Alþýðublaðið - 12.12.1972, Page 10

Alþýðublaðið - 12.12.1972, Page 10
LAUBAHASBÍÚ Ofbeldi beitt. (Violent City.) Óvenjuspennandi og viöburöarrik ný itölsk — frönsk — bandarisk sakamálamynd i litum og Techni- scope með islenzkum texta. Leik- stjóri: Sergio Sellima, tónlist; Ennio Morricone (dollaramynd- irnar) Aðalhlutverk: Charles Bronson — Telly Savalas, Jill Ire- land og Michael Constantin. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. HASKÓLABm simiu,« Sjö hetjur meö byssur Hörkuspennandi amerisk mynd i litum. Þetta er þriðja myndin um hetjurnar sjö Aðalhlutverk: George Kennedy, James Witmore, Monte Markham. Endursýnd kl. 5.15 og 9 Bönnuð innan 16 ára. Siðasta sinn. STJttRNUBÍQ Simi ,69:16 Byssurnar i Navarone CÍhe Guns of Navarone) Hin heimsfræga ameriska verð- launakvikmynd i litum og Cinema Scope með úrvalsleikur- unum Gregory Peck, David Niven, Anthoný Quinn. Sýnd kl. 5 og 9 Bönnuð innan 12 ára. HAFNARBÍÓ s.mi ,«,4, — Dracula — Afar spennandi og hrollvekjandi ensk - bandarisk litmynd. Ein- hver bezta hrollvekja sem gerð hefur verið með: Peter Cushing Christopher Lee Michael Gough Bönnuð innan 16 ára Endursýnd kl. 5, 7, 9 og 11. TÚNABfd Simi :11182 Sabata THE MAN VtflTH GUNSIGHT EYES Mjög spennandi itölsk-amerisk kvikmynd i litum með: LEE VAN CLEEF — WILLIAM BERGER, Franco Ressel. Leikstjóri: FRANK KRAMER tslenzkur texti Sýnd kl. 5, 7 og 9 Bönnuð börnum innan 16 ára Allra siðasta sinn ^ÞJÓÐLEIKHÚSm SJALFSTÆTT FÓLK sýning föstudag kl. 20. TÚSKILDINGSÓPERAN sýning laugardag kl. 20. Siöasta sýning. LÝSISTRATA sýning sunnudag kl. 20. Miðasala 13.15 til 20. Simi 1-1200. KliPHOtSBfÓ Simi 41985 Undur ástarinnar (Das wunder der Liebe) tslenzkur texti. Þýzk kvikmynd er fjallar djarf- lega og opinskátt um ýms við- kvæmustu vandamál i samlifi karls og konu. Aðalhlutverk: Biggy Freyer, Katarina Haertel, Ortrud Gross, Régis Vallée. „Hamingjan felst i þvi að vita i hvað eðlilegt er”. Inga og Sten. Endursýnd kl. 5.15 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Askriftarsíminn er 86666 Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi að gjalddagi söluskatts fyrir nóvem- bermánuð er 15. desember. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna rikis- sjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti. Fjármálaráðuneytið, 11. des. 1972. UFE GEISPAR GOLUNHI Útgáfufyrirtækið Life i Banda- rikjunum tilkynnti i gær, að það mundi hætta útgáfu hins heims þekkta vikurits Life Magazine. Siðasta tölublað á að koma út 29. desember. Timaritið kom fyrst út árið 1936 og olli þá gerbyltingu i blaðaljós- myndun, og ljósmyndarar þess urðu skjótt heimsfrægir. Á siðustu árum hefur blaðið átt við fjárhagsörðugleika aðstriða, og á siðustu tveimur árum hefur orðið að minnka upplagið úr 8,5 milljónum eintaka i 5.5 milljónir. Sumir álíta, að örðugleikarnir stafi af þvi, að blaðið falli ekki inn i nútima þjóðfélag, og lesendur séu ekki sérlega spenntir yfir þvi að sjá t.d. litmyndir frá Ólympiu- leikunum i Miinchen nokkrum vikum eftir að þeim lauk, hafandi fylgzt með þeim lið fyrir lið i lit- sjónvarpi jafnóðum og þeir fóru fram. VERÐ- JÖFNIJN- ARSJOÐUR SÝKNAÐ' UR Nýlega gekk i Hæstarétti dómur i málinu: Verðjöfnunar- sjóður fiskiðnaðarins o.fl. gegn Niðursuðu - og hraðfrystihúsi Langeyrar og gagnsök. t dóms- orði Hæstaréttar er kveðið svo á, að Verðjöfnunarsjóður fiskiðnað- arins skuli sýknaður af kröfum rækjufrystihússins og jafnframt, að málskostnaður skuli falla niður. Blaðið hefur ekki i höndum forsendur dóms Hæstaréttar og er þvi ekki unnt að rekja þær að sinni. Mál þetta var i héraði höfðað af ofangreindu niðursuðu - og hrað- frystihúsi á hendur Verðjöfn- unarsjóði fiskiðnaðarins, sem endurheimtumál, þar sem krafizt var endurgreiðslu úr Verðjöfn- unarsjóðnum á þvi fé, sem hann hafði innheimt af fyrirtækinu af andvirði frystrar rækju. Nam sú fjárhæð kr. 1.100.950.50 auk vaxta og málskostnaðar. Samtfmis höfðu fjögur fyrir- tæki önnur höfðað sams konar mál á hendur Verðjöfnunarsjóði, en þau voru: Rækjuverksmiðjan hf., Hnifsdal, Matvælaiðjan hf., ■ Bildudal, Niðursuðuverksmiðja O.N.Olsen, Isafirði, og Niður- suðuverksmiðjan hf., Isafirði. Samkvæmt lögum nr. 72, 28. mai 1969 var stafnaður Verðjöfn unarsjóður fiskiðnaðarins. Hlut- verk sjóðsins er að draga úr áhrifum verðsveiflna, sem verða kunna á útflugningsafurðum j fiskiðnaðarins. Á reikningsyfirliti pr. 1. jan. 1972, sem sýnir inn- stæður á reikningum Verðjöfn- unarsjóðs, sést, að hann hafði innheimt verðjöfnunargjald af andvirði frystrar rækju, sem nam rúmlega 14 milljónum króna. Agreiningurinn, sem málið er sprottið af, var þvi raunverulega sá, hvort Verðjöfnunarsjóður hefði raunverulega haft heimild til þessarar innheimtu eða ekki. í 3. gr. laganna um Verðjöfn- unarsjóð segir svo: Verðjöfn- unarsjóði skal skipt i deildir eftir tegundum afurða, og skulu deild- irnar hafa aðskilinn fjárhag. Við gildistöku laga þessara skal sett á siofn deild fyrir frystar fiskafurð- ir, en heimilt er siöan að fjölga deildum.” I framkvæmd var svo fryst rækja tekin i deild með frystum fiskafurðum, og verð- jöfnunargjald innheimt af henni. I forsendum héraðsdóms segir SKYRTAIM AUGLÝSIN6ASÍMINN OKKAR ER 8-66-60 m.a.:,,Eigi verður talið, að orðin „frystar fiskafurðir” i nefndri 3. gr. taki til frystrar rækju sam- kvæmt réttri orðskýringu, enda er fryst rækja nefnd sérstaklega i tilvitnuðu bráðabirgðaákvæði, við hlið frystra fiskafurða. Forsendur héraðsdómsins eru ýtarlegar, en verða ekki raktar að öðru leyti hér. Niðurstöður dómsins urðu þær, að stefnda, Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins bar að endurgreiða stefnanda það gjald, sem tekið hafði verið af honum i verðjöfnunarsjóðinn af andvirði frystrar rækju, sem veidd var á timabilinu 1. jan. 1970 til 31. ágúst sama ár. Þá var og ; stefnda gert að greiða stefnanda kr. 85.000.00 i málskostnað. Nú var máli þessu áfrýjað og gagnáfrýjað til Hæstaréttar og hefur hann dæmt málið eins og að , framan segir. © Þriðjudagur 12. desember 1972

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.