Alþýðublaðið - 12.12.1972, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 12.12.1972, Qupperneq 12
Iþróttir 1 Það er langt siðan önnur eins gieði hefur ríkt á Stamford Bridge, velli Chelsea, eins og á laugardáginn. A laugardaginn var fólkið að samgleðjast hetjunni sinni, Ian Hutchinsson, sem nú lék sinn fyrsta ieik með Chelsea eftir nær 20 mánaða baráttu við meiðsli. Og Hutchinsson skoraði tvisvar i leiknum, á 60. og 80. mínútu. Eftir að hafa átt stærsta þáttinn i þvi að Chelsea varð bikarmeist- ari vorið 1970 , varð Hutchinson fyrir þvi áfalli að brjósk losnaði i hné I byrjun árs 1971, i leik gegn Southamton. Haustið 1971 var hann orðinn góður að nýju, en I æfingaleik gegn Swindon brotnaði vinstri fóturinn, og við þau meiðsli hefur Hutchinson átt að striða i eitt ár. Margir vilja meina, að Ian Ilutchinsson væri nú fastur maður i enska landsliðinu, ef ör- lagadisirnar hefðu verið honum hliðhollari. • • . w TVO I FYRSTA LEIK! ENN FEKK ARSENAL SIGURINN ÚDÝRT! Annan laugardaginn i röð fekk Arsenal stig afhent á silfurbakka i deildarkeppninni. Nú á laugardaginn var það gegn Tottenham, en laugardaginn áður gegn Leeds. t bæði skiptin var um að ræða mistök dómara og linuvarða. Og i bæði skiptin tók dómari ekki mark á línuverði er hann veifaði rangstöðu, og Arsenal skoraði mörk sem dugðu til sig- urs. Leikur Tottenham og Arsenal fór fram á heimavelli fyrr- nefnda liðsins, og tókst Peter Storey að skora mark fyrir Arsenal á 65. minútu. Á 70. min- útu fékk sami leikmaður knött- inn, rangstæður, linuvörður veifaði en dómari tók ekkert mark á þvi, og Storey lék sig út úr rangstöðunni, sendi knöttinn til John Radford sem skoraði. Martin Peters minnkaði mun- inn i 2:1 á 78. mínútu, og það sem eftir var leiksins sótti Tottenham látlaust, en tókst ekki að skora. Knötturinn sleikti stengurnar, en að utanverðu. Leikmenn Tottenham virtust þreyttir, enda átt stranga daga að undanförnu. George Arm- strong var beztur i liði Arsenal, en hann hefur um langan tima mátt hýrast i varaliðinu. Með þessum sigri saxaði Arsenal aðeins á forystu Liver- pool, sem að varð að láta sér nægja jafntefli gegn West Bromwich. Tommy Smith og Kevin Keegan voru báðir meiddir. Phil Boersma lék i stað Keegans, og skoraði gott mark á 21. minútu. Liverpool átti meira i fyrri hálfleiknum, en dalaði er á lið, og réttlætinu var fullnægt á 69. minútu er Tony Brown brauzt i gegnum vörn Liverpool og jafnaði. Skozki landsliðsmaðurinn Peter Cormack var rekinn af velli á 61. minútu, og varð Liverpool að leika með 10 menn það sem eftir var. Liverpool hefur 31 stig eftir 21 leik, en Arsenal hefur 29 stig eftir 22 leiki. Leeds hefur 28 stig eftir 21 leik, enda fékk félagið tvö stig um helgina. Ekki var sigur liðsins þó stór, aðeins 1:0 yfir West Ham heima. Leikur- inn var lélegur, og eina mark hans kom á 32. minútu er Mick Jones skallaði knöttinn I netið David Johnson skoraði bæði mörk Ipswich á laugardaginn. eftir fyrirgjöf Peter Lorimer. Annars vakti mesta athygli þrumuskot frá Lorimer, sem hafði nær brotið markstöngina að sögn þeirra er nærri stóðu. West Ham sótti töluvert i siðari hálfleik. Hér koma svo úrslitin: Birmingham-Leicester 1: 1 X Chelsea-Norwich 3 : 1 1 Derby-Coventry 2 :0 1 Everton-Wolves 0 : 1 2 iDSWich-Crystal Palace 2 :1 1 Leeds-WestHam 1 :0 1 Man. Utd.-Stoke 0 :2 2 Newcastle-Southamton 0: 0 A Sheffield Utd.-Man. City 1: 1 X Tottenham-Arsenal 1 :2 2 West Brom-Liverðool 1:1 X Preston-Blackpool 0:3 2 Stöðug rigning i Bretlandi undanfarna daga hefur sett sinn svip á vellina, og þar meðleik- ina. David Johnson miðherji Ipswich átti þó ekki i vandræð- um i drullunni, hann skoraði tvö mörk gegn Crystal Palace, og tryggði þar með sigur. Ipswich hefur fengið 4 stig i vikunni, og er þar með komið i 4. sæti i deildinni með 26 stig eftir 21 leik. John Hughes skoraði mark Palace. Félaginu sem seldi Johnson til Ipswich, Everton, hefur gengið hörmulega að undanförnu. Á laugardaginn var það tap heima gegn Úlfunum, sjöunda tapið i röð og félaginu hefur ekki tekizt að sigra á heimavelli siðan 30. september. Ian Hutchinsson lék á laugar- daginn sinn fyrsta leik með Chelsea i nær 20 mánuði, og hann gerði allt vitlaust er hann skoraði tvö mörk gegn Norwich. Bill Gerner skoraði fyrst fyrir Chelsea, Jim Bone jafnaði mjög fallega, en i siðari hálfleik tók Hutchinsson til sinna ráða. Nanar er sagt frá honum á öðr- um stað á siðunni. Derby fikrar sig upp töfluna, og á laugardaginn var það sigur yfir Coventry, sem ekki gat var- izt tapi þrátt fyrir góðan leik. Alan Hinton, vitaspyrna og Archie Gemmill skoruðumörk liðsins i seinni hálfleik. Framhald á bls. 4 I0E HARPER TIL EVERTON Everton keypti á laugardaginn miðherja Aberdeen og skozka landsliðsins, Joe Harper. Kaup- verðið var 180 þúsund pund. A Harper, sem er afar markhepp- inn, að lifga upp á dáðlita fram- linu Evcrton, sem saknar Joe Royle, en hann er frá vegna meiðsla. Til að fá upp i kaupvcrðið, seldi Everton hinn knáa leikmann Alan Whittle til Crystal Palace fyrir 100 þúsund pund. Bournmouth, sem leikur I 3. deild, hefur lagt fram skriflegt tilboð i George Best. Er upphæðin álitin vera 300 þúsund pund. LOFTLEIÐAMEHH ERU STÚRTÆKIR - AUGLÝSA HJÁ KR OG KANNSKILANDSLIÐINU LÍKA Meistaraflokkur KR i hand- knattleik hefur gert samning við Loftleiðir um auglýsingu á keppnisbúningi. Verður auglýs- ingin væntanlega á búningi KR i. næsta leik liðsins, sem er gegn Vikingi annað kvöld. Þá hefur flogið yfir, að Loftleiðir muni einnig i vetur auglýsa á búningi handknatt- leikslandsliðsins, en það mál er ekki komið i höfn ennþá og er jafnvel álitiö að F’lugfélag islands hafi einnig áhuga á þeim auglýs- ingamarkaði. Loftleiðamenn hafa verið ákaf- lega stórtækir á þessu sviði aug- lýsinganna. Það var yfirlýstur vilji þeirra er 1. deildarkeppnin hófst i fyrra,að auglýsa á keppnis- búningum allra liða i 1. deild. Félögin urðu þá aldrei nema þrjú i byrjun, Fram, Vikingur og 1R. 1 haust bættist Ármann i flotann, og nú siðast KR. Eru Loftleiðafé- lögin þá orðin fimm talsins, af átta liðum i 1. deild. önnur félög i deildinni eru Val- ur, sem auglýsir fyrir ölgerðina Egil Skallagrimsson, FH, sem auglisir fyrir Coca Cola verk- smiðjuna og Haukar auglýsa fyr- ir Ferðaskrifstofuna Sunnu. Nokkur lið i 2. deild hafa aug- lýsingar á búningum sinum, og Framhald á bls. 4 LUBANSKI TIL AJAX! Wlodzimierz Lubanski, einn allra bezti knattspyrnumaður heimsins i dag, hefur sagt i blaða- viðtali að hann geri á næstunni samning við hollenzka stórliðið. Lubanski er Pólverji, og hefur verið uppistaðan i pólska lands- liðinu og félaginu Gornik á und- anförnum árum. Hann er 25 ára gamall. Ef Lubanski fer til Ajax, verður það án efa sterkasta félagslið heimsins i dag. Suðurferð Þórs ekki til fjár... Körfuknattleikslið Þórs á Akureyri kom i keppnisferð til Reykjavikur um helgina. Ekki var sú ferð norðanmönnum til fjár, þvi þeir töpuðu báðum sin- um leikjum. Úrslit leikja um helgina urðu á eftirfarandi veg, og það er rétt að taka það fram hér, að hlé verður á keppninni fram til 6. janúar. IS-Þór 66:45 KR-Valur 90:66 IR-Þór 91:64 KR-HSK 83:66 Sem fyrr segir tapaði Þór báð- um sinum leikjum, og er nú án stiga i 1. deild. Hins vegar vann KR tvo leiki um helgina, og stendur nú með góða stöðu. Athygli vakti að Valur skyldi tapa með svo miklum mun gegn KR, þvi Valsmenn voru jafnvel álitnir sigurstranglegri fyrir leikinn. Nánari frásögn af leikjum helgarinnar birtist i blaðinu á morgun. EN BETUR GEKK NYRÐRA Þór vann Þrótt i 2. deild i handknattlcik á laugardaginn 14:12. Þór hafði áður unnið KA 15:12. og á mikla möguleika á sigri i deildinni. Þá vann ÍBK lið Fylkis 22:20. ^bÍb^ Húsnœði óskast -'lrl/i fyrir '+!*** ríkisstofnanir Þar sem akveðið hefur verið að sameina nokkrar rikisstofnanir i Reykjavik um húsnæði á einum stað, óskar fjármála- ráðuneytið að kaupa húsnæði, um 1.000—1.200 fermetra að stærð. 400-^420 fermetrar séu á götuhæð með möguleik- um á innkeyrslu að vinnustofum, að öðru leyti er um skrifstofuhúsnæði að ræða. Æskilegast væri að hú’snæðið yrði laust upp úr næstu áramótum. Tilboð er greini stærð, ásigkomulag, verð og greiðsluskilmála, ásamt teikningum, sendist skrifstofu vorri fyrir 15. desember n.k. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26644 I 0 Þriöjudagur T2. desember T972

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.