Alþýðublaðið - 09.11.1972, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 09.11.1972, Blaðsíða 12
laiþýdu] KOPAVOGS APÚTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 SEN&BIL ASTOÐ1N Hf EINA FYRIR MOMMU, EINA FYRIR PABBA... OG 10,808,000 AAARGFÆTLUR FYRIR AAAO! Hið opinbera kínverska málgagn, Jenmin Jih Pao, hefur skýrt frá þvi, að bændur i 10 sveitarfélögum Hupeh — héraðsins hafi sett nýtt met í marg- fætluveiðum með því að fylgja ná- kvæmlega hinni réttu fiokkslínu. Vegnajilýðni við Mao — lin- una, segir blaðið, þá veiddu bændur i norður-miðhéraðinu 10,808.000 margí'ætlur á einum mánuði veiðitimans, og juku þannig veiðarnar um 72% miðað við siðasta ár. Útl'lutningur til „bróðurhéraðanna,, jókst um 60% og útflutningur til annarra landa um 200%. Þurrkaðar margfætlur hafa lengi verið notaðar til lækninga i Kina. Samkvæmt kenningum Maos er meginþýðing allra hluta fólg- ín i mótsögn, þannig, að ætið eru tiitækar að minnsta kosti tvær steínur. Engu marki verður náð nema allt framtak sé byggt á hinni réttu stefnu. Vandi bænd- anna ekki siður en starfsmanna flokksins er sá, að það sem eitt árið er opinberlega tilkynnt stefna Maos formanns, kann að verða fordæmt nokkrum árum siðar sem „endurskoðunar- stefna”, „vinstri stefna”, „hægri stefna” eða jafnvel „hægri stefna dulbúin sem vinstri stefna.” Grundvallarmótsögn i land- búnaðinum hefur verið fólgin i annars vegar skipulögðu hóp- starfi fyrir kommúnuna og hins vegar minni háttar einkafram- taki, eins og að ala nokkra grisi eða hænsni, eða flétta smáhluti úr bambusviði. Klokksnefndirnar leystu úr margfætluveiðamótsögninni i ár, og þustu út á landsbyggðina til að kynna hina réttu stefnu i þvi máli. Niöurstaðan var sú, að þar sem margfællanna var helzt von, bar að veiða þær fyrir sam- félagið, en hins vegar máttu bændur nota tómstundir sinar til veiða þar sem minna var um þær. Starfsmenn flokksins voru sendir til að kanna „hugsjóna- leg viðhorf fjöldans” og gáfu siðan flokksnefndunum skýrslur um þau. Siðan fóru þeir til þeirra svæða, sem helzt var að finna nefndar margfætlur og út- skýrðu Iækningamátt þeirra og viðskiptalega þýðingu á útflutn- ingi þeirra og fræddu bændur um lifshætti þessara skorkvik- inda og veiðiaðferðir. ATAKAMYND REYNIS KOSTAR MILUONIR Atriðið i klefanum á Kefla- vikurflugvelli var upp á lif og dauða, og annað eins mun ég aldrei gera aftur, hvaða verald- arinnar gæði sem væru i boði, sagði Reynir Leósson i viötali við blaðið á dögunum, er hann var spurður um gang kvik- myndarinnar, sem Vilhjálmur Knudsen er að gera um afl- raunir hans. Reynir sagðist ekki hafa get- að sofið i fjóra sólarhringa eftir að hann sleit af sér fjötrana i fangaklefanum á Keflavikur- flugvelli, og brauzt siðan út úr klefanum, eins og Alþýðublaðið skýrði frá á sinum tima. Sagðist hann enn ekki búinn að jafna sig andlega eftir þessa geysilegu áreynslu, en hins- vegar hefði hann náð sér fljót- lega likamlega. Nú er búið að taka fjögur uppistöðuatriði myndarinnar, en upphaflega var ætlunin að taka nokkur fleiri. Reynir sagði hinsvegar að treglega gengi að fjármagna gerð myndarinnar, þótt fjöldi fyrirspurna hafi bor- izt um hana viðsvegar að úr heiminum, i gegnum fyrirtæki á italiu, sem sér um kynningu hennar. Reynir bjóst við. að ef allt gengi að óskum. ætti myndin jafnvel að geta orðið tilbúin um jólaleytið, þá ef til vill i styttri mynd en upphaflega var ætlað. Kostnaður við töku myndarinn- ar liggur ekki enn fyrir, en hann sagði ljóst. að hann mundi skipta milljónum króna. Þegar myndin verður full- gerð, hyggst Reynir ferðast með hana út um land og sýna hana þar i samkomuhúsum, og jafn- vel sýna einhverjar aflraunir um leið. Hann hefur lika i huga að ferðast eitthvað með hana erlendis, þótt hann geti ekki alls staðar verið þar sem hún verður sýnd. HANN VAR AAIÐUR SÍN VIKUAA SAAAAN DEMOKRATAR HÉLDU MEiRI- HLUTA Á ÞINGI Jafnhliða forsetakosningunum i Bandarikjunum er fram fóru sl. þriðjudag, var kosið til öldunga- deildar og fulltrúadeildar. bótt McGovern hafi hlotið mikið af- hroð i forsetakosningunum, halda demókratar meirihluta i þessum deildum. Fyrir kosningar höfðu þeir 55 öldungadeildarþingmenn, en republikanar 45. Bættu demó- kratar við sig tveim sætum. P'urðu vakti að republikanir skyldu ekki bæta við sig nema 10 sætum i fulltrúadeildinni, en búizt hafði verið við þvi fyrirfram, að þeir myndu stórauka fylgi sitt. i fylkiskosningunúm töpuðu demókratar einum fylkisstjóra, höfðu áður 31, en hafa nú 30 gegn 20 fylkisstjórum republikana. Nixon sigraði i 49 fylkjum af 51 og hlaut 521 kjörmann. Aðeins i Washington og Massachusettes hafði McGovern yfirhöndina og hlaut 17 kjörmenn. Nixon hlaut 61% atkvæða, McGovern 38% og aðrir fram- bjóðendur 1%. Fyrirfram hafði verið reiknað með, að sigur Nixons yrði jafnvel enn stærri en sigur Johnsons yfir Barry Gold- water árið 1964 er hann fékk 61,1% atkvæða. En ljóst er þó að VELTU JEPPA SLOMPAÐIR Tveir þéttdrukknir Englendingar veltu jeppabil á Flóaveginum um siðustu helgi, og var ijótur útgangur á bæði mönnum og bil, er Selfosslög- reglan kom að, þótt mennirnir hafi báði sloppið svo til ómeiddir. Voru þeir heldur örir til vinsins, sem hafði þau áhrif að eitthvað skolaðist til i höfði ökumannsins, á hvorum kantinum hann ætti að aka. Ruglingur þessi truflaði hann svo mjög, að hann missti stjórn á bilnum með fyrrgreind- um afleiðingum. Billinn skemmdist mikið. — aldrei fyrr hefur frambjóðandi republikana sigrað eins glæsilega i forsetakosningum. i forseta- kosningunum 1920 hlaut republik- inn Warren Hardinger 60,4% at- kvæða gegn James Cox. ALLIR NEMA ANKER Flestir áhrifamenn i Evrópurikjunum lýstu yfir ánægju sinni vegna úrslitanna i forsetakosningunum i Bandarikjunum. þegar þau voru kunngerð i gær. Við- brögðin voru yfirleitt þau, að þau þýddu nánari vináttu milli Kandarikjanna og Evrópu og betri friðarhorfur i heiminum. Undantekning var þó Anker Jörgensen, forsætisráðherra Danmerkur. Hann lýsti þvi yfir, að hann hefði frekar vilj- að fá McGovern i embættið, og vakti það nokkra athygli heima fyrir þar sem hin opin- beru viðbrögð stjórnarinnar og þingsins voru eingöngu þau, að mikilvægast af öllu væri, að skjótur endir yrði bundinn á Vietnam striðið. Brezkur togari fékk i gær á sig brotsjó skammt frá Færeyjum og olli hann mjög miklum skemmd- um i brú togarans. Sendi hann strax út neyðar- skeyti og skömmu siðar komu tveir brezkir togarar og brezk freigáta til hjálpar. P'reigátan tók togarann i tog og • var ætlunin að fara með hann til Færeyja. Brú skipsins brotnaði svo mikið við lagið, að ýmiss konar sigl- ingatæki fóru i hafið. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.