Alþýðublaðið - 28.02.1973, Síða 12
alþýðu
KOPAVOGS APÓTEK
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga milli kl. 1 og 3
TOGARAVERKFALL ORÐIÐDYRT
FARKI tll KOSTfl
NIINDRUD MILUÚNA
LINNULAUS
L0DNUM0KS1UR
KRONA
Togaraverkfallið hef-
ur nú s+aðið í nær fimm
vikur. Má áætla tjón
vegna stöðvunarinnar
minnst 150 milljónir
króna, og er þá ótalið
tjón vegna gjaldeyris-
tapsog annarra liða sem
hækkað geta þessa tölu
um helming.
Reikna má með því að
veiðiferð togara taki um
25 daga. Eftir slíka
veiðiferð geta togararnir
selt afla sinn erlendis
eða hér heima fyrir 5-10
milljónir króna. Togar-
arnir eru 21 talsins, og
söluverðmæti aflans sem
farið hefur forgörðum i
togaraverkfallinu er lágt
reiknað 150 milljónir.
Verst kemur verkfallið
við útgerðarmenn og
sjómenn.
Þá er ótalið tjón vegna
gjaldeyristaps og taps
tolltekna af honum.
Einnig er ótalið tjón sem
þjónustufyrirtæki ná-
tengd togaraútgerðar-
innarverða fyrir. Þá má
geta þess, að ef afli tog-
aranna verkaður hér á
landi, tvöfaldast verð-
mæti hans, gróft reikn-
að.
Undirmenn á togurun-
um sátu á sáttafundi í
gær og í gærkvöldi. Þá
hafa yfirmenn boðað
vinnustöðvun.
Loðnumokslurinn hélt linnu-
laust áfram i allan gærdag og
fram á kvöld. Þegar blaöið hafði
samband við Loönulöndunar-
Útflutningur
iðnvarnings
hefur aukizt
í fyrra voru fluttar út iðnaðar-
vörur fyrir 3,9 milljarða króna, og
er það 118% aukning frá fyrra ári.
Aukningin liggur mest i áli.
Otflutningur án áls jókst um
31%, úr 889 milljónum i 1,2 millj-
arða. Stærstu vöruflokkarnir eru
skinnavörur, prjónavörur og
fatnaður, niðursuðuvörur og
kisilgúr.
Fulltrúar rikja Austur-Evrópu
féllust i gær á tillögu Frakka þess
efnis, að þátttökurikin i undir-
búningsfundum fyrir öryggis-
málaráðstefnu Evrópu i
Helsingfors myndi „samstarfs-
nefnd”, sem semji tillögu um
dagskrá á sjálfri ráðstefnunni,
sem ráðgert er að fari fram á
næsta ári.
Er talið, að samþykkt frönsku
tillögunnar sé verulegt skref i átt
til samkomulags um framkvæmd
öryggismálaráðstefnunnar. —
: Wf,
- - ~r «■ ~‘ - *rsíC» ■•••••-• • - •■•• -- -■■■ '
IORGUNARHREINSUN HAFIN 1EYJUM
VWLAGASJOÐUR HEFUR
EKKIFALLIZT Á
ALLSHERIARHREINSUH
Fyrsta stig i mokstri vikurs úr
Vestmannaeyjakaupstað hefst
væntanlega innan tiðar, en i gær-
morgun var samþykkt hjá Við-
lagasjóði að hefja svonefnda
björgunarhreinsun, sem er fólgin
i þvi að moka vikri frá þeim hús-
um, sem eru að fara i kaf, svo
unnt sé að styrkja þök þeirra og
gera aðrar ráðstafanir til að
bjarga þeim frá frekari skemmd-
um. Hugmyndin er að nota vikur-
inn, sem mokað verður frá þess-
um húsum, i varnargarða þá sem
verið er að ýta upp.
Að þvi er Magnús Magnússon,
bæjarstjóri i Vestmannaeyjum,
sagöi i viðtali við Alþýðublaðið i
gær, eru tilbúnar áætlanir um
allsherjarhreinsun kaupstaöar-
ins, og hefur bæjarstjórnin farið
þess á leit við Viðlagasjóð, að
henni verði hrint i framkvæmd.
Það hefur ekki enn fengizt sam-
þykkt. Aftur á móti sagðist
Magnús álita, að þessi björgunar-
hreinsun þróist yfir i allsherj-
arhreinsun áður en langt um líð-
Um gang björgunarstarfsins i
Eyjum almennt sagði Magnús, að
búslóðaflutningi sé að mestu lok-
ið, og flutningi á atvinnutækjum
eigi að ljúka að mestu á næstu
tveimur eða þremur dögum.
Þótt flutningadeildin ljúki
störfum sinum innan skamms
er ekki þar með sagt, að þeir 150
til 200 menn, sem i henni eru,
hætti störfum heldur verður til-
svarandi fjöldi settur i hreinsun-
ina og björgun húseigna.
„Útlitið er nokkuð gott núna”,
sagði Magnús, og benti á, að
hraunframleiðslan hafi minnkað
úr eitthundrað teningsmetrum á
sekúndu i 25 teningsmetra frá
fyrstu dögum gossins, og vikur-
fall sé orðið sára litið. 1 fyrradag
sagði hann að hafi verið hvöss
austanátt, en samt sem áður ekk-
ert vikurfall i bænum.
1 athugun er að senda sand-
dæluskilið Sandey til Vestmanna-
eyja til að aðstoða við dælingu
sjávar á hraunjaðarinn, en vonir
eru bundnar við að skipið komi að
miklum notum við það starf, þar
sem það getur dælt allt að 2500
tonnum á klukkustund. Eigandi
Sandeyjar og skipstjórinn, ásamt
hópi visindamanna, fóru i gær til
Eyja i þvi skyni að kanna aðstæð-
ur fyrir Sandeyna.
ÖLVUNARAKSTUR ÁSTRÍÐUGLÆPUR
25 ára gamall Björgvinjarbúi
hefur skapað fordæmi fyrir þvi,
að dómstólar liti á ölvun við akst-
ur sem „crime passionell”, eða
ástriðuafbrot. Þrátt fyrir það, að
hann ók bifreið sinni 400 metra
undir áhrifum áfengis, fékk hann
skilorðsbundinn dóm, sem Hæsti-
réttur Noregs hefur nú staðfest.
Sagan á bak við söguna um
þessi óvanalegu og mildu við-
brögð er sú, að ökumaðurinn hitti
æskuástina sina á veikingahúsi.
Var nú dansað og drukkið, og eftir
að veitingahúsinu var lokað,
fóru hjúin út i bil mannsins, þar
sem heldur betur var nú tekið til
við að rifja upp æskuminningarn-
ar — i verki.
nefnd um kvöldmatarleytiö,
höfðu um 35 skip meldað sig með
afla, samtals um 8000 lestir, og
búizt var viö þvi að fleiri skip ættu
eftir að melda sig. Var jafnvel
haldið aö aflamagnið færi i 10
þúsund lestir.
Aflann fengu skipin að mestu á
Eyrarbakkabug, en fyrsta loðnu-
gangan er komin svo vestarlega.
Allar hafnir sunnanlands eru nú
fullar, og héldu bátarnir i striöum
straumum með aflann til hafna á
Austfjörðum. Þróarrými er laust
á Vestfjöröum einnig, en þangað
var ekki fært vegna veöurs.
Af þeim bátum sem höfðu
meldað sig var Eldborg GK með
mestan afla, 550 lestir, sem er
fullfermi. Guðmundur RE var á
miðunum, og var ekki taliö ólik-
legt að hann meldaði sig með full-
fermi seinna um kvöldið. Sá hátt-
urinn hefur yfirleitt verið á, að
þessi tvö skip, og reyndar fleiri,
hafa meldað sig með fullfermi
eftir aðeins stutta stund á miðun-
KOSNINGAR
Á ÍRLANDI
Hörðustu kosningabaráttu i
sögu irska lýöveldisins lauk i gær,
en þingkosningar fara þar fram i
dag. Dregið er i efa bæði af hálfu
rikisstjórnarinnar og stjórnar-
andstöðu, að nokkur flokkanna,
sem sæti eiga i löggjafarþinginu,
hljóti i kosningunum nægilegan
meirihluta til myndunar meiri-
hlutastjórnar að þeim loknum.
Bæði forsætisráðherrann Jack
Lynch og leiðtogi stjórnarand-
stöðunnar Liam Cosgrave lögðu
áherzlu á það i ræðum i gær, að ný
rikisstjórn þyrfti að njóta tryggs
meirihluta i þinginu, ef koma ætti
i veg fyrir pólitiska upplausn i
lýðveldinu.
jr
Maðurinn hafði alls ekki i huga
að snerta bilinn, en fyrir hnýsni
laganna varða, var hann bókstaf-
lega neyddur til að færa bilinn, ef
upprifjun minninganna áttu ekki
að renna út i sandinn.
Virðast dómstólar hafa litið á
málsástæður ökumanns af næm-
um skilningi.
Nú eru liðnir nær tveir mán-
uðir síðan vetrarvertið hófst
almennt við landið. Hefur ver-
tiðin nær alls staðar brugðizt
til þessa, og loðnan hefur ein
séð fyrir atvinnu að undan-
förnu, þegar sáralitið hráefni
hefur borizt frá bátunum og
ekkert frá togurunum.
Stöðugar ógæftir hafa haml-
aö veiðum alls staðar nema á
Vestfjörðum. Þar var janúar-
mánuður afbragðsgóður, en
aftur á móti hefur sjaldan gef-
ið á sjó fyrir vestan i febrúar.
Annars staðar við landið hefur
afli verið sáratregur, þá sjald-
an hefur gefið á sjó. Togararn-
ir hafa sem kunnugt er veriö
i verkfalli frá i janúarlok.
Loðnan hefur bjargað öllu.
Hún hefur haldið uppi at-
vinnulifinu i landi, bæði i verk-
smiðjum og frystihúsum, en
þar hefur viða verið unnið
daga og nætur við loðnufryst-
ingu fyrir Japansmarkað.
80-90 skip stunda loðnuveið-
arnar.