Alþýðublaðið - 07.02.1973, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 07.02.1973, Blaðsíða 9
Iþróttir 2 EIHN ERFIOASTI SEOILL SEM SÉZT HEFIIR - ENGINN ORUGGUR LEIKUR Á ÖLLUM SEULINUM! Á siðasta getraunaseðli voru eingöngu leikir úr 4. umferð Bikarkeppninnar og eins og svo oft áður komu úrsiit margra leikja á óvart og mörg sterku iiðin áttu i mesta basli við andstæðinga sina þótt sýnu lakari væru. Við skulum að- eins rifja upp helztu úrslitin á siðasta seðii. Arsenal tókst að merja sigur yfir 4. deildar iiðinu Brad- ford, en 2. og 3ju deildarliðin Boiton og Cardiff gerðu jafn- tefli. Carlisle, sem er i 2. deild vann 1. deildar liðið Sheff.Utd og Chelsea vann öruggan sigur yfir Ipswich. Coventry átti i erfiðleikum með 3ju deildarliðið Grimsby, en tókst að sigra 1-0. Everton tapaði á heimaveili fyrir Mill- wail, sem er neðarlega i 2. deild, en Derby og Tottenham skildu jöfn og sömuleiðis Liverpool og Man. City í miklum slagsmálaleik. Newcastle tapaði á heimavelli fyrir 2. deildar liðinu Luton Town og Oxford tapaði á heimavelli fyrir QPR, en bæði þau lið eru i 2. deild. Þá unnu Ulfarnir 2. deildar liðið Bristol City á heimavelli. Fjórir aðrir leikir fóru fram i Bikarnum, sem ekki voru á seðlinum og má m.a. geta þess, að Leeds marði nauman sigur yfir 3ju deildar liðinu Plymouth og West Ham tapaði fyrir 2. deiidar liðinu Hull og Reading, sem er i 4. deild tókst að haida jöfnu við 2. deildar liðið Sunderland. Næsti getraunaseðili, sem er nr. 6 sýnist mér einn sá erf- iðasti I iangan tima og þar er varla að sjá öruggan leik, ef svo má að orði komast. Ég var með 4. leiki rétta á sfðasta seðli, en vonandi geng- ur betur næst. Við snúum okkur þá aðspánni: Birmingham-Derby 1 Þetta er nokkuð erfiður leikur, þar sem Birmingham er nú I neðsta sæti i deildinni, en Derby er með efstu liðunum, en með slakan árangur á útivelli, tvo sigra, fjögur jafntefli og átta töp. Derby vann Birmingham aðeins 1-0 á heima- velli fyrr i vetur og þvi ekki úr vegi að ætla að Birmingham takist að vinna þennan leik, en hvert stig er dýrmætt i fall- baráttunni. Chelsea-Sheff.Utd. 1 Chelsea vann góðan sigur yfir Ipswich i Bikarnum um s.l. helgi, en Sheff. Utd. tapaði fyrir 2. deildar liðinu Carlisle. Nú leikur Chelsea aftur á Stamford Bridge og mætir þá Sheff. Utd., en i fyrri leik liðanna á Bramall Lane sigraði heimaliðið 2-1. Mér sýnist næsta öruggt að Chelsea vinni þennan leik og spá min er þvi heimasigur. Leicester-Leeds X Leicester er nú i ÍG,—17. sæti i deildinni, en Leeds er sem kunnugt er i 3ja sæti með 39 stig. Þessi lið skildu jöfn 0-0 á Filbert Street i fyrra, en Leeds vann leikinn á Elland Road fyrr i vetur með 3-1. Það eru allir möguleikar fyrir hendi i sambandi við þenn- an leik, en ég hef mesta trú á jafntefli. Liverpool-Arsenal 2 Það verður margt um manninn á Anfield Road á laugar- daginn þegar „Risarnir” i 1. deild mætast þar. Eins og kunnugter, er Liverpool i efsta sæti með 41 stig, en Arsenal fylgir fast á eftir með 40 stig. Liðin gerðu jafntefli á Highbury i fyrra, 0-0 og aftur var þar jafntefli 0-0 fyrr i vetur. Arsenal vann aftur á móti leik- inn á Anfield i fyrra 3-2 og aftur spái ég Arsenal sigri þar nú, enda hefur Liverpool ekki gengið vel i siðustu leikjum og það hlýtur að koma að þvi að liðið tapi heimaleik. Man.Utd.-Wolves 1 Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Man.Utd. hefur ÞEIR KOMA FRÁ HEIMABYGGÐ JOSEP STALINS! 1 dag koma til landsins Grúsiumennirnir sem leika við islenzka handknattleikslandsliðið i Laugardaishöllinni annað kvöld. Grúsia er i suðurhiuta Sovétrikjanna, eða nánar til tekið I Georgfu, en þaðan er kominn einn fræg- asti stjórnandi sögunnar, Jósef Stalin. Þrátt fyrir að lið Grúsiumanna sé ekki raunverulegt iandslið Sovétríkjanna, verða Ieikirnir hér taldir til landsleikja. Sá fyrri fer fram annað kvöld klukkan 20,30, en sá siðari á laugardag. Lið Grúsiumanna er talið ákaf- lega sterkt, þvi frá þessum hluta Sovétrikjanna koma beztu handknattleiksmenn landsins. Þrátt fyrir að islenzka landsliðið hafi litið æft saman að undanförnu, eru bundnar við liðið töluveröar vonir, þvileikreyndir menn skipa það. Einn þeirra er óiafur H. Jónsson sem hér sést skora gegn Júgóslövum i landsleik. Ólafur hefur staðiö sig mjög vel i vetur — SS. lengst af I vetur haldið sig á botninum i deildinni og er svo enn, þvi liðið er i 4. sæti neðan frá með 20 stig. Það hefur gengið á ýmsu hjá Úlfunum, sem hafa verið óútreiknanlegir oft á tiðum, unnu t.d. Liverpool i siðustu umferð. Þetta er erfiður leikur, en einhvernveginn lýst mér þannig á að Man.Utd. vinni þennan leik. Spá min er þvi heimasigur. Newcastle-Coventry 1 Newcastle kom á óvart um s.l. helgi með þvi að tapa fyrir 2. deildar liðinu Luton, og það á heimavelli, en Coventry gerði ekki meira en að merja sigur yfir Grimsby úr 3 ju deild. Newcastle vann góðan útisigur yfir Coventry i fyrri umferðinni og aftur spái ég Newcastle sigri i þessum leik á St. James Park. Norwich-West Ham X Þá fáum við erfiðan leik. Norwich tapaði stórt, 4-0 fyrir West Ham á Upton Park i vetur i fyrri umferðinni. Þess má geta, að Hull, sem er i 2. deild sló West Ham út úr Bikarnum um s.l. helgi. Norwich er nú 16—17.sæti með 23 stig, en West Ham er litlu ofar með 28 stig. Heimasigur eða jafntefli eru liklegustu úrslitin á Carron Road á laugardaginn og spá min er jafntefli. Southampton-Everton 1 Það hefur gengið á ýmsu i viðureignum þessara liða að undanförnu og skemmst er að minnast þess, að i fyrra vann Everton 8-0 á Goodison Park, en Southampton hefndi ófar- anna með þvi að vinna þar i vetur með 1-0. Ég hef jafnan talsverða trú á Southampton á heimavelli og spái þvi heimasigri. Stoke-Ipswich X Stoke er eitt þeirra liða, sem helzt ná inn stigum á heima- velli og I vetur hefur liðið hlotið 16 stig af 20 þar. Ipswich hefur aftur á móti álika mörg stig á útivelli og heimavelli og gerir það þennan leik þvi nokkuð erfiðan. Eins og svo oft áð- ur, finnst mér jafntefli eða heimasigur liklegustu úrslitin og spá min er þvi jafntefli. Tottenham-Man.City 1 Man.City vann Tottenham i fyrri umferðinni á Maine Road með 2-1 I jöfnum leik. Ekki er að efa að Tottenham hyggur á hefndir á White Hart Lane á laugardaginn og tel ég að Tottenham vinni þennan leik, en það verður ekki átakalaust. Spá min er þvi heimasigur. W.B.A.-Crystal Pal. 1 Það verður mikill átakaleikur, þegar þessi lið mætast á The Hawthorns á laugardaginn, enda er mikið I húfi fyrir liðin, sem bæði eru i neðstu sætunum með 19 stig og þvi hvert stig dýrmætt i fallbaráttunni. Allt getur skeð i þessum leik, en WBA vann fyrri leikinn á Selhurst Park i vetur og aftur spái ég WBA sigri. Nott .For.-Q.P.R. 2 Þá er komið að 2. deildar leiknum á þessum seðli, en hann er milli Nott.For. sem er i 13.sæti með 26 stig og Q.P.R. sem er i 2. sæti með 36 stig. Það þarf vart að taka það fram, að þessi leikur er erfiður viðfangs, en ég spái Q.P.R. sigri, en bendi á jafntefli, sem allt eins likleg úrslit. o Miðvikudagur 7. febrúar 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.