Alþýðublaðið - 22.12.1972, Qupperneq 10
INGÓLFS
Veizlusalur — Fundarsalur
í nágrenni mið-borgarinnar. '
Pantið tímanlega húsnæði til starísemi yðar.
MÆLIÐ YKKUR MÓT í |
INGÓLFS-CAFÉ
Hið
íslenzka
prentarafélag
óskar öllum meðlimum sinum og
velunnurum
gleðilegra jóla
og farsæls komandi árs,
með þökk fyrir liðna árið.
sendir sjómönnum og landverkafólki
um land allt
beztu jóla- og nýársóskir
1FRAKKLAND
ÆSISPENNANDIJARDARFARARIDNADUR
r —
Utfararfyrirtækin hnakkrífast um líkin
Franskar jarðar-
farir hafa löngum
verið öllu iburðar-
meiri en annars
staðar tiðkast.
Likkisturnar
skreyttari en i
flestum löndum
öðrum, og lik-
vagnarnir minna
helzt á hinztu
farkosti frægustu
glæpamanna i
Bandarikjunum.
Og nú hefur
grunur vaknað um
að sitt hvað svona
allt að þvi glæp-
samlegt þróist i
sambandi við
þessar einkar
virðulegu og há-
tiðlegu athafnir.
Nú hefur sumsé
komið til átaka á
milli Pompes
Funebres
Generales, sem er
mesta útfararfyr-
irtæki þar i landi,
og minni útfara-
fyrirtækja. Ganga
nú klögumálin á
vixl, og svo svæsin
að simahleranir,
mútur og pólitisk
spilling er með
minni háttar á-
virðingum.
Meginorsökina að þvi
hvernig nú er komið hjá
lrönskum hvað þessi mál
snertir má rekja til laga-
setningar þegar á árinu
1904, þegar það var á-
kveðið að viökomandi
yfirvöld i 80% allra
franskra borga og bæja
skyldu hafa einkarétt á að
annast jarðarfarir og allt
i sambandi við þær at-
hafnir. En i þessari laga-
gerð stóð auk þess það á-
kvæði, að viðkomandi
yfirvöld gætu, eða öllu
heldur viðkomandi
borgarstjóri gæti látið
einkafyrirtæki-eftir þann
einkarétt, ef hann áliti að
það yrði bæjarfélaginu
haglelldara.
Eitthvað þvi sem næst
550,000 jarðarfarir fara
árlega fram i Frakklandi,
og eru dýrar fram-
kvæmdir. t Paris kostar
ósköp látlaus og hvers-
dagsleg jarðarför allt að
60,000 krónur; i bæjum úti
á landi er kostnaðurinn
um helmingi lægri.
Samband franskra út-
farastjóra, er saman-
stendur af öllum hinum
minni jarðarfararfyrir-
tækjum, fer nú hamförum
og lullyrðir aö mikill hluti
þess sem einkarétthaf-
arnir græði á jarðar-
förum, fari i pólitiskar
mútur. En það sem biti þó
höfuðið af skömminni sé
þó viðleitnihinsstóra út-
farafyrirtækis, sem áður
er nefnt, að komast i ein-
okunaraðstöðu og sölsa
undir sig einkaréttinn i
öllum borgum og bæjum
lands að koma dauðum i
jörðina.
Eins og er starfa 20
„funeries” — eða eins-
konar „útfaramarkaðir”
á Frakklandi.
Hvort um sig er nægi-
lega afkastamikið til þess
að geta annað öllu sliku i
borg eins og Nice, til
dæmis. Og nú hefur kom-
ið til mála að koma á fót
600 slikum mörkuðum.
Samkvæmt frönskum
iögum geta framámenn
sjúkrahúsa sent likin af
fólki er þar gefur upp
öndina, rakleitt til greftr-
unar án þess að hafa um
það samband áður við að-
standendur. Og þess
vegna er það kannski ekki
svo undarlegt þó að hið
mikla fyrirtæki, sem áður
er nefnt, sitji að flestum
slikum jarðarförum,
enda þótt þær jarðarfarir
verði dýrari. Innanrikis-
ráðuneytið hefur fyrir
skömmu birt opinbera
greinargerð, að jarðarför
á vegum PFG kostar
8,000—24.000 meira en hjá
smærri fyrirtækjum.
Samt sem áður litur út
fyrir að uppreisn hinna
smærri fyrirtækja sé von-
laus með öllu.
Einn af meðlimum
þjóðþingsins hreyfði þvi
fyrir skömmu, að hverj-
um sem vildi ætti að vera
heimilt að sjá um jarðar-
farir, ef hann einungis
gæti sýnt og sannað að
hann hefði öll tök á að
gera það sómasamlega.
En þegar sú tillaga kom
til álita öldungadeildar-
innar, var henni smám-
saman breytt, unz sam-
þykkt hennar breytti i
rauninni ekki neinu frá
þvi sem nú er. Borgar-
stjórunum er enn sem
fyrr falið þar úrskurðar-
vald — sem ef til vill er
ekki svo undarlegt með
tilliti til þess að meirihluti
þeirra, sem skipa öld-
ungadeildina, gegna ein-
mitt jafnframt embætti
borgarstjóra.
KOSNINGAALDUR
,EFTIR 16 ARA ALDUR TREYSTIEG MER
EKKI MED NEINUM GILDUM RÖKUM
AD NEITA FÖLKI UM KOSNINGARÉTT’
Hún er ekki gömul, hugmyndin
um rétt þegnanna til að velja sér
forystu i almennum kosningum.
Þó hefur hún þróazt og tekið
gagngerum breytingum. Framan
af var hlutverk þjóðþinganna
einkum talið eftirlit með fjárreið-
um rikjanna i umboöi þeirra, sem
lögðu fram féð, þ.e. skattborgar-
anna. En þeir fátæku, sem ekki
greiddu skatt, þeim kom ekki viö,
hvernig rikisfé var varið. Þess
vegna var kosningaréttur oft
mjög takmarkaður. Til hins
endurreista Alþingis tslendinga
kusu fyrst þeir einir, sem áttu til-
tekna eign i jörðum eða húsum
eða höfðu lffstiðarábúð á allstór-
um þjóðjörðum. Og fyrir 40 árum
höfðu þeir menn enn ekki kosn-
ingarétt, sem stóðu i skuld fyrir
þeginn sveitarstyrk.
Einhvers konar eftirstöðvar
þessa hugsunarháttar koma fram
i skrifum Sverris Runólfssonar i
Morgunblaðinu, þegar hann nefn-
ir skattgreiðendur, þar sem flest-
um væri tamara að tala um
almenning eða þegnana. En i
rauninni erum við vist öll orðin
sammála um, að kosningaréttur
er mannréttindi, sem eiga að
vera almenn. Ég á, með ykkur
hinum, að kjósa til þings og ráða
þannig yfir rikinu, ekki vegna
þess, að ég borgi kostnaðinn við
rekstur rikisins, heldur vegna
þess, að rikið ræður yfir mér, set-
ur mér lög og reglur og gerir ráð-
stafanir, sem snerta minn hag.
Og þetta á við um okkur öll, rik og
fátæk, karla og konur, ung og
gömul.
Já, ung og gömul.Þó er kosn-
ingaréttur bundinn við aldur, 20
ár. En hvers vegna fá unglingar
innan tvitugs ekki að kjósa eins
og annað fólk?
frá
$\J1
umsjónarmaður Ólafur Þ. Haröarson
Ég skal, ef þú vilt, trúa þvi, að
unglingar hafi að jafnaði litið vit
á pólitik og myndu hvorki neyta
atkvæðisréttar sins af jafn mikilli
ábyrgð né skynsemi og við, sem
eldri erum. En það cr bara ekkert
svar við spurningunni.
Vafalaust má segja það um
fólk, sem komið er yfir sextugt,
eöa jafnvel fimmtugt, aö þvi hætti
til að kjósa eftir mönnum og mál-
efnum löngu liðins tima (flokkinn
hans Jóns Baldvinssonar: flokk-
inn sem kom á almannatrygging-
um) og neyti þvi að jafnaði at-
kvæðisréttar sins af minni skyn-
semi en við, hin yngri. Og þannig
mætti þrengja hringinn, unz eftir
væri fámennur hópur úrvalskjós-
enda, einkum skipaöur bráðgáf-
uðum menntamönnum, eða
ábyrgum atvinnurekendum, eða
viðsýnum forystumönnum i fé-
lagsmálum, eða rótföstum bænd-
um, allt eftir þvi, hvaöa fordóma
viö legðum til grundvallar.
En þetta skiptir engu máli. Við
úthlutum ekki kosningaréttinum
til einhverra valinna manna, sem
við höldum að kjósi skynsamlega.
Við höfum engan rétt til slikrar
EFTIR HELGA
SKÚLA
KJARTANSSON
skömmtunar á mannréttindum.
Og við höfum heldur engan rétt til
að segja við unglibginn: Þú færð
ekki að kjósa, þvi að þú myndir
gera það svo heimskulega, popp-
óður skólaslæpinginn meö háriö
ofan I augu.
Þá skal ég lika trúa þvi, að
stjórnmálaflokkar myndu beina
heldur ógeðfelldum áróðri að svo
ungum kjóesendum og véla þá
undir merki sin með skrumi og
skjalli. En reyndar er nú þegar
með ýmsum ráöum reynt að ná til
unglinganna (upp á væntanlegan
kosningarétt). Og ýmislegt miður
merkilegt flýtur með i kosninga-
áróðri, þótt beint sé til hinna full-
orðnu. Væntanlega myndu hvers
kyns takmarkanirkosningaréttar
losa kosningabaráttuna við ein-
hverja þætti, sem hægt er að
Framhald á 16. siðu.
T résmiðafélag
Reykjavíkur
óskar öllum félögum sínum
og öörum velunnurum
GLEÐILEGRA JÓLA
,----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------,
Gleðileg jól og farsælt nýár!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
MJÓLKURBÚ FLÓAMANNA
Samviimumenn
verzla við sin eigin samtök. Vér höfum
flestar algengar neyzluvörur á boðstólum.
Óskum viðskiptavinum vorum
gleðilegra jóla
og farsæls komandi árs og þökkum við-
skiptin á liðna árinu.
Kaupfélagið Ingólfur
Sandgerði.
0
Föstudagur 22. desember 1972
Föstudagur 22. desember 1972
o