Alþýðublaðið - 01.02.1973, Page 11

Alþýðublaðið - 01.02.1973, Page 11
ÚRt Y 'cívr Jftn K45r MF/R KYN SroFN [ • ■" j VRi uR nfiM. l<*-o/ o f Tórt/r VUNUR TfífL SttTj ÚT tirriiR 5 OÞD T/'mn Su- B/K vl'RS NRÐI T ' \.n m XlftbT Utl l P'/PUR r✓ /n fíí- rr I rorfrv \ £/VD. HV/lT 1 / 9 úOQB ‘Ji. ?UKt H í SKUGGA MARÐARINS Saga ástar og örlaga eftir Victoriu Holt Hann ætlaði að reyna nýja lækningaaðferð. Hann fylltist ákefð við að tala um tilraunirnar, sem hann hefði i huga. Ég varð viss um að við mundum missa hann i Harley stræti innan skamms tima — og Lucie einnig að vissu marki ef hún giftist hon- um. Ef. Vitanlega myndi hún gera það. — Aðeins vingjarnlegar ávitur, hélt hann áfram — Verum ekki of höstug til að byrja með. Pabbi bauð honum að snæða með okkur hádegisverð, en hann kvaðst ekki mega vera að þvi. Hann lauk við sherrýið sitt og fór. Mamma kom niður til hádegis- verðar og var i hinu versta skapi — Ég fæ alla verkina i mig i þessu veðri, nöldraði hún. — Rak- inn smýgur i merg og bein. Þið getið ekki imyndað ykkur verk- ina. Pabba var mikið i mun að hrinda i framkvæmd tillögum læknisins og svaraði: — Við þurfum ekki á imyndunarafli okkar að halda væna min, þvi þú hefur lýst þeim svo oft og svo ná- kvæmlega fyrir okkur. Þetta kom alveg flatt upp á mömmu. Að faðir minn, sem alltaf var svo umburðarlyndur og viðmótsþýður skyldi gagnrýna hana á svo kaldranalegan hátt, var henni mikið áfall. — Ég er ykkur sem sagt til óþæginda? sagði hún i spurnar- rómi. — Þú rangtúlkar, góða — Þú gafst það i skyn. Ó, ég veitað ég er veik og þið sem eigið þá miklu guðs gjöf að hafa góða heilsu teljið mig einskis nýta og til leiðinda. Hvað þið getið verið vond. Ef þið aðeins vissuð hvað ég þjáist. Það liggur við að ég óski, að þið þyrftuð að þola einn hundraðshluta af þeim þjáning- um, sem ég burðast með — þá kynnuð þið að öðlast einhvern skilning. En ég gæti ekki óskað neinum þess. Hvað hefur lif mitt verið annað en ein samfelld kvöl. Ég hef þjáðst alla tið siðan þú fæddist, Minta. — Mér þykir fyrir þvi, mamma, að ég skuli eiga sökina. — Nú gerirðu gys að mér. Aldrei hélt ég að þú myndir gera það opinskátt enda þótt ég hafi lengi vitað að ég er þér til byrði og leiðinda. ó, ef lif mitt hefði getað orðið öðruvisi. Ef ég hefði átt þvi lánið að fagna. Þetta var gamla sagan. Faðir minn var risinn til hálfs upp úr stólnum, rauður i andliti og augu hans, sem venjulega voru svo bliðleg urðu dimm af örvilnun. Ég skildi að oft hlaut að hafa verið ýjað óljóst að þvi öll þessi ár, hvað hefði getað orðið ef hún hefði átt þvi láni að fagna að gifast sin- um útvalda i stað hans. Samúð min var öll hjá honum og ég sagði: — En mamma, þú hefur átt mjög hamingjusama ævi með bezta eiginmanni i heiminum. Hún þaggaði niður i mér, skimaði i kringum sig trylltu augnaráði og starði framhjá föður minum einsog hún sæi þar eitthvað sem væri hulið okkar sjónum. Ég vissi að hún var að hugsa um manninn, og það var næstum eins og hann væri i herberginu hjá okkur, hann sem hafði verið færður á skip og fluttur brott eins og þjófur, og væri að egna hana með þvi sem hefði getað orðið hefði hún sýnt meiri djörfung og krafizt þess að fá að giftast honum. — Bezta eiginmann i heimi! hrópaði hún háðslega. — Hvað hefur hann gert til að geta kallazt það. Hann situr i vinnustofu sinni og vinnur... vinnur segir hann. Sefurværi nærri lagilBókin hans, þessi fræga bók hans. Hún er hon- um lik. Hann er ekkert, ekkert! Og ég hefði getað lifað geróliku lifi. Lucie sagði: — Lafði Cardew, Hunter læknir sagði mér að þér mættuð ekki verða of æst. Viljið þér leyfa mér að fylgja yður upp i herbergi yðar? Tilhugsunin um sjálfa sig sem sjúkling sefaði hana. Hún sneri sér allt að þvi þakklát til Lucie, sem fór með hana út úr borðstof- unni. Við pabbi horfðum á eftir henni. Ég kenndi svo i brjósti um hann, hann var gersamlega ringlaður á svipinn. — Ég held að lækningaaðferð Hunters læknis hafi ekki reynzt vel, sagði ég. — Við skulum ekki fást um það, pabbi. Við gerðum það sem við gátum. Þetta varð óþægilegur dagur. Sumt þjónustufólkið hlaut að hafa heyrt til mömmu. Það var eins og faðir minn hefði skroppið saman, hann var eitthvað skömmustu- legur að sjá. Okkur hafði öll grunað að hann blundaði við skrifborðið sitt og að það væri Lucie, sem verkið ynni, en þetta hafði aldrei verið sagt við hann áður — nú þegar það var gert fékk þessi staðreynd merkingu sem hún hafði ekki haft áður. Móðir min dvaldi i herbergjum sinum það sem eftir var dagsins og lét þau boð út ganga að hún vildi ekki tala við neinn. Ég hitti Lizzie, sem sagði mér að hún heföi sofið hluta úr deginum eftir að hafa grátið sig örmagna. — Hún verður betri á morgun, ungfrú Minta, sagði Lizzie hug- hreystandi. Ég ræddi þetta við Lucie sem var mjög niðurdregin. — Það er augljóst að það er ekki gagnrýni, sem læknar mömmu, sagði ég. — Faðir þinn er of bliður að eðlisfari. Hann hefði ef til vill átt að halda áfram eins og hann byrjaði. — Hann er of góður i sér til að taka upp nýtt hlutverk. Það er eins og að breyta um skapgerð. Það var eðlilegt að Lucie vildi ekki viðurkenna að sjúkdóms- greining Hunter læknis væri röng. Hún endurtók orð Lizzie: — Hún verður betri á morgun Aður en ég gekk til hvilu um kvöldið fór ég upp til herbergis mömmu, en hikaði við að fara inn. Þar sem ég stóð við dyrnar heyrði ég rödd móður minnar: — Þú ert vondur! Ó, hve ég vildi að ég gæti horfið aftur i timann. Ég myndi vita hvað ég ætti að gera þvi þú ert vondur... vondur. Ég sá fyrir mér bliðleg og ringluð augu pabba og afréð með sjálfri mér að fara ekki inn i þetta herbergi. Ég fór þvi inn til min og lá þar vakandi lengi, hugsi yfir dapurleikanum i lifi foreldra minna og öll hin glötuðu ár, sem þau hefðu getað verið hamingju- söm. Hvorugu þeirra varð um kennt. Ég óskaði þess að ég hefði verið fær um að fara inn og segja þeim þetta, að grátbæna þau um að gleyma þvi liðna og byrja að nýju. Ég óskaði þess heitt að ég hefði farið inn til þeirra þetta kvöld. Ég sá móður mina aldrei lifandi framar. Morguninn eftir þegar Lizzie fór inn til að vekja hana var hún látin. 2. kafli. Lizzie sagði siðar að hún hefði fengið einkennilegan fyrirboða; hún hefði verið að biða eftir þvi að bjallan hringdi eftir morgun- teinu, en þegar engin hringing kom fór hún ínn. — Hún lá þarna, sagði Lizzie, — og hún var eitthvað ólik sjáJfri sér. Og þegar ég kom nær ó, guð minn góður! Lizzie hafði verið viti sinu fjær af skelfingu, en hún hafði þó farið til Lucie og Lucie kom til min. Ég hrökk upp af svefni við að sjá þær báðar standa við rúmið mitt. Lucie sagði: — Minta, þú verð- ur að búa þig undir mikið áfall. Ég brölti upp i rúminu og starði á þær. — Það er mamma þin, sagði Lucie. — Það er hræðilegt... — Er hún ... dain? Lucie kinkaði kolli hægt. Hún var gerbreytt — augun voru gal- opin, augasteinarnir virtust út- vikkaðir og varirnar titnuðu; mér sýndist hún verða að beita sig hörðu til að halda valdi á sér. Lizzie fór að kjökra. — Eftir öll þessi ár... Það er ekki satt. Okkur hefur skjátlazt. Hún hefur fallið i ómegin, þannig er það. — Ég sendi eftir Hunter lækni, sagði Lucie. — En faðir minn? spurði ég- — Ég hef ekki ennþá gerthon- um aðvart. Mér þótti réttara að biða þar til læknirinn kæmi Hann getur ekkert gert. 81 Hvers vegna annars ætti ein- hver náungi að rifa upp dyrn- ar á bilnum minum og miða á mig byssu? Höfundur: Og hvernig brugðuzt þér við? Vitnið: Hvernig? Mér varð flök- urt. Ég var nýbúinn að fá greidd launin min. Þrefaldur taxti og uppbótin gerðu að verkum, að ég var með nærri fjögur hundruð dali i vasan- um. Ég þarfnaðist þessa fjár. Það var þegar búið að ráð- stafa þvi. Og ég hélt, að þessi maður ætlaði að taka það frá mér. liöfundur: Hefðuð þér fengið honum það, ef hann hefði beð- ið yður um peninga? Vitnið: Auðvitað hefði ég gert það. Hvað annað? Höfundur: En bað hann yður um peninga? Vitnið:Nei. Hann settist við hliö mér og rak byssuhlaupið i sið- una á mér. Hann skellti aftur hurðinni með vinstri hendi og þrýsti henni siðan aftur að kviði sér. Höfundur: Hvað sagði hann? Vitnið: Hann sagði: „Þegar ljósin breytast, haltu áfram suðureftir, eins og þú hafðir ætfað þér. Farðu ekki of hratt og farðu ekki yfir á rauðu ljósi. Ég skal segja þér, hve- nær þú átt að beygja”. Þetta sagði hann. Höfundur: Hvað sögðuð þér? Vitnið:Ég sagði: „Viltu fá pen- ingana mina? Viltu fá bilinn? Taktu hvort tveggja og leyfðu mér að fara”. Og hann sagði: „Nei , þú verður að aka. Ég get það ekki. Ég er særður”. Ég sagði: „Viltu komast á sjúkrahús? Það er spitali skammt héðan. Ég skal aka þér þangað”. Og hann svar- aði: „Nei, aktu þangað, sem ég segi þér”. Ég segi: „Ætlar þú að drepa mig?” Hann svarar: „Nei, ég skal ekki drepa þig, ef þú gerir eins og ég segi þér”. Höfundur: Trúðuð þér honum? Vitnið: Auðvitað trúði ég hon- um. Hvað gat ég annað gert undir þessum kringumstæð- um? Skiljið þér? Auðvitað trúði ég honum. Höfundur: Hvað gerðist svo? Vitnið: Ég gerði , eins og fyrir mig var lagt. Ég hélt af stað, þegar græna ljósið kviknaði. Ég hélt mér á réttum hraða, svo að við hittum alls staðar á grænt ljós. Höfundur: Ég get imyndað mér, að umferðin hafi ekki verið mikil á þessum tíma sunnu- dags. Vitnið: Það var alls engin um- ferð. Við höfðum borgina fyrir okkur. Höfundur:Sagðihann nokkuð, á meðan þér ókuð? Vitnið: Hann talaði einu sinni. Hann spurði mig, hvað ég héti, og ég sagði honum það Hann spurði, hvort ég væri kvæntur, og ég sagði svo vera og ég ætti sex börn og það sjö- unda væri á leiðinni. Ég hélt, að það yrði frekar til þess, að hann þyrmdi mér. Höfundur: Var þetta allt og sumt? Vitnið: Já. Einu sinni stundi hann við. Einu sinni leit ég sem snöggvast til hans, og blóðið vætlaði út á milli fingra hans, þar sem hann þrýsti vinstri hendi sinni að kviðn- um. Ég vissi að hann var illa særður, og ég vorkenndi hon- um? Höfundur: Hvað gerðist svo? Vitniö: Á gatnamótum 57. strætis skipaði hann mér að beygja til hægri og aka vestur 57. stræti, sem ég gerði. Höfundur: Var rödd hans stöð- ug? Vitnið:Stöðug? Já, það var hún, enda þótt hann talaði lágt. Og hald hans á byssunni, sem hann beindi að mér, var lika stöðugt. Við ókum eftir 57. stræti i gegnum borgina. Er við komum að 9. Avenue, sagði hann mér að beygja til vinstri og aka niður i borgina. Ég heyrði það. Ilöfundur: Hvað var klukkan þá? Vitnið: Hún var eitthvað um hálfsex. Það var farið að birta. Höfundur: Hvað gerðist næst? Vitnið: Ég ók mjög varlega til að lenda alltaf á grænu ljósi. Hann sagði mér að stanza við 24. stræti. Höfundur: Hvoru megin? Vitnið:Að vestanverðu. Hægra megin. Ég lagði að gangstétt- inni. Hann notaði hægri hönd til að opna dyrnar, höndina, sem hélt byssunni. Höfundur: Hvarflaði ekki að yð- ur að ráðast á hann? Vitnið:Eruð þér frá yður? Auð- vitað ekki. Hann fór út og lok- aði á eftir sér. Hann hallaði sér inn um gluggann og sagði: „Haltu áfram. Ég ætla að standa hér og fylgjast með þvi, að þú haldir áfram”. Höfundur: Hvað gerðuð þér svo? Vitnið: Hvað haldið þér? Ég hélt ferðinni áfram. Ég ók áfram að 16. stræti, og þá þóttist ég viss um, að hann sæi ekki lengur til min. Ég nam staðar og fór inn i sim- klefa á gangstéttinni. Þar var skilti, sem á stóð, að maður ætti að hringja i nr. 911, til að fá samband við neyðarstöð lögreglunnar, og maður þurfti ekki að borga. Ég hringdi á lögguna. Þegar hún svaraði, sagði ég frá þvi, sem gerzt hafði. Ég var spurður að nafni og heimilisfangi, og skýrði ég frá þvi. Þeir spurðu mig, hvar ég væri, og ég sagði þeim það. Þeir báðu mig að biða, þvi að þeir ætluðu strax að senda bil til min. Höfundur: Hvað svo? Vitnið: Ég settist inn i bilinn minn. Ég hélt, að bezt yrði að sitja inni i bil og reyna að ró- ast, unz lögreglan kæmi. Mér var svolitið brugðið. Ég reyndi aftur að kveikja i vindlinum minum — mér hafði ekki gefizt tóm til þess — en þá sá ég sætið, þar sem hann hafði setið. Það var blóðpollur i sætinu, og það lak niður á gólf. Ég steig út úr bilnum og beið á gangstétt- Fimmtudagur 1. febrúar 1973 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.