Alþýðublaðið - 21.12.1972, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.12.1972, Blaðsíða 6
. íuub imuu, Viljuin sérstaklega benda yöur á hið fjölbreytta og girnilega úrval af landbúnaðarvörum, svo sem úrvals hangikjöt, svina- steikur, hamborgarahrygg, grisakótilettur, London lamb, holdanautakjöt, alikálfakjöt, dilkakjöt, rjúpur, kjúklinga, ali- cndur, gæsir, kalkúna, og allt annað, sem setur hinn rétta svip á hátiöarboröið. BÆKUR TIL BLAÐSINS • Heimskringla hefur sent frá sér safn norrænnaljófta, ort á timabilinu 1939-1969. Hefur Hannes Sigfússon safnað ljóðunum saman og snúið þeim á islenzku. Hér birtast ljóð eftir fjörutiu skáld frá Noregi, Danmörku, Sviþjóð og Finnlandi: Heims- styrjaldartim i nn, árin eftir striðið, nútíminn eins og hann kemur skáldum frændþjóða vorra fyrir sjónir. Þýðandinn Hannes Sigfússon, hefur unnið verk sitt af mikilli alúð og hefur meö þvi lagt óvenjulegan og mikilvægan skerf til þess að greiða fyrir menningarlegum samskiptum Norðurlanda og íslands, segir á bókarkápu ljóðasafnsins. Þýðandinn naut styrkjar Nor- rænna menningarsjóðsins við útgáfu bókarinnar. • Annað bindi af Þjóðsagnabók- inni, eða Þjóðsagnabók Sig- urftar Nordals er komin út hjá Almenna bókafélaginu. Kom fyrsta bindi hennar út fyrir sið- ustu jól, en verkinu lýkur með þriðja bindinu, sem væntanlegt er á næsta ári. Verða öll bindin til samans nokkuð á annað þús- und bls. og hafa tvimælalaust að geyma viðtækasta úrval is- lenzkra þjóðsagna, sem gert hefur verið fram á þennan dag. Þetta nýja bindi af Þjóð- sagnabókinni skiptist i sex efnisílokka og bera þeir þessi heiti: ,,Draugar”, „Kynja- gáfur”, ,,T ö f r a b r ö gð ”, „Galdramenn”, „Náttúru- sögur” og „Máttarvöld” i efra ag neðra. Þá er enn fram haldið hinni miklu þjóðsagnarritgerð Sigurðar Nordals, sem hófst með fyrsta bindinu, og nefnist 3á hluti hennar, sem nú birtist, „Margt býr i þokunni.” • br. Friðrik Hallgrimsson, sem um áratuga skeið gegndi dóm kirkjuprestsembætti i Reykjavik við ástsæld og virð- ingu, var ekki sizt áhugasamur um æskulýðsmál og átti auðvelt með að ná eyrum yngstu kyn- slóðarinnar. Á árinu 1931-35 gaf Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar út fimm bindi af Sögum handa börnum og ungl- ingum, sem sr. Friðrik hafði tekið saman og endursagt. En nú, þegar 100 ár eru liðin frá fæðingu sr. Friðriks, hefur Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar sent frá sér 24 úrvalssögur hans i fallegri bók, og rikulega myndskreyttri. Hef- ur sr. Bernharður Guðmunds- son annazt valið, en Ragnheiður Gestsdóttir gert myndirnar. „Sögur sr. Friðriks Hallgrims- sonar eru 124 bls. i stóru broti. Frágangur er allur hinn vandaðisti, enda ekki færri en fjögur myndagerðar- og prent- fyrirtæki lagt þar hönd á verki. SKÁLD MEÐAL SKÁLDA Halldór Laxness AF SKÁLDUM Bókaútgáfa Menningar- sjóðs Reykjavik 1972. Við hæfi var, að Menningar- sjóður gæfi út bók eftir Halldór Laxness á þvi ári, sem hann varð sjötugur. Hitt var meira áhorfsmál, hvað velja skyldi úr ritverkum hans, fyrst ekki gat verið um frumútgáfu að ræða. Nóbelskáldið er mikill greina- höfundur, og væru ritgerðir þættir og huganir nægilegt afrek hverjum rithöfund.. Teíja má eðlilegt, að Hannes Pétursson veldi i þessa bók þætti og frá- sagnir af skáldum, þegar hann kaus aö gefa út ákveðinn efnis- flokk úr ritgerðum Halldórs. 1 þessu riti er að finna öll helztu og beztu einkenni H.L. sem greinahöfundar. En ég tel þau vafalaust vera, hvað hann kemur lesandanum oft skemmtilega og margvíslega á óvart, ekki aðeins i hugsun og hugmyndum, heldur engu siður i túlkun og stil, orðfæri og iþrótt. Alls þessa gætir i bókinni Af skáldum-Þar er að finna kátlega drætti.tillögur úr ýmsum sjónarhornum, frumlegar vangaveltur og kankvis skot i mark, sem höfundur eins og skenkir lesanda fyrirhafnar- laust upp úr þurru. Þetta eru harla ólikar ritgerð- ir, sumar aðeins snöggsoðnir þættir, leifturmyndir og brot, aðrar veigamiklar krufningar. Lengst og viðamest er ritgerðin um Hallgrim Pétursson, sem höf. birti fyrst i Iðunni árið 1932, alls hátt i 55 bls. i þessari bók. Ég minnist þess, að þegar ég las frumgerð þessarar ritsmiðar tæpra 17 ára gamall, varð ég i rauninni furðu lostinn, bæði vegna þess, að skáldið skyldi ráðast i að kryfja þetta efni svo rækiíega til mergjar, og ekki siður vegna hins, hverjum tök- um hann tók efnið, hvað frjáls hann var, óháður og fortakslaus i skoðunum og tjáningu. Þetta var ósvikinn mergur. Inngang- ur að Passiusálmum birtist aft- ur árið 1942 i Vettvangi dagsins, breytt og endurskoðuð gerð. Þannig er ritgerðin prentuð hér, og gæti hún vissulega staðið sem sérstök bók. Greinarnar eru alls 20, sumar örstutar. aðrar drjúgar ritsmið- ar. Ég nefni hér frásögnina af Nonna (Jóni Sveinssyni). Hún finnst mér frábær smið, ævin- týri eins og maðurinn sjálfur. Ef nefna ætti, hvað helzt skil- ur þetta greinasafn frá öðrum ritgerðabókum Halldórs, er það hlýjan i tóninum, og hvað hann er einstaklega mjúkur á mann- inn. Margar ritgerðir höfundar eru ekki þvi marki brenndar, eins og vitaö er. Enginn er bein- skeyttari i ádeilu, skarpari i gagnrýni og harðarði i dómum en Halldór i mörgum greinum sinum. En þegar hann skrifar um skáldbræður sina, er hann hlýr og mildur, jafnvel auð- mjúkur og fullur lotningar gagnvart náðargáfum þeirra. Það hefði verið munur að hafa þessa bók i höndum milli ferm- ingar og tvitugs, þegar maður lenti oft i hörkudeilum við fólk, sem hélt þvi fram og trúði stað- fastlega, að Halldór Laxness væri mesti skaðvaldur á ritvelli og erkióvinur menningar, guð- dóms og góðra siða. En burtséð frá þvi, ætti þessi bók að vera aufúsugestur fólki, sem vill kynnast viðhorfi Nóbelskáldsins til ýmissa rithöfunda, sem hvað mestan svip hafa sett á islenzk- ar nútimabókmenntir. Bókin er ágæta vel úr garði gerð. Gerður Ragnarsdóttir teiknaði myndir af þeim 21 höf- undi, sem um er fjallað, en Guð- jón Eggertsson teiknaði kápu og sagði fyrir um uppsetningu. Oddi prentaði. Stefán Júliusson. FLEIRI UTKÖLL SLOKKVILIÐS OC FJÖLGUN SJÚKRA- FLUTNINGA Samkvæmt tölum Slökkviliðs- ins voru útköll þess, þegar 342 dagar voru liðnir af árinu, orðin 337. Er það nokkur aukning frá þvi i fyrra, en þá voru þau orðin aðeins 316 á sama tima. Sjúkraflutningar hafa einnig aukizt nokkuð, eru komnir i 9501. 1 fyrra voru þeir orðnir 9004 á sama tima. Þessar tölur eru frá þvi 8. des. Af 9501 útkalli til sjúkra- flutninga, voru 990 vegna slysa. Á sama tima i fyrra voru þau 871. Svæði það, sem Slökkvilið Reykjavikur þjónar, er nokkuð yfirgripsmikið, þvi Mosfellssveit og Seltjarnarnes eru þvi tilheyr- andi. íbúatala þessa svæðis er um 100 þús. Vegna þessa hefur þótt nauðsynlegt að fara að huga að fjölgun vaktstaða, hafa sjúkraliðs- og brunavakt á fleiri stöðum en tveimur fyrir allt þetta svæði. Hefur nú þegar hús verið teiknað i þessum tilgangi og er þvi ætlað að vera á horni Breiðhöfða og Bildshöfða. Til þess að auðvelda slökkvilið- inu starfið hafa verið farnar fleiri skoðunarferðir um borgina i ár, en nokkurn tima áður. Hafa rúm- lega 300 staðir verið skoðaðir. • ..Ilættulcgt augnablik”, — ný skáldsaga eftir höfundinn Frank G. Slaughter er komin út hjá Bókaforlagi Odds Björns- sonar. Áður hafa komið út á is- lenzku tvær skáldsögur eftir sama höfund, „Eiginkonur læknanna” og „Hættuleg að- gerð”. „Siðasta augnablikið” er 290 bls. og hefur Hersteinn Pálsson islenzkað með leyfi höfundar. LAUF- LÉTT GLER A öld umhverfisvitundar hef- ur glerið unnið sigur i sam- keppninni við plast og önnur gerviefni, — og á mörgum svið- um iðnaðar er glerið farið að taka við hlutverkum.sem gervi- efnin hefðu hlotið. I Þýzkalandi eru nú fram- leiddar léttustu glerflöskur i heimi, svo léttar að þær hafa flesta kosti gerviefnanna til að bera, og þær, sem sýndar eru á þessari mynd vega um og innan við 100 grömm, en taka þó allt að hálfum litra. Að auki: glerið varðveitir vatn og annan vökva án þess að bragð raskist að nokkru leyti, en það hefur ekki tekizt i plast- flöskum. HÁLFRAR ALDAR AFMÆLI EINS STÆRSTA INN- FLUTNINGSFYRIRTÆKISINS Hinn 4. nóvember sl. átti fyrir- tækið Eggert Kristjánsson & Co fimmtiu ára afmæli. Á þessum fimmtiu árum hefur fyrirtækið vaxið og dafnað jafnt og þétt og i dag má segja að það sé orðið eitt stærsta innflutningsfyrirtæki landsins. Til marks um hin geysi- miklu umsvif, er velta á nýjum og þurrkuðum ávöxtum sem fyrirtækið flytur inn á þessu ári 150-160 millj. króna, og það ann- ast 80-90% af innflutningi á gleri i húsbyggingar. Einnig var Eggert milligöngumaður um smiði á fiskiskipum fyrir islenzka út- gerðarmenn, ýmist frá Noreei. Danmörku og Frakklandi. Er fyrirtækið var stofnað árið 1922 var einn af stofnendum, Eyjólfur Jóhannsson fram- kvæmdastjóri M jólkurfélags Gjafaplattar til uppbyggingar lýöháskólans í Skálholti Skálholtsskólafélagið svo- nefnda hefur sent á markað platta sem sýna þær fjórar sið- Jfi JsÆáSNR******'-, ustu kirkjur sem i Skálholti hafa staðið. Er elzta kirkjan frá um 1650 og kölluð hefur verið dóm- kirkja Brynjólfs biskups Sveins- sonar. Einar Hákonarson hefur teiknað plattana en framleiðslu annaðist Gler og postulin. A blaðamannafundi sem stjórn skólafélagsins boðaði til kom einnig fram að lýðháskólinn i Skálholti hefur verið starfræktur frá lokum október. Hefur starfi skólans verið skipt i þrjú tveggja mánaða námskeið, og er hinum fyrsta nýlokið. Nemendur á þessu fyrsta námskeiði voru 17 talsins, en reiknað er með að nemendum fjölgi litið eitt eftir áramót. Skól- inn er starfræktur sem stendur i bráðabirgðahúsnæði, þar sem skólabyggingin hefur ekki enn verið tekin i notkun. Kennsla hefur skipzt með þeim hætti, að nokkrar greinar eru öllum nem- endum sameiginlegar, en aðrar valfrjálsar. Skólastjóri Lýðhá- skólans i Skálholti er Heimir Steinsson. Skálholtsskólafélagið var stofn- að i Skálholti um mitt sumar 1970 og eru félagar nú orðnir hátt á þriðja hundrað bæði frá Islandi og N.Ameriku. Einnig hefur veru- legur stuðningur komið frá Vestur-Islendingum og hafa þeir safnað stórri upphæð til upp- vaxtar skólans. Útgáfa Skálholtsplattanna, sem boðnir eru almenningi til kaups , á að renna stoðum undir tekjuöfl- un skólans og félagsins. For- maður felagsins er Þórarinn Þórarinsson, fyrrum skólastjóri Alþýðuskólans að Eiðum. Reykjavikur, en var aðeins skamma stund i fyrirtækinu. Störf hans hjá Mjólkurfélagi Reykjavikur, sem óx hröðum skrefum urðu svo mikil, að hann sá sér ekki fært að sinna öðru. Gekk hann þvi úr firmanu siðla árs 1923 og seldi Eggerti Kristjánssyni hlut sinn. Á árinu 1939 keypti fyrirtækið ásamt íleiri aðilum húseignina að Hafnarstræti 5og voru skrifstofur þess þar til áramóta 1970. Eggert Kristjánsson lézt i sept. 1967. Honum hafði lengi verið ljóst að fyrirtækíð yrði að byggja húsnæði, er gæli hýst alla starf- semi þess og hafði honum tekizt að útvega lóða að Sundagörðum 4 á árinu 1965 , sem uppfyllti þær kröfur. Nýbyggingu var að hluta lokið siðla árs 1967 og var vöru- geymslan tekin i notkun 1. janúar 1968, en • skrifstofur fluttu að Sundagörðum tveim árum siðar. Gólfflötur vörugeymslu er 4000 fermetrar og skrifstofuhu'snæðið 700 fermetra, rummál nýbygg- ingu er samtals um 30.000 rúm- metrar. Fastir starfsmenn eru 35. I stjórn fyrirtækisins og fram- kvæmdastjórn eru Aöalsteinn Eggertsson, Gunnar Eggertsson, Gisli Einarson og Magnús Ingi- mundarson, en stjórnarformaður er Guðmundur Einarsson verk- fræðingur. Eftir ósk ekkju Eggerts Kristjánssonar frú Guðrúnar Þórðardóttur hefur fyrirtækið á þessum timamótum gefið til byggingar Hallgrimskirkju i Reykjavik upphæð til minningar um stofnanda og forystumann sinn. SAMEINING ORKU FYRIRTÆKJA OG VERDJÚFNUN A RAFORKU Hinn 12. október siðastliðinn efndi Samband islenzkra raf- veitna til ráðstefnu um skipulag raforkumála. Ráðstefna þessi var fjölsótt og stóð i tvo daga. Að loknum erindum og umræðum var stjórnendum umræðuhópa falið að samræma niöurstöður i sameiginlegl álit ráðstefnunnar. Hinn 24. nóvember siðastliðinn boðaði StR til blaðamannafundar i samráði við Samband islenzkra sveitarfélaga, og var skýrt frá þvi, að á fundi stjórnar SIR hafi verið samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum, hverjar meginniður- stöður ráðstefnunnar haf'i verið. Fjalla þær meðal annars um markmið raforkuiðnaðarins, og i þvi sambandi sameiningu raf- orkufyrirtækja i stærri einingar og verðjöfnun á raforku. Þá er og fjallað um skipulag raforku- vinnslu og raforkudreifingu. Þess er getið, að einn stjórnarmaður hafi skilaö sér áliti um nokkur atriði og ekki tekið þátt i at- kvæðagreiðslu, um það, hverjar skyldu taldar vera meginniður- stöður ráðstefnunnar. t í imhaldi af þessu, hafa full- trúar Ralmagnsveitna rikisins á ráðstefnunni, sent blaðinu frétta- tilkynningu, þar sem þeir telja, að stjórn StR hafi, vegna sérskoð- ana sinna, fellt niður viss alriði i sameiginlegu áliti ráðstefnunnar, er hún kynnti niðurstöður hennar opinberlega. Varðar þetta eink- um eignar- og stjórnaraðild sveitarfélaga i orkuvinnslulyrir- tækjum, og ekki hvað sizt telja þeir, að ekki komi réttilega lram sameiginlegt álit ráðstefnunnar varðandi raforkudreifinguna. Um það atriði segir i fréttatilkynn- ingu StR, að unniö skuli að þvi, að allar dreifiveitur verði eign sveitarfélaga eða sameignafé- laga þeirra. Hins vegar segja fulltrúar Rafmagnsveitna rikis- ins, að sameiginlegt álit ráðstefn- unnar hafi verið, að vinna skuli að þessu þar, sem skilyrði leyfa, en þátttaka rikisins fari hins vegar el'tir aðslæðum. Annars var ráð- stefnan hin merkasta og vakti bæði leiðbeinandi, og um sumt, stefnumarkandi umra'ður um raforkumál landsmanna i heild. inm Félag tslendinga i Þrándheimi, Kjartan, hefur nýlega fengið út- hlutað um 80 fermetra húsnæði i nýrri viðbyggingu við aöalstú- dentagarðinn þar. Leysir þetta úr brýnni þörf i félagsstarfi tslend- inga, sem fram til þessa hefur verið á hrakhólum i húsnæöis- málum. Þó mun og þetta ætlað að leysa til bráðabirgða timabund- inn vanda nauðstaddra náms- manna, en húsnæöisvandræði eru miki! i Þrándheimi. Hafa tslend- ingar lagt mikla sjálfboða vinnu i aö innrétta þessi húsakynni, og hefur félagið tekizt á herðar tals- verðar skuldbindingar með þessu framtaki, og hefur nú leitað til Alþingis um nokkurt framlag sér til stuðnings. Mólningarverk- smiðjan Harpa sýndi íelaginu mikla rausn, er hún gaf málningu á þessi húsakynni og naut þar og íulltingis Flugfélags tslands við flutninginn. SIGLFIRÐ- INGAR HEIMA OG HEIMAN „Fyrir dyrum standa miklar endurbætur á Siglu- Ijarðarkirkju. Á siðasl liðnu sumri átti Kirkjuhúsið 40 ára vigsluafmæli. Það var vigt 28. ágúst 1932,” segir i tilkynn- ingu frá sóknarnelnd Siglu- fjarðar. „Eins og ykkur er öllum kunnugt, var Siglul'jarðar- kirkja eitt stærsta og vegleg- asta guðshús hérlendis á sin- um tima og er reyndar enn i dag. En á þessuin 40 árum scm liðin eru lrá vigslu henn- ar, hefur margt orðið timans lönn að bráð og annað látið á sjá, sem nú er brýn þörf að bæta og laga. Er þar fyrst að telja glugga kirkjunnar, sem i ráði er að endurnýja, og er það metn- aðarmál safnaðarins að keyptir verði steindir gluggar i kirkjuna Irá Þýzkalandi, og er undirbúningur að þvi þegar hafinn. Fleslir þeirra sem burtu hala flutzt, hafa notið margra helgra stunda i þessu gamla guðshúsi sinu og eiga margar helgar minningar við það tengdar, engu siður en við sem enn höfum not kirkjunnar. Þvi er það einlæg ósk okkar og von, að allir vinir Siglu- fjarðar leggist á eitt að styðja að lramgangi þessa máls með fjárframlögum, áheitum og minningargjöfum. Sóknarprestur og sóknar- nefnd Siglufjarðarkirkju veita öllum framlögum til þessa verks móttöku. Einnig hafa eftirtaldir Sigl- firðingar á Reykjavikursvæð- inu góðfúslega boðizt til að veita móttöku þvi fé er saínast kynni. í Reykjavik: Séra Óskar J. Þorláksson, séra Ragnar Fjalar Lárusson, Jón Kjart- ansson, forstjóri. t Kópavogi: Jón Skatason, alþingismaður. I Garðahreppi: Séra Bragi Friðriksson, Ólafur Einars- son, sveitarstjóri. 1 Hafnar firði: Erla Axelsdóttir Brekkugt. 13. t Keflavik: Yngvi Bryn'jar Jakobsson lögregluvarðstjóri. Á Akra nesi: Guðrún Hjartar, Háholti 5. 0 Fimmtudagur 21. desember 1972 Fimmtudagur 21. desember 1972 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.