Alþýðublaðið - 07.02.1973, Blaðsíða 1
$ Askan komin til Nordurlanda
Aska frá eldgosinu í Heimaey hefur borizt víða,
m.a. hefur öskuiag fundizt í snjó í norðurhluta
Svíþjóðar. Stafar það af því, að vindar i efri loft-
lögum hafa verið vestlægir um nokkurn tíma. Það var
Astrid nokkur Olsson, sem að fyrstur varð öskunnar
var í garðinum sínum. Sá hún fyrst dökkt lag í snjón-
um og þegar hún athugaði lagið nánar og fann
lyktina, varð hún sannfærð um, að um ösku væri að
ræða. Var það síðan staðfest.
aðið
Miðvikudapr 6. feb. 1973
— ‘.iO TBL.
ARG.-54.
ÞEIR FULLIIVIU STYRHI
FÆRAST NÚ AUKANAI
Mikil aukning ölvunaraksturs
virðist nú vera i borginni, og
þannig lentu t.d. sjö ökumenn i
umferðaróhöppum eða slysum
um siðustu helgi, sem er óvenju
mikið um eina helgi, að þvi er
blaðið fékk staðfest hjá
Slysarannsóknardeild lögregl-
unnar.
Alls voru 17 ökumenn teknir
grunaðir um ölvun við akstur
frá föstudagskvöldi og fram á
aðfaranótt mánudags, en það er
einnig ivið hærri tala en vant er.
Alls hafa 93 ökumenn verið
teknir i Reykjavik siðan 13. jan
sl. en sú tala gefur til kynna að
janúar og febrúar i ár ætli að
slaga hátt upp i verstu mán-
uðina, samkvæmt reynslu
undanfarinna ára, en þeir eru
september og október.
Hinsvegar hefur reyndin
verið sú hingað til, að óvenju
litið hefur verið um ölvunar-
akstur i jan. og febrúar undan-
farinna ára.
1 þrem tilfellum þar sem
ölvaðir menn lentu i klandri,
voru þeir einnig réttindalausir
og i tveim tilfellum a.m.k. voru
þeir einnig á stolnum bilum.
Eignatjón varð mjög mikið af
þessum glæfra ökuferðum um
helgina, en sem betur fór urðu
engin veruleg meiðsli á fólki. —
| | Varnaliðsyfirmenn tekjuhæstir
— því næst læknar og tannlæknar
Samkvæmt skattskrám 1972 reyndust yfirmenn hjá varnarliði og
verktökum þess tekjuhæstu einstaklingarnir á Islandi árið 1971, með
samtals 1,194 þúsund krónur. Eru þetta meðaltalstekjur. Ekki langt að
baki standa iæknar og tannlæknar með 1,047 þúsund krónur i meðal-
talstekjur og sérfræðingar hjá varnarliðinu með 1,027 þúsund krónur.
betta eru einu starfsstéttirnar sem höfðu yfir milljón i brúttótekjur
árið 1971.
□ □ □ □ □
Gætið
síldarinnar!
Sildarsaltendur á Suðvestur-
landi hafa beint þeirri áskorun til
yfirvalda að náið verði fylgzt með
þvi að núgildandi sildveiðibann
verði ekki brotið á loðnuvertið-
inni.
Benda þeir á að mikið magn
uppvaxandi sildar sé undan
Suðurlandi á þeim slóðum sem
loðnan fari mjög liklega um.
□
Þrengist í búi
Þessi mynd var tekin fyrir
nokkrum dögum í þíðu og
góðviðri. Þess er hins
vegar að vænta, að nokkuð
þrengi að blessuðum
öndunum á Tjörninni, því
spáð er N-Austan átt um
allt land og mun frostið
fara allt í 5 stig á suð-
vestanverðu landinu. í
innsveitum sunnanlands og
fyrir noröan mun frostið
verða enn meira og fara
allt i 10 stig. Bjart veður
mun haldast í dag á
sunnanverðu landinu, en
væntanlega éljagangur
fyrir norðan
gjalnþrota?
Forráðamenn spænsku
skipasmiðastöðvarinnar Ast-
iilieros Luzuriaga í Pasajes i
San Juan hafa i bréfi tii
Isienzku skuttogaranefndar-
innar látið að þvi liggja, að
skipasmiðastöð þeirra rambi
á barmi gjaidþrots.
Eins og kunnugt er samdi
skuttogaranefndin á árunum
1970-1972 við þessa aðila um
smiði sex nýtizku skuttogara
fyrir tslendinga og er hinn
fyrsti þeirra, Bjarni Bene-
diktsson, sem er i eigu Bæjar-
útgerðar Reykjavikur, þegar
kominn tii iandsins. öðrum
togara hefur verið hleypt af
stokkunum.
1 fyrrnefndu bréfi tii skut-
togaranefndarinnar bera for-
ráðamenn spænsku skipa-
smiðastöðvarinnar sig mjög
illa undan mikium kostnaði
við smiði togaranna fyrir
isiendinga og segja stöðina
þegar hafa tapað miklu fé á
þessari smiði.
Aiþýðubiaðinu er ekki
kunnugt um viðbrögð Is-
Lenzkra stjórnvalda við
„kvörtunum” spænsku skipa-
smiðanna, sem nú virðast
hafa komizt að þeirri niður-
stöðu, að þeir hafi reist sér
hurðarás um öxl, er þeir tóku
að sér togarasmiðina fyrir
fslendinga. Þess skal getið, að
tilboð Spánverja i togara-
smiðina voru miklu hag-
stæðari en annarra aðila,
Alþýðublaðinu er tjáð, að
hagsmunir hinna isienzku
kaupenda togaranna eigi ckki
að vera i neinni hættu þrátf
fyrir f járhagserfiðleika
spænsku skipasmiöastöðvar-
innar, enda hafi veriö gengið
vel frá samningum um
togarasmiðina á sinum tima.
Aðeins lítill hluti
kom frá almenningi
Landhelgissöfnuninni lýkur
nú um miðjan mánuðinn. Hefur
hún staðið i fimm mánuði, og af-
raksturinn orðið um 23 milljónir
króna. „ÞaðæHiað duga i hálfan
annan björgunarbát á nýja
varðskipið”, sagði maður einn
er hann heyrði upphæðina
Um miðjan janúar höfðu safn-
a:zt. 22,7 milljónir króna, svo ekki
hefur ýkja mikið fé borizt söfn-
uninni upp á siðkastið. Þá námu
stórgjafir, þ.e. gjafir ein milljón
eðameira.all s I4 milljónum.
SÍÐUSTU
FRÉTTIR
Um klukkan hálf ellefu i gær-
kvöldi var gosið nokkuð mikið að
sögn Páls Zophaniassonar hjá
Almannavörnum i Vestmanna-
eyjum, og hafði aukizt nokkuð
Hrauprennslið stöðvaðist milli
kl. sjö og átta, og var þá uir.200
metra frá syðri hafnargarðs-
vitanum. Vegna ótta um, að
höfnin kynni að lokast i nótt voru
menn beðnir að fara útfyrir
höfnina með skip og báta.
mmmmmmmmmmmrnmmmmmmmmmm
- ■
^ 900W^p<
.
1 öllum látunum
kringum gosið i
Heimaey vill gleymast,
að eldfjöll eru til viðar i
heiminum, — og þau
geta lika gosið. Þannig
hefur hvergi verið á það
minnzt i fjölmiðlum hér
á íslandi, að þvi er við
bezt vitum, að 30. janúar
varð talsvert gos i eld-
fjalli i Colina i Mexico.
bó var þetta gos alvarlegra en
gosið i Heimaey að þvi leyti, að
tiu manns fórust og um hundrað
slösuðust i jarðskjálftum, sem þvi
fylgdi.
Jarðskjálftanna varð vart um
endilangt landið og talsverðar
skemmdir urðu m.a. i höfuðborg-
inni, Mexico City, sem er i um 310
milna fjarlægð frá gosstaðnum.
Þá urðu skemmdir á simalinum
og rafmagnslínum i héraðinu,
sem verst varð úti, og jarðskjálft-
inn skemmdi vatnsleiðslur og raf-
magnsleiðslur I höfuðborginni.