Alþýðublaðið - 17.01.1973, Page 11

Alþýðublaðið - 17.01.1973, Page 11
57 I SKUGGA MARÐARINS Saga ástar og örlaga eftir Victoriu Holt Kross- gátu- krílifi Topp /nfU- 5 086 fíLUFfí 5 x-sr S>£* f?trrr FifíúuR FLOKK fíR i — r/EPi 1T BfíP £FL/ Tófífí tóm iFmup Hfí'hRít r~ SuÐflR 5A-/66 '0VÆ6 IN TfíLfí DOFt fljót OT „ TmVfí)/ r~ fí F STfíÐ SPýjfi r- mÐK -r-0 þetta hús? Fáum okkur annað hús i grenndinni ef þér fellur svona vel við þennan landshluta. Eða við gætum byggt okkur hús sjálf. Andlitsdrættir hans höfðu harðnað. Hann liktist nú mannin- um sem ég hafði hitt þegar ég kom fyrst. I framkomu hans gagnvart mér var einhver kuldi, sem hræddi mig og særði meira en ég hefði álitið mögulegt. — Þetta er nokkuð, sem þú skilur ekki, sagöi hann. — Við för- um til Englands og er þangað kemur ákveð ég hvað gera skuli. — Þú átt við að ég hafi ekkert að segja þar um. Ég sneri mér burt og gekk út að ’lugganum.Ég barðist gegn þeirri tilhneigingu að láta undan og segja: — Ég skal gera eins og þú vilt. Ég vil aðeins að þú haldir áfram að elska mig. En það væru svik við sjálfa mig. Hann hafði i upphafi elskað mig sjálfrar min vegna. Ég hafði ekki verið hrædd við hann þá; ég ætlaði ekki aö vera það nú. — Ég á við, sagði hann, — að þú verður skynsöm eins og þú ert yfirleitt og gerir þér ljóst að þú veizt ekkert um þetta mál og ger- ir þig ánægða með að láta mig um það. Ég sneri mér að honum og hljóp i fang hans. — Segðu mér þá frá þvi, sagði ég. — Segðu mér allt. 1 herberginu var legubekkur; hann settist og dró mig til sin. Ég hallaði mér að honum á meðan hann hóf að tala um þessa löngu liðnu daga. Ég hafði heyrt það allt áður, en ég hafði ekki áður gert mér fulla grein fyrir þvi hyldýpi niðurlægingarinnar sem hann hafði kafað né hversu djúpt i sál hans beizkjan hafði fest rætur. Hann ætlaði að eignast þetta hús; það gróf enn i sárunum, þetta var -eina smyrslið sem gat grætt þau. — Verður það svo að vera? spurði ég. — Nú er allt breytt, er það ekki? Nú hefurðu mig. — Ég hef þig, samsinnti hann, — og þegar ég á Whiteladies verð ég fullkomlega ánægður. — Nægi ég ekki? — Þú veitir mér allt, sem ég hef vonazt eftir i mannlegum samskiptum. En ég þarf umgjörð um þig og aðeins ein getur full- nægt mér. — Ég gæti orðið hamingjusöm i annarri umgjörð. — En það yrði ég ekki. — Vegna þess að ég held að þetta sé ekki rétta umgjörðin fyr- ir mig. — Hvernig geturðu vitað það? Ég lyfti höfðinu og horfði á hann æst. — Ég veit það. Ég er sannfærð um það. Hefnd er aðeins til ills. Hún eitrar frá sér. Það verður engin hamingja fundin i þvi að særa aðra. Ó, Mörður, þú hefur kennt mér að verða fullorð- in og ég elska þig af öllu hjarta. Ég bið þig þessarar einu bónar. Hættu við hina æðisgengnu fyrir- ætlun þina. — Það er eina bónin, sem ég get ekki veitt þér. — En Mörður, við erum sam- an. Við eigum lif okkar. Hús er aðeins steinn og steypa. — Það getur verið tákn. — Þú ert auðugur. Þú getir fest kaup á stóru húsi, óðali, sem þú ættir sjálfur. Einhver hljóta að vera til sölu i Englandi. — Þú segist ekki vilja fara til Englands. — Eins og það skipti mig nokkru máli hvar við erum, ef við erum saman. — Elsku stúlkan min, sagði hann bliðlega. Og þar sem skap hans haföi nú mildazt, hélt ég áfram: — Það er hefndin og hatrið, sem ég óttast. t þvi er enga hamingju að finna. Ef þú eignaðist þetta hús, myndirðu aldrei verða hamingjusamur þar. — Vitleysa! sagði hann hvasst. — Hvernig gætirðu orðið það, vitandi að þú hefðir rekiö hina réttu eigendur á dyr. — Einmitt vegna þess. Og þeir væru þá ekki lengur réttir eigend- ur. Heldur ég. Við tölum ekki um þetta frekar. Þú sérð þetta sjálf þegar þú kemur þangað. ■ — Ég er litið fyrir að stinga málefni undir stól og láta sem það séekki til, einungis vegna þess að það er óþægilegt. Hann geispaði. Heilbrigð skyn- semi min sagði mér að láta efnið niður falla, að taka þvi sem hann hafði áformað og reyna ef til vill siðar að græða þá hræðilegu und, sem hann hafði haldið opinni öll þessi ár. En einhver þrákelkni rak mig áfram. — Það er eitthvað smásálar- legt við þetta, sagði ég með áherzlu. — Smásálarlegt'. hrópaði hann. — Hvers konar þvættingur er þetta i þér? — Það er eins og að láta syndir feðranna koma niður á börnun- um. — Guð minn góður, Nora, þú ert orðin eins og innfjálgur prédikari. — Ég veit aðeins að það er ekki eingöngu rangt að vera heiftræk- inn, það er lika heimskulegt. — Kallarðu það heiftrækni að muna sjö ára niðurlægjandi fangavist? — Það skiptir ekki máli hverj- ar þjáningarnar voru . . . — Vissulega ekki fyrir þá sem ekki þurftu að þola þær. — Ég meinti það ekki þannig. — Veiztu nokkuð hvað nú mein- ar? Heyrðu nú, Nora. Ég er að missa þolinmæðina. — Og min er einnig á þrotum. Hann hló — ekki þeim ánægju- lega og fjörlega hlátri, sem ég var orðin vön, heldur ónotalega. Svip- ur hans harðnaði og augun sindr- uðu, hann setti i herðarnar og virtist óvinnandi með öllu. — Ef til vill, sagöi hann, — er kominn timi til að skilningur skapist á milli okkar. Þú verður að gera þér ljóst að ég er hús- bóndi á minu eigin heimili. — Þýðir það, að ég eigi ekki að tala nema yrt sé á mig? — Það skal ávallt vera mér ánægja að hlusta á þig þegar þú hefur eitthvað skynsamlegt fram að færa. En þú verður tafarlaust að láta þér skiljast að ég ætlast til hlýðni af konu minni. Þetta liktist ekki elskhuganum, sem ég hafði fengið að kynnast. Þetta var hinn hrokafulli maður sem ég hafði skynjað og óað við þegar ég kom fyrst til Ástraliu. Nei, hugsaði ég. Ég skal ekki verða sú auðmjúka eiginkona, sem hann vill fá. Ég ætla að vera ég sjálf og ef ég hef skoðanir ætla ég ekki að afneita þeim vegna þess eins að hann er á öðru máli. Hann kann að bera i brjósti hefndarlöngun, sem hann vill ekki leyfa mér að hafa áhrif á — jæja, ég hafði þá sjálfsvirðingu mina og þá eindregnu ætlun, að halda fullu gildi minu sem einstaklingur, hversu mjög sem ég elskaði hann og hversu inni- lega sem ég þráði hina fyrri bliðu. Ég ætlaði ekki að greiða það verð, sem hann krafðist fyrir hana. — Ef þú imyndar þér að þú munir fá auðmjúkt jáyrði frá mér við öllu sem þú segir, þá skjátlast þér. 1 rauninni er ég farin að halda að hjónaband okkar kunni að vera á misskilningi byggt. — Það er þessi gállinn á þér i kvöld, sagði hann léttum rómi. Vinsældir þinar hjá hefðarfólkinu i Melbourne hafa stigið þér til höfuðs. — Mér er rammasta alvara og þetta kemur hefðarfólkinu i Melbourne ekkert við. Það er einkamál okkar tveggja. Ég gengst ekki inn á öll sjónarmið þin. Ég get ekki litið á þig sem herra minn og húsbónda, sem ávallt hefur lög aö mæla og alltaf hefur rétt fyrir sér vegna þess að hann er karlmaður en ég er kona. — Hef ég nokkurntima krafizt þess að þú gerðir þig að slikum aulabárði? — Mér virðist þú vera aö segja mér að það sé það sem þú ætlist tii. — Og á þvi sést hvað þú ert órökvis. Þú veizt að ég vil fá að heyra álit þitt, en ég ætla mér ekki að láta þig skipa mér fyrir 1 neinum mikilsháttar málefnum. Ég hef fengið nóg af þessu. Við skulum koma að hátta. En ég sat við minn keip. Ég vissi að við máttum ekki leggja málið þannig á hilluna. Það gæti þá orðið að eilífu miskliðarefni á milli okkar. Ég sá það i anda verða að óyfirstiganlegri hindrun. — Ég verð að ræða þetta við Þ'g — Ég er búinn að segja að það er útrætt. — Þú ætlar þá að fara til Englands, og festa kaup á White- 72 hann naut þessa. Hann spyrnti við okkur. Hann vildi, að dyravörðurinn færi frá glugganum, en sagði honum það ekki, heldur hrinti hon- um, svo að veslings Tim O’Leary féll við. Þá hló mað- urinn aftur. Ég held ég hafi óttazt hann. Kannski var það vegna þess, að mér fannst ég skammast min. Spurning: Maðurinn ógnaði ykkur með hlaðinni byssu. Það er ærin ástæða til að finna til ótta. Bingham: Ja... ég veit það ekki. Ég barðist i Kóreu. Ég tók þátt i skærum með fótgöngu- liðinu. Þá var ég lika hrædd- ur, en ég skammaðist min ekki. Þetta var ólikt, en það er erfitt að lýsa þvi. Ég vissi að þessi maður var mjög sjúkur, mjög ofsafenginn og mjög hættulegur. Spurning: Jæja, við skulum hætta að tala um þetta og snúa okkur að öðru. Þér sögð- uð, að um hálffjögurleytið eöa ef til vill nokkru seinna hefðu f jórir hinna komið inn og flutt ykkur inn i ibúð 4A handan forstofunnar. Bingham: Já. Ég gat gengið sjálfur með aðstoð konu minnar og Rubicoffs og við vorum látin fara úr ibúð 4B i ibúð 4A. Spurning: Var ykkur sagt, hvers vegna þið áttuð að færa ykkur? Bingham: Nei. Sá, sem virtist forsprakkinn, kom bara inn og sagði: „Allir eiga að fara i ibúðina á móti. Flýtið ykkur. Af stað”. Eða eitthvað i þá áttina. Spurning: Sagði hann ykkur að flýta ykkur? Bingham: Ég var enn svolitið ringlaður, svo að það getur verið imyndun ein, mér fannst einhver spenna i loft- inu. Þeir ýttu við okkur til að reka okkur áfram. Þeim virt- ist liggja á. Þegar þeir komu fyrst til ibúðar minnar höfðu þeir góða stjórn á sér. Nu voru þeir að flýta sér og stjök- uðu við mönnum. Spurning: Hvers vegna haldið þér, að þaö hafi verið? Bingham: Mér virtust þeir hræddir, einhver ógn virtist steðja að þeim, og þeir virtust vilja ljúka þessu og koma sér sem fyrst i burtu. Eða svo sýndist mér. Spurning: Þér hélduð, að þei.r væru hræddir. Leiö yður ekki betur við það? Bingham: Nei. Ég skammaðist min enn. (70) Hér fara á eftir úrdrættir úr lokaskýrslu Edward X. Delaneys — en sú skýrsla hefur öðlast mikla frægö innan lög- reglunnar og hefur verið birt i lögreglutimaritum sjö landa. ,,Ég var kominn á horn Austur 73. strætis og York Avenue um klukkan 3.24. Ég hafði komið akandi frá 251. stöð. Bilstjórinn minn var Aloysius McClaire. Ég kom strax auga á lögreglubilinn, sem hafði verið lagt þvert yfir 73. stræti og átti að loka umferð um götuna. Hon- um hafði ekki verið lagt nógu haganlega. Þetta var bill Georg 24. (sjá yfirlit IV yfir lögreglu- menn, sem þátt tóku i aðgerðun- um). Er ég var búinn að segja til min, lét ég leggja bilnum við miðja húsaröðina, en einkabilar stóðu báðum megin götunnar, og þannig lokaðist gatan mun betur. Á norðvesturhorni gatnamóta Austur 73. strætis og York Avenue er simaklefi. Ég komst að þvi, að siminn var i ólagi ( siðari rannsókn leiddi i ljós, að allir almenningssimar i hverf- inu höfðu verið gerðir óvirkir, og var það glögg sönnun þess, hve nákvæmlega þetta rán hafði verið skipulagt). Þess vegna bað ég McClaire lögregluþjón að opna dyr tóbaksverzlunar á norðvestur- horni Austur 73. strætis og York Avenue. Það gat hann gert án þess að brjóta glerið, og ég gekk inn, kveikti ljós og fann sima. Ég gætti þess vel að valda eng- um spjöllum, en New York borg ætti að bæta eiganda verzlunar- innar lásinn. Ég hringdi á miðstöðina og talaði við John K. Fineally. Ég skýrði honum frá varðstað min- um og fór fram á, að linunni yrði haldið opinni og maður væri viö simann hverja stund. Hann féllst á það. Ég bað lika um, að Walter Abrahamson varðstjóri, sem var á leið frá Queens, kæmi til min. Fineally liðþjálfi sam- þykkti það. Þvinæst bað ég bil- stjóra minn, McClaire, að vera við simann, unz hann yrði leyst- ur af. Hann gerði það. Ég var klæddur borgaraleg- um klæðum, þvi að ég hafði ekki verið á vakt. Ég klæddi mig úr jakkanum, bretti upp skyrtu- ermarnar og lagði jakkann yfir handlegginn. Ég skildi jakkann minn eftir i tóbaksverzluninni. Ég fékk lánað sunnudagsblað hjá einum lögregluþjónanna i bilnum, sem lokaði götunni. Ég braut blaðið saman og hélt þvi undir handleggnum. Siðan gekk ég i hægðum minum meö suður- hlið Austur 73. strætis frá York Avenuetil East End Avenue. Er ég gekk framhjá húsi nr. 535 hinum megin götunnar, sá ég án þess að lita til hliðar, að við bak- dyrnar stóð vöruflutningabill. Hliðardyr bilsins voru opnar, en þarna var enginn maður. Ég sá strax, að mjög erfitt var að ráðast beint að húsinu. Húsin á móti hinni umsetnu byggingu buðu upp á sárafáa felustaði. Flest voru álika há og hús nr. 535. Það var unnt að ráðast til atlögu framan frá, en það yrði ekki i samræmi við kennslu- bækling NYPD-SIS-DIR nr. 64 dags. 19. janúar 1967, en þar segir: Undir öllum kringum- stæðum verður varðforingi að hugsa fyrst og fremst um öryggi borgaranna og i öðru lagi öryggi undirmanna sinna. Þegar ég var kominn að horni Austur 73. strætis og East End Avenue, gaf ég mig fram við lögregluþjónana i bil Georg 19, sem lokaði fyrir umferð á þvi horni. Enn var bilnum ekki *> Miövikudagur 17. janúar 1973

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.