Alþýðublaðið - 07.02.1973, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.02.1973, Blaðsíða 6
ÞEKKINGU 06 HÆFILEIKUM INN HEILAHN Þó að fjölmiðlar heimsins hafi yfirleitt látið það fram hjá sér fara hefur tveim bandariskum visindamönnum tekizt að fram- kvæma tilraunir, sem liklegt er að gerbreytt geti skoðunum okkar á þvi hvernig heilinn starfar. Þö að tilraunir þessar séu hinar fáránlegustu i sjálfu sér, hafa þær aukiö stórkostlega þekkingu visindamanna. Þessir tveir visindamenn, bræðurnir dr. Lendell Braud við Texas háskóla og dr. William Braud við háskólann i Houston, hafa notaö rottur sem tilrauna- dýr i þessu sambandi. Tveim lykkjum var komið fyrir, ann- arri litilli, hinni mun stærri, fyrir framan hvora þeirra. Þvi næst voru þær þjálfaðar til þess með ostbitum og öðru „rottu- sælgæti” að fara i gegn um stærri lykkjuna, en láta þá minni lönd og leiö. Þegar rott- urnar höfðu verið þjálfaðar svo til þrautar, að þær hikuðu ekki hið minnsta á valinu á lykkjun- um, voru þær drepnar og heiii þeirra þurrkaður og malaður. Að þvi búnu var þessu heila- dufti dælt inn i innyfii i rottum, sem ekki höfðu neina slika þjálfun fengið. Þegar svo stóru og Iitlu gjörðunum var komið fyrir hjá þeim á sama hátt og áður hjá þeim, sem heiladuftið var úr, gerðu þessar „óþjálf- uðu” rottur sér litið fyrir þeim Braud-bræðrum til undrunar og gleði, og fóru i gegn „um stærri gjörðina, eins og ekkert væri sjálfsagðara, en litu ekki við þeirri minni”. örfáar, sem ekki voru eins öruggar, voru þó mun skemmri tima að átta sig á hlut- unum en aörar, sem ekki hafði verið gefið neitt heiladuft. Hrollvekjandi möguleikar Eftir aö hafa brotið heilann um niðurstöðurnar af þessum til- raunum sinum um hrið, tóku þeir að sjálfsögðu að hugleiða tilraunir á mönnum. Þeir. töldu sig hafa koinizt að raun um aö i heilanum væri eitthvert það efni sem gæti haft þau áhrif, til dæmis ef þvi væri dælt i börn með takmarkaða greind, að þau yrðu jafnokar eðlilega gefinna barna. i sambandi viö slikar hugleið- ingar hljóta siðgæðishugmyndir óðara að segja til sin. Hafi þess- ar hugleiðingar við rök að styðj- ast, hvað gæti þá hindraö þessa lærðu menn i að dæla sliku heilaefni i gáfuð börn og gera þau þannig að snillingum? Eöa — hvað gæti þá hindraö nýjan Hitler I að „framleiða” kynþátt „ofurmenna’” með þvi að dæla i þá mikilvægum minnisfrumum úr heilum fanga af „óæöri” kyn- stofni? Hvað sem þvi liður, þá hljóta þessar tilraunir þeirra bræðra að teljast hinir mikilvægustu áfangar, sem náðst hafa til skilnings og skýringar á tor- ráðnustu gátum varðandi starf- semi mannsheilans. En það er svipað hvað þá uppgötvun snertirog margar mikiivæguslu uppgötvanir sem áöur hafa ver- iö gerðar, að ef til vill leiðir hún af sér enn torveldari vandamál en hún leysir. Þá var önnur stórmerkileg til- raun gerð með góðum árangri á rottum tilkynnt fyrir aðeins nokkrum mánuöum. Eftir aö hafa unnið að samsetningu gervi-blóðs i full fimm ár, hefur visindamönnum i Boston i Bandarikjunum heppnast að framleiða blöndu, sem þeir dældu i nokkrar hvitar rottur, eftir að hver blóðdropi haföi verið sogaður úr æðum þeirra. Rotturnar lifðu i næstum viku á þessu gerviblóði án þess að fá nýja blóðgjöf. Þetta gerviblóð var einnig sett i apa, eftir að um 80% af blóði þeirra hafði verið dælt úr þeim, og gaf tilætlaöan árangur. Visindamennirnir leggja samt sem áður áherzlu á að það eigi sér langt i land, að slikar tilraunir verði gerðar á mönnum. BORÐIÐ FISK — ÞAD Kenningin um, að fita fiska og annara sjávardýra sé hollari en fita landdýranna fær enn einn stuðninginn i visindariti, sem Jörn Dyerberg, læknir við Rikissjúkrahúsið i Kaupmanna- höfn hefur lagt fram til doktors- varnar, sem ákveðiö hefur verið að fram fari þann 25. sept. n.k. við Kaupmannahafnarháskóla. Með heimsóknum til Grænlands hefur Jörn Dyerberg lagt stund á rannsóknir á blóði Græn- lendinga. Mataræði Græn- lendinga er mjög feitiefnarikt talið er, að u.þ.b. 50% hitaeininganna, sem þeir fá á dag, komi úr fitu, á móti 30% hjá fólki i suðurhluta Danmerk- ur. Samt sem áður herja hjarta- og æðasjúkdómar ekki á Græn- lendingana. Likamleg athafna- semi þeirra getur þar haft sitt að segja, en þó varla verið af- gerandi. Það er heldur ekki um að ræða neitt meðfætt varnar- kerfi vegna þess, að þegar Grænlendingar koma til Dan- merkur og fá danskt fæði, þá verður blóð þeirra alveg eins og Dananna. Þess vegna hlýtur það að vera fæða Græn- lendinganna, sem ræður þarna mestu um, segir Jörn Dyerberg. Jörn Dyerberg hefur fundið upp nýja aðferð til þess að mæla Miðvikudagur 7. febrúar 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.