Alþýðublaðið - 14.12.1972, Side 13

Alþýðublaðið - 14.12.1972, Side 13
íþróttir 2 ÞÁ ER ÞAO SÍOASTISEÐILL ÁRSIHS - OG JAFHFRAMT EINN SÁ LÉTTASTI AF ÞEIM ðLLUM Nú er deildarkeppnin hálfnuð, þar sem flesl liðin hafa leikið þetta 21 til 22 leiki og hefnr Idverpool örugga forystu með :il stig eftir 21 leik, en Arsenal er i 2. sæti með 29 stig eftir 22 leiki og Leeds er i :!ja sæti með 28 stig. i 4. og 5. sæti eru Ipswich og Chelsea með 24 stig. Á botninum er Crystal Pal. með 14 stig, en síðan kemur I.eicester með 15 og þá koma þrjú lið með 1(> stig, en það eru Man.Utd. WBA og Stoke. ÍCg gerði það að gamni minu. að lita á stöðuna i fyrra, eins og hún var eftir 21 leik og var þá Man.Utd. i 1. sæti með :t:í stig, eða tvcim stigum fleira, en Liverpool er með nú. i 2. sæti var þá Man City með 29 stig, eða sama stigafjölda og Arsenal cr með nú i 2. sæti. i :ija sæti var þá Leeds með 28 stig, eða sama stigafjölda og liðið er með nú. Á botninum var þá WBA meö 11 stig, eða þrem stigum minna, en botnliðiðer með i dag. L>á kom Nott.For. sem féll i 2. deild með 12 stig, en Crystal Pal. var i 2ja neðsta sæti með 14 stig, eða sama stigafjölda og neðsta liðið nú. Pað lýtur þvi út fyrir að keppnin ætli að verða jafnari og harðari i ár en i fyrra. l>að þarf ekki að eyða mörgum orðum um úrslitin um s.l. helgi, þvi úrslit nokkurra leikja komu svo sannarlega á övart og frammistaða spámanna blaðanna var svipuð og undanfarið. isL. blöðin voru með þetta 5 leiki rétta og þau ensku frá 2—6 leikjum réttum. Næsti getraunaseðill er nr. 28, en þctta mun jafnframt vera siðasti seöillinn fyrir jól. Nú get ég ekki annaðsé, en að þessi siðasti seðill ársins sé mun árennilegri, en þeir næstu á undan, a.m.k. þangað til við höfum séð úrslitin. Aður en ég sný mér að spánni, vil ég óska lesendum gleði- legra jóla og vonast til að þeir mæti til leiks á nýju ári vel upplagöir og hressir eftir ánægjuleg jól og áramót. Og þá kemur spá min fyrir leikinæsta laugardags: Arsenal—WBA 1 Arsenal, sem nú er i 2. sæti i 1. deild vann óvæntan sigur yfir nágrönnum sinum Tottenham á White Hart Lane um helgina, en WBA, sem er eitt af botnliðunum i deildinni gerði jafntefli á heimavelli við efsta liðiö, Liverpool. Þessi leikur ætti að vera einn af öruggum leikjum á þessum seðli, þvi liklegt má telja að Arsenal vinni öruggan sigur á High- bury á laugardaginn. Coventry—Norwich 1 Hér eigast við lið, sem bæði hafa komið nokkuð á óvart i vetur og á það þó sérstaklega við um Coventry, sem þó hefur tapað tveim siðustu leikjum. Norwich hefur ekki gengið sem bezt i siðustu leikjum og á ég þvi ekki von á öðru en heimasigri, þar sem Norwich hefur aðeins hlotið 6 stig á útivelli. Spá min er þvi heimasigur. Crystal Pal.—Man.Utd. 1 Hér eigast við tvö af botnliðunum i deildinni, þar sem Crystal Pal. er nú i neðsta sæti með 14 stig, en Man.Utd. er litlu ofar með 16 stig og bæði töpuðu þessi lið leikjum sinum um s.l. helgi. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma, ætti þetta að geta orðið jafn leikur, þar sem tvisýnt er um úrslit, en ég hef meiri trú á C.Pal. og spái þvi heimasigri. Derby—Newcastle 1 Leikmenn Derby virðast nú vera búnir að ná sinni fyrri getu, þvi liðið hefur unnið hvern sigurinn á fætur öðrum i undanförnum leikjum og um s.l. helgi unnu þeir Coventry á heimavelli. Og Derby á aftur heimaleik um næstu helgi og mætir þá Newcastle, sem náði einungis jafntefli á heima- velli gegn Southamton um s.l. helgi. Þetta ætti að vera einn af öruggu leikjunum á þessum seðli og þvi spáum við heimasigri. Everton—Tottenham X Þá fáum við erfiðan leik, þar sem leikur Everton og Tottenham er og sýnist mér erfitt að geta mér til um úrslit. Everton hefur gengið illa á heimavelli að undanförnu og fengið aöeins 1 stig af 8 mögulegum i siðustu fjórum leikjum þar. Árangur Tottenham á útivelli er i meðallagi góður, 4 sigrar, 3 jafntefli og 5 töp og þvi rétt að reikna með sömu úrslitum og i fyrra á Goddison Park, en þá varð jafntefli 1-1. Ipswich—Liverpool X Aftur erfiður leikur, þvi hér eigast við tvö af þeim liðum, sem eru i efstu röð, en Liverpoo! er sem kunnugt er i 1. sæti með 31 stig, en Ipswich i 4—5 sæti með 24 stig. Liðin gerðu jafntefli 0-0 á Fortman Road, heimavelli Ipswich og finnst mér ekki f jarri lagi að reikna með sömu úrsiitum nú. Leeds-Birmingham 1 Að venju er Leeds nú i hópi efstu liða og er nú i 3ja sæti með 28 stig, en Birmingham er aftur á móti i hópi þeirra neðstu með 17 stig. Það er þvi flest sem mælir með þvi, að þetta sé einn öruggasti leikurinn á seðlinum og að sjálf- sögðu spáum við Leeds sigri, enda hefur árangur Birming- ham á útivelli i vetur verið afar slakur. Man.City-Southampton 1 Eftir slaka byrjun hefur Man.City tekist að lyfta sér vel af botninum ogerekki lengur i neinni fallhættu. Southampton er sömuleiðis búið að tryggja stöðu sina i deildinni all vel, en hefur náð slökum árangri á útivelli, einn sigur, 5 jafntefli og 5 töp. Þar sem Man. City hefur sýnt það, að þaðer ekki auðunnið á heimavelli, spái ég hiklaust heimasigri i þessum leik. Sheff.Utd.-Leicester 1 Þetta er að minu viti nokkuð erfiöur leikur, þvi bæði þessi lið hafa náð misjöfnum árangri, leika vel i dag, en illa á morgun. En með tilliti til þess, að Sheff.Utd. leikur að þéssu sinni á heimavelli, spái ég þvi sigri, enda getur Leicester aðeins stálað af einum útisigri, auk þess sem liðið er nú i næst neðsta sæti i deildinni með aöeins 15 stig. West Ham-Stoke 1 West Ham tapaði 1-0 fyrir Leeds um s.l. helgi á heimavelli Leeds, en Stoke vann sinn fyrsta útisigur á keppnistimabil- inu með þvi að sigra Man.Utd. 2-0 á Old Trafford, og hlaut þar með tvö dýrmæt stig i baráttunni á botninum.WestHam hefur náð ágætum árangri á heimavelli i vetur og ég spái þvi hiklaust heimasigri að þessu sinni. Wolves-Chelsea 1 Úlfarnir hafa aðeins hlotið 1. stig af 10 mögulegum i sið- ustu 5 heimaleikjum sinum, en i stað þess hefur þeim gengið vel á útivelli og unnið t.d. tvo siðustu leiki sina þar. Það hlýtur að fara að koma að þvi, að liðið fari að vinna heima- leik aftur og ég spái að það takist á laugardaginn, jafnvel þótt andstæðingurinn séhið kunna lið Chelsea. Spá min er þvi heimasigur. IIRE EITT SINN SÁ BEZTI - LEIKUR Nll í Sú var tiðin að Ian Ure var einn umtalaðasti knatt- spyrnumaður Englands. Hann þótti einn bezti varnar- maður Bretlandseyja á þeim dögum, og svo til fastur maður i skozka landsliðinu. Þetta var fyrir átta árum siðan. i dag leikur Ian Ure með skozka 2. deildarliðinu St. Mirren, en það félag þekkja islendingar vel vegna veru Þórólfs Beek hjá félaginu. Og það er ekki svo gott að Ure komst þar i lið, heldur hefur hann verið varamaður hjá varaliðinu undan- farnar helgar. Meiðsli hrjá nú þennan gamalkunna kappa, og er talinn á þvf hætta að knattspyrnu- ferill hans sé á enda. Ure lék fyrst með Dundee i SkotL.lék lika með liðinu hér á Laugardalsvelli, en var seldur þaðan til Arsenál. Þar lék hann i nokkur ár, en var siðan seldur til Manchester United, og hjá þvi félagi dvaldi Ure þar til fyrir fjórum mánuðum, að United seldi hann til St. Mirren. Ian Ure lék nokkuð á fjórða hundrað deildarleiki með félögunum þremur, en skoraði aðeins 3'mörk. Hann lék 11 landsleiki fyrir Skotland. Margir munu eflaust sakna Ian Ure, hávaxna leikmannsins með hvita englahárið, Ian Ure var i meira lagi skapbráður. Að ofan er mynd af Ure, og á neðri myndinni sést hann á Arsenal dög- unum gefa Ilenis Law „einn á ’ann”, með þeim af- leiðingum aö báðum var vikið af velli. Annars voru þeir Law og Ure mestur mátar, og þeir léku samau marga leiki með skozka landsliðinu og síðar hjá Manchestcr United. VARALIÐINU sem var svoauðþekktur á vellinum, bæði vegna útlits og klaufalegs hiaupastils. En þegar út i návigi var komið, gaf hann aldrei eftir —SS. Bristol City-Burnley 2 Að venju er siðasta leikurinn á seðlinum leikur liða i 2. deild. Burnley, sem að undanförnu hefur selt hvern leik- manninn á fætur öðrum, hefur örugga forystu i 2. deild og margir spá liðinu sigri þar, þótt að visu sé nokkuð snemmt að spá um slikt, þar sem keppnin er rétt rúmlega hálfnuð. En hvað um það, þá spái ég Burnley allavega sigri i þessum leik. © Fimmtudagur 14. desember 1972

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.