrir Wales. Túdorarnir hafa að likind- um einnig gefið út slika pen- inga. t leikriti Sir William Davenant The Comedy of, Wits er minnzt á „leður- aura”. Fyrstu ensku peninga- seðlar úr pappir i Englandi eru frá árinu 1635. Það ár fengu hermenn i herstöð á Cornwall-skaga greiðslu launa á þann hátt. Þegar Englandsbanki var stofnaður 1694 gaf hann út peningaseðla á pappir, sem hægt var að fá keyptan hjá hvaða bóksala sem var. En þá jókst salan i þess- um pappir mjög skyndilega og bankinn hætti að nota þessa tegund pappírs. Tiu árum áður varð land- stjórinn i nýlendum F’rakka i Kanada uppiskroppa með pappir og þá tók hann til bragðs að prenta peninga á spil! Peningaseðlaraf þessu tagi urðu svo vinsælir, að þeir voru endurútgefnir átta sinn- um og þá á hálfum eða einum fjórða hluta úr spili. Þegar Abraham Lincoln varð forseti Bandarikjanna hafði fólk svo litla trú á pen- ingaseðlum, aö það notaði fri- merki sem gjaldmiðil. Stjórn landsins sá sér leik á borði og hóf útgáfu póstpen- inga, sem voru ekki annað en litlir miöar með póststimpli. Þegar leiðtogi Transvaal i Búastriðinu gegn Bretum, Kruger, var á flótta eitt sinn lét hann prenta peningaseðla á blaðsiður, sem voru rifnar út úr glósubók skóladrengs. Á þeim stóð Te Velde, sem þýðir Gefnir út á striðsvett vangi. Fangar i útrýmingarher- búðum i heimsstyrjöldinni siðari bjuggu til peninga úr skyrtuermum eða annars konar fatarifrildi. Á meðan á styrjöldinni stóð gáfu báðir striðsaðilar út peningaseðla i áróðursskyni. önnur hlið þeirra hafði útlit venjulegs, seðils, en á hinni hliðinni var áróður og þá venjulega þess«fnis, að brátt myndi peningaseðlar and-' stæðinganna verða verðlaus- ir. Margar þjóðfrelsisfylk- ingar hafa haft þann háttinn á að gefa út eigin gjaldmiðil. Slóvaskir þjóðernissinnar prentuðu t.d. á sina seðla ,,Deyi fasisminn”. Skærulið- ar i Montenegro i Júgóslaviu gættu þess, að peningaseðlar þeirra héldust i umferð með þvi að lækka verðgildi þeirra mánaðarlega. Þá hafa peningaseðlar verið mikið notaðir sem jafn- gildi verndar á ferð um her- tekin svæði, eins og i Kóreu- styrjöldinni og núna i Viet- nam. HÉR Mí BAKARISLA EIGIN MYNT Ýmis skringilegheit er að finna i sögu islenzkrar mynt- og seðlaútgáfu og sama gildir hér og annars staðar i heim- inum, að skringilegheitin öðl- ast aukið verðgildi eftir þvi sem timinn liður. A árinu 1941 voru m.a. settir i umferð hér á landi bláir einnar krónu seðlar og hafa þeir að sjálfsögöu allir átt að vera eins útlitandi. Siðar kom i Ijós, að tvenns konar myndamót hafa veriö notuð við gerð seðlanna með þeim afleiðingum, að þeir urðu ekki allir eins. I öðru afbrigðinu kemur fram „galli” i prentun, sem gerir það vel þekkjanlegt frá hinu afbrigðinu og þarf að sjállsögðu ekki að taka fram, að þessi seðill er nú orðinn íeikndýr safngripur. Eitthver skemmtilegasta afbrigðið i islenzkri myntút- gáfu siðari ára er „þykki tú- kallinn” svokallaði. A árinu 1966 kom i ljós, að tveggja krónu peningur sem þá hafði nýlega verið sleginn, var of þykkur til að hægt væri að nota hann i stöðumæla, en á þessum tima var stöðumæla- gjaldið sums staðar i Reykja- vik 2 krónur. Þegar embættismönnum rikisins varð kunnugt um þennan galla, lýsti rikisfé- hirðir hið bráðasta eftir hin- um gölluðu peningum og bauðst til að endurgreiða þá með venjulegum túköllum, sem auðveldlega mátti nota i stöðumæla. Myntsláttan var á vegum rikisféhirðis á þess- um tima. I dag er „þykki túkallinn” seldur á nokkrar þúsundir króna. Þegar Seðlabanki Islands tók yfir peningaútgáfuna og myntsláttuna, gerði bankinn tilraun til að taka alla „þykku túkallana” úr umíerð. Talið er, að um 300 „þykkir túkall- ar” hafi veriö slegnir, en aðeins um helmingur upp- lagsins hafi raunverulega komizt i umferð. Er þvi eðli- legt, að hann sé nú orðinn verðmætur og myntsafnarar hafi á honum miklar mætur. Aðeins einu sinni mun það hafa gerzt, að tvö númer hafi verið prentuð á sama pen- ingaseðilinn hér á landi. Til er 10 króna seðill, dökkblár og rauðgulur aö lit, sem gefinn var út árið 1920 með tveimur númerum. Vinstra megin á seðlinum stendur: No. 221909, en hægra megin: No. 221908. Verðmætasti islenzki pen- ingaseðillinn i eigu myntsafn- ara hér á landi, er fimmtiu króna seðill frá 1885. 1 ritinu tslenzkar myntir 1973, sem gefið er út af Frimerkjamið- stöðinni við Skólavörðustig, segir, að seðill þessi hafi þús- undfaldazt i verði á þeim 87 árum, sem liðin eru siðan hann var gefinn út. Seðillinn er brúnn og svart- ur að lit. Á framhlið hans er prentað: „Fimmtiu krónur. Gefinn út samkvæmt lögum 18. sept. 1885. Fyrir landssjóð lslands”. Magnús Stephensen og Eirikur Briem hand- skrifuðu nöfn sin á alla seðlana. Árið 1885 voru einmitt gefn- ir út fyrstu peningaseðlarnir til notkunar eingöngu á ls- iandi, en áður höfðu verið notaðir hér rikisdalir, seðlar, sem voru gefnir út til brúks á Færeyjum, Grænlandi, dönsku hertogadæmunum og á lslandi. Allmörgum árum áður en is- lenzk rikismynt var fyrst sregin. eða árið 1925, höfðu nokkrir menn hér á landi látið slá sinar eigin myntir, sem innan vissra takmarka gengu hér sem gjaldmiðill i við- skiptum manna á mlilli. Þessar myntir eru nú orðn- ar mjög sjaldgæfar. Þær voru að sjálfsögðu aldrei lög- leiddar hér sem lögmætur gjaldeyrir. Með lögum nr. 41. frá 8. nóv. 1901 var algerlega bannað, „að búa til, flytja inn eða gefa út neinskonar verð- merki, hvorki myntir eða seðla, er gengið gátu manna á milli sem gjaldeyrir, hvort sem ætlazt var til að verð- mætin yrðu innleyst með vörum eða peningum.” Þó var gerð undantekning með brauðgerðarmenn, og þeim heimilað að gefa út brauðpeninga eins og áður hafði tiðkazt. Eru lög þessi enn i gildi, og nýtur þessi stétt manna þvi enn þeirra forrétt- inda að gefa út sinar eigin myntir. L/ .»221303 ff ÍSLAMDS BAJN Kf /SÁ cjeci.5:r hflndhafe tjetjn Séðíi þvssum ÍSLENZKIR SEÐLAR Efst: Einnar krónu seðill frá 1941. Til er afbrigði, þar sem efri hluti stafanna R og A i KRÓNA er alvcg massivur. Næstcfst: Tiu króna seðill frá 1920 með tveim númerum. Verðmæti um 5000 kr. Til hliðar: 50 króna seðill frá 1885. Vcrðmæti hans er 50 þús. kr, og hcfur vcrðgildið þvi þúsundfaldast. Nei^t: Slegnir brauð- peningar úr kopar frá Eyrar- bakka. HERSVEIT HINNA FORDÆMDU Skæruliðasamtökin A1 Fatah og dótturfyrir- tæki þeirra, hyrðjuverkafélagið „Svarti sept- ember” eru nú sannkallaðar hersveitir hinna fordæmdu. Almenningur i flestum löndum heims fordæmir hryðjuerkhryðjuverkin og þá fádæma mannvonzku, sem félagar i þessum sveitum gera sig seka um. Aðalaðsetur þessara samtaka eru i borginni Beirút i Libanon. Myndirnar hér voru teknar af bækistöðvum samtakanna þar og bústöðum foringjanna. Þetta er ferðaskrifstofa sú í Beirút, sem hefur haft milligöngu um farmiðapantanir flestra arabisku flug- vélarræningjanna, sem orðið hafa frægir að endemum upp á siðkastið. Á hæðiimi ofan við veitingaslaðinii MAMAIA i Beirút býr 1 foringi hryðjuverka- samtakanna „svarti september”. Skæruliðar bera sainan bækur sinar i höfuðstöðvum AI Fatah i Beirút. Allir cru þeir einkennis- húnir og vel vopnaðir- NGUYEN Þessa stundina beinast augu heimsins að forseta Suður-Vietnam, Nguyen van Thieu. Hann er sá aðili, sem veldur hvað mestum efa- semdum í hugum þeirra manna sem óska eftir friði í Vietnam. Það er orðið al- heimi Ijóst, að samningavið- ræður Bandaríkjamanna og Norður-Vietnama eru nú loks komnar á lokastig, en þó er Ijóst, að Van Thieu ætlar að verða erfiður Ijár í þúf u. Hann er maðurinn sem vi11 leiða, en ekki láta Van Thieu forseti tók af skarið i ræðu á ana algjöra nauðungarsamninga sem VAN THIEU FURSETI MAÐURINN SEM NÚ ER HELZTA HINÐRUNIN í VEGI FRIÐARSAMNINGAGERÐAR í VIET-NAM stjórnast. Hann ætlar að verða Nixon erfiður, og telur Van Thieu USA ekki hafa staðið við skuldbindingar sinar við bandamenn í Suður-Vietnam og geti það valdið erfiðleikum í forseta- kosningunum í USA 7. nóv- ember nk. Van Thieu er einn af þeim mönnum sem komizt hafa til æðstu metorða án þess að leggja margt af mörkum. Hann hefur þann sérstaka eiginleika, að láta tímann vinna fyrirsig. Bezt kom það miðvikudaginn, og sagði friöarsamning- með engu móti væri hægt að fallast á. í Ijós, er hershöfðingjarnir völdu Van Thieu í stað Cao Ky sem frambjóðanda í for- setakosningunum 1967, og vakti það mikla undrun. Suður-víetnamskir stjórn- málamenn, sem oft eru harðir í horn að taka, kalla Van Thieu ,,þann vonda'' og verði að meðhöndla hann með varkárni. Nguyen Van Thieu er fæddur 5. apríl 1923 og er hann elztur af sínum með- bræðrum. Hann hlaut sína menntun við Pallerinsskól- ann i Hué og einnig við her- foringjaskólann þar. Á þeim tíma stjórnuðu Frakkar Indo-Kína og gekk Van Thieu í þjóðernisherinn og barðist við hlið Frakka qeqn Viet Minh herjunum. Eftir að Vietnam fékk sjálfstæði 1954, gegndi hann ýmsum veigamiklum em- bættum innan hersins. 1960 fékk hann yfirráð yfir 1. fót- gönguliðahersveitinni, sem stjórnaði nyrztu héruðunum, síðan stjórnaði Thieu 5. fót- gönguliðahersveitinni. Hann var í lykilaðstöðu er Ngo Dinh Diem, forseta, var steypt af stóli og hann skot- inn. I borgarastjórn Tran Van Huong varð Van Thieu varautanríkisráðherra, en mikilvægari var þó staða hans sem hermálaf ulltrúi innan hins mikilvæga her- ráðs. Er Huong féll frá varð Van Thieu varnarmálaráð- herra’ og varautanríkisráð- herra í stjórn Phan Nuy Quats, þar til hann dró sig í hlé og varð Van Thieu þá forsætisráðherra. Það sem hér hef ur nú verið greint frá Van Thieu sést, að hann hefur haldið sig fyrir utan hin bitru pólitísku og trúarlegu átök, sem svo oft hafa splundrað leiðtogum Suður-Vietnama. Hann hefur alltaf hagað seglum eftir vindi, og af þeirri ástæðu hafa margir álitið hann svikara. En timinn hefur verið bandamaður Van Thieu. Það var um miðjan sept- ember 1967, sem Van Thieu varð fyrst stjórnmálamaður af alvöru er hann varð for- seti i skjóli hinna hörðu sprengjuárása Bandarikj- anna á Norður-Vietnam. Hann hefur oft sýnt vilja til friðar, svo framarlega sem það skerti ekki völd hans og aðstöðu. Það fer ekki dult, að Van Thieu er duglegastur af þeim leiðtogum, sem starfa innan ráðsins í S-Viet- nam, — maður sem stjórnað hefur af varkárni. Þó sýnir sú afstaða hans að beita sér gegn f riðarumleitunum Nixons ekki varkárni. Van Thieu er lágvaxinn, ekki sérlega fríður sýnum, Hans dökka hár hefur gránað að mun síðan hann tók við forsetaembættinu. Hann talar reiprennandi ensku og frönsku, er bók- hneigður, leikur tennis og horfir á kvikmyndir og lítur frekar út fyrir að vera pró- fessor en stjórnmálamaður. Máske það sé ástæðan fyrir þvi að hann sést sjaldnar í herbúningi sínum eftir að hann varð forseti. o Föstudagur 3. nóvember 1972 Föstudagur 3. nóvember T972

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.