Alþýðublaðið - 09.11.1972, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 09.11.1972, Blaðsíða 9
✓ Iþróttir 2 Körfuknattleikslið Real Madrid, sem leikur i kvöld gegn ÍK i Laugardalshöilinni, hefur á aðskipa mjög reyndum og góðum körfuknattleiksmönnum, eins og berlega kemur fram i upp- talningunni hér á eftir: Nr. 4. Wayne Brabender. 26 ára gamall framherji. Hæð 193 cm. Hefur leikið 55 landsleiki með spánska landsliðinu. Skoraði að meðaltali 17 stig i hverjum leik á siðasta keppnistimabili. Nr. 5. Vicente Ramos. 25 ára gamall bakvörður. Hæð 180 cm. Hefur leikið 75 landsleiki og að auki i úrvalsliði Evrópu. Skoraði að meðaltali 7.3 stig i leik á siðasta keppnistimabili. auk þess margsinnis i úrvalsliði Evrópu. Skoraði að meðaltali 20.1 stig i leik á siðasta keppnistima- bili. Nr. 14. Alberto Vinas. 20 ára gamall miðherji, 206 cm á hæð. Hefur leikið 13 leiki með unglinga landsiiði (undir 20 ára) Spán- verja. Nr. 15. Norbert Thimm. 23 ára gamall miðherji 206 cm á hæð. Var keyptur á s.l. sumri frá vesturþýzku meisturunum Leverkusen. Þótti einn bezti leik- maður v.þýzka landsliðsins á Olympiuleikunum á s.l. sumri. Þjálfari og liðsstjóri Real Madrid er Pedro Ferrandiz. Myndin var tekin á æfingu hjá Real Madrid á þriðjudags- kvöld. Leikmenn Real léku ýmsar listir á æfingunni. og þótti viðstöddum mikið til koma. FYRRILEIKUR IR OG REAL í LAIIGARDALNUM í KVÖLD Nr. 6. Cristobal Rodriguez. 23 ára gamall framherji. Hæð 198 cm. Hefur leikið 20 landsleiki með spánska landsliðinu. Skoraði að meðaltali 8,5 stig i leik á siðasta keppnistimabili. Nr. 7. Carmelo Cabrera.22 ára gamall bakvörður, 185 cm á hæð. Hefur leikið 40 landsleiki. Skoraði að jafnaði 6 stig i leik á siðasta keppnistimabili. Nr. 8. Vincente Paneagua. 25 ára gamall framherji, 196 cm á hæð. Hefur leikið 5 landsleiki með spánska landsliðinu og skoraði að meðaltali 6.2 stig i leik á siðasta keppnistimabili. Nr. 9. Jose Merino. 20 ára gamall framherji, 190 cm á hæð. Er nýliði i liði Real Madrid. Nr. 10. Emiliano Rodriguez. 34 ára gamall bakvörður 188 cm á hæð. Fyrirliði liðsins og frægasti leikmaður þess. Hefur leikið 175 landsleiki með spánska landsliðinu og að auki margsinnis,i úrvalsliði Evrópu. Hefur oft verið valinn bezti leikmaður Evrópubikar- keppninnar. Skoraði að jafnaði 10 stig i leik á siðasta keppnistima- bili. Nr. 11. Juan A.Corbalan. 18 ára gamall bakvörður, 180 cm á hæð. Hefur leikið 29 landsleiki með spánska landsliðinu. Nr. 12. Rafael Rullan. 20 ára gamall miðherji 211 cm á hæð. Hefur leikið 50 landsleiki með spánska landsliðinu, og skoraði á siðasta keppnistimabili 12.8 stig að meðaltali i leik. Nr. 13. C. Luyk. 31 árs gamall miðherji, 203 cm á hæð. Hefur leikið 99 landsleiki fyrir Spán, en í kvöld klukkan 20,15 leikur körfuknattleikslið ÍR fyrri leik sinn gegn spænsku meisturunum Real Madrid i Evrópukeppni meistaraliða. Leikurinn fer fram i Laugardalshöllinni, en seinni leikur liðanna fer fram 16. nóvember i glæsilegri iþróttahöll i Madrid. Þetta er i annað sinn sem IR- ingar taka þátt i þessari keppni. Árið 1964 voru IR-ingar lika með, og lentu þá gegn irsku meisturunum Collegians i 1. um- ferð. IR vann báða leikina gegn irska liðinu, og varð þar með fyrst islenzkra liða til að komast i 2. umferð i Evrópukeppni. I 2. umferð voru IR-ingar svo slegnir út af frönsku meisturunum. Það verður auðvitað að segjast eins og er, að i þetta sinn eru ákaflega litlar likur til þess að 1R takist að leika sama leikinn og 1964. Til þess eru mótherjarnir of sterkir i þetta sinn, eins og bezt sést á þvi að Real Madrid hefur i fjögur skipti sigrað I Evrópu- keppninni. Þá hefur liðið 14 sinn- um orðið spænskur meistari og jafnoft spænskur bikarmeistari. IR-ingar hafa æft vel að undan- förnu, og þeir tefla fram sinu sterkasta liði. Þvi er ekki að efa að þeir veita Spánverjunum harða keppni i kvöld og á fimmtu- daginn i næstu viku, þegar IR- ingar keppa ytra. Ef fólk vill koma og sjá góðan körfuknattleik, þá er tækifærið i Laugardalshöllinni i kvöld, tæki- færi sem varla gefst aftur næstu árin. Dómarar i kvöld verða þeir Harry Keats frá Englandi og Oskar Petterson frá Sviþjóð. Fyrirliði IR er Kristinn Jörundsson. Þjálfari IR er Einar Ólafsson. Lið IR i leiknum á fimmtudag verður skipað eftirtöldum leik- mönnum: Nafn Aldur llæð Staða Leikið Landsl. með Birgir Jakobsson 23 194 framh. 13 223 Kolbeinn Kristinsson 19 182 bakv. 77 Agnar Friðriksson 26 191 framh. 23 298 Sigurður Gislason 28 194 miðh. 9 265 Þórarinn Gunnarsson 20 185 bakv. 61 Þorsteinn Guðnason 18 193 framh. 74 Finnur Geirsson 18 184 bakv. 6 Kristinn Jörundsson 22 183 bakv. 10 148 Einar Sigfússon 24 194 miðh. 2 Anton Bjarnason 25 191 framh. 5 94 Jón Jörundsson 18 197 miðh. 3 Pétur Böðvarsson 24 180 bakv. 87 ÞAÐ ERU ENGIR AIIKVISAR I REAL MADRID FINHBOGIHEISTARI Finnbogi Guðmarsson varð tslandsmeistari i billiard 1972. Keppnin fór fram á mánudags- og þriðjudagskvöld á billiardstof- unni við Klapparstig. Var eingöngu keppt i snóker. Finnbogi hafði töluverða yfirburði, og kom það nokkuð á óvart, þvi snókerinn hefur verið nokkurs konar hliðargrein hjá Finn- boga en krambúl er hans sérgrein. i úrslitunum sigraði Finnbogi Dagbjart Grímsson, og var staðan 184-133 þegar Dagbjartur gaf. i undanúrslitum sigraði Finnbogi islandsmeistarann frá i fyrra, Gunnar Hjartarson 163-124, og Dagbjartur vann Jóhann Magnús- son 180-101. í kcppninni um þriðja sætið sigraði Jóhann Gunnar 152:134. —SS. Fimmtudagur 9. nóvember 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.