Alþýðublaðið - 21.12.1972, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 21.12.1972, Blaðsíða 12
alþýðul aðið KOPAVOGS APÚTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 sehðiwlastöðin Hf SÞ og fiskveiðimálin Það var allt fram á siðustu stund, sem einstök riki voru að shúast á sveif með okkar mál- stað i fiskveiðimálum eins og hann er lúlkaður i tillögu okkar og Perúmanna, sem allsherjar- þing S.Þ. hefur nú samþykkt. Rétt áður en til atkvæða var gengið komu t.d. til liðs við okk- ur rikin Kanada, Astralia og Nýja Sjáland og hafa stjórnar- skiptin i tveim þeim siðartöldu sjálfsagt haft mikil áhrif þar á og er mér sem jafnaðarmanni það sérstakt ánægjuefni. Þetta sagði Sigurður E. Guð- mundsson (myndin), einn af fulltrúunum i islenzku sendi- nefndinni á alisherjarþinginu er Alþýöublaðið ræddi við hann i sima siðla i fyrrakvöld. Sigurður sagði jafnframt, að fastafulltrúar tslands hjá S.Þ., þeir Haraldur Kröyer og Gunn- ar Schram, hafi starfað með af- brigðum vel að þvi að afla stuðnings við málstað ísiands og islenzku tiilöguna. Allt fram á siðustu stundu hefðu þeir verið á þönum á milli sendinefnda rikja, sem von var til að fengj- ust til liösinnis við tsland, og hefði starf þeirra borið góðan árangur. Væri á engan hallað, þótt sagt væri að embættis- mennirnir i fastanefnd tslands hjá Sameinuðu þjóðunum ættu drýgstan þáttinn i þeim góðu málalyktum, sem orðið hefðu um þetta mikla hagsmunamál tslendinga — landhelgismálið — með'sampykkt allsherjarþings- ins á isl. tillögunni. — Það var öllum ljóst, hvað hér var á ferðinni, sagði Sigurð- ur. A fundi allsherjarþingsins voru margar tillögur teknar fyrir i einu ásamt þeirri islenzku og þeir 15 fulltrúar, sem til máls tóku, töluðu svo til eingöngu um hana eina. Agrein- ingurinn var einkum og sér i lagi um það eina atriði til- lögunnar, hvort skoöa ætti auð- lindir i hafinu — þ.e.a.s. fiskinn — sömu augum og auðlindir i og undir hafsbotninum, og það var einmitt meginatriði málsins út frá okkar sjónarmiði. Lögðu andstæöingar okkar sérstakt kapp á að fá þá setningu fellda niður úr tillögunni. Þeim tókst það sem sagt ekki. Þar munaði mestu um stuðning þróunarianda og nýfrjálsra rikja viö okkar málstaö. Það voru ekki Evrópurikin, ekki einu sinni Noröurlöndin, sem veittu okkur það lið sem þurfti, svo þetta mesta hagsmunamál fslands og tslendinga fengi framgang. Það voru rikin i hin- um þriðja heimi, sagði Sigurð- ur. Auk þess að viðurkennd væri hliðstaða auðlinda i hafi og i hafsbotni sagði Sigurður E. Guðmundsson að meginatriðin i sambandi við afgreiðslu tillög- unnar væru þrjú, — i fyrsta lagi væri þvi slegið föstu i henni, að fiskimið væru eign viðkomandi strandrikja þótt ekki væri kveð- ið á um i tillögunni hversu við- feðmur sá eignarréttur væri. t öðru lagi fælist i henni yfirlýsing um að það væri brot á stofnskrá S.Þ. ef reynt væri að koma i veg fyrir að strandriki nytu þessar- ar eignar sinnar og i þriðja lagi hlyti þessi mjög svo jákvæða afgreiðsla á málinu út frá sjón- armiði tslendinga að hafa geysimikil áhrif bæði á störf og niðurstöður væntanlegrar hafréttarráöstefnu og eins störf Alþjóðadómstólsins i Haag. t lok samtalsins sagði Sig- urður að þá úm morguninn, strax að lokinni samþykkt alls- herjarþingsins, hefði fasta- fulltrúi tslands hjá S.Þ. efnt til biaðamannafundar með erlend- um blaðamönnum. Hafi blaða- mannafundurinn verið fjölsótt- ur og fjölmargar fyrirspurnir hafi komið þar fram. Meðal annars hafi erlendur blaðamað- ur spurt Harald Kröyer að þvi, hvort lslendingar myndu i framhaldi samþykktarinnar telja sig hafa rétt til að færa fiskveiðilögsögu sina út i 200 milur. Haraldur hafi svarað þvi til, að tslendingar teldu sig hafa rétt á að láta fiskveiðilögsögu sina ná yfir allt landgrunnið. FRÁBÆRT STARF ÍSLENZKU FASTA- FULLTRÚANNA Eldingar slökktu Ijósin í tvígang Eldingar lömuðu allt orku- veitusvæði Landsvirkjunar um hálftima skeiðeftir hádegið i gær, og aftur um stund siðdegis, en orkuveitusvæðið nær upp i Borgarfjörð og austur fyrir Vik i Mýrdal. 1 seinni biluninni dóu þó ekki öll ijós á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk hjá Halldóri Jónas- syni, aðstoðarframkvæmdar- stjóra Landsvirkjunar, mun eldingunum hafa slegið niður i háspennulinurnar einhversstaðar á milli Búrfells og Geitháls. Búrfellsstöðin og allar Sogsstöðvarnar slógu út vegna þessara truflana, og tók i bæði skiptin nokkra stund að koma þeim eölilega i gang aftur. Ekki er vitað til að neinar skemmdir hafi orðið á linum eða öðrum mannvirkjum rafmagns- veitnanna, enda eru eldingavarar við báða enda allra háspennulina, sem varna þvi, að óeðlilegur straumur komist inn á spenna og annan útbúnað. Hinsvegar eru ekki eldingavarar i á linunum sjálfum, enda sagði Jónatan að hingað til hafi ekki verið talin ástæða til að koma þeim upp vegna þess hve bilanir ; sem þessar væru fátiðar. Hins : vegar sagði hann að eldinga- j varnakerfi yrði sett upp við nýju ■ linuna ofan frá Búfelli, sem nú er : i frágangi, og yrði þvi siður hætt við rafmagnsbilunum i fram- : tiðinni þrátt fyrir eldingaveður. STIGISKEMMIR BÍL j Það óhapp vildi tii á Reykjavik- , urfl'ugvelli i gærmorgun, að út- ; blástursloft þotu Flugfélagsins og í vindhviða hjálpuðust að við að þeyta landgöngustiga á bifreið sem stóð við vöruafgreiðslu Flug- : félagsins. Töluverðar skemmdir urðu á i bilnum, og einnig varð nokkurt tjón, er vörusending, sem stóð á vörubilspalli, fauk út i buskann. Mannmargt var i vöruafgreiðsl- unni, og var mesta mildi að ekki skyldi hljótast af manntjón. Lokatillögur fjár- laga komnar fram Þá eru komnar fram loka- tillögur stjórnarmeirihlutans á Alþingi við gerfifjárlögin, sem rikisstjórnin ætlar að láta þingið afgreiða. Jafnframt þvi sem þessar lokatillögur eru lagðar fram eitthvað út i ioftið, lætur stjórnin setja inn i frumvarpið ákvæði sem, ef samþykkt verður, gefur rikisstjórninni heimild til þess að skera niður fjárveitingar um að jafnaði 15% af ólögbundn- FALL KRONUNNAR HEFUR SPILLTJÚLASTEMMINGUNNI ’ MINNA VÖRU- VAL EN ELLA Aðgerðir rikisstjórnarinnar i efnahagsmálum hafa haft ýmiss konar áhrif á -,,jóla- stemminguna” i verzluninni siðustu daga. 1 gær, þegar vöru- afgreiðsla úr tolli hafði legið niðri siðan fyrir helgi vegna gengis- fellingarinnar og stöðvunar gjaldeyrisviðskipta, virtist vöru- úrvalið i margri verzluninni i höfuðborginni orðið heldur fátæk- legt. ,,Ég geri ekki ráð fyrir þvi, að það viðskipta tap, sem hlotizt hefur af þessari stöðvun, náist upp aftur á þeim þremur dögum, sem eftir eru til jóla”, sagði Gunnar Asgeirsson, stórkaup- maður, i samtali við Alþýðu- blaðið. „Stöðvunin hefur haft sitt að segja hjá fyrirtækjum, sem taka vörur sinar út úr tollvörugeymslu þvi sem næst jafnóðum og þær seljast. En þetta er samt allt að fara i gang aftur", sagði Gunnar, en bætti við: „Dýrari gerðir bila hækka nú vegna gengisfellingarinnar um 60-70 þús. krónur og er það stór biti að kyngja, ekki sizt fyrir rikissjóð. Rikissjóður mun tapa gifurlegum tekjum, ef bilainn- flutningur bilasala leggst að mestu leyti niður vegna áhrifa gengisfellingarinnar” (sjá frétt hér fyrir ofan). Sagði Gunnar, að bilainn- flytjendur myndu eftir áramót beita sér fyrir þvi, að 25% inn- flutningsgjaldið, sem lagt var á fyrr á þessu ári, yrði felít niður, en þvi var lýst yfir af hálfu rikis- valdsins, að hér væri um bráða- birgðaráðstöfun að ræða, sem gilda ætti til áramóta. Alþýðublaðið spurði Ingimund Sigfússon, forstjóra Heklu h.f. einnig, hvaða áhrif gengis- fellingin og stöðvun gjaldeyris- viðskipta hefðu haft á viðskipti fyrirtækisins. „Þetta fyrirtæki og viðskipta- vinir þess fara auðvitað ekki varhluta af þessari gengis- fellingu. A föstudaginn kom til dæmis skip til landsins með yfir 100 bila, sem vegna gengis- fellingarinnar hækka i verði”. Ingimundur sagði, að sjálfsagt kæmi það illa við mörg fyrirtæki, að þau flyttu inn vörur með gjald- fresti, þar sem sum þeirra yrðu nú að greiða þegar selda vöru á nýju gengi. — Forstjóri Heklu h.f. kvað sölu raftækja og heimilistækja hafa verið gifurlega mikla siðustu dagana, áður en rikisstjórnin til- kynnti um efnahagsaðgerðir sinar, og bætti við: um útgjöldum rikissjóðs úr þeim fjárlögum, sem ætlunin er að samþykkja á morgun. Sem sagt: rikisstjórnin ætlar að láta Alþingi afgreiða fjárlög,en fá jafnframt heimild til að breyta þeim á eftir að eigin geðþótta og án afskipta þingsins. Furðulegur framgangs- máti eins og allt annað, sem þessi rikisstjórn hefur látið frá sér fara. Þá er það loks við þessa þriðju og siðustu umræðu fjárlaga, sem fram fer i dag, sem þingmenn geta farið að gera sér grein fyrir tekjuöflunarhugmyndum rikis- stjórnarinnar. Mikils fjár er nú vant og er það auðsætt af hinum nýju tekjuöflunartillögum. Frá frumvarpinu eins og það var lagt fram i haust, er gert ráð fyrir þessum hækkunum helztum á ýmsum sköttum og skyldum. Eignaskattur einstaklinga á að hækka um 3 m. kr., eignaskattur félaga um 4,8 m. kr. tekjuskattur einstaklinga um 82m. kr., tekju- skattur félaga um 10 m. kr. aðflutningsgjöld um 366 m. kr. (tollar o.fl.), söluskattur um 200 m. kr. o.s.frv. o.s.frv. Það eru þvi engin likindi á að dragi úr skatt- piningunni á næsta ári, enda mun vist enginn hafa við þvi búizt. Frekar má vænta þess, að eitt- hvað bætist enn á baggann. Alþýðuflokkurinn hefur engar tillögur flutt við fjárlagafrum- varpið enda er það skoðun hans, að algert ábyrgðarleysi sé að af- greiða fjárlög með þessum hætti, þar sem enginn botn hefur fengizt i neitt. SUMARVEÐUR A REYÐARFIRÐIEN BAGT ATVINNUASTAND | A meðan svo mikið snjóaði á | Norðfirði, að menn urðu að merkja bilana sina með flöggum ; svo hægt væri að grafa þá upp úr | fönninni, sáum við varla snjó, | sagði Magnús Guðmundsson hreppstjóri á Reyðarfirði, þegar Alþýðublaðið átti stutt simtal við hann i gær. Og núna er nánast ( sumarveður hjá Reyðfirðingum, ; sunnan hlýindi en litil rigning. ! Fært er til allra átta frá j Reyðarfirði, að Oddsskarði, og ' Fagridalur hefur verið fær það j sem af er betri. En heldur versn ar færðin þegar kemur i næsta fjörð fyrir sunnan, Fáskrúðs- fjörð, en að sögn Sveins Eiðsson- ar grófst úr veginum beggja vegna fjarðarins á mánudaginn, enda hafði verið mesta vatnsveð- ur alla siðustu viku. Að norðan- verðu var þó alltaf fært á jeppum Framhald á bls. 10

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.