Alþýðublaðið - 20.12.1972, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 20.12.1972, Blaðsíða 13
Iþróttir 1 TVEIR ISLENZKIR GERA ÞAÐ ROTT I SVÍMÖD Tveir islenzkir handknattleiks- menn hafa gert það gott i 1. deild- inni sænsku að undanförnu. Er um að ræða þá Jón Hjaltalin Magnússon sem leikið hefur ineð I.ugi, og Hilmar Björnsson fyrr- um landsliðsþjálfara, sem leikið hefur með sjálfum sænsku meist- urunum, Hellas. Er Hellas þessa stundina i efsta sæti i 1. deildinni sænsku. Hilmar er staddur hér á tslandi i jólaleyfi sem stendur, og verður liann hér fram til 10. janúar. Hann hafði hug a þvi að leika með sinu gamla félagi KR einn eða tvo leiki, en úr þvi verður ekki, þar eð KR á enga leiki þann tima sem Hilmar dvelur hér. Hilmar hefur stundað nám i iþróttaháskóla i Stokkhólmi frá i haust, og jafnframt æft með Hell- as sem er Stokkhólmslið. Er skól- inn mjög strangur að sögn Hilm- ars, og litið um fristundir. Námið i skólanum tekur tvö ár, nema þá að Hilmar haldi áfram og taki doktorspróf. Þá lengist námið að sjálfsögðu. Hilmar hefur verið fastur maður i liði Hellas frá i haust, og er það mikill heiður, þvi Hellas er tvimælalaust eitt allra sterkasta félagslið Norðurlandanna um þessar mundir. Að sögn Hilmars, skorar hann ekki mikið fyrir liðið, enda hefur það á að skipa nægum skyttum sem sjá um þá hlið mál- anna. Má þar nefna landsliðs- ? mennina Jöran Kjell og Lennart j Eriksson, en sá siðarnefndi hefur i leikið nálægt 100 landsleiki. Þá I hefur Hellas einnig á að skipa í landsliðsmarkverði, Frank Stöm. ! Sem fyrr segir hefur Hilmar leikið marga leiki með Hellas, og um daginn fór hann með félaginu i viku ferð til lsrael, þar sem liðið lék i 1. umferð Evrópukeppninn- ar. Jón Magnússon er að vanda markhæasti leikmaður Lugi, en félaginu hefur ekki gengið sem bezt að undanförnu, er i þriðja sæti að neðan. Liðið er að sögn Hilmars að mestu skipað stór- skyttum, sem skjóti og skjóti, en litil hugsun sé i leik þess. t —SS. HILMAROG JÓN „OG NÚ VANN KR 82:78 IBK SIGRAÐI ÞROTT OG HEFUR FORUSTU Keflviskir handknattleiksmenn l liai'a heldur betur komið á óvart ] upp á siðkastið. Enginn reiknaði með miklum afrekum hjá liði ÍBK i 2. deild, en þvert ofan i allar | spár, hefur liðið nú tekið forystu i deildinni, og lagt að velli tvo af erfiðari mótherjunum, Gróttu og Þrótt. Á sunnudagskvöldið sigraði ÍBK lið Þróttar mjög óvænt en sanngjarnt 19:16, en Þróttur hafði ásamt Þór frá Akureyri verið talinn liklegasti sigurvegarinn i 2. deild. 1 hálfleik var staðan 9:8. Uppistaðan i liði ÍBK eru knatt- spyrnumenn Keflvikinga, og má þar nefna Þorstein ólafsson, Guðna Kjartansson, Steinar Jó- hannsson og Ástráð Gunnarsson. Liðið leikur hægan handknattleik og veit sin takmörk. Að sögn Sigga Steindórs i Keflavik, stefnir IBK markvisst að 1. deild. KA kom suður um helgina og lék tvo leiki, sigraði Stjörnuna 33:14, en tapaði fyrir Gróttu 24:23. -SS. VERÐA MARGIR MEÐ? Tilkynningar um þátttöku i Landsmótum og Bikarkcppni K.S.Í. fyrir árið 1973 skulu hafa borizt K.S.Í. fyrir I. janúar, 1973. Með hverri tilkynningu skal senda þátttökugjöld, sem hér seg- ir: Landsmót: 1. deild Kr. 2.500.00 2. deild Kr. 1.500.00 3. deild Kr. 1.000.00 2. flokkur Kr. 500.00 3. flokkur Kr. 500.00 4. flokkur Kr. 500.00 5. flokkur Kr. 500.00 Bikarkeppni K.S.t. Meistarafl. Kr. 1.000.00 1. flokkur Kr. 500.00 2. flokkur Kr. 500.00 Þátttökutilkynningar skulu berast i ábyrgðarpósti til Móta- nefndar K.S.t., P.O . Box 1011, Réit einu sinni var allt við suöumark er erkióvin- ir IR og KR mættust í úr- slitaleik Reykjavíkur- mótsinsi körfuknattleik á mánudagskvöldiö. Mót þetta er betur þekkt meðal almennings sem „leynimótiö", vegna þeirrar leyndar sem hvilt hefur vfir mótinu. KR reyndist þegar til kom sterkari aðilinn í leiknum á mánudags- kvöld, og hreppir þvi sæmdarheitið Reykja- víkurmeistari i körfu- knattleik 1972. Lokatölur leiksins urðu 82:78 KR i vil, en í hálfleik hafði IR yfir 40:34. Hér á eftir fer frásögn af leiknum. Það var sama gamla spennan þegar KR og 1R mættust i Ur- slitaleik Reykjavikurmótsins, en það sem hefur verið einna mest einkennandi i viðureignum þessara liða, er að lang flestir leikirnir hafa verið jafnir og spennandi. Það var Birgir Guðbjörnsson sem gerði fyrstu körfu leiksins fyrir KR, en Einar SigfUsson jafnaði fyrir 1R og siðan leit Ut fyrir að 1R ætlaði að fara með stórsigur af hólmi, þvi þeir komust i 15:5, 31:24 og 40:28, en KR geröi siðustu sex stig hálf- leiksins og minnkaði muninn niður i sex stig. KR-ingar byrja siðari hálf- leikinn af krafti og eftir nokkrar minUtur er staðan 52:50 fyrir tR en siðan skorar 1R næstu stig Myndin hér til hliðar er af nýbökuðum Reykja- víkurmeisturum KR í körfuknattleik. Efri röð frá vinstri: Jón Otti Jónsson, þjálfari, Hilmar Viktorsson, Hjörtur Hansson, Magnús Guð- björnsson, Bjarni Jóhannsson og Einar Sæmundsson, formaður KR. Neðri röð frá vinstri: Sófus Guðjónsson, Kristinn Stefánsson, Guttormur ólafsson, Gunnar Gunnarsson og Þorvaldur Blöndal. og staðan breytist i 57:52, en þegar hér er komið sögu taka KR-ingar svo sannarlega á hon- um stóra sinum og Kolbeinn Pálsson kemur KR yfir 64:63 og skorar aftur 66:63. Og hafði KR siðan yfir allan lokakafla leiksins en oft munaði litlu t.d. 70:67, 74:70, 74:72 og 78:76 en þessar tölur gefa rétta mynd af baráttunni siðast i leiknum. Kolbeinn Pálsson reyndist með öllu óstöðvandi i leiknum og var bezti maður vallarins, þá áttu Birgir, Gunnar, Kristinn og Bjarni allir góðan leik fyrir KR. Anton Bjarnason bar af hjá lRy en Kristinn átti og þokkalegan leik. KR saknaði Guttorms Ólafs- sonar, en hann var veikur og auk þess var Hjörtur Hansson meiddur þótt hann léki i nokkr- ar min. Birgir Jakobsson lék ekki með 1R i leiknum, en Pétur Böðvars- son lék á ný með liðinu. Stigin: KR: Kolbeinn 36, Birgir 15 og Kristinn 12. 1R: Anton 27, Kristinn 15 og Kolbeinn Kristinsson 14. Vitaskot: KR: 16:12. 1R: 24:17. Með þessum sigri sinum hefur KR tryggt sér Reykjavikur- meistaratitilinn, og er eina tap- lausa liðiö á keppnistimabilinu. A undan leik KR og 1R léku Ármann og IS og einnig þar var um jafna og spennandi keppni að ræða þar sem Iþróttafélag StUdenta sigraði 71:69. (36:30) Jón Sigurðsson átti góðan leik að þessu sinni og gerði 21 stig fyrir Ármann en nafni hans Björgvinsson gerði 20. Bjarni Gunnar Sveinsson og Steinn Sveinsson voru beztir hjá IS. P.K. Þorsteinn góður Þorsteinn Hallgrimsson hefur að undanförnu gert það gott hjá danska körfuknattleiksliðinu - Sisu. Er félag hans nú efst i 1. deild i Daninörku með 18 stig EKTIR 9 leiki, þ.e. fullt hús stiga. Er ekki fyrirsjáanlegt annað en Þorsteinn leiði Sisu enn einu sinni til sieurs ENN ALLT A SUflUPUNKTI ER IR OG KR MÆTTUST... 0 Miðvikudagur 20. desember 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.