Alþýðublaðið - 09.11.1972, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.11.1972, Blaðsíða 2
Brennivín einungis gegn nafnnúmerinu Á þingi Landssambandsins gegn áfengisbölinu, er haldið var i Reykjavik fyrir skömmu, var samþykkt að beina þeim tilmæl- um til heilbrigðisráðuneytisins, að það hlutist til um, i samráði við dóms og fjármálaráðuneytið, að öll sala á áfengi frá Afengis- og tóbaksverzlun rikisins verði bundin við nafn og nafnnúmer og krafizt sé persónuskilrikja við af- greiðslu. Einnig var samþykkt að beina þvi til dómsmálaráðuneytisins, að nafnskirteini verði gerð á þann veg, að fölsun þeirra sé útilokuð. Páll V. Danielsson var endur- kjörinn formaður Landssam- bandsins. Auk hans voru kosin i stjórn, Eirikur Stefánsson, Hanna Jónsdóttir, dr. Jakob Jónsson, Jó- hanna Steindórsdóttir, Óskar Pétursson og Pétur Björnsson. Áskriftarsiminn er 86666 Lögreglumannsstar f Laust er til umsóknar starf eins lögreglu- manns i lögregluliði Kópavogs. Upplýsingar um starfið gefur yfirlögregluþjónn. Umsóknarfrestur er til 30. nóv. 1972. Lögreglustjórinn i Kópavogi. FRÆDSLUFUNDUR UM KJARASAMMNtA V.R. 3,.fundur fer fram i félagsheimili V.R. aö Hagamel 4, i kvöld fimmtudaginn 9. nóv. kl. 20.30 og fjallar hann um VINNUTÍMA Framsögumenn: Magnús L. Sveinsson Sigrún Jóhannsdóttir. YEBIÐ VIRK f V.R. Vörubifreið til sölu Tilboð óskast i V-656, sem er M. Benz 14- 18, árg. 1965. Bifreiðin er búin járnpalli, sturtum og 2 1/2 tonn Foco krana. Heimilt er að gera tilboð i bifreiðina með öllum þessum hlutum eða án einhverra þeirra. Réttur er áskilinn til að hafna þeim tilboðum, er ekki telj- ast viðunnandi. Tilboð skulu send Bæjartæknifræðingi, pósth. 60 i Vest- mannaeyjum fyrir 12. nóvember n.k. Áhaldahús Vestmannaeyjabæjar. Jólagetraun Vikunnar 500 vinningar Hin árlega og vinsæla Jólagetraun Vikunnar er hafin og veröur í næstu fimm blöðum. Þaö eru 500 vinningar, leikföng af ýmsum stæröum og geröum: brúöur, bilabrautir, Corgi-bílar, flugmódel, töfl, spil, fótboltar, snjóþotur og ótalmargt fleira. Vikan AHOFN Ofi UTCERD GAFU AFLANN ÚR EINIIM RÚDRI 20 MILUONIR KOMNAR í LAND- HELGISSJÓÐINN Beiðni Framkvæmdanefndar landhelgissöfnunar um að menn láti renna i Landhelgissjóð upp- hæð, sem nemur dagskaupi þeirra, er nú farin að bera árangur. 1 gær sendi áhöfnin af m/b Kristni ÞH-163 frá Raufar- höfn og útgerð bátsins til fram- kvæmdanefndarinnar andvirði eins róðurs, að upphæð kr. 53.200. 1 bréfi, sem fylgdi upphæðinni, segir m.a., að ákveðið hefði verið að andviröi fiskjarins úr róðri sið- asta sumardag, 20. október, skyldi renna i landhelgissjóð, og þá haft i huga, að sumarúthaldið var hagstætt að þessu sinni. Aflinn i þessum róðri varð 3115 kg- Þá eru söfnunarlistar, sem voru sendir út á vegum nefndar- innar, farnir að berast á skrifstof- una ásamt framlögum. Til dæmis má nefna framlög frá starfsfólki Mjólkursamsölunnar, kr. 71,900, Starfsfólki Kristjáns Siggeirsson- ar h.f., kr. 15.729, frá skipverjum á Árvakri kr. 13.734 og starfsfólki Hraðfrystihúss Þórshafnar kr. 16.500. Jón Ásgeirsson, framkvæmda- stjóri landhelgissöfnunarinnar. sagði i viðtali við Alþýðublaðið i gær, að gleðilegt væri til þess að vita, hversu margir hafi tekið þátt i söfnuninni, og nafnalistar, sem fylgi framlögunum, séu óhemju langir. Nú hafa safnazt um 20 milljónir króna, en betur má ef duga skal, þvi verði farið út i að kaupa nýtt varðskip er ekki um lægri upphæð að ræða en 400 milljónir. Hinsveg- ar má fara að hugsa til samninga strax og 50 milljónir hafa safnazt. Fólk er beðið að skila söfnunar- gögnum hið fyrsta og gera skil. Skrifstofa nefndarinnar er að Laugavegi 13, og er opin kl. 9-17 daglega. Siminn er 26723. Þórsmerkurferð Aukaferö á laugardagsmorgun kl. 8. Kvöldvaka. Ferðafélag Islands öldugötu 3 Simar 19533 og 11798 AUGLÝSINGASÍMINN OKKAR ER 8-66-60 t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför Jóns Guðmundssonar frá Snartarstöðum Holtsgötu 34. Jóna Bjarnadóttir, Asdis Jónsdóttir, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Jónsson, Elin Þórarinsdóttir, barnabörn og systkini. Rýmingarsala Skyndisala Vegna flutnings á Teppahúsinu í Skeifuna 15, seljum við ógölluð Wilton-teppi á niðursettu verði. Gerið góð kaup meðan birgðir endast. Teppahúsið, Húsgagnaverzlun Guðmundar, Skeifunni 15 0 Fimmtudagur 9. nóvember 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.