Alþýðublaðið - 09.11.1972, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.11.1972, Blaðsíða 7
IÚH STIfSNSSON FDÁ VESIMANNAEYNMIM SAMNNGA DfKISSTARFSMANNA: HÁKARLAR SYNDA í GEfiN Folkið með lágu launin hefur yfir litlu að gleðjast Kjarasamningar B.S.R.B og ijármálaráðherra er gekk i gildi um áramótin 1969—'70 hefur oft verið nefndur sem dæmi um miklar kjarabætur. t launadeilu verkalýðsfélaganna var mjög vitnað til þeirra geysimiklu kjarabóta er rikisstarfsmenn hefðu fengið og ef ég man rétt var i stjórnmálaumræðum frá alþingi nýlega minnst á þessa samninga sem mikla útgjalda- byrði fyrir rikissjóð. Það er þvi ekki nema eðlilegt að almenningur haldi að þessir samningar hafi fært opinberum starfsmönnum geysilegar kjarabætur. Hvernig eru þá þessir samningar og fram- kvæmd þeirra? Það er að visu alveg rétt að sumir fengu mikl- ar kjarabætur, já, verulega miklar, en það var nU aðeins l'ólkið i efstu launaflokkunum, þeir sem bezt voru settir, en þegar litið er til þeirra sem eru um miðju launastigans og þar fyrir neðan, fólkið sem helzt þurfti kjarabóta, þá kemur i ljós að yfir litlu er að gleðjast og engu, og þásiztfyrirvaktavinnu- fólk. Sannleikurinn er sá að þessir samningar eru með hreinum endemum og mjög vafasamt að hliðstæða þeirra : f.innist nokkursstaðar þó leitað væri með logandi ljósi. Hvar eru nú skraut- f jaörirnar? Starfsmat var ein af skraut- Ijöðrum þessa samnings, nU skyldi fólki raðað i launaflokka eftir mati á störfum þess, hefur það reynst vel? Staðreyndin er að i ágUstmánuði 1972 var bUið að leggja fyrir Kjaradóm 263 mál vegna 452 einstaklinga, allt kærumál vegna vanmats á starfi, á sama tima var bUið að dæma i 189 málum vegna 238 einstaklinga og þvi óafgreidd 174 mál vegna 214 einstaklinga. Er þetta ekki lofsamlegur dómur um starfs- matið og framkvæmd þess? Ekki er annað sýnilegt eftir gangi kærumála en að mörg þeirra verði óUtkljáð er samn- ingarnir renna Ut, en þeir voru gerðir til þriggja ára. begar undir þessa eindæma samninga er skrifað eru heilir herskarar af fólki sem ekki er bUið að á- kveða hvar i launastiganum eigi að vera og mjög vafasamt að þvi verði lokiö þegar samning- arnir renna Ut eftir rUmt ár, vit- að er einnig að óvön ungmenni, sem efalaust eiga eftir að reyn- ast góðir starfskraftar, eru sett- ir i sama launaflokk og jafnvel hærri en fólk sem gegnir á- byrgðarmiklu starfi og hefur milli 10 og 20 ára starfsreynslu, er það kannski i samræmi við starfsmatið? Vitað er einnig að stórir starfshópar hafa i skjóli sérstakra prófa og með þvi að veifa hópuppsögnum framan i fjármálaráðuneytið, knUið fram verulegar kjarbætur sér til handa. Hvort skyldi hér hafa verið um vanmat á störfum að ræða eða þetta fólk knUið fram kjarabætur með hótun um hóp- uppsagnir og þá fyrst og fremst i skjóli prófa sinna? Það væri gaman að vita. Þetta getur próflausa fólkið ekki gert, fólkið sem hefur aðeins starfsreynsl- una sér til ágætis.en er þó jafn nauðsy nlegt og próffólkið. Þessu fólki þýðir ekki að veifa hópuppsögnum, það yrði bara látið fara og annað ráðið í stað- inn og þetta er fólkið sem helst þurfti á kjarabótum að halda. Fyrir þetta fólk virðast samn- ingarnir ekki hafa verið gerðir heldur fyrst og fremst fyrir hæst launaða fólkið, ella hefði það ekki veriðskilið eftir svona Uti á köldum klaka er samningarnir voru undirskrifaðir. Samiö bara fyrir hagsmuni háiaunamanna Vaktavinnu fólk mun þó hafa larið verst allra Ut Ur þessum furðulega samningi, eða hvað mundi verkafólk segja ef t.d. Alþýðusambandið semdi um lengingu vinnuvikunnar og lækkun næturvinnukaups, ætli það mundi ekki hvina i tálknun- um á einhverjum. En þetta gerðí B.S.R.B. og hrósaði sér af, taldi það eðlilegan og sjálfsagð- an hlut. Sum kærumál frá þessu fólki eru bUin að liggja hjá Kjaranefnd eða Kjaradómi allt að tvö ár án þess að fá af- greiðslu, að þvi bezt er vitað og þvi ekki óliklegt að sum þeirra liggi þar er samningar renna Ut. Alveg má öruggt telja að þessir samningar hefðu aldrei verið samþykktir af fólk- inu sem við þá hefur orðið að bUa ef þeir hefðu verið bornir undir það áður en undir var skrifað, svo götóttir eru þeir og •götin með þeim eindæmum að hákarlarnir synda auðveldlega i gegn, en hornsilin verða föst. Enda virðist markmið þessara samninga fyrst og fremst hafa verið að stórhækka kaup hæst launuðu mannanna, en þeir sem helst þurftu á kjarabótum að halda voru að mestu hlunnfarn- ir i þessum samningum. Þeir eru ekki einu sinni haldnir Einn alvarlegasti galli þess- ara samninga er þó sá að þeir eru ekki haldnir i ýmsum atrið- um. Hvar i heiminum þekkist það að undirskrifaðir samn- ingarséu hafðir að engu, eins og hér á sér stað. Það er staðreynd að svo gloppóttir eru þessir samningar að rikisvaldið eða fulltrUar þess, tekur sér ein- ræðisvald og skipar fólki i launaflokk þar sem því sýnist og skeytir þá engu um þetta marg- lofaða starfsmat og virðist raunar augljóst að hvorki B.S.R.B. eða fulltrUi rikisvalds- ins þekki allar þær starfsgrein- ar sem þeir voru að semja um kaup og kjör fyrir. Auk þessa eru ýms atriði samninganna ai'ls ekki haldin. Gumað var af þvi með þessum samningum hefðu náðst tveir kaffitimar á vinnuvöku hverri og skyldu þeir greiddir ef starfsmaður gæti ekki tekið kaffitima vegna vinnu sinnar, einnig voru hinir svokölluðu fimmtiu minUtna klukkutimar mjög lofsungnir og boðað að þar yrði aukið við i framtiðinni. Hvorugt þessara atriða samningsins hefur verið haldið að minnsta kosti viða um landið. Silkihúfa á hausinn á skömminni Það hefur lengi verið krafa vaktavinnufólks að fá fullt orlof á alla sina aukavinnu, enda sanngjörn krafa þegar haft er i huga að segja má að öll auka- vinna vaktavinnufólks er skylduvinna. Það má þvi segja að B.S.R.B. hafi sett silkihUfuna á hausinn á skömminni er samið var um 5000 krónur sem orlofsfé fyrir alla aukavinnu. Þetta er að visu ágætt fyrir þá sem nær enga eða enga aukavinnu stunda,en fyrir vaktavinnufólk er þetta skitur á priki, hreinir nauðungarsamningar sem vaktavinnufólk hefði aldrei samþ. ef álits þess hefði verið leitað. Að sjálfsögðu stendur krafa vaktavinnufólks um fullt orlof á alla aukavinnu i fullu gildi. en ég óttast að þessi ein- stæði samningur B.S.R.B. tor- veldi framgang málsins. Maður freistast satt að segja til að halda að B.S.R.B. hafi hér verið að ganga erinda rikisvaldsins fremur en vaktavinnufólksins ogspurninginer, hefur B.S.R.B. heimild til að semja fyrir starfs- menn rikisins að þeim forspurð- um og i þessu tilfelli vissi B.S.R.B. eða átti að vita að vaktavinnu fólk hefði aldrei samþykkt þetta. Sá timi nálgast nU óðum að samningum þessum verði sagt upp, en það verður að vona að gert verði. Verður fastlega að vona að áður en nýir samningar verða undirskrifaðir geri samn- inganefndin sér vel ljóst, hvern- ig sem hUn verður skipuð, hverjir hafi i raun og veru mesta þörf fyrir kjarabætur og þá ekki siður að störfin verði metin i meira samræmi við raunveruleikann en nU er. HVAÐ MYNDI VERKAFÓLK SEGIA EF ALÞÝÐUSAMBANDIÐ SEMDI UM LENGRI VINNUVIKU OG LÆGRA NÆTURVINNUKAUP NÝSMÍÐI VIÐ HRAÐFRYSTIHÚSIÐ í ÓLAFSVÍK I dag (28.10 1972), tók Hrað- frystihUs Ólafsvikur hf. Ólafsvik, i notkun nýjan frystiklefa, sem verið hefur i smiðum frá þvf á miðju sumri i fyrra. Frystiklefi þess er 500 fermetr- ar að stærð, 2.800 rúmmetrar og mun taka um 50.000 kassa af freð- fiski, eða 1.250 tonn. Allur fiskur i þessum klefa verður geymdur á brettum og við Utskipun verður þeim lyft á bila með rafmagns- lyftu og fer sU ferming fram inn- an hUss. Klefinn er kældur með blásarakerfi af nýjustu gerð. Teikningar hUssins voru gerðar af Teiknistofu Rögnvaldar John- sen, Reykjavik, en teikning að véla- og frystikerfi annaðist Teiknistofa Sölumiðstöðvar HraðfrystihUsanna. Byggingar- meistari: Sveinbjörn Sigtryggs- son, Ólafsvik, rafvirkjameistari: Tómas Guðmundsson, Ólafsvik, uppsetningu véla annaðist Vél- smiðjan Klettur, Hafnarfirði. MUrarameistari: Eirikur Leifur Ogmundsson, Ólafsvik ,en mUr- verkið annaðist Ottó Jónsson, mUrarameistari, Borgarnesi. Kostnaðarverð c.a. 16 milljónir króna. Klefi þessi er reistur á grunni hinnar fyrstu byggingar fyrirtæk- isins, en það hUs byggði Jón Jóns- son, byggingarmeistari frá Bildu- dal, sumarið 1939. Þá er i smiðum hjá fyrirtækinu vinnusalur, að stærð 1.200 fer- metrar, og á hann að vera tilbú- inn til notkunar um áramótin 1973—1974. Þá fer fiskvinnslan fram á tveimur hæðum, móttaka, fiskgeymsla og flökun á neðri hæð, en snyrting, pökkun og frysting á efri hæð hUssins. Þegar þeirri framkvæmd er lokið verður afkastageta hUssins miðað við 10 stunda vinnu á dag, 80 til 100 tonn af vertiðarfiski, en talið er, að hver snyrtistúlká snyrti flök Ur einu tonni af fiski á 10 timum. Til þess að fullnýta þessa af- kastagetu, mun þurfa um 150 starfsmenn, en i sumar starfa við fyrirtækið 60—70 manns, en á ver- tiðinni um 150 starfsmenn. Framleiðsla fyrirtækisins er seld bæði hjá Sölumiðstöð Hrað-., frystihUsanna og Sambandi isl. samvinnufélaga, sem á sér þær orsakir, að hér er um tvö systur- félög að ræða, HraðfrystihUs Ólafsvikur h.f., og Hólavelli h.f., sem keypt var af Sambandi isl. HEIMSMETHAFI í BUFFLADRÁPI LITMYNDIR EFTIR 5 MINUTUR Það er vist jafngott fyrir þann fræga Buffalo Bill Cody, að náttUruverndarmenn voru ekki til á hans tið. Vegna þess, að Buffaló Bill, sem enn er hetja ungra drengja viðs vegar um heim, átti stóran þátt i Utrýmingu milljóna buffla, sem reikuðu um grasi vaxnar sléttur Norður-Ameriku um miðbik 19. aldar. Landnemar i Norður- Ameriku drápu þessar 2 þUs. kilóa þungu skepnur sér til mat- ar. Þegar lengra leið framá öld- ina, og menningin fór að færast i aukana i „villta vestrinu”, þá fóru menn að drepa bufflana eingöngu til þess að ná i tungur þeirra. Annað var ekki nytjað af skepnunni. Og þegar menningin var enn lengra á veg komin, þá fóru menn að drepa buffla bara sér til gamans. Það var á þeim tima, sem Buffaló Bill náði sér fyrst reglulega á strik. Cody hafði þá þegar unnið sér heiðurstitilinn „Buffaló” Bill með þvi að drepa næstum 5000 buffla á 18 mánuðum. Þegar haldin var heimsmeist- arakeppni i buffladrápi milli hans og annars veiðimanns, Bills Comstoc, veðjuðu flestir á Cody, — og Cody vann. Honum tókst að skjóta 69 buffla á hinum tilsetta tima á móti 46, sem Comstoc drap. Bill fékk þvi verðlaunin, 500 dollara, og heimsmeistaratitilinn. Áður en landnemarnir komu á slétturnar i Ameriku er talið, að þar hafi verið um 50.000.000 bufflar. Árið 1890 voru aðeins nokkrar þusundir eftir. Er þetta hægt? Nei, þetta getur ekki staðizt. Þessar upp- hrópanir komu frá hóp gagn- rýnenda myndavéla er saman voru komnir að skoða nýjustu myndavél dr. Edwins Land er hann hefur gefið nafnið SX70. Þeir sjá hann taka Ur vasa sin- um litla flata öskju. Úr öskjunni dregur hann örlitla myndavél sem hann rennur upp að augum sér og smellir af. Eftir andartak liðast Ut Ur vélinni 10 plastpok- ar. 1 hverjum poka eru full- komnar litmyndir af gagnrýn- endunum, sem eru steini lostnir. Verð á slikri vél er um 150 dollarar og eru fyrst um sinn eingöngu seldar i Flórida. Dr. Land er ekki i vafa um sölu- möguleikana og likir þýðingu hennar við sjálfan simann. Hin nýja vél er algjörlega sjálfvirk, þegar hinir þurru plastpokar eru komnir i vélina er allt klárt til myndatöku. Ekki finnast neinir óþarfa hnappar né skrUfur, aðeins einn til að smella af. Ef maður sleppir ekki hnappnum, koma á sömu sek- Undunni 10 fullkomnar myndir. Þetta undratæki saman- stendur af 250 transistorum, sem gera allt i senn. Polaroid fyrirtækið hefur eytt yfir hundrað milljón dollurum i uppfinninguna, jafnvel þó að ekki hafi nein markaöskonnun farið fram. „Það er ekki nauð- synlegt, fullyrðir dr. Land. SAND- KORN samvinnufélaga fyrir nokkrum árum. Þessi fyrirtæki eru starfrækt undir sömu framkvæmdastjórn og með sama starfsfólki , en framleiðslan skiptist á milli fyrr- greindra sölusamtaka. Framleiðsla þessara fyrirtækja var á árinu 1971, 80—90 þúsund kassar af freðfiski auk saltfisks og fjárhagsafkoma góð. 1 septem- berlok i ár var framleiðslan orðin 70 þUsund kassar af freðfiski og um 700 tonn af fullstöðnum sal^ fiski. En afkoman er mun lakari' en á árinu 1972, m.a. vegna þess, að aflabrögð i sumar hafa verið um helmingi minni en i fyrra- sumar. Skelfiskur var ekki unnin hér i haust af þeim sökum, að ekki þótti framkvæmanlegt að vinna hvort tveggja, skelfisk og bolfisk. 1 náinni framtið verður at- hafnasvæðið á milli hUsa fyrir- tækjanna girt af og rykbundið. 1 fyrstigeymslu Hólavalla h.f., er rUm fyrir um 16 þUsund kassa af freðfiski. Fyrirtæki þessi hafa Framhald á bls. 4 LOKSINS: - GOLFKULA SEM HEFUR INNBYGGT SENDITÆKI OG CATER- PILLAR DRAUGAGILDRAN Þá hefur það gcrzt! Einhver liefur loks fundið upp golfkúlu með innbyggðum sendi svo auðvelt sé fyrir golfleikara að finna kúlu sina aftur eftir að liann hefur slcgið gott „drive”. Það er aöeins einn galli á gjöf Njarðar. Kúlurnar eru ansi viðkvæmar fyrir höggum og svo skratti dýrar. Enda hefur enn enginn golf- leikari talið sig hafa efni á að kaupa sér slika kúlu. Á margan hátt er þessi uppfinning dæmigerð fyrir flestar þeirra, sem árlega er sótt um einkaleyfi á i einka- skirfstofum viða um lönd. Samkvæmt upplýsingum einkaleyfisskrifstofunnar i London eru t.d. aöeins um það bil 2% af öllum þeim uppfinn- ingum, sem sótt er um einka- leyfi fyrir, sem komast svo langt að veröa framleiddar. Um það bil 6000 umsóknir um einkaleyfi voru lagöar fram á s.l. ári i einkaleyfis- skrifstofunni i London. Sam- kvæmt upplýsingum starfs- manns i skrifstofunni eru flestar uppfinningarnar ein- ber timaeyðsla — stundum jafnvel einber endileysa — enda þótt uppfinningamenn- irnir sjálfir séu auðvitað ekki á sama máli. Ein af þessum uppfinning- um var t.d. „neyðar hemla- kerfið”, sem notast átti i bila. Látiö akkeriö falla Kerfi þetta var samansett úr grönnum virþræði, sem hengdur var upp á tvo fram- lengjara, sem fcsta átti i sitt hvort stuðarahornið að framan. Kæmi billinn hættu- lega nærri einhvcrjum hlut, t.d. simastaur, þá slitnaöi þráðurinn og kom á stað keðjuverkunum, sem enduðu með þvi, að þungt akkeri féll til jaröar aftan úr bilnum og stöðvaði liann á punktinum. lippf inninga m aðurinn var mjög hrifinn af þessari upp- linuingu sinni, en það var með hangandi hendi sem einka- leyfisskrifstofan veitti mót- töku umsókninni um cinka- leyfið. En hvers vegna er þá ekki einfaldlega neitað að veita viðtöku umsóknum fyrir slík og þvilik einkaleyfi? Svarið er mjög einfalt. Einkaleyfis- skrifstofurnar voga sér mjög sjaldan að neita að veita við- töku umsóknum sem þessum. Raunveruleikinn er nefnilega mjög oft óraunverulegur eins og ótrúlegasta skáldsaga og þær uppfinningar, sem gera fólki lifið svo notalegt i dag, hefði enginn tekið alvarlega fyrir nokkrum áratugum. Gcimferðabúnaður, svifbát- ar, lasergeislar og gerfilimir, sem stjórnað er með rafboð- um frá senditækjum, — hver hefði tekið slfkt og þvflfkt al- varlega fyrir tuttugu árum eða svo. Skrifstofumaður i einkaley fisskrifstofu hefði rekið upp hlátursrof ef einhver hefði komið með einkaleyfis- umsókn fyrir sliku — kannski hefur hann lika gert það — og nú eru visinda- og uppfinn- ingamenn búnir að hlæja svo oft á kostnað hugmynda- snauðra skrifstofumanna á einkalcyfisskrifstofunum, að þeir siðaruefndu þora varla lengur að glotta út i annað munnvikið. En samt sem áður eru enn til þær uppfinningar, seni eng- inn skrifstofumður getur haldið aftur af hlátrinum Irainmi fyrir. Til dæmis sú, scm segir fyrir um, hvernig eigi að vinna gull úr hveiti. Uppfinningamaður nokkur kom eftirfarandi lýsingu á að- ferðinni á framfæri við einka- leyfisskrifstofuna i London: llveitiöxin á að slá, þegar þau eru fullþroskuð og liafa náð sinum fcgursta gyllta iit. Siðan á að saxa stönglana vel og leggja þá i bleyti i 10 klukkuslundir i 59 stiga hcitt vatn. Að þvi húnu á að sia maukiö frá vatninu og setja hleytivatnið i stóra og viða klukku úr leir. Þar á að leyfa iblcytivatninu að kólna i 24 klukkustundir og að þvi búnu á að vera ha:gt að flcyta þunnu gulllagi ofan af lcginum. Einfalt, ekki satt? Og ódýrt! Aðrir uppfinningamenn hafa komið fram með hug- myndir um sundklæðnað sér- staklega hannaðan með tilliti til sporðsins á hafmeyjum, um lepotta með tveim stútum, um sérstakan útbunað til þess að rétta úr beikonflögum eftir að þær liafa verið steiktar (eu eins og kunnugt erTiættir þeim þá til að vinda upp á sig), að ógleymdri hugmyndinni að „Caterpillar draugagildr- unni”,sem enginn man lengur til livers átti að nota. Til aö auðvelda flutn- inga. Arið 1866 var veitt i Eng- landi einkaleyfi á pianói af einkar hagkvæmri gerð fyrir þá.sem mikiðþurfa að ferðast um til að halda hljómlcika. i píanóið var innbyggður svefn- bekkur ásamt kommóðu, þvottaskál og handklæða- hengi. Og i stólnum, sem pianóinu fylgdi, var innbyggð- ur spegill, skatthol og fleira af nauðsynjum. llugmyndir um betrumbætt samgöngukerfi og samgöngu- tæki hafa ávallt sótt mjög fast á uppfinningamcnn. Þegar sporvagnarnir voru hæst móðins datt einum upp- finningamanninum i hug snjallræöi, sem gæti i senn flýtt fyrir vögnunum á ferð sinni og auðveldað farþegum aö komast frá borði. Sporvagnarnir áttu að vera útbúnir með palli aftaná. Ef einhver farþegi þurfti að kom- ast frá borði, þá steig hann út á pallinn, en aðstoðarmaður vagnstjórans losaði pallinn frá vagninum. Pallurinn stað- næmdist þá fljótlega og far- þeginn gat stigið niður á göt- una. En hvað um pallinn og hvað um næsta farþega, sem vildi komast út? Jú, ckkert var ein- faldara. i pallinn var festur kaðall, scm aðstoðarmaður sporvagnsstjórans gaf út um leið og hann losaði pallinn frá vagninum. Þegar farþeginn liafði stigið af pallinum halaði aðstoðarmaðurinn pallinn ein- faldlega aftur til baka að spor- vagninum og festi pallinn kyrfilega aftan i sporvagninn unz næsti farþegi þurfti að komast frá borði. Þannig þurfti sporvagninn aldrei að staðnæmast til þess að losa eða taka farþega og gat þvi verið mun fljótari i ferðum. Bráðsnjallt, ekki satt! Og uppfinningamennirnir á Viktóriutimanum voru heldur engir smákallar, Einn þeirra fékk t.d. einkalcyfi fyrir stromphatti með áföstu flugnaneti. Slikan hatt áttu sjentilmenn að nota i liinum fjarlægari hornum hcimsveld- isins þar sem bévaðar flug- urnar sáu menn aldrei i friði. Annar fann upp hægindastól með tveim blævængjum, sem fóru á stað um leið og cinhvcr settist i stólinn. Sérstakt opinbert fyrirtæki á Bretlandseyjum, National Research and Deveiopment Corporalion, aðstoðar upp- finningamcnn með fjárfram- lögum og öðru sliku til þess að vinna út hugmyndir, sem eru lofandi en kosta fyrirhöfn og fé að koma i framkvæmd. Fyrir- ta’ki þetta liefur t.d. aðstoðað við smiði loftpúðaskipsins, gerð offsetsetningarvéla og sérstakrar sláttuvélar til þess að hrcinsa jurtagróður úr ám og viitnum. Eins og gefur að skilja leita fjölinargir uppfinningamenn til þessa fyrirtækis með hug- myndir sinar og kennir þar að sjálfsögðu margra grasa. Sveitaprestur einn kom eitt sinn til fyrirtækisins með hug- mynd um hliðarútbúnað á hila, sem gerði ökumönnum fært að leggja bilunum i stæði út á hlið. Önnur tillaga, sem forráöamenn fy rirtækisins voru satt að segja ekkert hrifnir af, var, að nælonsokk- um skyldi lialdið uppi um fót- leggi kvenna með hjálp tveggja litilla blaðra, sem fylltar væru af helium-gasi og festar við sokkfitina. Atvinna fyrir eskimóana Sumir uppfinningamenn eru sannarlega stórhuga, — eins og t.d. sá, sem kom fram með hina stórsnjöllu hugmynd um ræktun eyðimerkursvæða jarðarinnar. Hann lagði til, að gerð yrði risavaxin pipu- leiðsla, 3 fet i þvermál, sem næði frá heimskautssvæðun- um alla leið til Sahara. Starfsmenn við liinn kaltla enda pipunnar áttu siðan að hnoða griðarstórar snjókúlur og velta þcim inn i pipuopið. Þær myndu svo að sjálfsögðu velta af stað i áttina til eyði- merkursvæðanna og eftir þvi sem nær kæmi þeim mun heit- ara yrði auðvitað i pipunni. Það myndi orsaka bráðnun snjókúlanna og þegar að heila enda pipunnar kæmi, þá væru allar kúlurnar orðnar að lieil- næmu vatni, sem ætti að nota til ávcitu á cyðimerkursvæðin. Stórkostleg hugmynd, — ekki livað sizt fyrir eskimóana, sem þarna hcfðu tryggt sina framliö við að hnoða snjó- kúlur! Þær hugmyndir, sem fram eru lagðar i sérstökum hug- myndabanka, scm starfar i London. cru ekki alveg svona stórtækar. Þær fjalla bara um fagurlcga skreytt statif til þess aiS geyma á falskar lennur yfir nótt, salerni fyrir hunda og þar fram eftir götun- um. „Rödd liúsmóð- urinnar”. Saumavélin, sem nivndin er af, á að taka við tiiluöum fyrir- mælum sauma- konunnar. Ein af þúsundum uppfinninga^ sem cru „eilitiö •óvcnjulegar”. 0 Fimmtudagur 9. nóvember 1972 Fimmtudagur 9. nóvember 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.