Alþýðublaðið - 17.01.1973, Síða 3

Alþýðublaðið - 17.01.1973, Síða 3
ÞEGAR LENDINGIN ER í UUSU LOFTI Eftir Braga Sigurösson. Samkvæmt upplýsingum Sveins Sæmundssonar, blaðafulltrúa Flugfélags fslands, verða lendingarleyfi Flugfélags- ins á Spáni óbreytt lit janúarmánuð. Sam- komulag um þetta tokst með islenzkum og spænskum flugmálayfirvöldum i fyrra- dag. Er þvi mikill ferðahugur i Kanarieyja- förum, sem fara með þotu Flugfélagsins á morgun. Það hefur komið fyrir áður, að lend- ingarleyfi hafa ekki fengizt á Spáni fyrr en á elleftu stundu, og var þvi máske ekki ástæða til að kviða þvi, að það fengist ekki nú. Tregða Spánverja til að veita lend- ingarleyfi er tengd áhuga þeirra til að sjá um þessa farþegaflutninga sjálfir. Siðar i þessummánuði munu fulltrúar spanskra flugmálayfirvalda koma hingað til við- ræðna við hliðstæð islenzk stjórnvöld um framhald Spánarflugsins. Fyrir þá islenzka aðila, sem að ferða- og samgöngumálum starfa, er það brýnt hagsmunamál, að atriði eins og lend- ingarleyfi fyrir islenzkar flugvélar hangi ekki i lausu lofti um lengri eða skemmri tima, þegar vitað er, með löngum fýrir- vara, að þeirra er eindregið óskað. Ekki verður Flugmálastjóri sakaður um tómlæti i þessu máli, enda hefur hann unnið að þvi við hliðstæð yfirvöld á Spáni, eins og eðlilegast er. Hitt er svo annað mál, sem verður að vega og meta, hvenær mál, eins ogþetta, er komið á það stig, að afskipti æðstu stjórnvalda láti það til sin taka. öll óvissa er mjög bagaleg, og þeir, sem skipuleggja svona ferðir, eru að sjálfsögðu ekki áhyggjulausir um úrslit vafamála, sem eru ákvarðandi um það, hvort áætluð ferð verður farin eða ekki. Er þess að vænta, að eitthvað meira en „smáskammtasamkomulag” náist, þegar sctzt verður að samnignaborðiru undir mánaðamót. STÆRÐ ÁHflFNA MEÐAL SAMN- INGSATRIÐA Eins og áður hefur komið fram var samningunum sagt upp strax i október á siðasta ári, en þeir féllu siðan úr gildi 31. desember s.l. ,,Það hefur ósköp litið gengið þessa fjóra mánuði i samningum sjómanna á togurunum”, sagði Jón Sigurðsson, formaður Sjó- mannasambands Islands, við Alþýðublaðið i gær, ,,og ennþá ber mikið á milli okkar og út- gerðarmanna einkum varðandi launakjör og mannafjöldann á skuttogurunum, en vinnustöðv- unin, ef til kemur, nær einnig til nýju skuttogaranna”. Jón sagði ennfremur: „Útgerðin ber nú við eins og oftast áður getuleysi, þegar kaup- kröfur eru á ferðinni. Þetta er yfirleitt alltaf sami söngurinn um að hún geti enga kauphækkun látið. En þó að afkoma útgerðarinnar sé að sjálfsögðu ekki alltof góð, getur hún ekki ætlazt til þess, að þeir menn, sem ráðast til starfa á togurunum, inni af hendi ein- hverja þegnskylduvinnu. Þessir menn, sem eru langtimum saman fjarri heimilum sinum, eiga rétt á að fá gott kaup. Þeirri forsendu verður að fullnægja, að þessir menn fái gott kaup, ef góður mannskapur á að haldast á tog- urunum og aflinn, sem dreginn er á land, á að gefa verulega fjár- muni i þjóðarbúið. Annars er hætt við, að mennirnir , sem ennþá halda sig við togarana, fari yfir á bátaflotann”. Jón sagði ennfremur, að sjómannasamtökin hafi farið hægt af stað i þessari kjaradeilu, þar sem þau hafi viljað, að bæði sjómennirnir og einnig útgerðar- mennirnir fengju nokkra reynslu af nýju skuttogurunum þ.e. Sól- bak frá Akureyri, Karlsefni, Vigra og nú siðast ögra, áður en farið væri að semja við mann- skapinn, sem á þeim mun starfa. Framhald á bls. 4 Allt bendir tii þess, að togara- floti landsmanna stöðvist á mið- nætti aðfaranótt næstkomandi þriöjudags vcgna vinnustöðvunar undirmanna. Þannig er liklegt, að hinn nýi skuttogari Bæjarút- gcrðar Rcykjavikur, Bjarni Bcnediktsson, sem kom tii Rcykjavikur siðdegis i gær, kom- ist ekki strax i sina fyrstu veiði- fcrð vegna verkfalls. Sáttafundur hefur ekki verið haldinn i togaradeilunni siðan á fimmtudag. Allar tilraunir til lausnar deilunni hafa reynzt árangurslausar til þessa og á mánudag boðaði Sjómannasam- band tslands til vinnustöðvunar frá og með 23. janúar n.k. Nýr sáttafundur hefur ekki verið boðaður. EKKI BEINT BIBLÍULEG AÐ SJÁ Þessi 25 ára kvikmyndagyðja cr þýzk og heitir Inga Seyric. Hefur hún þckkzt tiiboð um aö ieika Mariu Magdalenu i kvik- myndinni „Jesús Kristur Super- star”, sem um þes: ar mundir er verið að gera i Israel á vegum Univcrsal/MCA i London. Ekki cr ætiunin að misbjóða neinum, þótt þcss sc sérstaklega getið, að leikkonan er ekki i gervi þeirrar göfugu konu á myndinni hér að ofan. BRETAR TAKA MILUOHAVERD- MÆTI ÚR LANDGRUNNI SlNU Tekjur Breta af gasi og oliu úr Norðursjónum eru fram til ársíns 1980 áætl- aðar 100 milljón sterlings- pund árlega, eða sem svarar 23 milljörðum is- lenzkra króna. Þannig taka Bretar milljónaverðmæti úr land- grunninu nálægt sér, en neita á sama tíma að viður- kenna rétt tslendinga yfir því verðmæti sem syndir yfir landgrunninu 1 tilkynningu Viðskipta- og iðn- aðarmálaráðuneytis Bretlands, sem birt var opinberlega i gær, segir að fyrir 1980 hyggist Bretar taka árlega 75 milljón tonn af oliu úr sinum hluta Norðursjávar. Er þetta um helmingur oliunotkunar Breta. Auk þess fá Bretar 90% alls gass sem' þeir nota úr Norðursjónum. I tilkynningu ráðuneytisins segir, að það sé von ráðamanna að verðmæti olimnar og gassins eigi eftir að auf ist, með hækk- andi heimsma kaðsverði á Framhald á bls. 4 ,ÚTGERBIN GET- UR EKKI BÚI2T VIB KGN- SKYIDUVINNU...’ NÝTT VIKUBLAÐ HANNIBALS OG BJÖRNS f UPPSIGLINGU Mikil óvissa virðist nú rikja um pólitiska framtið prófessors Bjarna Guðnasonar, upp- reisnarmannsins i hópi stjórnarliða á Alþingi, en úr þvi mun væntanlega verða ráðið fyrir lok mánaðarins, hvort honum verður formlega vikið úr landsmálaflokki Samtaka frjálslyndra og vinstri manna i framhaldi af úrsögn hans úr þingflokki samtakanna fyrir jólin. Þó að svo kunni að fara, að Bjarni verði „rekinn” úr sam- tökum frjálslyndra og vinstri manna, nýtur hann alla vega ennumsinn stuðnings meirihlut- ans i Samtökum frjálslyndra i Reykavik, sem er flokksdeild innan landsmálaflokks Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna. Alþýðublaðið hefur engar spurnir haft af þvi, hvort ein- hverjar hugmyndir kunni að vera á lofti meðal meirihluta SF i Reykjavik um aðskilnað frá landsmálaflokknum og stofnun enn eins stjórnm’álaflokksins á vinstri væng islenzkra stjórn- mála. Hins vegarerblaðinu kunnugt um, að menn velta þvi nú alvar- lega fyrir sér innan meirihlut- ans i landsmálaflokknum, sem lýtur forystu Hannibals Valdi- marssonar, Björns Jónssonar og Magnúsar Torfa Ólafssonar eins og kunnugt er, hvort það samrýmist lögum SFV, að pró- fessor Bjarni teljist vera i Sam- tökum frjálslyndra og vinstri manna, eftir að hann hefur sagt sig úr þingflokki þeirra. 1 lögum SFV segir svo m.a.: „Þingmenn Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna mynda þingflokk þeirra”. Munu skoð- anir innan flokksins varðandi túlkun þessarar lagagreinar vera nokkuð skiptar. 27. janúar n.k. verður haldinn flokksstjórnarfundur SFV og verður þá sennilega skorið úr um þetta atriði og þvi ráðið til lykta, hvort prófessor Bjarni Guðnason verði raunverulega „rekinn” úr flokknum eða ekki. Samtök frjálslyndra og vinstri manna hafa nú i undir- búningi stofnun nýs blaðs, sem á að verða aðalmálgagn flokks- ins. Eins og Alþýðublaðið skýröi frá i gær hefur Nýtt land, sem áður var aðalmálgagn flokksins en i seinni tið verið einkamál- gagn prófessors Bjarna og helztu stuðningsmanna hans i Reykjavik, verið svipt allri fyrirgreiðslu af hálfu fjármála- ráðuneytisins, áskrift á 300 ein- tökum blaðsins og öllum auglýs- ingum frá stofnunum og embættum rikisins. Eftir stendur aðeins sú spurning, hvort Nýtt land fær einhverja hlutdeild i þeim 18 milljónum króna, sem Alþingi samþykkti fyrir áramótin að skyldu renna til blaða, en stjórnskipuð nefnd gerir tillögur til ráðherra um dreifingu styrkjanna til ein- stakra blaða. — Miðvikudagur 17. janúar 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.