Alþýðublaðið - 21.12.1972, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.12.1972, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórn- ar Hverfisgötu 8-10. — Simi 86666. Blaðaprent h.K. Tjaldað til einnar nætur Hvað er uggvænlegast við þær ráðstafanir, sem rikisstjórnin er nú að gera i efnahagsmál- unum? Það, að hún skuli hafa svikið loforð sin við landsfólkið um að fella ekki gengið, segja sumir. Sú mikla verðbólguhætta, sem þeim fylgir, segja aðrir. Árásin á kjör launþega, sem með þeim er gerð, segja hinir þriðju. Allt er þetta rétt. En samt sem áður er það ekkert af þessu, sem er uggvænlegast við efnahagsráð- stafanir rikisstjórnarinnar. Það allra alvarleg- asta við þær er, að þær leysa ekki vandann og stjórnarflokkunum er það mjög vel ljóst. í ræðu á Alþingi i fyrradag sýndi Gylfi Þ. Gislason ljóslega fram á, að miðað við upplýs- ingar sérfræðinga sjálfrar rikisstjórnarinnar væri fyrir sjáanlegt, að um mitt næsta ár verði á ný hruninn rekstrargrundvöllur útflutningsat- vinnuveganna og yrði þá að gripa til nýrra efna- hagsráðstafana ef ætti að halda þjóðarskútunni gangandi. Þær ráðstafanir, gengisfelling með meiru, sem nú er verið að gera geta sem sagt ekki enzt nema i 6 til 9 mánuði. Þá verður allt komið i sama kalda kolið aftur. Samt sem áður leggur rikisstjórnin þessar ráðstafanir fram. Þótt hún viti fyrirfram, að þar sé aðeins verið að tjalda til einnar nætur. Og ef til vill gerir hún það með ráðnum hug. Ef til vill hefur hún gert sér það ljóst, sem Alþýðublaðið benti á i gær, að dagar hennar eru i raun og veru taldir, en vill aðeins fá hentugri tima til að ganga formlega frá dánarvottorðinu. Með það fyrir augum sé rikisstjórnin vitandi vits að út- vega sér nokkra mánaða viðbótarfrest til þess að hafa ráðrúm til að sviðsetja dauðaatriðið i sorgarleiknum. um ólafiu með dramatiskari hætti en hið raunverulega andlát bar að. Ef til vill þykir sumum, og þá sennilega einna helzt þeim stuðningsmönnum stjórnarinnar, sem enn eru henni tryggir, þessi tilgáta Alþýðu- blaðsins næsta ósennileg vegna þess hviliku ábyrgðarleysi hún lýsti ef rétt væri. En hvert hefur ábyrgðarleysið ekki verið hjá þessari rikisstjórn á umliðnu hálfu öðru ári? Og hafa ekki allar tilgátur Alþýðublaðsins um þessa rikisstjórn og athafnir hennar, sem ósennileg- astar virtust, reynzt réttar? Heimsborgarinn kominn heim Jónas Árnason, heimsborgari, mun væntan- lega hafa komið i dag til fósturjarðarinnar frá útlöndum. Heimsborgarinn mun að likindum i dag eða á morgun skýra lesendum Þjóðviljans frá landvinningum sinum fvrir ,,westan”. Að ólygins sögn mun heimsborgarinn, sérleg- ur sendimaður Lúðviks Jósefssonar, hafa i hyggju að gleðjast með þjóð sinni um jól. Traustar heimildir herma einnig, að heims- borgarinn hafi jafnvel i hyggju, að yfirgefa ætt- land sitt ekki meir það sem eftir er ársins. Er þvi ekki að vænta stórviðburða i heimsmálum um hátiðarnar. Þessar fréttir hafa þó ekki fengizt staðfestar af opinberri hálfu i Reykjavik. UNNIÐ AÐ LÍFS- HAGSMUNAMÁLI BRÉFFRÁ SIGURÐI New York 13. desember 1972. Kæri Sighvatur, Ég var búinn að lofa að hripa þér héðan nokkrar linur og æila i nú að efna það, þótt ég hafi aðeins verið hér fáa daga og sé senn á förum. Á margt mætti drepa, en ég ætla aðeins að fjalla um það, sem nú er efst á baugi hjá okkur i islenzku sendinefndinni hér hjá Sameinuðu þjóðunum, enda telj- um við þau mál mikilvæg fyrir is- lenzku þjóðina. Er þá fyrst að nefna baráttu þá, sem nú er i rauninni háð, þótt lágt fari, fyrir þvi að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykki á mánudag- inn (eftir þvi sem nú er helzt talið) tillögu þá, sem lsland og Perú fluttu ásamt fleiri þjóðum i II. nefnd Allsherjarþingsins fyrir skömmu og fengu samþykkta þar. Fjallar tillagan sem kunnugt er um það, að strandriki skulu eiga og fá notið óáreitt auðæfa þeirra og auðlinda, sem felast i og undir sjávarbotninum við strend- ur þeirra sem og i hafinu þar yfir. Hið siðastnefnda er i rauninni stefnumörkun af hálfu AIls- herjarþingsins i stórmikilvægu máli, ef samþykkt verður, eins og samþykkt var i þingnefndinni fyrir nokkru, eins og áður segir. Ég segi stórmikilvægu máli og miða þá að sjálfsögðu við lifs- hagsmuni okkar Islendinga og annarra þeirra þjóða, sem likt er ástatt um. Verði þessi tillaga samþykkt á mánudaginn hafa Sameinuðu þjóðirnar markað stefnuna i þessu máli, og sú stefnumörkun hlýtur að hafa grundvallarþýðingu fyrir þróun þessa máls, meðal annars hjá Al- þjóðadómstólnum i Haag og á þeirri alþjóðlegu hafréttarráð- stefnu, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að efna til og hefst væntanlega á næsta ári,en starfar sjálfsagt ekkert að gagni fyrr en á árinu 1974 eða jafnvel 1975. Að visu og að sjálfsögðu er ekki talað um það i tillögunni hve langt til hafs eignarréttindi strandrikj- anna skuli ná, enda hefði tillagan vafalaust ekki náö jafn langt og raun ber þegar vitni og vonir standa til ef þvi atriði hefði ekki verið sleppt. Aðalatriðið var lika að fá grundvallarsamþykkt á þessu sviði. Verði tillagan sam- þykkt hefur vigstaða okkar og annarra fiskveiðiþjóða gjör- breytzt til batnaöar. Eins og þú manst gerðu Banda- rikjamenn tilraun til að bregða fæti fyrir setninguna: ,,. . .sem og i hafinu þar yfir” (ég held ég fari nokkurn veginn orðrétt með þessa vitnun i tillöguna) meö þvi að leggja til i þingnefndinni, að hún yrði felld niður. Sú tillaga þeirra var kolfelld. tslendingum þótti þetta óvinsemd við sig og tóku hana þvi óstinnt upp. Nú er ástæða til að ætla, að þeir hafi hugsað sitt ráð og áttaö sig á þvi, að okkur finnst sem þeir geti látið það vera að ganga fram fyrir skjöldu til að bregða fæti fyrir framgang máls, sem hefur gifur- lega þýðingu fyrir okkur og önnur strandriki, þar á meðal þá sjálfa, en er á engan hátt neikvætt fyrir þá, ef samþykkt verður. Á hinn bóginn er illt til þess að vita ef frændur okkar og vinir á hinum Norðurlöndunum greiða atkvæði móti þessu máli i Allsherjarþing- inu eða láti það ógert i öllu falli að veita málinu brautargengi. En enn er óvist með öllu hvort nokk- urt þeirra fæst til að greiða mál- inu atkvæði. Þetta er fyrir minn smekk þvi verra sem þar sitja þó sums staðar rikisstjórnir jafn- aðarmanna, sem virðast ætla að sýna okkur minni skilning og stuðning en ihaldsstjórnin hér vestra. Er nokkur furða þótt maður hugsi með efasemdum til hugsjónarinnar um norræna samvinnu, ef svo fer sem horfir? Nokkur bót i máli er ef önnur hvor eða máske báðar nýju jafn- aðarmannastjórnirnar i Ástraliu og Nýja Sjálandi styðja málið. Og samt hlýtur hlutur skandinavisku rikisstjórnanna að teljast af- leitur, ef þær snúast gegn okkur. I þessari baráttu fyrir sam- þykkt tillögunnar hafa margir góðir menn lagt hönd á plóginn. Engum er þó gert rangt til þótt sagt sé, að hiti og þungi dagsins hafi hvilt á þeim Haraldi Kröýer, ambassador og fastafulltrúa Is- lands hjá Sameinuðu þjóðunum og Gunnari G. Schram, vara- fastafulltrúa. Þeir Haraldur og Gunnar hafa unnið að þessu máli af miklum dugnaði og mikilli lagni og beitt óspart öllum þeim áhrifum, sem aðstæður hafa leyft. En utanrikisráðuneytið i Reykjavik hefur vitaskuld lika unnið afar ötullega að málinu og á skilið hrós fyrir. Ekki má heldur gleyma þvi, að raunar munu öll sendiráð okkar beggja megin hafsins lagt hér hönd á plóginn, að mér hefur skilizt, eins og eðli- legt er. I þessu sambandi finnst mér ástæða til að benda á, að i raun virðist hafa orðið breyting á starfi okkar hér, hjá Sameinuðu þjóð- unum. 1 stað þess að láta mál litt til sin taka og hafa litil áhrif á framgang þeirra, er sendinefndin okkar byrjuð að „vera með putt- ana” i þróun mála, hafa afskioti af þeim, eiga frumkvæði um mál íslandi i hag eða jákvæða þróun þeirra á annan hátt. Þetta er ljóst af þvi, sem nú er að ske, er mjög ánægjulegt og var timabært. Fá- ist sú tillaga samþykkt, sem ég hef gert hér að umtalsefni, þarf sendinefndin okkar að halda áfram að hafa jákvæð áhrif á þró- un mála með daglegu starfi sinu á Allsherjarþinginu. Er þá hvað mikilvægast að hún vinni að þvi, að mál þróist i þá átt, að grund- völlur verði fyrir enn frekari út- færslu fiskveiðilandhelginnar okkar, þegar sú stund rennur upp. Ég sagði þér áðan að nefndin væri ötul — ég get nefnt þér tvö önnur dæmi um störf hennar. Fastanefndin okkar hefur þegar lagt mikla vinnu i að koma þvi til leiðar, að lslendingur verði nú kosinn i fyrstu stjórn hinnar nýju Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Eru nú góðar horfur taldar á að svo verði. Þetta er afar mikilvægt fyrir okkur að þessu sinni vegna landhelgis- málsins, vafalaust munum við halda áfram að vinna að brautar- gengi þess sem umhverfismáls, ekki sizt ef tillagan okkar verður samþykkt á mánudaginn. Hilt dæmið er, að fastafulltrúarnir okkar hér hafa þegar kynnt i Alls- herjarþinginu hugmynd um að hugsanleg haffræðistofnun Há- skóla Sameinuðu þjóðanna verði reist á tslandi. Gerði Gunnar Schram það siðast i ræðu á Alls- herjarþinginu fyrir fáum dögum. Ef af þvi verður getur það haft verulega þýðingu fyrir fiskimið i og sjávarútveg okkar Islendinga. Beztu kveðjur, Sigurður K. Guðmundsson. PIERPONT-ÚRIN handa þeim sem gera kröfur um endingu, nákvæmni ogfallegt útlit. Kven- og karl- manns úr af mörgum geröum og verð- um. MAGNUS BENJAMINSSON & CO. Veltusundi 3 - Sími 13014 Fimmtudagur 21. desember 1972 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.