Alþýðublaðið - 14.12.1972, Qupperneq 8
VIÐ
VÖTNIN
STRÖNG
Björn J. Blöndal: Vötnin
ströng. Frásagnir og
minningaþættir. Setberg.
Reykjavik 1972.
BJÖRN J. BLÖNDAL er
náttúrubarnið i hópi islenzkra
samtiðarhöfunda. Hann segir
svo frá dýrum, fiskum og fugl-
um i bókum sinum, að náttúran,
sem kölluð er dauð, verður
harla liíandi. Björn er veiði-
maður og stundar fiskveiðar i
ám og vötnum eins og iþrótt, þó
að atvinnuvegur sé. Þvi efni
gerir hann einmitt skil i þessari
nýju bók sinni. Þar rekur hann
gæði borgfirzku fljótanna og
safnar miklum fróðleik, en
blandar hann skemmtilegri
kimni og bregöur upp ótal svip-
myndum af ýmsum þeim mönn-
um, er við sögu koma. Loks eru
svo nokkrir þættir, sem likjast
einna helzt skáldskap. Af þvi tæi
eru til dæmis kaflarnir „Vetrar-
kviði”, „Einvera”, „Bernsku-
minning” og „Sannur sonur
Hvitár”. Þeir eru eins og
listrænar smásögur, þó að Björn
J. Blöndal rifji þar aðeins upp
minningar sinar.
Ævistarfið og umhverfið
leggur Birni J. Blöndal til efnið i
bók þessa, en gildi hennar er
eigi sizt fólgið i stilsnilli
höfundar. Mér finnst Björn J.
Blöndal rita þvilikan stil, að
undrum sæti. Auðvitað vandar
hann málfar og orðaval og ger-
ist jafnvel skrúðmáil stundum,
en stillinn gæöir frásagnir hans
einkennilegri áferð. Hann
ilmar, glitrar og kliðar og lyftir
oft frásögninni i æðra veldi list-
rænnar túlkunar. Hamingja
Björns er sú, að still hans hæfir
efninu mætavel og sprettur af
djúpri og einlægri tilfinningu.
Björn varð rithöfundur af þvi að
fæðast, alast upp og starfa við
vötnin ströng, fljótin miklu og
fiskisælu i Borgarfirði, en
gerðist listamaður af þvi að
hann náði sérstæðum og blæ-
fögrum stil á vald sitt til að
spegla skáldskapinn i veru-
leikanum.
Björn J. Blöndal kvað ein-
stakur veiðimaður. Hann er við-
fræg afiakló og hefur haft at-
vinnu af veiðiskap langa ævi.
Eigi að siður metur hann
fiskana i vötnum sinum eins og
hygginn bóndi húsdýrin og liljur
vallarins. Björn er ræktunar-
maður og þjónar eðli sinu með
þvi að hlutast til um lif og
gróður, og hann ann dýrunum,
smáum og stórum. Þeim hefur
hann kynnzt niðri i ánni, úti á
mörkinni og uppi i fjallinu, gerir
sér grein fyrir lifnaöarháttum
þeirra og veit, að þau eru skyni
gædd, þó að mállaus kallist.
Ógleymanlegt er að heyra hann
segja frá þessum vinum sinum i
stofunni i Laugarholti, og svipað
gerist við lestur bókarinnar.
Mér skilst allt i einu, að Björn
sitji i námunda við mig og sé að
rifja upp minningar sinar og
sögur. Honum er þetta allt veru-
leiki, sem hann lýsir af svo
næmri innlifun og listrænni
túlkun, að likast er skáldskap.
Kaflar bókarinnar eru dálitið
sinn af hverju tæi. Þættirnir um
árnytjarnar og vatnaföngin eru
staðbundnir við Borgarfjörð
eins og gefur að skilja, og stund-
um rekur Björn fróðleik sinn um
afla og veiðimennsku af
smámunalegri nostursemi, en
vist bjargar hann með þeim
hætti ýmsum upplýsingum, sem
hafa ærið sögulegt gildi og eru
honum sjálfum næsta hjart-
fólgnar. Svo bregöur hann á leik
i þeim köflum, er minna á list-
rænar ritgeröir eða jafnvel
kunnáttusamlegar smásögur og
ég hef áöur getið. Þær gætu
hvergi gerzt i viðri veröld nema
á árbökkunum i Borgarfirði, en
eru til afspurnar um allar
jaröir, þar sem islenzk tunga
skilst og skáldskapurinn i
islenzkum veruleika á erindi við
gott fólk.
Björn J. Blöndal hermdi mér
einu sinni frá veiðifélaga sinum,
er var rikur útlendingur. Sá
kom til tslands sumar hvert að
fiska með Birni i vötnunum
ströngu. Útlendingurinn hafði
fyrir sið að risa á fætur eld-
snemma morgun hvern og hefja
veiðar. Þegar hann hafði borið
úr býtum þrjá fiska, hætti hann
veiðiskap þann dag, og skipti þá
engu máli, hvort liðinn var
stuttur timi eða langur frá þvi
að öngullinn snerti vatnið fyrsta
sinni um morguninn. Maður
þessi var svo siömenntaður, að
hann áleit veiði að draga þrjá
fiska úr vatni á einum degi, en
dráp að afla meira.
En þetta var lika auðugur
maður og hafði ekki afkomu
sina af veiðiskap. Björn J.
Blöndal er hins vegar veiði-
maöur að atvinnu. Oft mun
hann hafa aflað drjúgum meira
en þrjá fiska á einum degi, en
samt dylst engum, aö viðhorf
hans er hiö sama og út-
lendingsins, sem hér átti hlut að
máli. Birni er nauðsyn á góðum
afla, en væri hann rikur maður,
léti hann sér áreiðanlega nægja
þrjá fiska dag hvern. Þá hefði
hann lika ærinn tima til að
skoða landið, umgangast vini
sina i dýrarikinu, spjalla við
kunningjana i mannfélaginu —
og skrifa bækur eins og þessa.
Það væri honum sjálfum og
Islenzku þjóðinni meira virði en
margir fiskar og veit ég þó
engan mat betri að kvöldi
sumardags en lax nýveiddan við
Svarthöfða og soðinn i
Laugarholti.
Húsbyggjendur — Verktakar
Kambstál: 8, 10, 12, 16, 20, 22, og 25 m/m. Kiippum og
beygjum stál og járn eftir óskum viðskiptavina.
Stálborgh.f.
Smiðjuvegi 13, Kópavogi. Simi 42480.
„ELZTA HÚS LANÐSINS” ER EKKI
NEMA NÆST ELZTA HÚS LANDSINS
Stjórnarráöshúsið er elzta
húsið í höf uðborginni.
Byrjað var á smíði þess árið
1759, það fullgert árið 1764
og hefur þvi náð 200 ára aldri
og vel það.
Árið 1952 lét Reykvíkinga-
félagið setja minningar-
skjöld á húsið Aðalstræti 10,
Silla og Valda — búðina. Á
hann er letrað:
,,Elzta hús Reykjavíkur.
Eitt af húsum innréttinga
Skúla AAagnússonar land-
fógeta 1752."
Var skjöldur þessi settur
þarna til minningar um, að
húsið væri þá 200 ára
gamalt.
Enginn maður hefur lagt sig eins
eftir sögu gömlu Reykjavikur og
Arni Óla, ritstjóri, og elzti núlifandi
blaðamaður á tslandi. Þegar árið
1962 ritaði hann frásögn um
rannsóknir sinar á þessu atriði.
Skýrði hann frá þvi, að hann hefði
þá til skamms tima flaskaö á aldri
hússins. Þegar hann komst að hinu
sanna, leiðrétti hann fyrri
frásagnir sinar, og gerði grein fyrir
niðurstöðum athugana sinna.
Þrátt fyrir það stendur
skjöldurinn ennþá á húsinu. Að visu
mun það vera eitt af húsum
innréttinganna, en þetta hús var
ekki reist 1752. Upphaflega stóð
þarna dúkvefnaöarhús
Innréttinganna. Það hús brann til
kaldra kola nóttina milli 26. og 27.
marz 1764. Stóð það nyrzt húsa
Innréttinganna og er brunans getið
i mörgum heimildum. Má þar til
nefna Arbækur Espólins, bókar
Jóns Aðils um Skúla fógeta, auk
annála.
Árið 1759 var Marcus Pahl
sendur hingað frá Kaupmannahöfn
til að athuga hag og rekstur
Innréttinganna. Dúkvefnaðarhúsið
var þá virt á 1500 rikisdali og er þá
eina húsið með þvi virðingarverði.
I handritasafni Landsbóka-
safnsins eru meðal annars, i safni
Hannesar biskups Finssonar, ýmis
skjöl varðandi verksmiðjurnar i
Reykjavik. Þar segir, að brunnið
hafi til kaldra kola Dúkvefnaðar-
húsið, sem var virt á 1500 rikisdali.
Hér er ekkert um að villast.
Skömmu siðar er að visu reist
þarna annað hús, en nokkru minna.
Árið 1807 var það hús keypt fyrir
aðsetur handa Geir biskupi
Vidalin. Hafði hann þar skrifstofu
og bjó i þvi til æviloka 1823. Var það
þá kallað Biskupsstofan og siðar
Gamla biskupsstofan. Er hún hið
merkasta hús, eiida þótt hún sé
a.m.k. 12-13 árum yngri en menn
héldu. Einkum og sérilagi sýnist þó
ástæða til að taka niður minningar-
skjöldinn á húsinu. og mætti þá
reyndar setja hliöstæða áletrun á
Stjórnarráðshúsið, ef einhver spýta
úr þvi upprunalega húsi skyldi
verða eftir, þegar tekk — og
palisander framtaki stjórnvalda er
lokið.
Samkvæmt rannsóknum
Árna óla, blaðamanns og
fræðimanns, er.
stjórnarráðshúsið við
Lækjartorg elzta hús
Reykjavíkur. Skjöldurinn
stendur samt á verzlunar-
húsi Silla og Valda, og
verður þar trúlega
óhreyfður þótt hið sanna
hafi komið í Ijós.
BÆKUR TIL
BLAÐSINS
• • ,,I hjartans leynum”
nefnist bók eftir Barböru Cart-
land. Útgefandi bókarinnar er
Prentsmiðja Jóns Helgasonar. 1
fyrra kom út bókin „Ást er
bannvara” hjá sama útgefanda
og hlaut hún miklar vinsældir,
og hefur nú verið ákveðið að
halda áfram útgáfu á bókum
hennar i þeirri vissu að þær
muni ekki hljóta lakari viðtökur
hér á landi en annars staðar.
Hin nýja bók er 220 siður að
stærð.
• • „Birgitta á Borgum” er
heiti á bók sem Bókaútgáfan
Hildur hefur sent á markað.
Höfundur bókarinnar er norska
skáldkonan Margit Ravn.
Fjallar bókin um einkadóttur
efnaðs óðalsbónda sem hefur
lengi verið ekkjumaður og alið
dóttur sina upp i eftirlæti, enda
sér hann ekki sólina fyir henni.
Þorsteinn er ungur bóndi á
næsta bæ og það hefur lengi
veriödraumur óðalsbóndans að
dóttirin giftist honum og jarð-
irnar yrðu sameinaðar. En
Birgitta hefur enga löngun til að
binda sig, þó að henni geðjist vel
að Þorsteini, sem oft hefur sýnt
hug sinn til hennar.
Bókina hefur Helgi Valtýsson
þýtt og er bókin 170 bls að stærð.
• • „Valdið dulda”, frásagnir
af dulrænni reynslu nefnist bók
sem Vikurútgáfan hefur gefið
út. Höfundur bókarinnar, Þór-
arinn Jónsson frá Kjaran-
stöðum, er einn þeirra mörgu
Islendinga, sem hafa á langri
ævi fundið návist hins ósýnilega
heims alls staðar i kringum sig.
Sú reynsla hefur orðið Þórarni
til mikillar blessunar. Þórarinn
er Austfirðingur að ætt, fæddur
að Sjávarborg i Fáskrúðsfirði
1901. Hann greinir nokkuð frá
ætt og uppruna, en segir siðan
frá ýmsum dularfuilum atburð-
um, sem fyrir hann hafa borið á
lifsleiðinni. Bókin er 155 siður að
stærð,
• • „Kviksandur” er meðal
bóka sem Bókaútgáfan Hildur
hefur sent á markað. Höfundur
bókarinnar er skáldkonan
Victoria Holt og einn af
vinsælustu höfundum undanfar-
inna ára, með mikinn lesenda-
fjölda beggja megin Atlants-
hafsins. Hún hefur skrifað tugi
bóka, og meðal vinsælustu
sagna hennar eru Menfreyja-
kastalinn, Frúin á Mellyn og
Kastalagreifinn, sem allar hafa
komið út á islenzku. „Kvik-
sandur” er spennandi saga um
unga stúlku sem leitar aö týndri
systur sinni, og er á liður kemur
i ljós að ekki er allt með felldu
um hvarf hennar. Bókin er 213
siður og Skúli Jensson hefur
snúið sögunni á islenzku.
• Bókaútgáfa Guðjóns Ó
hefur gefið út bókina „1 huliðs-
blæ” og fleiri sögur eftir banda-
rizku skáldkonuna Pearl S.
Buck.
Smásagnasafnið i Huliðsblæ
er meðal nýjustu bóka hennar,
og geymir sögur frá tveimur
siðustu áratugum. I þessari bók
er meðal annars að finna, eitt
frægasta og dáðasta verk skáld-
konunnar „Herforinginn og full-
trúinn”, hrikaleg mynd af hern-
aði i austri og innræti Austur-
landabúa.
Pearl S. Buck hefur skrifað 25
skáldsögur, og auk þess fjöld-
ann allan af smásögum, sem
birtar hafa verið i helztu tíma-
ritum Ameriku og viðar um
heim. Bókin er 275 siður að
stærð og þýtt hefur Arnheiður
Sigurðardóttir.
• Bókaútgáfan Edda á Akureyri
hefur gefið út bókina „Braziliu-
fararnir” eftir Jóhann M.
Bjarnason.
„Braziliufararnir” koma nú i
þriðju útgáfu, en tvær fyrstu
prentanir eru löngu uppseldar.
Þegar bókin kom fyrst út á
árunum 1905-08, vakti hún
mikla hrifningu. Var henni
fagnað jafnt af ungum sem
öldnum og fór sigurför um
landið. Sömu sögu var að segja
hjá tslendingum vestan hafs.
Árni Bjarnason bjó hina nýju
útgáfu undir prentun, en um
prentverk sá Prentsmiðja
Björns Jónssonar.
• „Sumar i sveit”, nefnist
barnabók eftir Jennu og Hreiðar
Stefánsson, sem Bókaforlag
Odds Björnssonar hefur gefið
út.
Er þetta sagan um hann Svan
litla Svansson og hún byrjar á
sjálfan afmælisdaginn hans
þegar hann verður tiu ára.
Mamma hans segir honum frá
þvi, að það sé búið að ráða
hann i sveit um sumarið og það
finnst honum ekkert tilhlökk-
unarefni. Þetta er i fyrsta skipti
sem hann fer að heiman frá
mömmu sinni. En þegar hann
kemur til Guðjóns bónda, kemst
hann fljótt að raun um, að þar
býr gott fólk og sumarið i sveit-
inni verður Svani bæði
skemmtilegt og lærdómsrikt.
Teikningar og kápumynd
hefur Baltazar gert. Fyrsta út-
gáfa af bókinni kom út 1948, en
hefur nú verið aukin og endur-
bætt.
• „Bréf til tveggja vina” er
heiti á bók, sem Mál og menning
hefur gefið út. Höfundur bókar-
innar er Magnús Stefánsson.
Rúmlega helmingur þessarar
bókar er langt bréf, sem
Magnús Stefánsson (örn Arnar-
son) skrifaöi vini sinum, Þór-
halli Jóhannessyni, lækni á
árunum 1918-20, en var raunar
aldrei sent. Bréfið var eins
konar skriftastóll, sem hann
trúði fyrir þvi, sem honum var
helgast og sárast um, sinum
innstu hugrenningum og til-
raunum til að verða skáld.
í siðari hluta bókarinnar eru
bréf til Halls Hallssonar, tann-
læknis, en með Halli og Magnúsi
var ævilöng vinátta. Þessi bréf
eru einnig merkileg heimild um
þroskaferil Magnúsar sem
skálds og manns.
• • Ot er komin hjá Stein-
holti, barnabókin „Krumm-
arnir” eftir Thöger Birkeland.
Mads — þekktari sem
Krummi — er tiu ára og býr i lit-
illi leiguibúð ásamt öðrum i
Krumborgfjölskyldunni, föð-
urnum, sem er kennari; móður-
inni sem er fóstra? stóru systur
(fimmtán ára) og litla bróður (á
öðru ári). Þetta er skemmtilegt
og þægilegt fólk, sem lendir i
ýmsu hverdagslega, og þegar
Krummi er aðalmaðurinn gerist
margt óvænt og skemmtilegt.
Hann lendir i margvislegum
ævintýrum og segir fjörlega frá.
Bókina hefur Skúli Jensson
þýtt, en teikningar i bókina
hefur Kirsten Hoffmann teikn-
að. Bókin er prentuð og sett i
Prenthúsi Hafsteins Guðmunds-
sonar.
Blomin dafna betur án moldar
Þótt ótrúlegt megi virðast er
moid núorðin óþörf við blóma-
ræktun, og það sem meira er,
blómin dafna betur, vaxa örar og
laufgast betur með nýlegri að-
ferð, sem nú er byrjað að reyna
hér á Islandi með góðum árangri.
Það vill nefnilega svo til að
plöntur lifa ekki á sjálfri mold-
inni, heldur af þeim steinefnum
og sporefnum, sem þær fá úr
rigningarvatni eða vatni sem þær
eru vökvaðar með.
Kona nokkuraustur i bæ, Hilde-
gard Þórhallsson. Karfavogi 54,
hefur fengið skrásett einkaleyfi á
uppfinningunni hér á landi, en
hugmyndin er frá Sviss.
I viðtali við blaðið fyrir
skömmu, sagði hún að þessi nýja
aðferð hefði fjölda kosta fram yfir
ræktun i mold. Má þar nefna að
vandamálið með pöddur, sem lifa
i moldinni, er að sjálfsögðu úr
sögunni, rótarskemmdir eru
óþekktar, engin mold eða vatn
berast i glugga eða borö, sem
pottarnir standa i eða á. Engin
moldarlykt er, og aldrei þarf að
skipta um fylliefnið, eins og nauð-
synlegt er að gera við blóm, rækt-
uð i mold.
I stað moldar er notaður mulinn
brenndur leir, sem er þrifalegur,
enda þveginn áður en hann er
settur i pottinn. Hann er aðeins
festa fyrir plöntuna. Pottarnir
eru af sérstakri gerð, tviskiptir. t'
neðri pottinn er látið vatn og sér-
stakt næringarefni, en i þann efri
er látið fyllingarefnið og sjálf
plantan.
Ræturnar og fylliefniö draga i
sig vatnið með næringunni i og
haldast ræturnar þvi alltaf mátu-
lega rakar. 1 neðri pottinum er
gluggi, sem sýnir hvenær þarf að
bæta vatni i pottinn, en það þarf
yfirleitt ekki nema á tveggja til
þriggja vikna fresti. Þarf fólk þvi
ekki lengur að hafa áhyggjur af
Farmhald á 2. siðu.
Fimmtudagur 14. desember 1972
Fimmtudagur 14. desember 1972
Lesið ykkur til verðlauna
Teiknið til verðlauna
Sýnið leikni ykkar og
hugmyndaflug
Bókin gefur unglingnum tækifæri til þess að tjá sig og hugmyndir sínar
í myndum tengdum efni bókarinnar. Efni bókarinnar er auðugt
myndaefni svo að það er auðvelt fyrir lesandann að grípa atburði frásagnarinnar.
Teikniarkir fylgja með bókinni og auk þess gefur b>ókin tækifæri til þess að
teikna beint í hana á hinar stóru eyður er til þess voru hugsaðar.
Lesið vatidlega bakhlið bókarinnar en hún segir það setn hér vantar.
Lestur þessarar barnabókar verður leikur jafnframt því, sem hann hefur hagrænt
gildi og á að gleðja barnið í eigin starfi.
ÞJÓÐSAGA
BYGGGARÐI SELTJARNARNESI - SÍMAR 13510, 26155 OG 17059
JÓN SKAGAN
JÓN Sl<AC,AN
AXLASkÍpCÍ
A TUNQLÍNU
MÍNNÍNÓAROQ MyNÓÍR
AXLASKIPTI
A
TUNGLINU
Ævi manna er samslunginn vefur atvika, orsaka og afleiðinga. Ráðgáta lífsins
verður því oftast torskilin og yfir henni hvílir hula óræðis og óskiljanleika.
Oft verður manni ljóst hvernig lítil atvik verða aflgjafi
stórra atburða í lífi einstaklinga og stórra hópa manna.
Við lestur þessarar bókar séra Jóns Skagans verður manni þetta ljósara
en áður. Frásögnin er öll lifandi og skemmtileg í einfaldleik
hins frásagnarglaða sögumanns.
Þessi bók er skemmtileg myndasýning úr hinu daglega lífi.
ÞJÓÐSAGA
BYGGGARÐI SELTJARNARNESI - SIMAR 13510, 26155 OG 17059
MÁLARAMEISTARINN
íHef opnað nýja glœsilega
málningavöruverzlun að
Grensásvegi 50
Þorsteinn Gíslason
málarameistari. Simi 8-49-50