Alþýðublaðið - 22.12.1972, Qupperneq 19

Alþýðublaðið - 22.12.1972, Qupperneq 19
Kross- gátu- krílið V ONT $frF£RVI_ V \Ʊ §§ 'ov/ss ftrv HftPP -r’H /nnVKf) S'fíRRI Fteyé /?/? SL/Ttf , Í//7J r* £AVD. VMSrv 1BR r/EV/ SKOU /NfVQL ‘ftSTuft 1 Sm'ft SL% r SLOT- ftd \/fcTpi N £WS GROV Rl |!i!í!i!i! ó/M 5 TtEiríH ’/ SP/íUíh s Skot Vtm'. L » ffuDDft +FANGm SnmHL. rv/ nlj. if^o'ÍSSX'rr^J'ö-tí'^abt' ?öi)r''Aiít ■ ^ 4 >v 5; > c; Iju) ^ 3> 5; > CM ■ >> I 57 (SKIIGGA MARÐARINS Saga ástar og örlaga eftir Victoriu Holt 42 sagði hann. — Skál hins sigursæla þristirnis. Við klingdum glösum og drukk- um. Ég sagði: — Ertu viss? Þegar alls er gætt hefurðu engin göng grafið enn sem komið er. Mörður hló við. — Nora, við höfum nú þegar fundið gullmola, sem vó 56 k ilógrömm. Ég ábyrg- ist að hann er tiu þúsund ster- lingspunda virði. Og við erum ekki einu sinni byrjuð. Það er gull þarna, nóg gull til að uppfylla draum hvers gullgrafara. Hafðu engar áhyggjur. Við erum rik. Eftir öll þessi ár visaðir þú okkur á það sem við höfum leitað að. Við lögðum frá okkur glösin. Ég rétti fram hendurnar. Mörður tók aðra, Stirling hina. — Þetta var það sem ég óskaði mér framar öllu öðru, sagöi ég. Mörður hló. — Þú hefur þá fundið fyrir gullsóttinni lika, Nora. —Nei/ekki gullsótt. Ég vildi aðeins að þið fengjúð báðir það sem þið þráðuð mest. Þá tók Mörður mig aftur i faðm sér og sagði lágt, með undarlega viðkvæmnislegri röddu: — Nora, Nora stúlkan min. Svo sleppti hann mér og það var eins og hann væri að afhenda mig Stirling. Stirling faðmaði mig einnig að sér og ég hélt mér i hann. — Ég held ég ætli að fara að gráta, sagði ég. — Þeir sem ekki gráta af sorg, gráta af gleði. Nú voru framkvæmdir hafnar. Enginn talaði um annað en gull- fundinn. Mörður hafði fundið gull — svo um munaði. Þeir höfðu alltaf vitað að það myndi hann gera einhverntima. Hann var maður sem hafði heppnina með sér. Gullið i yfirborðslögunum var i sjálfu sér heill fjársjóður. En Mörður lét ekki við það sitja. Hann ætlaði að grafa d júp göng og komast að gullinu, sem hann vissi að lá i kvarzlögum i klettin- um. Hann lokaði gömlu ónýtu námunni og flutti alla verka- mennina til nýju námunnar en fleiri voru ráðnir til viðbótar. Morðstaður föður mins var ger- breyttur orðinn. Fuglarnir voru flúnir, flæmdir burt af sprenging- um, búið var að höggva þrep i klettinn.til að mennirnir kæmust upp eftir honum, eftir veginum var stöðugur straumur af kerr- um, sem fluttu gullið til bankans i Melbourne. Staðnum hafði verið gefið annað nafn. Hann hét nú Noruhæð. Ég sá bæði Mörð og Stirling sjaldnar. Þeir voru öllum stund- um i námunni. Þar hafði verið byggður skáli fyrir þá með öllum þægindum til að sofa i þegar þeir komu ekki heim. Auðæfin hlóðust upp. Ég var alltaf að frétta af gullhnullungum, sem fundizt hefðu. Ég man eftir fjaðrafokinu er einn fannst sem var yfir hálfur metri á lengd. Hans var getið i blöðunum i Melbourne og var hann talinn tuttugu þúsund sterl- ingspundavirði. Það var eins og allt héldi niðri i sér andanum, en fyrir mér var spennan horfin. Ég var ekki eins hamingjusöm og ég hafði verið fyrst eftir uppgötvunina. Ökunnur maður kom i heim- sókn og sat lengi á eintali með Merði. Adelaide sagði mér að þetta væri lögfræðingur föður sins og að hann væri á förum til Eng- lands i viðskiptaerindum fyrir Mörð. Sagt var, að Mörður væri nú orðinn miljónamæringur. Það var að likindum rétt, en hann var ekki ánægður. Ég velti þvi fyrir mér hvort hann myndi nokkurntima verða það. Ég sagði við hann eitt sinn: — Nú ertu orðinn vellrikur. Hann samsinnti þvi. —-Þú lika, væna min. Gleymdu ekki að þú átt þinn hlut i velgengninni. Sagði ég ekki að við værum þristirni? — Hve rik? — Viltu fá það i tölum? — Nei, ég hef litið vit á þeim. En ég held að við séum nógu rik. — Við hvað áttu með þvi? — Að nú gætirðu látið af þess- ari æðisgengnu athafnasemi og látið aðra um að vinna fyrir þig. — Aðrir vinna aldrei fyrir mann eins og maður gei ir sjálfur. — Gerir það nokkuð til? ÞU átt nóg. —• Ég ætla mér að ná öllu gull- inuúr þessari námu, Nora. — Þú ert óseðjandi... þegar gull er annars vegar. Augu hans ijómuðu. — Nei, sagði hann. — Ég veit hvenær ég er búinn að fá nóg. Ég þarf að eignast mikinn auð. - Og þá? — Þá geri ég það sem ég hef alltaf ætlað mér að gera. Ég hef beðið þess lengi, en nú er það i augsýn. Hann sagði ekki meira þá, en það greip mig hálfgerður uggur þvi ég sá hörkudrættina sem komu á varir hans og vissi að hugsanir hans snerust um hefnd. Hefnd við manninn, sem sent hafði hann burt fyrir meira en þrjátiu og fimm árum! Gat fólk borið hefndarhug i brjósti svo langan tima? Menn eins og Mörður gerðu það, svo mikið vissi ég. Það olli mér áhyggjum þvi ég vissi að i hefnd var enga ham- ingju að finna. Mánuðirnir liðu og brátt voru aítur komin jól. Við héldum þau hátiðleg á enskan hátt að venju: heita máltið um daginn i steikj- andi hita, plómubúðing með koni- aki, gerfimistiltein. Ég mundi jól- in á undan þegar Lambshjónun- um hafði verið úthýst. Ég hugsaði um hvernig um hvernig farið hefði fyrir þeim, minntist vægðarleysis Marðar við það tækifæri og fann til kviða. I byrjun januar kom lögfræð- ingurinn i aðra heimsókn og dvaldi langa stund með Merði og Stirling. Mér var ekki boðin þátt- taka i þeim ráðagerðum, en ég veitti þvi athygli að á eftir var sigurljómi i augum Marðar og gat mér þess til að þær hefðu að ein- hverju leyti snert drauma hans um hefnd. Kvöld nokkurt bað hann mig að tefla við sig og þegar ég fór til hans, stóðu dyrnar að vinnustofu hans opnar og hann kallaði á mig þangað inn. — Komdu hingað, Nora, sagði hann7og þegar ég kom til hans, lagði hann hendurnar yfir augu min. Svo sneri hann mér við þar til ég stóð andspænis veggnum. Þá tók hann hendurnar frá og sagði: — Sjáðu. Þetta var málverk af mér i reiðfötum, með háa hattinn eillit- ið á ská, opineygð og rjóð i vöng- um. — Allt saman mitt verk, sagði hann. — Hvenær gerðirðu þetta? — Spyrðu um það fyrst? Ég sýni þér málverk af sjálfri þér og' þú segir ekki annað en „hve- nær”? — En ég sat ekki íyrir. — Hélztu að það væri nauðsyn- legt? Ég þekki hvern drátt i and- liti þinu, hver einustu svipbrigði. — En þú hefur verið svo önnum kafinn. — Ég hef samt haft tima til að hugsa um þig. Segðu mér hvort þér likar hún? — Er hún ekki töluvert fegruð? — Hún er eins og ég sé þig. - Það gleður mig að ég skuli lita þannig út i þinum augum. Ég kem sjálfri mér ekki þannig lyrir sjónir. — Þú litur þannig út þegar þú horfir á mig. — En hversvegna hangir hún þarna? — Þetta er góður staður fyrir hana. . sá bezti i herberginu. — En hin myndin hékk þarna. Hann kinkaði kolli og þá kom ég auga á hana þar sem hún sneri til veggjar. — En þú gazt horft beint á hana þar sem þú sazt við borðið. — Nú get ég horft beint á þessa. Viltu það? — Góða Nora min, nú sýnirðu ekki þina góðu skynsemi. Myndi cg láta hana þarna ef ég vildi það ekki? Ég gekk nær og skoðaði hana betur. Hún var áreiðanlega fal- legri en ég. Var ég nokkurntima svona geislandi af lifsorku? Voru augu min svona stór og skær? Hafði ég þennan roða i vöngun um? „HUn er eins og ég sé þig”, hafði hann sagt. —Og nú ætlarðu að horla á myndina af mér i staðinn, sagði ég loksins. - Já. — Og Arabella. .. — Hún er dáin. — Ég skil. Það er þessvegna, sem þú hengir mig þarna upp. Hvnær fréttirðu að hún væri dá- in? — Morfell — það er lögfræðing- urinn sem fór til Englands i við- skiptaerindumlyrir mig - kom til gamlar, og Duke vildi ekki hætta á að binda þær. Þess vegna varð Ur, að við skyld- um smala öllum saman i ibúð 4B, hræða úr þeim liftóruna og láta Skeets eða Sokk halda vörð. Hvað gátu ibúarnir eiginlega gert? Siminn var óvirkur. Þeir vissu ekki, hvort við vorum vopnaðir hnifum eða byssum eða öðru. Og allir voru samankomnir á einn stað, og einn maður gat fylgztmeð þeim, meðan hinir tæmdu gerva an djöfulsins hjallinn. Aætlunin var stórkostleg... (56) Eftirfarandi er hluti af löngu bréfi dags. 28. marz 1969, sem Ernest Heinrich Mann sendi höfundi. Kæri herra. Ég kann yður beztu þakkir fyrir nýlegt bréf yðar, þar sem þér innið mig eftir likamiegri heilsu minni og andlegu þreki. Mér er það ánægjuefni, að svo er guði fyrir að þakka, að ég er við beztu heilsu og skapið gott. Maturinn er fábrotinn en nægur. Otiæfingarnar eru hressandi og vinnan á bókasafninu er til mikils yndis. Yður þykir ef til vill gaman að frétta, að ég hef nýlega hafið yogaæfingar. Hins vegar hef ég ekki áhuga á heimspekinni. Ég hef áhuga á æfingunum, þar sem ekki er krafizt áhalda til iðkunar þeirra, og ég get gert þær i klefa minum , hvenær sem er. Það þarf varla að segja frá þvi, að klefafélaga minum er jafn mikil skemmtun að þessu, en likamsæfingar hans eru aðal- lega fólgnar i þvi að skoða nýjustu hasarblöðin. Ég er yður þakklátur fyrir bækurnarog sigaretturnar, sem þér senduð mér og ég fékk með skilum. Þér spyrjið , hvort þér getið útvegað mér einhverjar sérstakar bækur, sem eru ekki fáanlegar i bókasafni fangelsis- ins. Svo er reyndar, herra minn. Ég las fyrir nokkrum mánuðum i New York Times, að visinda- mönnum hefði tekizt að búa til efnakljúfa. Ég hef mikinn áhuga á þessu sviði, og ég yrði feginn, ef þér gætuð útvegað mér timarit þar sem skýrt er frá þessari uppgötvun . Þakka yður fyrir. Meðal anarra orða, þér spyrj- ið mig um persónuleika og sér- kenni mannsins, sem ég kailaði John Anderson. Ég get skýrt yður frá þvi, að hann var afar margbrotinn per- sónuleiki. Yður býður sennilega i grun, að ég átli oft skipti við hann fyrir atburðina um siðustu verzlunarmannahelgi. Mér fannst hann sérstaklega ráð- vandur, áreiðanlegur og orð- heldinn. Ég mundi gefa honum hin beztu meðmæli hvenær sem er, ef þess væri krafizt. Hann var litt menntaöur, en skarpgreindur. Og mjög fátt er sameiginlegt með þessu Ivennu, eins og þér vitið vafalaust. t persónulegum skiætum okkar og viðskiptum stafaði frá hon- um styrk og ákveðni. Það liggur i augum uppi, að ég hlaut að vera dálitið hræddur við hann, eins og sambandi okkar var háttað. Aldrei kom þó til, að hann hótaði mér likamlegum meiðingum. öðru nær! En ég óttaðist, eins og allir dauðlegir menn verða óttaslegnir i návist þeirra, sem þeir finna og vita iyllilega, að eru gæddir nærri ofurmannlegu afli og úrræðum. Ég læt nægja að segja, að mér lannst ég honum óæðri. Ég er þeirrar skoðunar, að hann hefði komizt til æðstu met- orða, ef gáfur hans og meðfædd- ir hæfileikar hefðu beinzt að nýtilegra sviði. Til æöstu met- orða. Mætti ég staðfesta þá skoðun mina með dæmi ... Að loknum öðrum lundi okkar — mig minnir, að það hafi verið 28. ágúst - gekk ég með honum að neðanjarðarlestinni. Fundurinn hafði verið, eins og bezt varð á kosið. Ég óksaði hon um til hamingju með hina ná- kvæmu áætlun, en ég taldi hana stórkostlega. Ég sagðist halda, að hún hlyti að hal'a kostað hann mikil heilabrot. Hann brosti og svaraði, að þvi er ég man bezt: „Já, ég hef ekki hugsað um annað i nokkra mánuði, hvorki i vöku né svefni. Ekkert jalnast á við að hugsa. Maður býr við vandamál, sem veldur manni áhyggjum, þjáningum og heldur fyrir manni vöku. Maður á þá að komast fyrir uppruna vandans. Fyrst er að athuga, hvers vegna vandamálið er til orðið. Þegar niðurstaðan er fengin, er vand- inn leystur.að hálfu. Hvað held- ur þú til dæmis, að hafi verið mesta vandamálið við gerð áætlunarinnar, sem þú heyrðir i kvöld?” Mér datt i hug að erfiðast kynni að vera að fást við dyra- vörðinn, er flutningabillinn kæmi upp stiginn. „Nei,” sagði hann, „það má kljást við hann á margvislegan hátt. Stærsti vandinn virðist mér sá, hvernig við lörum að þeim ibúum hússins, sem eru enn heima. Það er að segja, hvernig er hægt að komast inn i ibúðirnar? Ég þóttíst þess full- viss, að allar dyr væru læstar og öryggiskeðjur fyrir að auki. Einnig yrði komið fram yfir miönætti og öuast mætti við, að flestir sérslaklega gömlu konurnar tvær i ibúð 4B.og hjón- in sem áttu ba>klaða drenginn væru solnuð. Ég hugleiddi miiguleika okkar. Auðvitað er hægt að brjóta upp dyrnar. En þó að simarnir hafi verið rolnir, getur fólkið æpt og gert ibúum næsta húss viðvart. Ég gæti beðið þig að dfrka upp lásana, en ég hef enga tryggingu fyrir þvi, að allir séu solnaðir á þess- um tima nætur. Fólkið gæti heyrt til þin og byrjað að æpa. Ég varð að vita nákvæmlega, hvernig átti að bregðast við þessum vanda. Ég velti þessu lyrir mér i þrjá daga og mér duttu i hug margar lausnir. Ég treysti engum þeirra, þvi að mér fundust þær ekki góðar, og siðan kafaði ég til botns, eins og ég var að lýsa fyrir þér. Ég spurði sjálfan mig: Hvers vegna hefur allt þetta fólk lása og keðjur fyrir dyrum sinum? Svarið lá i augum uppi — vegna © Föstudagur 22. desember 1972

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.