Alþýðublaðið - 21.12.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.12.1972, Blaðsíða 3
HÉR ER NYJA VERÐIÐ Volkswagen ,,1300" Áöur Nú Kr. :!I8.800.0(I Kr. 856.100.00 Veröhækkun: kr. 37.800.00 Fiat „127" kr. 266.327.00 kr. 293.100.00 Verftliækkun: kr. 26.773.00 Cortina (Ford) 2 dyra L kr. 362.709.00 kr. 404.655.00 Veröhækkun: kr. 41.946.00 ÁTTU EINN SVONA? Verð á bifreiðum er eitt af þvi, sem hvað mest verður fyrir barðinu á ákvarðandi sveiflum á sviði framleiðslu og viðskipta. 1 þessu tiliiti hefur gengisfelling krónunnar allveruleg áhrif til hækkunar. sem vænta mátti. Inn i heildarverð bila kemur meðal annars farmgjald, gúmmigjald og raunar fleiri þættir. Að öllu prósentutali slepptu hefur blaðið aflað sér upplýs- inga hjá innflytjendum þriggja bifreiðategunda um breytingar á söluverði, eftir þvi sem næst verður komizt. Getur skakkað einhverju óverulegu, en miðað er við árgerð 1973. Fer hér á eft- ir verð þessara tegunda íyrir og eftir gengisfellinguna:’ A fundi saminganefndar um smiði skuttogara, sem haldinn var i gær, kom fram að tjón hafði orðið á skuttogaranum „Bjarna Benediktssyni” svo að heimsigl- ing þess tefst fram yfir áramót. Formaður nefndarinnar, Sveinn Benediktsson, skýrði frá þvi á fundinum, að kl. 9 á þriðju- dagskvöld 19. þ m. hafi þeir hringt frá San Sebastian, bor- steinn Arnalds, Erlingur Þorkels- son umsjónarmaður og Sigurjón Stefánsson skipstjóri, og skýrt frá árekstri, sem skuttogarinn hafi lent i, þá um morguninn um 9 leytið, er hann var að leggja af stað i reynsluför. I ferðinni hefði jafnframt átt að reyna togvörp- una i drætti. Spánskur skipstjóri stjórnaði skipinu, settur til þess af skipa- smiðastöðinni. Þegar hann var að leggja skipinu frá bryggjunni, og hafði tekið afturá, lét hann skipið taka áfram á alltof mikilli ferð, SKAUT TVO TOLLVERÐI Eitthvað hefur hann ekki haft alveg hreina samvizku maðurinn, sem skaut niður tvo tollþjóna á Kennedyflugvelli i gær, þegar hann var beðinn að opna tösku sina. Maðurinn var á leiðinni um borð i flugvél frá PanAm, sem átli að fara til San Juan i Puerto Rico, og byssuna þreif hann af tollverðinum, sem ætlaði að fara að skoða i töskuna hans. Maður- inn tók á rás út úr flugstöðvar- byggingunni eftir skothriðina, en öryggisverðir gripu hann, þegar hann kom út. Tollþjónarnir voru báðir fluttir i sjúkrahús, en ekki fylgdi fréttinni hvort þeir væru i lifshættu. Að sögn lögreglunnar hafði toll- þjónninn grun um, að maðurinn væri með sprengju i töskunni, en ekki var gefið upp á hverju sá grunur byggðisl. Ekki vildi lög- reglan heldur skýra frá þvi hver maðurinn væri né hvaðan. nAmsmenn heyja no .GRIMMA VARNARBARATTU’ ÁLYKTUN SÍNE-FUNDAR svo að bakborðskinnungur þess rakst i bryggjuna og dældaðist nokkuð aftan við akkerið og i akk- erishæð. Munu 2 eða 3 bönd hafa laskast eitthvað. Verður þvi að taka skipið i þurrkvi, og mun við- gerðtaka að minnsta kosti 1 viku. Reynsluferðin var engu að sið ur farin, og komið til baka eftir um það bil 9 klukkustundir. Ferð- in bar nokkurn árangur, þrátt fyrir óhagstæð veðurskilyrði og aðrar óhagstæðar ytri aðstæður. Formaður (Sv. Ben.) taldi að tjón það, sem leiddi af þessum árekstri, myndi verða bætt af skipasmiðastöðinni, þar sem skipið væri ennþá i hennar umsjá, og tryggt fyrir 140 milljónir peseta. Rysjótt flugtíð Innanlandsflug hefur gengið heldur skrykkjólt þessa siðustu annadaga, að þvi er Sveinn Sæ- mundsson, blaðafulltrúi Flug- félagsins, tjáði blaðinu i gær. Ekkert hefur verið flogið tii Vestfjarða þrjá daga i röð, og liggur þar mikið fyrir. bæði l'ólk og vörur. Þá hafa samgöngur við V e s t m a n n a e y j a r v e r i ð skrykkjóttar. Hel'ur aðeins verið llogið einn dag siðan á föstudag. Hcrjólfur heldur einrí uppi sam- göngum þess á milli, og komast i'ærri með honum en vilja, þvi nú liggur straumur skólafólks til Eyja- Sveinn Sæmundsson sagði að áherzla yrði liigð á Vestfjarðaflug i dag. l'immtudag, ef flugveður gæfi. Onnur þota Flugfélagsins helur llogið kvölds og morgna til Akureyrar. IGENGH) i gær tók Seðlabankinn upp að nýju skráningu á markaðsgengi erlends gjaldeyris og er kaup- gengi bandarisks dollars nú á- kveðið 97,60 krónur, en sölugengi 97,90 krónur. Gengistal'lan, sem Seðlabank- inn sendi okkur i g;er, le svona úl: it annars • ElninR Saie 1 Band&rÍKjaooiler ÍJ7.DO 1 Síerl tr.gspu.'ic. 229.80 1 JC&r.ndöCoii Ihr 98.45 J-OC jjar.slnfcir 'xrór.ur 1.192.55 lOO Worsknr krónur i .489.05 'xOG Sœr.skar krónur 2.065.85 xOC I74r.'nsk ijaörBc 2.250.55 .BJARNI BEN’ LASK- AÐIST í ÁREKSTRI ,,Við skorum á rikisstjórnina að lita i eigin barm og standa við gamlar yfirlýsingar. Það er okk- ur hryggðarmál, að þessi rikis- stjórn skuli verða til þess, að námslán standi i stað eða rýrni i fyrsta skipti i mörg ár”. betta eru niðurlagsorð ályktun- ar, sem samþykkt var á fundi á vegum SINE á mánudagskvöld. A blaðamannafundi, sem stúdentaráð og SINE efndu til i gær, var þvi lýst yfir, að islenzkir námsmenn þurfi nú i fyrsta sinn ,,að heyja grimma varnarbar- áttu” fyir þvi að raungildi náms- lána haldist óbreytt frá þvi sem veriö hefur. Rikisstjórnin virðist nú ætla að vikja frá stefnu fyrrverandi rikis- stjórnar i lánamálum náms- manna og þeirri stefnu, sem hún sjálf hefði fylgt i reynd á siðasta ári, þar sem miðað hafi verið við, að lánaprósenta umframfjár- þarfar færi stighækkandi, þannig að á árinu 1974 nægðu lánin náms- mönnum til að standa undir framfærslukostnaði, þegar eðli- legt tillit hefði verið tekið til tekna þeirra i námsleyfum. A blaðamannafundinum kom fram, að samkvæmt upplýsing- um, sem fundarboðendur hafa aflað sér, ætli stjórnarflokkarnir við 3. fjárlagaumræðu á Alþingi að samþykkja 399,3 milljón króna fjárveitingu til Lánasjóðs isl. námsmanna. En til þess að raun- gildi námslána héldist óbreytt miðað við siðasta ár, þyrfti þessi upphæð að verða 423,4 millj. króna. Formaður SINE sagði, að báð- ar þessar upphæðir væru i hróp- andi ósamræmi við áður yfirlýsta stefnu i lánamálum námsmanna. Fjárþörf lánasjóðsins væri raun- verulega 490,4 milljónir króna, ef reiknað væri með stighækkandi lánum eins og eðlilegt væri aö gera og væri i samræmi við þá stefnu, sem gilt hefði i lánamál um námsmanna i mörg ár. 1 bréfi, sem Stúdenlaráð H.I og SINE hafa sent fjárveitinganefnd Alþingis, er á það bent, að Magnús Kjartansson, núverandi ráðherra, og Þórarinn Þórarins- son, formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins hefðu borið fram þingsályktunartillögu á Alþingi 1971-, meðan þeir voru báðir i stjórnarandstööu, þar sem lagt var til að rikisvaldinu yrði gert að skyldu með lögum að hækka námslánin smám saman til árs- ins 1974/1975, þannig að námslán- in tækju þá til 100% umframfjár- þarfar námsmanna. — Ifransxlr ‘Jrankair 1.915.05 ICa» 3elg. Jrankar 221.80 lOO Svissn. Jrfankttr 2.596.75 100 Gyi:Ini 3.03 T.25 ÍOO V-Þyzk iwörk 3 .058.90 100 Lf rur 16.83 lOO Sch. 423.55 ÍLOC SsCUCiOft ; 55.00 :oo l?es Qtar .54.4G lOO Relknlngskrónur-* Vfcriiisklptalönö 100.14 x Sto 1 xn in gsöo 11 a r- Vöruskiptftlönd 97.90 GEFUR SMYGLURUNUM BYR UNDIR BÁÐA VÆNGI ,,Ef að likum lætur, má búast við stórauknum smygltilraunum á næstunni, vegna hækkunar á áfengi og tóbaki, og mun tollgæzl- an verða mjög vel á verði á næst- unni”, sagði Ólafur Jónsson toll- gæzlustjóri, i viðtali við blaðið i gær. Sagði hann að reynsla undan- farinna ára leiddi i ljós, að þess- háttar tilraunir færðust alltaf i vöxt eftir hækkanir á áfengi og tó- baki. Væri það þó nokkuð mis- munandi eftir árstimum og prósentum hækkananna. Efaðist hann ekki um, að þessi hækkun hefði þau áhrif, að smygltilraunir færðust I vöxt, og stæði þvi til að auka enn eftirlit. Annars sagði hann að alltaf væru einhver smygl i gangi og þannig mál væru stöðugt fyrir sakadómi, en þau væru flest smá- vægileg. Það einkum ýtir undir aukið smygl i kjölfar hækkana hérlend- is, aö smyglararnir fá góssið á ó- breyttu verði erlendis, eða á 100 til 200 krónur þriggja pela flösk- una, en endursöluverðið hér hækkar verulega. Sömu sögu er að segja um tóbakiö. Eins og við sögðum frá i gær, lannst litilsháttar af smyglvarn- ingi um borð i Fjallfossi i fyrra- dag, og stendur nú yfir all viðtæk leit i skipinu. Tveir skipverjar hafa játað að hafa átt þennan varning, og er mál þeirra nú fyrir sakadómi. Maðurinn, sem stakk stúlku á hol uppi i Breiðholtshverfi i fyrra- dag, er ófundinn cnn, þrátt fyrir niikla leit. Njiirður Snæhólm lögreglumað- ur, sagði i viðlali við hlaðið i gær, að nú væri unnið að rannsókn ýmissa atriða varðandi málið, en enn er allt á huldu liver árásar- maðurinn getur verið. Lýsir lög- reglan enn scm fyrr cftir vitnum, sem gætu varpað nvju ijósi á mál- ið. o Fimmtudagur 21. desember 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.