Alþýðublaðið - 20.12.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.12.1972, Blaðsíða 3
Kraftajötuninn Reynir Leós- son frá Njarðvikum, lyfti um siðustu helgi vinstra framhorni á vörubil, og hefur hann þar með enn einu sinni sannað að hann er sterkastur manna hér- lendis og þótt viðar væri leitað. Samkvæmt niðurstöðum Rannsóknarstofnunar Bygg- ingariðnaðarins, sem fylgdist með þessum aflraunum, lyfti Reynir þarna tveim tonnum og 650 kilóum! Reyndar hefur sama stofnun nú kannað hversu mikið togþol þurfti til að slita þá fjötra, sem Reynir sleit sig úr i fangaklefa suður á Keflavikurflugvelli i haust. Kemurþar i ljós að hann hefur þurft að nota tæplega 12 tonna togþol til þessarar afl- raunar! Ég notaði t.d. visifingurna til að slita keðjurnar i handjárnun- um, sem þola 605 kilóa tog, sagði Reynir i viðtali við blaðið i gær, og svo meira og minna allan likamann við að slita hitt! Hver keðja, hengilás, fóta- og handjárn, hafa nú verið rann- sökuð til hlitar, og staðfestir Rannsóknarstofnunin að allur útbúnaðurinn hafi haft fullan styrkleika. Atriðið, þegar Reynir lyfti vörubilnum siðustu helgi, verður fellt inn i kvikmyndina, sem verið er að gera um afl- raunir hans, og blaðið hefur áður skyrt frá. Hún verður væntanlega tilbú- in snemma á næsta ári og hefj- ast þá þegar sýningar á henni. HIFIR HALFT ÞRIÐJA TONN Smyglvara í Fjallfossi Tollverðir fundu smygl- varning um borð i Fjallfossi er skipið var i Reykjavikur liöfn i gær. Við fyrstu leit fundust fjórir kassar af áfengi, eða 48 flöskur, og nokkur þúsund vi ndlingar. Af þcssu tilefni var gerð all- viðtæk leit i skipinu i allan gærdag, og ráðgert er að halda leit cnn áfram i dag. Tveir skipverjar hafa gefið sig fram sem eigendur að þvi smygli sem fannst i gær. Samkvæmt upplýsingum tollgæz.lustjóra, er enn ekki ráðgert að kyrrsetja skipið i Reykjavikurhöfn vegna leitar. EKKERT ÚTVARP í SÓPANA STORAUKIÐ FÆRATJÚN Veiðarfæratjón hefur stór- aukist hjá islenzka togara- flotanum á þessu ári, og eru dæmi til þess, að kostnaður vegna veiðarfæra hafi tvö- faldast hjá einstaka togara. „Það er ekki fjærri lagi að veiðarfærakostnaðurinn hafi tvöfaldast hjá tog- urunum okkar, og nemur útgjaldaaukningin 10 millj- ónum”, sagði Gisli Konr- áðsson framkvæmdastjóri tJtgerðarfélags Akureyr- inga i samtali við Alþýðublaðið i gær. Kæmi þetta sér ákaflega illa, fyrir útgerðarfélögin, sem rekin væru með tapi. „Bæði útgerðin og vinnslan VEIÐAR- TOGARA hjá okkur hér á Akureyri var rekin með tapi i sumar, bæði vegna lélegs afla og svo vegna þess að fiskurinn sem veiddist gaf litið af sér i vinnslu.” Ástæðuna fyrir þessa mikla veiðarfæratjóni togaranna kvað Gisla vera þá, að i fiskleysinu leituðu þeir fyrir sér á öllum mögulegum stöðum, einnig þar sem botninn væri hrjúfur og ósl- éttur, til dæmis hraun. Sagði Gisli að vel mætti imynda sér hvernig hagur útgerðarinnar væri i dag, þegar saman fer fiskleysi og stóraukið veiðafæratjón. .Bullandi hækkanir’ hjá borgarstofnunum „Það er alveg ljóst, að i raun- inni þurfa gjaldskrár rafmagns- veitunnar, hitaveitunnar og strætisvagnanna að hækka um- fram það, sem áður hefur verið boðað, vegna gengisfellingar krónunnar”, sagði Eggert Jóns- son, borgarhagfræðingur, i sam- tali við Alþýðublaðið i gær. Eins og Alþýðublaðið skýrði frá 8. desember s.l. hafa verulegar hækkanir verið boðaðar á all- flestri þjónustu Reykjavikur- borgar og borgarstofnana á næsta ári, en vegna efnahagsaðgerða rikisstjórnarinnar má gera ráð fyrir, að allar þessar hækkanir verði stærri i sniðum en fyrst var búizt við. „Það verða að sjálfsögðu bull- andi hækkanir á öllum rekturs- kostnaði borgarstofnana og sömuleiðis hjá borgarsjóði sjálf- um vegna gengisfellingarinnar, en þar sem enn er óljóst, hve mikil gengisfellingin verður i raun, er ekki hægt að segja með neinni vissu, hversu mikil þessi útgjaldaaukning verður, né að hve miklu leyti hún kemur fram á gjaldskrám hinna ýmsu borgar- stofnana”, sagði Jón Tómasson, Gjaldskrár þurfa enn að hækka skrifstofustjóri borgarstjórans i Reykjavik. „ Framhald á bls.4. GJALDEYRIS- VIÐSKIPTIN AUar líkur bentu til þess i gærkvöldi, að gjaldeyris- deildir bankanna myndu opna að nýju i dag, en þær liafa verið lokaðar siðan á mánudag vegna gengisfell- ingar krónunnar. Má gera ráð fyrir, að tals- verður handagangur verði i öskjunni, þegar gjaldeyris- viðskiptin hefjast á nýjan lcik, i þessum mikla við- skiptamánuði. — Fimm nýir strætis- vagnar hækkuðu um væna Strætisvagnar Reykjavikur „brunnu inni” með fimm nýja strætisvagna við gengisfelling- una, og hækkar kaupverð þeirra samtals um 1250 þúsund krónur, eða 250 þús. krónur hver vagn. Þetta voru einu áhrifin af geng- milljon! islellingunni, sem Eirikur Ásgeirsson, forstjóri SVR, gat gel'ið Alþýðublaðinu i beinum töl- um, þegar við höfðum tal af hon- um i gær, þar eð útreikningum var ekki lokið. >S[q g pleqtUBj ( DOLLARINN UPP ÍHUNDRAÐKALL Það er engin „litil” 10,7% gengisfelling, sem ráðagerðir rikisstjórnarinnar og Seðla- bankans ganga út á. Ef sam- þykkt verður stjórnarfrum- varpið um ráðstafanir vegna ákvörðunar um nýtt gengi isl. kr., sem er nú til meðferðar á Alþingi, þá getur gengisfellingin numið hvorki meira né minna, en 14.5% og verðið á Banda- rikjadollar getur stigið úr u.þ.b. 88 isl. kr., eins og verið hefur, upp i kr. 100.78. Astæðan til þessa er sú, að i stjórnarfrumvarpinu um ráð- stafanir vegna nýs gengis er lagt til, að i stað þess að hingað til hafa verið leyfðar gengis- breytingar, sem að fráviki geti orðið 1% upp eða niður frá skráðu meðalgengi, án þess að talið sé að um raunverulega gengisbreytingu sé að ræða, þá verði þetta „flot” aukiö i 2,25% frá skráðu stofngengi upp eða niður. Verði þessi nýju ákvæði samþykkt getur Seðlabandi ls- lands i stað þess að lála gengi Bandarikjadollarsins (og ann- arra mynta i sama hlutfalli) „fljóta” á milli markanna kr. 97.60 og kr. 99.40 — skráð gengi eftir 10,7% gengisfellingu hreyft gengið innan markanna kr. 96,34 og kr. 100,78 miðað við sama skráð stofngengi, án þess að talið sé að um raunverulega gengisbreytingu sé að ræða. Þetla ,, flot” er ekkert smáræði, — röskl. 4ra kr. mismunur á gengi miðað við dollar og hvorki innflytjendur né útflytjendur eru sælir af þvi, að þurfa að renna fyrirfram svo blint i sjó- inn með kaup og sölu á varningi. Þannig gripur rikisstjórnin hvert úrræðið af öðru til þess að reyna að fela inntak þeirra ráð- stafana, sem gera á. Gengisfell- ing, sem getur orðið hvorki meira né minna, en um 14.5% er túlkuð fyrir almenningi sem 10,7% lækkun á verðgilidi is- lenzku krónunnar gagnvart er- lendum myntum. I Eins og fram kom i fréttum fyrir nokkru, fóru stjórnendur á götusópum i Reykjavik þess á leit við stjórn Vélamiðstöðvar Reykjavikurborgar, að sett yrðu útvörp i vinnutækin. Stjórn Vélamiðstöðvarinnar lagðist gegn þessari ósk starfs- mannanna og á siðasta fundi borgarráðs var afstaða stjórnar- innar samþykkt með fjórum at- kvæðum gegn einu. Stjórnendur götusópanna fá þannig ekki að hlusta á útvarp STÓRVELDIN HðMUÐUST 6EGN ÍSLENZKU TILLðGUNNI Eins og sagt var i blaðinu i gær var tillaga Islands um yfirráð rikja yfir auðlindum landgrunns- hafsins einróma samþykkt á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna á mánudaginn með 102 atkvæðum — en 22 riki sátu hjá. 1 gær bárust okkur nánari fregnir af gangi málsins, og sam- kvæmt þeim beittu stórveldin Bandarikin, Sovétrikin, og Bret- land sér harðlega gegn fyrstu grein tillögunnar og vildu fáþvi framgengt, að samþykktin helói ekki áhrif á ályktanir Hafréttar- ráðstefnuna 1974. Afghanistan bar fram tillögu þess efnis, en hún var felld með 50 atkvæðum gegn 45 , en 28 sátu hjá. Fjöldi annarra breytingartil- j lagna var borinn fram, en allar felldar. Eitt riki stóð með Islend- ingum i öllum þessum atkvæða- greiöslum gegnum þykkt og þunnt, en það var Israel. Þau riki, sem sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna um tillöguna i heild, voru: Afghanistan, Austur- riki, Bahrain, Belgia, Bólivia, Danmörk, Finnland, ttalia, Japan, Liberia, Luxembourg, Holland, Noregur, Paraguay, Portúgal, Singapore. Suður- Afrika, Spánn, Sviþjóð, Thailand, Bretland og Bandarikin. Sovétrikin og Austur-Evrópu- löndin greiddu atkvæði með til- lögunni við lokaatkvæðagreiðsl- una. Miövikudagur 20. desember 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.