Alþýðublaðið - 28.02.1973, Page 3

Alþýðublaðið - 28.02.1973, Page 3
12 af 15 bátum gáfust upp á skelfiskveiðum 15 bátar hófu veiðarnar upp úr áramótum. Orsakirnar eru fremur dræmur afli, og svo það að vertið er nú að hefjast af fullum krafti, og er reyndar viða löngu hafin. Um áramótin veitti sjávarút- vegsráðuneytið leyfi til að veiða 1500 lestir af hörpudiski fram i miðjan febrúar. Veiði reynist minni en reiknað var með, og er heildarveiðin ekki orðin nema 700-800 lestir. Meðan ekki hefur. veiðzt meira, og fleiri bátar stunda ekki veiðarnar en raun ber vitni, sér ráðuneytið ekki ástæðu til að takmarka veiðarnar að sinni. Hitt er svo annað mál, að veið- arnar leggjast liklega niður af sjálfu sér á næstunni, þvi afli hefur verið tregur og nýting skeljarinnar hefur verið einstak- lega léleg. Nú eru aðeins þrir bátar eftir á skelfiskveiðum i Breiðafirði, en ÁFHENDING FANGANNA í ÓLESTRI Bandarikjastjórn krafðist þess i gær, að Norður-Vietnamar létu þegar i stað lausan næsta hóp bandariskra striðsfanga, og krafðist jafnframt skýringa á þvi, hvers vegna afhending fanganna hafi verið hætt. Norður-Vietnamar hafa hins vegar lýst yfir, að fleiri banda- riskir striðsfangar verði ekki látnir lausir i bili, eða ekki fyrr en Bandarikjamenn og Suður-Viet- namar tryggi að staðið verði við Parisar-samninginn um Vietnam. Bandarískt NEI við lægri flugfargjöldum Bandarisk flugmálayfirvöld neituðu i gær að samþykkja ný flugfargjöld á flugleiðunum yfir Atlantshafið, sem f jögur evrópsk flugfélög hafa lagt til, að samþvkkt verði. Flugfélögin eru: British Overseas Airways Corporation, Lufthansa, Alitalia og Olympic Airlines. Bandarisk flugmálayfirvöld telja hin nýju fargjöld of lág. Bandarisk og evrópsk flugfélög hafa átt viðræður um ný far- gjöld á flugleiðunum yfir Atlantshafið, siðan i desember, en ekki komizt að samkomulagi enn. Tvö bandarisku flugfélag- anna, PAN AM og TWA, eiga i fjárhagslegum erfiðleikum og krefjast hærri flugfargjalda en evrópsku flugfélögin. Hin siðar- nefndu rökstyðja kröfur sinar um lækkun með sifellt aukinni samkeppni við leiguflugfélögin. ' *' i VANTAR SKAUTAHÖLL Listhlaup á skautum er nánast óþekkt fyrirbrigði hérlendis, nema þá úrsjónvarpi og blöðum erlendis frá. Enda er þess ekki að vænta, að tslendingar nái árangri i þessari fallegu iþrótt, meðan engin finnst skautahöllin i landinu. DOLLARAKREPPAN BRASKARARNIR STANDA FYRIR KREPPUNNI 06 6RÆDA A HENNI Það voru fyrst og fremst alþjóðlegir gjaldeyrisbraskarar, sem ollu gengis- lækkun bandariska dollarans á dögun- um og þá um ieið islenzku krónunnar, þótt þeir hafi sennilega vart af þvi vit- að þar eð þeim myndi aldrei til hugar koma að reyna að braska með fslenzk- an gjaldmiðil. Á tiltækinu græddu gjaldey risbraskararnir jafnvirði um 40 þúsund milljóna isl. króna að þvi er talið er. Dagurinn 13. febrúar árið 1973 er þvi stór dagur i dagbókarfærsl- um þeirra alþjóðlegu peningafursta, sem lifa á þvi að braska meö gjald- miðla heilla þjóða — og þar með heill og hamingju milljóna. Og nú gera þeir aðra hrið að gengi dollarans. Það er ekki svo einfalt fyrir hinn al- menna borgara að gera sér grein fyrir öllum þeim flóknu atburðum, öllum þeim klækjum og refsbrögðum, sem áttu sér stað i f jármálaheiminum áöur en tilkynnt var opinberlega um 10% verðlækkun dollarans gagnvart gulli. Maðurinn á götunni leggur ekki i vana sinn að fljúga á milli gjaldeyrismark- aða i stærstu borgum heims til þess að skrá hreyfingar einstakra gjaldmiðla upp eða niður. Og þótt svo óliklega vildi til, að manninum á götunni væri boðið i slika ferð, þá myndi hann sennilega fátt skilja af þvi, sem fyrir augu bæri. Flestir láta sér nægja að segja svo: gengismálin eru fyrir bankastjóra, auðmenn og stjórnmála- menn að fjalla um. Ég hef þar engin áhrif til né frá þar sem ég sit við ritvél- ina mina eða stend með hamarinn minn i hendinni. en þó gætir tortryggni i garð hinna alþjóðlegu auðmanna og peningaforusta og „manipúlasjóna” þeirra með peningana, sem venjulegt fólk notar til þess að greiða fyrir lifs- nauðsynjar sinar. Og tortryggnin er vissulega á rökum reist. Hún á fullkominn rétt á sér. Staðreyndin er nefnilega sú, að þessir auðmenn, sem braska með gjaldeyri, eiga iöulega beina sök á gengisbreyt- ingum gjaldmiðla og græða á þvi stórar fjárfúlgur. Þeir beinlinis neyða stjórnvöld voldugra rikja, nú siðast sjálfra Bandarikja Noröur-Ameriku, til þess að gera fjármálaráðstafanir, sem stjórnvöldin vildu I lengstu lög forðast, og græða svo offjár á öllu saman. Ef gjaldeyrisbraskari telur sig finna, að gjaldmiðill ákveðins lands standi völtum fótum, en að gjaldmiðill annars lands sé óvanalega traustur i sessi, þá selur hann veika gjaldmiðil- inn i skiptum fyrir hinn sterka. Afleið- ingarnar verða þær, að veiki gjald- miðillinn verður ennþá veikari og hinn sterki enn sterkari. Slái margir gjald- eyrisbraskarar sér saman og hafi þeir yfir miklum fjármunum að ráöa — sem flestir þeirra munu a.m.k. nú orö- ið hafa eins og dæmin sýna — þá verð- ur loks ekki hægt að standa gegn þrýstingnum. Breyta verður genginu opinberlega i samræmi við þann „raunveruleika” í gjaldeyrismálun- um, sem framferöi braskaranna hefur skapað. Þá geta þeir skipt peningum sinum aftur yfir til hins fyrri gjald- miðils — sem nú hefur verið felldur — og þéna stórfé á öllu saman. Svo leggj- ast þeir i leyni og biða unz þeir finna lyktina af næsta tækifæri til þess að grafa undan efnahagsmálum heillar þjóðar. Siöasta kreppa i gjaldeyrisheimin- um er mjög gott dæmi um gengisfell- ingu af þessu tagi. Braskararnir fundu „slæma lykt” af dollarnum hans Nixons, en markið hans Brandts iim- aði þeim mun betur. Þeir flýttu sér þvi að skipta á öllum dollurum, sem þeir gátu komið höndum yfir, og mörkum. Þetta má ekki misskiljast svo, að skipzt hafi veriö á nokkrum seðla- bunkum yfir afgreiðsluborð gjald- eyrismarkaðanna. Ekki aldeilis. Hér var um þúsundir og aftur þúsundir milljóna að ræöa. Dollaraflóðbylgja féll á Þýzkaland. Þjóðverjar voru að drukkna i dollurum. Og það sem mikið er af fellur sjálfkrafa i verði. Jafnvel götustelpurnar i Frankfurt gripu til sinna ráða. Þær hækkuðu verðið á „þjónustu” sinni i dollurum, en verðið i mörkum hélt áfram að vera það sama. Schmidt, þýzki fjármálaráðherrann, barðist örvæntingarfullri baráttu gegn þvi, að dollarinn færði efnahagskerfi lands hans i kaf. Hann vildi ekki hækka verðið á mörkuðunum sinum miðað við dollar. Það hefði haft i för með sér auknar byrðar á samlanda hans og rýrnun á samkeppnisaðstöðu þýzkra framleiðenda. En þrátt fyrir hið mikla pólitiska vald fjármálaráðherrans i einu auðug- asta riki heims gat hann ekki séð við gjaldeyrisbröskurunum. Hann gat ein- faldlega ekki byggt nægilega háan og traustan varnarmúr utan um markiö sitt. Dollarinn flæddi yfir og brauzt i gegn. Braskararnir sprengdu sér leið. Innan skamms töldu menn vist, að Schmidt yrði að gefast upp og gripa til þess ráðs að láta markið „fljóta” upp fyrir áður skráð gengi gagnvart doll- ara i þeirri von, að þannig myndi aftur komast ró á. Stormviðri gat ekki geis- að endalaust i gjaldeyrismálunum. Sem fyrst varð eðlilegt ástand að kom- ast á viðskipti þjóða i milli. En svo var það Nixon, sem lægði öldurnar. Það var hann, sem með gengisfellingu sinni stillti loftvogina á logn á ný. Það kom mörgum á óvart. Þetta gerði Nixon með þvi að láta fjár- málaráðherra sinn tilkynna, að verðið á gulli myndi nú hækka um 10% gagn- vart dollar. Það gullmagn, sem áður kostaði 100 dollara, kostaöi eftirleiðis 110 dollara. Nú er það svo, að almenningur geng- ur ekki um og kaupir gull upp á hvern dag — eins og t.d mjólk og brauð. Séð eitt út af fyrir sigætti verðið á gulli þvi ekki að hafa meiri áhrif á efnahags- mál heimsins en t.d. verðið á kaffi ellegar sykri. En við lifum jú enn öll i þeirri fjarstæðutrú, að gengi gjald- miðla okkar sé reist á gulli. Þess vegna eru tilkynningar um breytingar á skráðu gullverði af allt annarri og meiri þýðingu en tilkynningar um aðr- ar verðbreytingar. Að hver únsa gulls kosti nú i dollurum 10% meira en áður er þvi einn stærsti atburður, sem orðið hefur i heimsmálunum árið 1973 — við hliðina á endalyktum striðsins i Viet- nam, svo dæmi sé nefnt. Þessi breyting táknar nefnilega, að forystugjaldmiðill heimsviðskiptanna hefur fallið í verði um 10%. Allir utan Bandarikjanna, sem skulda i dollur- um, hafa losnað við 10% skuldarinnar á einni nóttu hafi gengi þeirra heima- gjaldmiðils haldizt óbreytt. Allir, sem eiga útistandandi skuldir, er greiöa á i dollurum, hafa á sama hátt verið „snuðaðir” um 10% af skuldinni. Og Schmidt fjármálaráðherra i Bonn get- ur brosað breitt. Nixon leysti vanda- málið fyrir hann. Schmidt þurfti ekki að hækka gengi marksins sins gagn- vart dollar. Nixon lækkaði fyrir hann dollarinn. Það kom út á eitt. Miðvikudagur 28. febr. 1973 ©

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.