Alþýðublaðið - 09.11.1972, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 09.11.1972, Qupperneq 5
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórn- ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666. Blaðaprent h.f. FORSETAKOSNINGARNAR Eins og almennt var búizt við hafði Richard M. Nixon yfirburði yfir keppinauta sina i for- setakosningunum i Bandarikjunum. Þótt end- anlegar tölur liggi ekki fyrir þegar þetta er skrifað er fullvist orðið, að hann verður endur- kjörinn sem forseti Bandarikjanna og vinnur einn þann mesta kosningasigur sem frambjóð- andi hefur unnið við forsetakosningar i landinu. Richard M. Nixon er leikinn stjórnmálamað- ur. Það hefur margvislega komið i ljós. Enginn frýr honum vits. En þótt hann sé mikilhæfur á sinu sviði blandast engum hugur um að hann er mjög ihaldssamur i skoðunum, — sérstaklega þó i innanrikismálum. Sem frambjóðandi hefur Nixon ávallt verið fulltrúi ihaldssamra afla. Enda þótt McGovern hefði sigrað i forseta- kosningunum hefði stefna Bandarikjanna i utanrikismálum sennilega litið breytzt. Á und- anförnum árum hefur hún stöðugt verið að fær- ast i átt til meira frjálslyndis og umburðarlynd- is og enginn vafi er á þvi, að ráðamenn Banda- rikjanna, þar á meðal Nixon forseti, hafa lagt sig fram um að bæta sambúðina við þau riki i heiminum, sem aðhyllast aðrar grundvallar- skoðanir i stjórnmálum, en ráðandi öfl i Banda- rikjunum. Hefði McGovern án efa haldið áfram á þessari braut hefði hann valizt til forsetaemb- ættisins, en sennilega þó farið að öllu með gát, eins og gert hefur verið. Það er hins vegar i innanrikismálum, sem munurinn á stefnu frambjóðendanna er mestur. Þar eiga Bandarikin við erfiðleika að striða, sem eru auðkenni þess, að þjóðfélagskerfi þeirra, sem byggir á skefjalausri gróðahyggju, sé bæði sjúkt og rotið. Hvað er óeðlilegt við það þótt ofbeldishneigð ágerist i þjóðfélagi, sem byggir á frumskógarlögmálum kapitalismans um að eta til að verða ekki etinn? Hvað er óeðli- legt við það, þótt öryggisleysið skaði sálarlif mannfólks i samfélagi, sem er gjörsneytt mann- legri samhygð i allri gerð sinni og lýtur þeim lögmálum Svartaskóla, að allir keppi við alla og skrattinn megi hirða þá, sem siðastir verða? Það eru mörg ár siðan kapitalisminn i Banda- rikjunum beið algert skipbrot sem leiðandi afl i samfélagsmálum og upp frá þeim degi hefur bandariskt samfélag siglt hraðbyri til glötunar. Ástandið i kynþáttamálunum jaðrar við borgarastyrjöld. Glæpir aukast hraðfara. Of- beldishneigðin er að verða einkennandi fyrir bandariskt samvélag. í siðmenningarlegu tilliti er bandariskt þjóðfélag orðið langt á eftir flest- um eða öllum þjóðfélögum i Vestur-Evrópu, þar sem félagshyggjan hefur fengið að njóta sin, — og ljósárum á eftir þjóðfélögunum á Norður- löndum t.d. Margir frjálslyndir Bandarikjamenn hafa fyrir löngu séð þessi ummerki og gert sér ljósa hina raunverulegu orsök þeirra, — ómannúðleik og villimennsku hins kapitaliska hugsunarhátt- ar. Þeir gera sér grein fyrir þvi, að bandariska þjóðfélagið verður ekki læknað, nema með þvi að innleiða þar þá mannúðarstefnu, sem svo lengi hefur skort. í hópi þessara manna eru Mc- Govern og stuðningsmenn hans. Þvi dapurlegri örlög fyrir bandárisku þjóðina, að þær hugsjónir skyldu falla. Hlutverk McGoverns hefur e.t.v. verið hið sama og Don Quixote hjá Cervantes, — að berj- ast vonlausri baráttu. En barátta beggja er bar- átta fyrir fögrum hugsjónum, sem hvað hug- sjónum McGoverns liður eru eina bjargarvonin fyrir samfélagið i Bandarikjum Norður- Ameriku. alþýðu I H I I Björgvin Guðmundsson skrifar um borgarmál NVTT HRAÐFRYSTIHÚS FYRIR BÆIAROTGERDINA A næst siðasta fundi borgar- stjórnar Reykjavikur lýsti ég . ánægju minni yfir þvi, að út- gerðarráð hefði látið i ljós það álit sitt, að rétt væri að reisa nýtt 315 millj. kr. hraðfrystihús fyrir Bæjarútgerð Reykjavikur. í til- efni af þessum ummælum minum tók borgarstjóri réttilega fram, að engin ákvörðun hefði enn verið tekin um það, hvort umrætt frystihús yrði byggt. Tillaga min gerir ráð fyrir þvi, að ákvörðun verði tekin nú þegar enda hefur málið verið undirbúið það vel, að borgarstjórn er ekkert að van- búnaði að taka ákvörðun i máli þessu eins og ég mun koma að siðar. Margir frystihúsaeigendur i Reykjavik og úti á landi hafa nú i undirbúningi miklar endurbætur á frystihúsum sinum vegna þeirra auknu krafna, er Banda- rikin gera til frystihúsa i við- skiptalöndum sinum. Hafa sumir frystihúsaeigendur komizt að þeirri niðurstöðu, að hagkvæm- ara sé fyrir þá að byggja ný, frystihús i stað þess að láta fara fram mjög kostnaðarsamar end- urbætur á eldri húsum. Nýbygg- ingar gera einnig kleift að koma á aukinni hagræðingu i rekstri og þá má breyta staðsetningu frysti- húsanna, sem viða er mjög ó- heppileg. Rekstrartækni sf. hefur gert á- ætlun um byggingu nýs Frysti- húss fyrir BÚR á Grandagarði og Ingimundur Sveinsson arkitekt hefur gert teikningu af nýju frystihúsi á framangreind- um stað i samráði við Rekstrar tækni s.f. Áætlun Rekstrartækni s.f. gerir ráð fyrir þvi, að hið nýja frystihús verði byggt i 3 áföngum. Aætlað er að I. áfangi muni kosta 231 millj. kr. II. áfangi á að kosta 44.2 millj. kr. og III. áfangi 39.5 millj. kr. Byggingarhluti hins nýja ' frystihúss er áætlaður 152,8 millj. kr. en vélar og tæki 162,8 millj. kr. Heildarbyggingarkostnaður hins nýja frystihúss er þvi áætlaður ' 315,6 millj. kr. Áætlað er, að eftir byggingu I. áfanga verði afköst hins nýja frystihúss þau, að það geti unnið úr 115—150 tonnum á dag. Til samanburðar má geta þess, að afköst fiskiðjuvers BÚR eru 70—90 tonn á dag, þannig að þeg- ar eftir byggingu I. áfanga mundu afköstin aukast um 65%. Eftir byggingu II. áfanga er áætl- að að afköstin verði 170 —220 tonn eða 140% meiri en nú. Aætlun Rekstrartækni s.f. gerir ráð fyrir, að svokölluð Bakka- skemma á Grandagarði, sem er eign Reykjavikurnafnar, verði keypt af BÚR og notuð fyrir hið nýja fyrstihús sem vinnusalir, fiskmóttökustöð svo og fyrir mötuneyti og snyrtingu starfs- fólks. Skemman er 2 hæðir, 20,80 metrar á breidd og 126 metrar á lengd. Er hún af sérfróðum mönnum talin henta vel undir vinnslusali frystihúss. Að sjálf- sögðu þyrfti að gera ýmsar end- urbætur á skemmunni vegna hinna nýju nota hennar. Er reikn- að með, að hún mundi fullfrá- gengin til hinna nýju þarfa kosta 109 millj. kr. En það er sama verð og vera myndi á byggingu nýs jafnstórs húss. Þó er hugsanlegt að kostnaður við skemmuna full- frágengna yrði eitthvað lægri. I fyrsta áfanga þyrfti einnig að byggja vélarhús, 500 fm að stærð. Kostnaður við það með raflögn er áætlaður 10,7 millj. Um aðrar byggingarframkvæmdir yrði ekki að ræða i I. áfanga. Annað starf I. áfanga yrði uppsetning véla og tækja til kælingar og frystingar og uppsetning fiskvinnsluvéla og tækja. 1II. áfanga yrði ekki um bygg- ingarframkvæmdir að ræða held- ur aukna fjárfestingu i vélum til þess að auka afköst frystihússins. 1 III. áfanga er gert ráð fyrir byggingu frystigeymslu er rúmi 3000 tonn. Þar til hin nýja frysti- geymsla verður reist er gert ráð fyrir að nota hinar gömlu frysti- geymslur fiskiðjuversins. Björgvin Guðmundsson Reiknað er með, að eftir bygg- ingu I. áfanga muni vinna milli 160 og 180 manns við hið nýja frystihús BÚR, þar af um 120 i pökkunarsal. Eftir annan áfanga yrði starfsfólkið 300—320 manns, þar af um 200 i pökkunarsal. Hið nýja fyrstihús mundi standa á hafnarbakka, i miðri væntanlegri fiskihöfn á Granda- garði. Mestan hluta af hráefni sinu mundi frystihúsið fá úr tog- urum, sem lönduðu við þennan hafnarbakka. Er gert ráð fyrir, að til flutninga á þessu hráefni yrðu notaðir lyftarar. Mundu þá sparast bifreiðar nema við flutn- ing á hráefni annars staðar frá. Rekstrartækni s.f. telur, að unnt eigi að vera að hanna nýtt frystihús það vel, að lækka mætti vinnslukostnað á einingu veru- lega, auk þess sem betra yrði að koma á eftirlitskerfi með hrá- efnisnýtingu á hinum einstöku vinnslustigum og nýtingu á dýr- ari og arðbærari pakkningum. Rekstrartækni s.f. gerir ráð fyrir, að hið nýja frystihús BÚR mundi vinna úr talsvert meira hráefni en fengist úr togurum BÚR. Fái BÚR 3nýja togara á næstunni má áætla lauslega, að togarar fyrir- tækisins gætu landað i frystihús fyrirtækisins um 100 tonnum á dag. En auk þess tekur BÚR á- vallt við afla úr bátum og togur- um annarra aðila. Þannig hafa iðulega verið 12 bátar i viðskipt- um við Fiskiðjuver BÚR á vertið. Eru afköst hins nýja frystihúss miðuð við það, að unnt verði einn- ig að taka við afla frá öðrum skip- um en skipum BÚR en einnig byggjast afköstin á fullri nýtingu hins nýja húss, þ.e. Bakka- skemmunnar. I nýja húsinu er gert ráð fyrir 2 aðallinum i framleiðslu, þannig að unnt verði að vinna 2 fiskteg- undir i einu a.m.kven að sjálf- sögðu fer það eftir samsetningu aflans hverju sinni, hvort unnt verður að nýta báðar linurnar samtimis og ná fullum afköstum. Fiskiðjuver BÚR var keypt af rikinu 1959. Húsið er ekki heppi- legt fyrir frystihúsarekstur. Þrengsli eru mikil i húsinu enda meginhluti hússins aðeins 10 metra breiður. Hefur ekki verið unnt að vinna nema eina fiskteg- und i einu þ.e.a.s. það hefur verið ein framleiðslulina i Fiskiðjuver- inu. Er augljóst, að Fiskiðjuverið getur ekki hentað framtiðar- frystihúsarekstri BÚR. 1 undirbúningi er nú að koma á „bónuskerfi” i gamla Fiskiðju- verinu. Verður að gera nokkrar lagfæringar á húsinu til þess að unnt sé að taka það kerfi upp. Munu þær lagfæringar kosta nokkrar milljónir króna. En það er álit sérfróðra manna, að þær breytingar muni skila sér fljótt aftur vegna kosta hins nýja kerf- is. Sjálfsagt mun það einnig koma sér vel við rekstur hins nýja frystihúss að hafa fengið nokkra reynslu af bónuskerfinu. Rekstrartækni s.f. samdi áætlun sina um nýtt frystihús BÚR á Grandagarði i ágúst og septem- ber s.l. Hefur áætlunin siðan verið rædd i útgerðarráði og á fundi sinum 2. október s.l. lagði út- gerðarráð blessun sina yfir áætl- un Rekstrartækni s.f. I fundar- gerð útgerðarráðs frá 2. október s.l. segir svo orðrétt: „Útgerðar- ráð er sammála um að leggja til, að ráðizt verði i þessar fram- kvæmdir meö framtiðarstarf- semi BÚR fyrir augum.” Út- Framhald á bls. 4 FLOKKSSTARFIÐ ALÞÝDUFLOKKSKONUR Kvenfélag Alþýðuflokksins I Reykjavik, heldur félagsfund fimmtudaginn 9. nóvember n.k. kl. 8.30 I Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Fundarefni: I.Sagtfrá I landsfundi alþýðuflokkskvenna og 34. þingi Al- þýðuflokksmins. 2. Gestur fundarins Benedikt Gröndal varaformaður Álþýðu- flokksins kynnir sameiningarmálið. 3. önnur mál. Félagskonur eru hvattar til að mæta vel og stundvíslega. Stjórnin. HVERGERÐINGAR Alþýðuflokksféiag Hveragerðis efnir tii fundar n.k. föstudag, 10. nóvember, kl. 20.30 að Bláskógum 2. Gestur fundarins verður Jón Armann Héðinsson, alþm. Fundarsókn er heimil öllu Alþýðuflokksfólki og stuðningsfólki Alþýðuflokksins. Stjórnin Fimmtudagur 9. nóvember 1972 0

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.