Alþýðublaðið - 22.12.1972, Blaðsíða 12
Gleðileg jól
Karsælt komandi ár.
Þökkum fyrir viðskiptin á liönum árum.
LJTGERÐARSTÖÐ
GUÐMGNDAR JÓNSSONAR
SANDGERÐI
Félög -
Starfshópar
Lejgjum sali til hverskonar félagsstarísemi
svo sem
fundarhalda, veizluhalda, árshátíða o. fl.
TRYGGIÐ YKKUR HÚSNÆÐI
TIL STARPSEMI YKKAR TÍMANLEGA
IÐNÓ
Sími' 12350
Bæjarútgerö
Reykjavíkur
óskar starfsfólki sínu
á sjó og landi
gleöilegra jóla
góös og farsæls árs
SJÓMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR
óskar öllum félögum sinum
gleðilegra jóla og gæfuriks komandi árs,
með þökk fyrir samstarfið á árinu, sem
er að liða.
Sjómannafélag
Reykjavíkur
Kaupfélág
Húnvetninga
og Sölufélag
Austur-Húnvetninga
RLÖNDUÓSI
óska viöskiptamönnum, starfsfólki , svo
og landsmönnum ötlum
Gleðilegra jóla
og farsæls komandi órs
l’akka samstarf
og viöskipti
á liönuin árum
BÆKUR TIL
BLAÐSINS
• ,,örl rrnnur æskublóft”
nefndist bók eftir Guðjón
Sveinsson. Útgefandi er Bóka-
forlag Odds Björnssonar.
Þessi skáldsaga er ætluft ung-
lingum og æskufólki. Logi Lýös-
son, söguhetjan hefur orftift fyrir
mótlæti, sem hann getur ekki
sætt sig vift. Flann ákveður gegn
vilja foreldra sinna, að hætta
námi og ráða sig til sjós, og
verður vera hans á útilegu-
bátum strangur en ómetanlegur
skóli. Sagan lýsir lifi islenzkra
sjómanna, daglegum störfum
um borð i fiskiskipi, siglingu
með afla til Þýzkalands og
ævintýrum sjómanna þar i
landi.
Guðjón Sveinsson hefur áður
senl lrá sér fjórar hækur. Þessi
nýja bók hans er 194 bls., prent-
uð i prentverki Odds Björns-
sonar.
• „Eðlisþættir jarðar-
innar og jarðsaga tslands"
nefnist nýtt fræðirit, sem Al-
menna bókalélagið gefur út. Er
höfundur þess dr. Trausti Ein-
arsson, sem um nálega tveggja
áratuga skeið hefur verið pró-
lessor i aflfræði og eðlisfræði við
verkfræðideild Háskóla tslands.
Er hann tvimælalaust einn af
kunnustu visindamönnum núlif-
andi, þeirra er gefa sig við is-
lenzkum jarðfræðum.
Þetta rit, dr. Trausta, Eðlis-
þættir jarðarinnar og jarðsaga
íslands, er samt ekki visindarit
i þeim skilningi, að efni þess sé
einungis við hæfi sérfróðra
kunnáttumanna. Þvert á móti
er þvi ætlað að vera aðgengilegt
iræðslurit fyrir áhugafólk um
jarðfræði og jarðeðlisíræði, en
jafnframt hjálpartæki við
háskólanám.
BOBBY & BORIS
í ICELAND
REVIEW
Komið er út áramótahefti tima-
ritsins Iceland Eeview og er það
að hluta helgað þeim viðburði á
tslandi, sem einna mesta athygli
vakti úti i heimi á þessu ári:
Heimsmeistaramótinu i Skák.
Undir fyrirsögninni Bobby &
Boris — Battle of the Breins in
Reykjavík, eru helztu atriði
mótsins rakin, sviptingar — árás-
irog gagnárásir, og fjöldi mynda
fylgir frásögninni, flestar fengnar
frá Chester Fox, teknar af Kristni
Benediktssyni. Greinina skrifaði
Gisli Sigurðsson, blaðamaður. Þá
er stutt viðtal við Halldór Péturs-
son listmálara, ásamt sýnishorni
af teikningum hans, sem frægar
eru orðnar — og jafnframt birtist
hér hin margumtalaða grein
bandariska dálkahöfundarins Art
Buchwald „Calling Bobby
Fischer”, en þaðer simtal Nixons
forseta við Fischer, sem „gæti
hafa átt sér stað”.
Að öðru efni i þessu hefti Ice-
land Review mætti nefna grein
um heimsókn i Krlingarfjöll eftir
Magnús Sigurðsson, blaðamann,
með litmyndum eftir Gunnar
Hannesson. Stutt frásögn af
Listahátið með athyglisverðum
ljósmyndum Guðmundar Ingólfs-
sonar og grein um islenzka jóla-
siði á fyrri tið, eftir Árna Björns-
son, þjóðháttafræðing.
Það siðasta frá Islandi, ljós-
myndir Kristjáns Magnússonar
af islenzkum tizkufatnaði úr ull
og gærum, sem hvað mest er nú
selt af til útlanda — og loks má
nefna grein um Vestfirði, eftir rit-
stjórann, Harald J. Hamar, með
fjölmörgum skemmtilegum ljós-
myndum, m.a. eftir Hjálmar R.
Bárðarson og Gunnar Hannesson.
t þessu hefti birtist ennfremur
Winnipeg-bréf, stuttur þáttur,
sem Caroline Gunnarson, ritstjóri
Lögbergs-Heimskringlu, mun
annast i framtiðinni.
0
Föstudagur 22. desember 1972