Alþýðublaðið - 21.12.1972, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 21.12.1972, Blaðsíða 11
/n/K/t) LÚ/NfV TxaFÍ T/UF! UND/tf 5 L/T- Y/V/V Gflmifl KONAN KjR6 fíd ( Ní/TflR TÆPfl 'ov/íb /N 1 DY/?Aff) \ ‘ HTT SHUmR TöL/r/fj f m/Ð f KARt /m HV'/LT HEFl/R', f/yá&ju ST/LL- IR UPP f FtSiyflÐ ÓFUÚfl — púm H! Q - i>r'?a3f Öi'XlV'i ■ i> >cki i 'ö'ji ■ t" I SKUGGA MARDARINS Saga ástar og örlaga eftir Victoriu Holt 41 hæðnislegt ef rétt var, að ég sem hataði gull skyldi verða til að finna það. En biddu við, aðvaraði ég sjálfa mig . Hafði ég fundið það? Var ég að fá snert af þvi æði, sem virtist fylgja gullinu? Ég skalf af geðs- hræringu. Ef til vill var þetta alls ekki gull. Hvað vissi ég um það? Þetta var bara einhverskonar sandur, sem hafði litast af klett- unum fyrir ofan. Ég hugsaði til föður mins stritandi baki brotnu við að sia gullsand og allra þrenginganna, sem hann hafði orðið að þola þangað til hann og Mörður rugluðu saman reitum sinum. Ég gerði mér hann i hugarlund leita sem óður væri að hinum dýrmæta málmi. Gat það átt sér stað að ég sem bara ætlaði að fá mér að drekka úr fjallalæk, heföi i stað vatns fundið gull! Svo varð ég viss i minni sök, þvi þarna á vatnsbakkanum hjá mér lá litill málmhnullungur á stærð við múskathnot. Ég beygði mig og tók hann upp. Þetta var skira- gull. Ég veit ekki hve lengi ég stóð þarna og starði á gullmolann. Mér flaug i hug að henda honum frá mér, að fara heim og segja engum frá fundi minum. Ég hafði hugboð um að ef ég tæki hann méð mér myndi það leiða til vandræða. Ég gat imyndað mér að upp yrði fótur og fit i húsinu. Fyrst ég hafði fundið hann svo fyrirhafnarlaust, hlaut að vera iniklu meira þarna i grenndinni. Það hafði orðið föður minum að bana, það hafði óheillaáhrif á Mörð. Ég hugsaði til Lambshjón- anna, sem lagt höfðu af stað i leit að þvi og til Jemmy veslingsins. Ég hugsaði um mennina, sem voru að deyja úr lungnatæringu . Allt saman vegna gullsins. Ég horfði upp eftir hávöxnum gúmtrjánum eins og ég vildi biðja þau um að taka ákvörðunina fyrir mig. Lauf þeirra bærðist i gol- unni, þóttafullt, hirðulaust um örlög manna. Þau höfðu staðið þarna um aldir ef til vill. Þau höfðu séð komu fanganna,upphaf gullæðisins og dagana þar á undan, þegar frumbyggjarnir voru einu ibúar landsins. Hjá þeim var ekkert svar að finna. Gat ég þagað yl'ir gullfundi? Hvernig gat ég horfzt i augu við Mörð i bókastofunni og haldið þessu leyndu? Ég stakk molanum i vasann og reið heim til Litlu Whiteladies. Ég hélt rakleitt til bóka- stofunnar. Morður var þar ein- samall. Hann reis á fætur þegar hann sá mig. — Nóra, hrópaði hann — Hvað hefur komið fyrir? Ég mælti ekki orð af vörum. Tók aðeins molann upp úr vasan- um og hélt honum i útrettum lófa minum. Hann tók hann varlega upp, starði á hann. Eg sá hvernig hann skipti litum. Augu hans voru eins og bláir blossar. Hann logaði all- ur af æsingi. — Guð minn góður, hrópaði hann upp yfir sig. — Hvar fékkstu þetta? — Við vikina þar sem faðir minn var skotinn. Ég ætlaði að fá mér vatnssopa i lófann úr lækjar- bunu, sem rann niður eftir berg- stalli þar. Það skildi eftir dreggjar i lófa minum, gult duft. Ég var ekki viss um hvað það væri. Svo laut ég niður og fann þetta. — Þú fannst það! Liggjandi á vatnsbakkanum! Hann starði á gullmolann, sem hann hafði tekið úr hendi minni. — Hann vegur allt að þrjú hundruð grömmum. Og þú fannst duft og þennan.... Þá er það þarna einhversstaðar. Það er þarna i haugnum... Hann hló. — Og Nora fann það. Hún Nora min fann það! Hann dró mig að sér og faðmaði mig svo fast aö ég ætlaði að kafna. En ég hugsaði — Hann er að faðma gullið en ekki mig. Hann sleppti mér,en hélt áfr; 1 að hlæja. — Ég get ekki að þvi gert, sagði hann. — öll þessi ár, alit þetta strit og sviti, allar vonirnar, og Nora fer út, fær sér vatn að drekka og það berst upp i hendurnar á henni! — Þetta er kannski ekkert að ráði. — Ekkert að ráði. Þar sem sandurinn rennur með vatninu svo þú þarft ekki annað að gera en gripa hann. Og gullmoli liggjandi á bakkanum. Og þú segirað það sé kannski ekkert að ráði! Þú þekkir ekki gullsvæði. Svo var eins og rynni allt i einu af honum móðurinn. — Ekki orð um þetta við neinn. Ekki nokkurn mann. Við förum þangað úteftir núna strax. Fáum Stirling með okkur. Og enginn má vita hvert við ætlum. Enginn má fá veður af þessu fyrr en ég het i'est kaup á landinu. Ég smitaðist af æsingi hans. Gull! Og ég hafði fundið það. Ég vissi hvernig gullleitarmönn- unum leið þegar þeir höfðu heppnina með sér. Ég var sigri hrósandi, fagnandi, æstari en ég hafði nokkru sinni áður verið — vegna þess að ég hafði fundið gull. Svo varð mér ljóst að þessar geðshræringar stöfuðu ekki ein- ungis af gullfundinum — þær stöfuðu af þvi aö ég hafði lundið gull fyrir Mörð Vikurnar runnu framhjá i olboðskenndri spennu, sem magnaðist viö það að öllu varð að halda leyndu. Enginn vissi um lundinn nema ég sjálf, Stirling og Mörður. Enginn mátti vita um hann. Við lifðum i sifelldum ótta við að einhver kynni að komast að leyndarmáli okkar. Mörður og Stirling höfðu rannsakað svæðið og voru liand- vissir um að það væri auðugasta gullnáma, sem lundizt hefði til þessa i Ástraliu . Uppi á bergstallinum, sem var mjög erfiður uppgöngu — og þessvegna hlaut það að vera sem enginn hafði uppgötvað gullnámuna fyrr — var mikill fjársjóður fólginn . Þarna hafði hann verið, innan seilingar, öll þessi ár. Það var þelta sem vakti furðu þeirra. Þeir litu á mig eins og ég hlyli að vera gædd einhverri snilligálu. Sjálf lék ég á alls oddi. Éghaiði fært þeim þetta lán. Ég hafði gert þetta allt mögulegt. Það var ég, sem var þeirra gæfu smiður. Ég var hróðug af sjálfri mér og neit- aði að hlusta á þá innri rödd, sem spurði hvenær gull hefði haft eitl- hvað gott i för með sér. Ég lét hrifast með af æsingn- um. Ég var búin að gleyma öllum óhappaatvikum fortiðarinnar. Það var eingöngu nauðsyn þess að varðveita leyndarmálið sem gerði mér fært að leyna fögnuði minum. Á kvöldin fóru fram viðræður i bókastofunni, þegar allir héldu að ég væri að tefla skák við Mörð. Stirling kom þá inn til okkar. Mörður ætlaði að kaupa landið og það var ekki aðeins svæöið kring- um klettabeltið sem samningar stóðu um. Það hefði vakið grun. llann kvaðst hal'a i hyggju að stækka búgarð sinn, ætla að fjölga hjá sér lé. Það leið nokkur timi áöur en gengið hafði verið frá kaupunum, en hann og Stirl- ing höfðu báðir klifið bergstallinn og rannsakað hann ofanverðan. Á þvi lék enginn et'i, að þar var gull að finna. Þeir höfðu þegar fundið gullborin leirlög eins og þeir höfðu búizt viö af gullsandinum, sem barst niðureftir með vatninu, en Mörður var sannfærður um að aðalauðæíin væri að finna i dýpri jarðlögum. — Við linnum gullæöar á mis- munandi dýpi. Við gröfum eins djúpt og þörl' gerist. Stirling var fullur óþreyju eftir að heljast handa Það vorum við öll. En fyrsl um sinn, eða þar til gullsléttan var eign Marðar urðum við að halda öllu vanJlega leyndu. Loks rann upp sá dagur er hann kallaði okkur Stirling á eintal i bókastofunni. Hann opnaði kampavinsflösku hátiðlegur i bragði og hellti i þrjú glös. Siðan sagði hann: - Landið er nú min eign. Auðadin biða okkar. Við verðum rik cins og aðeins fáir hala orðið á undan okkur. Hann rétti mér glas fyrst, siðan Stirling og tók sjálfur það þriðja. — Fyrst, sagði hann, — skálum við fyrir Noru, sem grundvallaði gæfu okkar. — Þetta var einskær heppni, sagði ég. — Ég hefði ekki halt hugmynd um hvað ég ætti að gera án ykkar. - Þú gerðir það rétla. Þú komst raklcitt til min. Augu hans ljómuðu af ásl og velþóknun og mér lannst ég aldrei hafa verið hamingjusamari á ævinni. — Nú drekkum við okkar skál. (55) Hér fer á eftir hluti af yfir- heyrslum yfir Thomas Haskins. Mörgu hefur verið sleppt til að forðast endurtekningar, og eínnig verður að sleppa upplýs- ingum, sem komu frám og varða sakamál, sem eru til dómsmeðferðar, þegar þetta er ritað. Spurning: Hr. Haskins, ég heiti Thomas K. Brody, og ég starfa i lögregluliði New York borgar. Það er skylda min... Ilaskins: Thomas! Ég heiti lika Thomas. Er það ekki skemmtilegt? Spurning: Það er skylda min að gera yður fyllilega ljósan rétt yðar og réttindi að lögum Bandarikja Norður-Ameriku, þar sem þér hafið gerzt brot- legur við lög New Yorks fylkis. Nú þurfið... Ilaskins: Élg veit allt um þetta, Tommy. Það er alveg satt. Ég veit allt um lögfræðinga og svoleiðis, þú mátt hlaupa yfir það. Spurning:Þér þurfið alls ekki á þessu stigi málsins að svara nokkrum þeim spurningum, sem starfsmenn saksóknara kunna að spyrja yður. Þér getið valið yður lögfræðing að eigin vild. Ef þér hafið ekki ráð á að ráða lögfræðing eða hafið ekki eigin lögfræðing, leggur rétturinn yður til verj- anda með fullu samþykki yðar. Auk þess... Ilaskins: Allt i lagi. Ég skal játa. Ég vil fá að tala. Ég veit meira um réttindi min en þú. Getum við ekki byrjað að tala — bara við tveir — tveir Tommar? Spurning: Hverja þá yfirlýs- ingu, sem þér kunnið að gefa nú án nærvistar lögfræðings, gefið þér af fúsum vilja. Og hvað sem þér segið — ég endurtek — hvað, sem þér segið, jafnvel þótt yður kunni að þykja það óverulegt, kann hugsanlega að verða notað gegn yður. Gerið þér yður það Ijóst? Ilaskins: Auðvitað. Spurning: Já Tommy, elskan min allt er ljóst. Spurning: Auk þess... Ilaskins: Ö, Guð minn... Spurning: Auk þess langar mig að biðja yður að undirrita þessa prentuðu yfirlýsingu i viðurvist Alice H. Hilkins. iögreglukonu, þar sem þér lýsið þvi yfir að þér sem fangi gerið yður fyllilega grein fyrir rélti yðar samkvæmt þeim lögum, sem við höfum þegar lesiö fyrir yður. Haskins: Undirforingi, ég vil játa, ég játa fúslega, ég heimta að fá að játa. Þess vegna skulum... Spurning: Viljið þér undirrita þessa yfirlýsingu? Haskins: Með hinni mestu ánægju. Réttu mér djöfuls snepilinn. (Fjögurra sekúndna þögn) Spurning: Auk þess er hér önnur yfirlýsing, sem... Ilaskins: Æ, æ, æ. Tommy, ég var að.... Spurning: Þessi seinni yfir- lýsing skýrir svo frá, að þér hafið ekki verið beittur þvingunum við undirritun fyrri yfirlýsingarinnar, að þér undirrituðuð hana að eigin ósk, að yður hefur ekki verið lofað mildari dómi vegna afbrots yðar. Að auki haldið þér fram, staðfestið og sverjið, að.... Ilaskins: Hvernig i helvitinu fer maður að þvi að játa nú á dögum, Tommy? (Hlé i sjö minútur og þrettán sekúndur). Ilaskins: ...þannig að þaö eina, sem mér er minnisstætt, er dálitið, sem Duke sagði á sið- asta fundinum. Hann sagði að afbrotamennska væri styrjöld á friðartimum. llann sagði að gagnlegasti lærdómur, sem maður gæti dregið af styrjöldum væri sá, að engu máli skipti, hve góð áætlunin væri, þvi það stæði ekki i mannlegu valdi að gera ráð lyrir öllu. Hann sagði að ekki færi allt að óskum og óvænt alvik gætu gerzt, og maður yrði að vera reiðubúinn að takast á við slikt. Hann sagði þetta eru orð Dukes - hann sagði, að hann og aörir það var orð hans, aðrir - hefðu unnið að þvi að gera áætlunina eins örugga og unnt væri, en hann vissi, að margt gæti gerzt, sem ófyrirsjáan- legt væri. Lögreglubill gæti átt leið um. Götulögreglu- þjónn gæti skotizt inn að rabba við dyravörðinn. Ein- hver ibúanna gæti dregið upp byssu. Ilann sagði, að við skyldum búast við hinu óvænta og láta okkur hvergi bregða. Hann sagði, að áætlunin væri góð, en margt gæti gerzt, sem væri ekki gert ráð fyrir i henni... Þegar við vorum komnir, fór ég inn i anddyrið og þrýsti á hnappinn til að opna bak- dyrnar. Hann var nákvæm- lega þar, sem Duke hafði sagt hann vera. Meðan ég var þar, leit ég á tiiflu dyravarðanna. Þar er frá þvi skýrt, hvort von sé á sendingum og hverjir i- búanna séu að heiman og til- kynningar af þvi tagi. Ég sá strax, að sálfræðingurinn var að stiirfurn á skrifstofu sinni. Einnig dvöldust tveir gestir i ibúð 2A. Þetta tvennt var af þvi tagi, sem Duke hafði varað okkur við. Um leið og hann kom inn um bakdyrnar, skýrði ég honum frá þessu. Hann klappaði mér á hand- legginn. Það er i fyrsta sinn, sem hann snertir mig... Hann og negrinn önnuðust sálfræðinginn og voru snöggir, og við héldum okkur við áætlunina. Sko, við viss- um að enn voru allmargir ibúanna i húsinu, sem ætluðu ekki að fara að heiman um verzlunarmannahelgina. Hugmyndin var sú að safna þeim saman i ibúð 4B, þar sem gamla ekkjan, frú Hathway, og ráðskona hennar byggju, i stað þess að binda aila i ibúðum þeirra eða halda ,um þá vörð, þar sem við höfð- um ekki mannafla til þess. Konurnar tvær voru íjör- o Fimmtudagur 21. desember 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.