Alþýðublaðið - 24.01.1973, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.01.1973, Blaðsíða 2
Buðu milljónir í tilvonandi mynd Fréttin um eldgosið i Vestmannaeyjum var ekki lengi að þjóta eftir öldum ljósvakans út um allan heim — og heimspressan tók heldur en ekki kipp. Þess voru jafnvel dæmi, að erlendar fréttastofur i öðrum heimsálfum vektu upp islenzka fréttamenn af værum blundi og segöu beim frá tiðindunum. Þannig gerðist það, að skömmu eftir, að gosið hófst var hringt frá sjónvarpsstöð einni til sjónvarpsmanna, þeim sögð tiðindin.Um leiö var spurt, hvort það væri rétt, að ósvaldur Knudsen væri búinn að fljúga yfir gosstöðvarnar og taka kvikmynd. Ef svo væri vildi fréttastofan borga milljónir króna fyrir hana. Það var lika fréttamaður erlendrar sjónvarpsstöðvar, sem flutti ein- um blaðamanni Alþýðublaðsins fréttina eftir upphringingu frá New York stundarkorni áður en honum barst fréttin eftir innlendum heimildum. Fjarriti blaðsins var að sjálfsögðu i gangi, og um svipað leyti og blaðamenn og ljósmyndarar tóku aö tinast á ritstjórnina flutti hann þeim fréttina. SÉÐ FYRIR LAUSAFÉ I dag veröa liklega sett upp tvö bankaútibú fyrir Vestmannaeyinga, nýkomna til Reykjavikur. Er um að ræða útibú frá Sparisjóði Vest- mannaeyja og útvegsbankanum i Vestmf.nnaeyjum. 1 útibúum þessum verður Eyjamönn im veitt margvisleg fyrir- greiðsla, m.a. í sambandi við peningalán, en margir Eyjamenn komu auralitlir til meginlandsins. ,Hafði áhrif á vinsamlega sambúð USA og Evrópu' Þjóðhöfðingjar úr öllum heims- hlutum létu i ljós virðingu sina á Lyndon B. Johnson, fyrrum Bandarikjaforseta, sem lézt af hjartaslagi á mánudagskvöld, 64 ára að aldri. Nixon Bandarfkjaforseti sagði m.a., að Johnson hafi gert drauma Bandarikjamanna að veruleika i sinu eigin lifi. Hann sagði einnig, að Johnson hafi trú- að á Bandarikin og gert sér ljóst, hvaða þýðingu þau hafa fyrir landsmenn og heiminn allan. Ngyuen Van Thieu, forseti Suður-Vietnam sagði i símskeyti, að Johnsons verði um alla framtið minnzt i Vietnam sem mikilhæfs stjórnanda, sem óhræddur hafi ráðizt i að snúa Konulaus bær í fyrsta sinn Nú eru Vestmannaeyjar algerlega konulaus bær, að þvi er lögregluþjónn i Eyjum sagði i viðtali við blaðið i gær, en annað eins ástand mun að öllum lik- indum aldrei hafa verið fyrr i Eyjum siðan þær byggðust. Eftir að siðustu bátarnir og flugvélin voru farin siðdegis i gær, taldi lögregluþjónninn að engin væri nú eftir i eynni, nema þeir sem brýn nauðsyn væri að héldu áfram störfum þar. Nefndi hann lögreglumenn, gæzlumenn með verksmiðjum, björgunarmenn, starfsmenn Flugfélags íslands og fl. ásamt jarðfr. og fréttamönnum, sem væru að sinna sinum atvinnu- greinum. 1 gærmorgun voru nokkur brögð af þvi að fólkværi tregt til a6 yfirgefa eyjarnar i flýti. Lögregluþjónninn sagði að þar hafi sem betur fer verið um lit- inn hópa að ræða, og hafi lög- reglan gengið hart eftir að fólkið færi til lands i dag, með góðum árangri. Taldi hann liklegt að nú væru aðeins um 100 manns i eynni, en þar var tæplega sexþúsund manna byggð i fyrradag. — LANDHELGISBRJOTAR NOT- FÆRÐU SÉR NEYÐARÁSTAND „EINSTÆÐUR ATBURDUR í ÍSLANDS- SÖGUNNI" ,,Það þarf ekki að fjölyrða um það, hverjum stoðum er kippt undan efnahagsgrundvelli þjóð- arbúsins, ef Vestmannaeyjar og atvinnulif þar leggst i auðn. Er vandséð nú, með hverjum ráð- um úr yrði bætt." Þannig komst ólafur Jóhann- esson, forsætisráðherra m.a. að orði i ávarpi vegna hinna válegu tiðinda frá Vestmannaeyjum i sjónvarpi og útvarpi i gær- kvöldi. Benti forsætisráðherra á, að flutningur 5.000 Vestmannaey- inga til meginlandsins sam- svaraði þvi, að 5 milljónir Bandarikjamanna þyrfti að flytja til með hliðstæðum hætti. Ölafur Jóhannesson sagði m.a. i ávarpi sínu: „Það er áreiðanlega ekki ofmælt, að öll þjóðin sé harmi og skelfingu lostin vegna hinna óskaplegu náttúruhamfara i Vestmanna- eyjum siðastliðna nótt. Mun sá válegi atburður einstæður i ísiandssögunni, allt frá byggð hófst i landinu. Einhver blómlegasta byggð hérlendis, verstöðin mikla Vest- mannaeyjar, hefur um sinn aö kalla lagzt i eyði sakir eldgoss i Heimaey, fólk flest flutt burt úr átthögum sinum á einu dægri." Forsætisráðherra benti á, að Vestmannaeyjar hafa verið stærsta og öflugasta verstöð landsins. Þar muni t.d. árið 1971 hafa verið landað 17% af öllum þeim afla, sem iandað var inn- anlands. Þar hafi nti verið gert ráð fyrir aðstöðu til móttöku 25%-30% af væntanlegum loðnu- afla, sem svo miklar vonir hafi verið bundnar við. Forsætisráðherra þakkaði i ávarpi sinu öllum þeim mörgu, sem lagt hafa fram lið sitt til að- stoðar Vestmannaeyingum, og sérstakar þakkir flutti hann Vestmannaeyingum sjálfum fyrir æðruleysi þeirra. „Við vonum auðvitað öll", sagði forsætisráðherra, ,, að þessum skelfilegu náttúru hamförum linni sem fyrst og þær hvorki eyðileggi byggðina né höfnina i Vestmannaeyjum. En hvað sém um það er, þá er ljóst, að gera verður allar ráð- stafanir, sem unnt er, til að tryggja stöðu Vestmannaeyinga og bæta þeim tjón þeirra. Það er skylda samfélagsins." 1 niðurlagi ávarpsins þakkaði forsætisráðherra þær kveðjur og framboðna aðstoð, sem bor- izt hefur frá öðrum þjóðum. „Við metum þann góða hug, sem i þeim felst," sagöi Ólafur Jóhannesson. — Landheigisbrjótar héldu sinu striki i gær þrátt fyrir þær hörmungar, sem dundu á Vest- mannaeyingum, og lyktaði viður- eign varðskips við einn þeirra þannig, að klippt var á báða tog virana. Það var brezti togarinn Ross Alter H 279 sem klippt var á og var hann að veiðum 10.5 sjómilur innan við 50 milna mörkin á Glettinganesgrunni, þegar þetta gerðist. Annar brezkur togari, Northern Sky, ætlaði að koma Ross Alter til hjálpar með þvi að setja neta- dræsu I skrúfu varðskipsins, en það kom fyrir ekki. Þeir Alter- menn ætluðu lika að klekkja á varðskipinu og höfðu sér til varnar kaðal, sem dregur á eftir skipinu. Tilgangurinn var greini- LEIT HÆT Leit að bandarisku orustuflug- vélinni sem féll i Faxaflóa á mánudagskvöld, hefur nú verið hætt. Tilkynnti varnarliðið bandariska þetta i gær. Flugvélin var að koma I aðflugi að Keflavikurflugvelli er óhappið átti sér stað. Féll vélin i sjóinn. Eftir viðtæka leit fannst brak vél- arinnar og hjálm ur flugmannsins, en hann er nú talinn af. Ekki er ennþá ljóst hvað olli óhappinu. T lega einnig að koma skriifu varð skipsins i flækju, en það mistókst. Þá sagði Hafsteinn Hafsteins- son, blaðafulltrúi Landhelgis- gæzlunnar, er Alþýðublaðið hafði samband við hann i gær, að drátt- arbáturinn Statesman væri kominn á miðin út af Austfjörð- um, en hann vissi ekki til þess, að hann hefði verið þarna nærstadd- ur. Að minnstakösti eitt varðskip- anna var statt við Vestmanna- eyjar i gær, til taks, ef hjálpar Kramhald á bls. 4 þróun mála i Vietnam við, frels- inu I hag á hinum erfiðu timum sjötta áratugsins. Willy Brandt, kanslari Vestur- Þýzkalands, hyllti Johnson sér- staklega sem framvörð mann- réttinda, og stjórnmálamann, sem hafi haft úrslita áhrif á vin- samlega sambúð Evrópu og Bandarikjanna. Aðalritari Atlanshafsbanda- lagsins, Joseph Luns, sagði áð Johnsons verði minnzt fyrir ákveðna stjórn á landi sinu og fyrir að styrkja stöðu Norður- Atlantshafsveldanna. Lát Johnsons var litillega minnzt i Moskvuútvarpinu, en þar var sagt, að Johnson hafi teygt arma sina yfir hálfan hnött- inn með . milljónir hermanna i greip sinni, sem hann Iét þjarma að vietnömsku þjóðinni. Nábýlið við Surt sagðí til sín „Ég tel að reynsla okkar Vestmannaeyinga af Surtseyjar gosinu, hafi átt hvað stærstan þátt i hversu fólk var almennt rólegt og yfirvegað i morgun, er það var sem óðast að flýja eyj- una," sagði Gunnar Halldórsson vélstjóri á Mb Halkion i gær, er fréttamaður blaðsins fór með bátnum til Vestmannaeyja I gær. Ef fólk hefði ekki verið vant ámóta hamförum svo til við bæjardyrrtar, sagði hann, er aldrei að vita hvernig hefði farið. Halkion var einn þeirra Vest- mannaeyjabáta, er flutti fólk frá Vestmannaeyjum til Þorláks- hafnari gærmorgun, og komu um 260 farþegar meðhonumauk þess sem hann hafði annan bát i togi alla leiðina. Skipstjórinn á Halkion, Stefán Framhald á bls. 4 Ur blómlegri byggð í yfirgefinn bae á hálfum sólarhring Það var um að litast eins og i sannkölluðum draugabæ i Vest- mannaeyjum i gærdag, er fréttamaður blaðsins fór þar um, og bar umhverfið vissulega ekki þess merki að hafa verið blóm- legasta atvinnupláss landsins fyrir aðeins sólarhring. Götur, garðar og húsþök voru svört af ösku, sem liktist einna helzt þykku ryklagi vegna langr- ar fjarveru manna. Bærinn var dimmur, og niðri við höfnina stóðu tugir, ef ekki hundruð yfir- gefinna blla, að sjáifsögðu að mestu huldir öskulagi. Vart sást lifandi vera á ferli nema rétt niðri við höfnina, þar sem þó nokkrir af þeim bátum, sem fluttu fólk til Þorlákshafnar i gærmorgun, snéru aftur til Eyja til að sækj. brýnustu nauðynjar fjölskyldna og vinafólks skip- verja. Framhald á bls. 4 EINKASONUR ONASSIS LATINN Alexandros Onassis, einkasonur grlska skipa- kóngsins Aristoteles Onassis, lézt siðdegis i gær af völdum meiðsla, sem hann hlaut i flugslysi á mánudaginn. Hann var ásamt tveimur öðrumm I einka- flugvél, þegar óhappið varð, og voru þeir nýfarnir á loft . Onassis yngri hlaut höfuðkúpubrot og fleiri alvarleg meiðsl, og talsmaður sjúkrahúsins þar sem hann var lagður inn sagði.að hann hefði aldrei komizt til meðvitundar. Farþegarnir tveir slösuðust einnig alvarlega. 0 Miövikudagur 24. janúar 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.