Alþýðublaðið - 20.12.1972, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 20.12.1972, Blaðsíða 9
HELGI SÆMUNDSSON UM bækar HIN LHINA TÍB Ingólfur Kristjánsson: Dægur og ár. Ljóö. Ai- menna bókaféiagið. Prentsmið jan Oddi. Reykjavik 1972. LANGT er siðan við Ingólfur Kristjánsson vorum ungir. Hann gaf út fyrstu bók sina 1941. Hún hét Dagmálog flutti æsku- ljóð höfundar. Ingðlfur gaf svo út aðra kvæðabók sina Birkilauf 1948, en helgaði sig brátt sagna- gerð og ævisagnaritun jafnhliða blaðamennsku. Mun Ingólfur sennilega hafa orðið fyrir von- brigðum af ljóðagerð sinni. Hlutur hans á þeim vettvangi gat ekki heldur talizt nein upp- grip. Hann var reyndar hag- mæltur vel, dró stundum skemmtilegar svipmyndir fáum dráttum og hafði i frammi glettna ádeilu, en áferð kvæð- anna var áfátt. Ingólfur lagði þó aldrei ljóðagerð alveg á hilluna, og i þriöju kvæðabók sinni Og jörðin snýst ...frá 1957 freistaði hann nýjungar. Þar reyndi hann að losa sig úr rimfjötrunum, sem háðu mörgum fyrri kvæð- um hans, en tókst ekki sem skyldi að ná tökum á hinni nýju aðferö. Nú eru liðin fimmtán ár siðan, en Ingólfur hefur engan veginn gefizt upp. Dægur og ár ermun veigameiri ljóðabók hin- um fyrri. Órimuðu ljóðin bera af hefðbundnu kvæðunum, og vinnubrögð skáldsins eru sýnu hnitmiöaðri og listrænni en áð- ur. Bókin telst varla rishá, en samfelld og geðþekk. Ingólfur temur sér hófsemi, en orðaval hans skortir fjölbreytni, og ljóð- still hans er enn helzt til svip- daufur. Samt er hann sjálfstæð- ur og persónulegur, en málfarið ljær ekki alltaf hugmyndunum vængi. Hins vegar vitna kvæðin um einlægni, sem minnir jafn-' vel á trúnaðartraust. Ingólfur litur gjarnan til baka og ihugar liðna tið. Þar felst og 'reynsla hans sem skálds. Mér finnst hann vaxa af þessari bók og vera á réttri Ieið. Kvæði eins og „Gróin eru spor þin” er athyglisverð tilraun, en skáldið ofhleður það myndum. Svona hughrif verða helzt túlk- ub með hugkvæmnislegri sam- likingu, en Ingólfur reynir eins konar stallagang: Gróin eru spor þin og gata minninganna, sem liggur um hjarta mitt. Hemuð eru vötnin á heiðum frammi, sem spegla augu þin. Hrimguð eru sóllönd sumarbjartra daga — dimm nótt hylur þig. Ljóðið „Keisarinn og klæð- skerinn” byggist hins vegar á samlikingu, sem ber uppi laun- drjúga ádeilu þess, svo að úr verður myndræn hugvekja. Þar er um að ræða sérstöðu, sem Ingólfur ætti að leggja rækt við: Enginn er betur klæddur i rikinu en sjálfur keisarinn. Sjáið nýju fötin, hvað þau fara honum vel! En hvort eru það hirðvefararnir og klæðskeri keisarans eða keisarinn sjálfur, sem lýðurinn dáir? Litla barnið úr ævintýrinu er löngu fullorðið og enginn ljóstrar þvi upp framar að hann sé nakinn. Sama aðferð er höfð i frammi i kvæðinu „Litbrigði”, þó að ort sé af allt öðru tilefni. Það lætur ekki mikið yfir sér, en er harla snotur skáldskapur og glöggt dæmi um hin nýju vinnubrögð: Blátt haf — og himinn yfir blágrár með möskva smáa til að fanga stjörnurnar, sem gægjast fram að spegla sig i bláu hafinu. Bjartur himinn — og hafið undir eins og þanið net til að fanga skýin, sem sigla um loftið og skyggja á blátt hvel, svo að blikandi stjörnur sjá ekki mynd sina i silfurspegli hafsins. En netið er veiðið það glitrar af litbrigðum og senn er ekkert ský eftir á himninum. Sumum mun þykja kvæði eins og ,,ókunn eru höfin” álitlegra, en mér er þetta ljóð hugstæð- ara. Lifsskoðun Ingólfs felst ef til vill fremur i boðskap hans um ferðina miklu á farkostinum smáa, er fram streyma dægur og ár, en hin myndin er einlæg- ari og listrænni, þrátt fyrir hæversku skáldsins. Ingólfi Kristjánssyni tekst betur, þegar hann reynir að gera smátt stórt, en ef hann hættir á, að stórt verði smátt. Laust embætti, er forseti íslands veitir Héraðslæknisembætti i Flateyrarhéraði er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknarfrestur er til 20. janúar 1973. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 18. desember 1972. UMHVERFISAAORÐIÐ í VÍETNAM HEFUR ÞRIÐJUNGI SVEITANNA VERIÐ BREYTT GRODURLEYSI Slikt er umhverfisstrið Bandarikjanna í Indókína, sem ekki var rætt á ráð- stefnu Sameinuðu þjóð- anna um umhverfisvernd. Nokkrar afleiðingar af umhverfismorði Banda- rikjanna i Vietnam eru þessar: • 20 milljón sprengjugígir i' Suður-Víetnam. • Rís, sem nægir 900 þús- undum manna til matar í meira en ár, hefur verið eyðilagður með öllu. •30 prósentum sveitanna í Suður-Víetnam hefur verið breytt í gróðurleysu eins og er á tunglinu. Alþjóðlega nefndin til að rann- saka striðsglæpi Bandarikjanna i Indókina stóð fyrir miklum kynn- ingarfundi dagana áður en ráð- stefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfisvernd kom saman. Margir heimskunnir sérfræðing- ar lögðu þar fram nýjar skýrslur um hernaðarrekstur Bandarikj anna. Þar var sendinefnd frá Norður- Vietnam, og hét oddvitinn Mai Lam hersir. En mesta eftirtekt vakti skýrsla bandarisku prófess- oranna Berts Pfeiffers og Arthurs Westings. Þeir sýndu með kvik- myndum hvernig hernaðurinn gegn umhverfinu fer fram i Suður-Vietnam. Þessir prófessorar hafa hvað eftir annað komið til Indókina — bæði til Suður- og Norður-Viet- nam. Siðast voru þeir þar haustið 1971. Þeir skiptu skýrslunni um um- hverfismorð Bandarikjanna, árásum þeirra á land og lýð i Indókina, i þrjá þætti: eiturefna- styrjöld, tröllslega jarðýtuáætlun og sprengjuvarp. Sprengjuvarpið, segja þeir, er að sjálfsögðu sá þátturinn sem viðtækastar og alvarlegastar af- leiðingar hefur fyrir fólk og um- hverfi. Þrenns konar stríð Bert Pfeiffer lýsir þessum þremur þáttum styrjaldarinnar á þennan veg: — Eiturefnastriðið hefur verið stöðvað i bili að undirlagi Nixons, eftir að það hefur geisað tillits- laust i sex eða sjö ár. Eiturdreif- ingunni hefur verið beint gegn einhverju einu, sem máli gat skipt. Meira en 30 prósent af sveitunum i Vietnam hefur beðið alvarlegt tjón. Skógarviður, sem átti að nægja handa Suður- Vietnam i þrjá áratugi, hefur ver- ið eyðilagður með öllu. Helming- ur allra mangrove-skóga i land- inu hefur farið sömu leið. Timbur er mikilvægasta byggingarefni i Indókina. Eldsneyti fæst einkum úr mangrove-skógunum, þvi að úr þeim eru trjákol unnin. Hrisgrjón sem nægt hefðu 900 þúsund manna til fæðis i meira en ár, hafa verið eyðilögð með öllu. Eitrið hefur einnig valdið erfðabreytingum, og mikið er um fæðingar vanskapaðra barna á þeim svæðum, sem orðið hafa fyrir eitrinu. t staðinn fyrir eiturefnastriðið hafa Bandarikin nú tekið til við yfirgripsmikla notkun jarðýtu- frá <1J1 umsjónarmaður Ólafur Þ. Harðarson plóga. Þeir eru tröllslegir að stærð, blöðin á þeim ein vega þálft þriðja tonn og eru 6 til 7 metrar á lengd. Þeir plægja nú upp alla jörð á þeim svæðum, sem Bandarikjamenn hafa grun um, að hermenn þjóðfrelsisfylkingar- innar séu á. Þetta er raunar skefjalaus árás á fólkið sem ekki er undir vopnum. Þegar ég kom til Suður-Viet- nam i naust er leið, voru 150 slikir plógar i gangi. Þeir hafa lokið við að plægja fullkomlega i sundur landsvæði, sem er stærra en Luxemburg að flatarmáli. Engin lifandi vera er finnanleg, þar sem plógarnirhafa farið um. Plæging- in hefur enn háskalegri eftirköst en eiturdreifingin, enginn veit, hvort þar vex nokkur tima gróð- ur. Þriðja og versta tegundin af umhverfishernaðinum eru sprengjurnar. Bandarikin hafa sem stendur þúsund hernaðar- flugvélar i loftflota sinum, og er það met i styrjöldinni i Indókina. I 6,5milljónum tonna af sprengj- um hefur verið varpað, og er það mörgum sinnum meira en i allri siðari heimsstyrjöldinni. Og þessu hefur verið fleygt á svæði, sem er svipað Texas að stærð og með 49 milljónum ibúa. Hinar stórvöxnu sprengjuflug- vélar af gerðinni B-52 fara 30 sprengjuferðir á dag til árásar. Þær fara sex eða sjö saman, og hver flugvél varpar 108 250-kiló- gramma sprengjum. Hver sprengja býr til gig, sem er tiu metrar að þvermáli og fjórir til fimm metrar á dýpt. ★ Víetnömsk börn á flótta undan napalm-sprengjum bandaríska NATO-hersins. Þennan sama her hýsum við hér suður á Miðnesheiði. Gigarnir fyllast af vatni og eru tilvalin gróðurstiga fyrir smit- berandi skordýr, t.d. malariu- fluguna. Gróður er enginn i gig- unum, og þeir gera litt eða ekki fært að rækta ris á landinu, svo að eitthvað sé nefnt. — Hver er þá tilgangurinn með umhverfisstriðinu? spyr Frihet Pfeiffer prófessor. Tilgangurinn er tvenns konar. Sumpart er ætlunin að gera með öllu ólift á þeim svæðum, sem leyst hafa verið úr ánauð, og i Norður-Vietnam er markmiðið að koma i veg fyrir, að þar geti nokkurt menningarlif eða nokk- urt lif átt sér stað. Það á að út- rýma bæði fólkinu og lifsbjörg þess. En sumpart er þetta gert til þess að einangra ibúana frá frelsishreyfingunni i Suður-Viet- nam, Laos og Kambodiu. Þar er árásunum beint gegn svæðum, sem enn hafa ekki verið frelsuð. Með umhverfisstriðinu reyna Bandarikin að neyða landsfólkið til þess að yfirgefa sveit sina og leita til risavaxinna flóttamanna- búða, sem herinn hefur umsjón með og eru i grennd við stórborg- ir, þar sem Bandarikjamenn ráða lögum og lofum. í þessum flótta- mannabúðum búa nú milljónir manna i Indókina við hin verstu félagslegu kjör, þvi að þar má segja að ekkert skipulag sé á neinu. Styrjöldin neyðir landsmenn lika tilaðhverfa til borganna, þar sem margmenni er þegar langt um of og lifshættir gagnsósa af spillingu. Og eymdarhverfunum þar verður ekki lýst. Saigon er þéttbýlasti staður i veröldinni. Umhverfisstrið Bandarikjanna hefur hrakið nálægt tiu milljónir af þeim 38 milljónum manna, sem byggja Suður-Vietnam, Laos og Kambodiu, á flótta undan sprengjuregninu. Fjórði hver maður i Indókina er þannig flóttamaður i sjálfs sins landi. óbugandi fólk. — Hvað virðist yður um frel sishreyfinguna og Norður- Vietnam? — Norður-Vietnam er samfé- lag, sem starfar á allt annan hátt en á sér stað i þeim hlutum Suður- Vietnams, sem herforingja- stjórnin i Saigon ræður yfir. Menn starfa þar saman og finna sterk- lega til samábyrgðar i baráttu sinni. Þjóðin tekur öll þátt i hinni sósialisku uppbyggingu þar og Norður-Vietnam er miðstöð bar- áttunnar. Frelsishreyfingin stefnir að fyllilega réttlætanlegu marki með baráttu sinni, og þvi fleiri sprengjum sem Bandarikin varpa úr lofti, þvi ötullegar styðja landsmenn frelsishreyfinguna. Baráttuhugur og þrek fólksins i Indókina er óbugandi, og það mun sigra að lokum. En ég geri mér vonir um, eins og fólkið þar, að friðsamleg stjórnmálalausn náist á styrjöldinni. Hún næst ekki nema með þvi móti, að Bandarik- in undirriti friðarsamningana en Bandarikin hafa til þessa svarað sérhverri friðarum leitan frá Norður-Vietnam eða bráða- birgða-byltingarstjórninni með auknu sprengjukasti. ■A VÍETNAM-FUNDUR í DAG 'K' Víetnamnefndin boðar til fundar í dag, miðvikudaginn 20. desember í tilefni 12 M ára afmælis Þjóðfrelsisfylkingarinnar í Víetnam. Fundurinn hefst klukkan 8.00 í Stúdentaheimilinu við Hringbraut. Á fundinum flytur Ólafur Gfslason stutt á- varpog þarverður skipulögð sala á nýút- komnu blaði Vietnamnefndarinnar, SAMSTAÐA MEÐ VIETNAM. Einnig er ætlunin að skipuleggja fjársöfnun til Þjóðfrelsisfylkingarinnar. ÞÚ ERT EKKIEDLILEGUR EFTIR AD HAFA DRUKKID KAFFI Þegar þú drekkur bolla af sterku kaffi fer ákveðin atburðarás af stað i likama þinum. Starfsemi lungnanna eykst um 13%, hjartað slær 15% hraðar, hit- inn i maganum ris snögglega um 10 til 15 gráöur á Fahrenheit, munn- vatnskirtlarnir auka framleiðslu sina um hclming, nýrun starfa tvö- falt á við venjulega, sýrustig magavökvans eykst um 400%, blóöæöarnar i heiianum dragast saman og æðarnar i kringum hjart- að vikka töluvert út. Uppgötvanir Hraði efnaskiptanna i likama yð- ar, þ.e.a.s. hve hratt likaminn breytir næringu i orku, eykst um a.m.k. 25%. Þetta eru nokkrar þær niðurstöð- ur, sem hópur bandariskra vis- indamanna og lækna hafa fengið eftir meira en árs langar rannsókn- ir á áhrifum kaffineyzlu. En hafðu engar áhyggjur — jafn- vel þótt enn meiri áhrif séu finnan- leg af neyzlu þriggja eða fjögurra kaffibolla en eins. Kaffið sleppur „heilskinna” i gegn um prófraun- ina. En samt sem áður segir fólk, sem er andvigt kaffi — og það eru vissu- lega nokkrir — að koffein, sem er þýðingarmikið efni bæði i kaffi og te og einnig i mörgum gosdrykkj- um, sé mjög eitrað efni. Én koff- einið er einmitt það efni, sem „lyftir undir okkur”, þegar við neytum þessara drykkja. Lifshættulegur skammtur Það er nóg, að örsmáum dropa af koffeini sé sprautað undir skinnið á mús til þess að dýrið deyi áður en fyrsta minútan er liðin. Ef svipuðu magni af efninu væri sprautað i vöðva á manni myndi afleiðingin verða lömun vöðvans, jafnvel heilaskemmdir. En við ættum samt engar áhyggjur að þurfa að hafa,að þvi er sérfræðingarnir segja. Jafnvel þegar við drekkum svartasta kaffi hendir ekki neitt skaðvænlegt. Astæðan er að mestu leyti sú, að nær þvi allt koffeinið i kaffinu er hreinsað umsvifalaust burtu fyrir tilverknað nýrnanna. Miðað við eðlilega neyzlu kaffis — svo sem eins og fimm bolla á dag — er ekki hægt að merkja nein slæm áhrif hjá 99 af 100 kaffineyt- endum. Þessi eini hundraðshluti eru þeir, sem „sýna óhagstæða svörun við áhrifum koffeins og geta þess vegna ekki neytt kaffis án óæski- legra afleiðinga”. Þeir eru þvi ekki liklegir að vera miklir kaffisvelgir eða að hafa sérstakt uppáhald á þeim drykk. Fyrir flest okkar, sem njótum hressingarinnar af þvi að drekka vorn daglega kaffibolla, er kaffið „sennilega það meinlausasta af þeim fjölmörgu lyfjum, sem mann- kynið hefur bundizt”. Og þaö er likast til jafn gott, þvi með degi hverjum neytum við meira af kaffi. 1 flestum siðmenntuðum löndum heims er nú drukkið u.þ.b. 50% meira kaffi, en fyrir 10 árum. Það samsvarar meira en tvöföldu þvi magni mjólkur, sem neytt er, f jór- um sinnum þvi magni af bjór, sem drukkinn er, þreföldu þvi magni af gosdrykkjum, sem notaðir eru og fimmtugföldu þvi magni af sterku áfengi, sem neytt er i þessum lönd- um. Og sem viðbótarupplýsingar til kaffisvelgjanna: Miðað við að drukknir séu færri en fjórir bollar af kaffi i einu, þá hverfa áhrifin á likama neytandans mjög fljótt, — venjulega innan fárra minútna. 0 Kaffidrykkjan orsakar aukið starfsálag á hjarta þitt, nýru og eitla að sögn vísindamanna. En fyrir flest okkar er það vel þess virði. ---------------------------- ------------------------------------------------------------------------------------Q

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.