Alþýðublaðið - 20.12.1972, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.12.1972, Blaðsíða 4
»«, tJX VE GSBANKI ÍSLANDS I sparisjóðsdeildum Útvegsbanka isiands, fáið þér afhentan sparibauk, við opnun nýs sparisjóðsreiknings, með 200 kr. inn- leggi. ,,Trölla“ sparibaukur og sparisjóðsbók er skemmtileg gjöf tii barna og unglinga, auk þeirra hollu uppeldisáhrifa, sem hún hefur. Forðist jólaös, komið nú þegar í næstu sparisjóðsdeild bankans og fáið nytsama og skemmtilega jólagjöf fyrir aðeins kr. 200.00. HANSA-húsgögn H A N S A - gluggatjöld HANSA-kappar H A N S A - veizlubakkar Ferðir strandferðaskipa M/S Herjólfur 22/12 frá Rv kl. 19.00 til Ve 23/12 frá Ve kl. 13.00 til Þh 23/12 frá Þh kl. 17.00 til Ve 23/12 frá Ve kl. 21.00 til Rv 27/12 frá Rv kl. 21.00 til Ve 28/12 frá Ve kl. 21.00 til Rv 29/12 frá Rv kl. 19.00 til Ve 30/12 frá Ve kl. 13.00 til Rv 2/1 frá Rv kl. 21.00 til Ve 3/1 frá Ve kl. 21.00 til Rv 4/1 frá Rv kl. 21.00 til Ve 5/1 frá Ve kl. 21.000 til Rv 8/1 frá Rv kl. 21.00 til Ve M/S ESJA 28/12—31/12 Vestfjarðaferð M/S HEKLA 28/12— 7/1 ferð til hafna frá Raufarhöfn til Ilornaf jarðar. Vörumóttaka i bæði skipin 21. og 22. des. og einnig árdegis 27. des. M/S ESJA 5/1—14/1 austur um land hringferð M/S IIEKLA 10/1—9/1 vestur um land hringferð' Rikisskip Styrkir til náms í Frakklandi Frönsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa íslend- ingum til háskólanáms i Frakklandi námsárið 1973-’74. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamála- ráðuneylisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 20. janúar n.k., ásamt staðfcstum afritum prófskírteina og meðmæl- um. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu og erlendis hjá sendiráðum islands. Mcnntamálaráðuneytið, 19. desember 1972. Strætisvagnar 3 Eins og komið hefur fram áður var talið, að fargjöld SVR hefðu þurft að hækka um 44%, eða i um 17 krónur, áður en gengisfellingin kom til. Eirikur benti á, að Eggert Jónsson, borgarhagfræð- ingur, hefði unnið að útreikning- um á hækkunum á þjónustuliðum borgarinnar i gær. Er við höfðum samband við Eggert kvaðst hann ekki vera reiðubúinn að segja til um, hvaða áhrif gengisfellingin hefði á þessa fyrirhuguðu hækk- un, en benti á, að rekstrarkostn- aður SVR muni að likindum hækka um 9 milljónir frá þvi sem fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 1973 gerir ráð fyrir. Eirikur Ásgeirsson staðfesti, að fargjaldahækkunin hljóti að verða meiri en þessi 44% og benti m.a. á erlendar skuldir félagsins, sem hljóti að hækka talsvert. Þá benti hann á, að kostnaður við varahiuti, sem var áætlaður fyrir næsta ár 15 milljónir króna, hjól- barða, sem var áætlaður 7 milljónir og hráoliu, sem var áætluð 10 millj. muni aukast að minnsta kosti um 11% vegna gengislækkunarinnar. Einnig benti hann á fyrirhugaða sér- staka hækkun á oliunni, gúmmi- gjaldi og þungaskatti, en hann var áætlaður fyrir næsta ár 6 milljónir króna. Landleiðir hf. hafa ekki fengið fargjaldahækkun siðan s.l. vor, en þá varð hún 12%. Samkvæmt upplýsingum, sem Alþýðublaðið ailaði sér á skrifstofu Landleiða i gær má áætla, að siðan hafi rekstrarkostnaður aukizt um 15- 20%, auk þeirra hækkana, sem nú skelli á. Ljóst er þvi, að óum- flýjanleg er talsverð hækkun á fargjöldum Landleiðavagnanna. Nú kosta einstök för sem hér segir: 26 kr. til Hafnarfjarðar, 20 kr. i Garðahrepp og 13 i Kópavog. Af þessum fargjöldum er veittur 30-40% afsláttur, séu keypt farmiðakort. Bullandi 3 Gert er ráð fyrir, að hækkun kaupgjaldsvisitölunnar, þegar hún fer að mæla áhrif gengisfell- ingarinnar i verðlaginu, muni nema um sex visitölustigum, en samkvæmt þvi munu launa- greiðslur úr borgarsjóði aukast um 40milljónir króna á ársgrund- velli. Jón Tómasson sagði i samtali við blaðið, að gengisfellingin og hækkun á gúmmigjaldi og þunga- skatti kæmi alvarlega við Strætisvagna Reykjavikur og til að mæta þessum nýju álögum þyrfti SVR að likindum að fá ennþá meiri hækkun á fargjöld- um en þegar hefði verið boðuð. Við samningu frumvarps að fjárhagsáætlun Reykjavikur- borgar var gert ráð fyrir, að far- gjöldin hækkuðu um 44% . Má af þessu ráða, að endanleg hækkun geti orðið að minnsta kosti 50%. Frá þessu segir nánar i annarri frétt i dag. Þá er gert ráð fyrir, að Hita- veita Reykjavikur þurfi að fá um 5% hækkun umfram þá 13% hækkun, sem þegar hefur verið boðuð á gjaldskrá hennar, vegna erlendra skuldbindinga stofn- unarinnar. Ennfremur er áætlað, að út- gjöld Rafmagnsveitu Reykja- vikur aukist um 30 milljónir króna vegna gengisfellingar- innar. Álveriö 16 einstök atriði samninganna. Kröfur verkalýðsfélaganna eru margvislegar. Var til dæmis i upphaflegu kröfunum farið fram á breytt fyrirkomulag á ýmsum sviðum, auk breyttrar skipunar launaflokka og svo kauphækkun minnst 20%. Samningaumleitunum verður haldið áfram, og til þess að ýta á eftir hafa verkalýðsfélögin nú boðað yfirvinnubann, sem mun sem fyrr segir fyrst og fremst koma niður á uppskipunarvinnu og viðhaldi við verksmiðjuna. [AUGLÝSINGASÍMINN I OKKAR ER 8-66-60 o Miðvikudagur 20. desember 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.