Alþýðublaðið - 01.03.1973, Side 1

Alþýðublaðið - 01.03.1973, Side 1
Undanfarna tvo daga hefur staðið yfir geysileg söluhrota á nýjum bilum, og hafa sum umboð selt alla þá bíla, sem þau áttu i landinu. Hjá þremur umboðum, sem Alþýðu- blaðið hafði samband við i gær, seldust þessa tvo daga hvorki meira né minna en 90 bilar, og þar af höfðu 62 selzt skömmu eftir hádegi i gær. Má þannig nærri geta hver salan hefur verið hjá umboðunum öllum. Trú- lega óhætt að leiða getur að því að hún hafi numið hundruðum nýrra bila. Einnig er alltaf sölu- aukning i nýlegum not- uðum bilum, þegar svipuð söluhrota stendur yfir. Astæðan fyrir þessari söluhrotu er fyrst og fremst 1,7% hækkun á söluskattinum, sem tekur gildi i dag, en einnig eru væntanlegar ýmsar fleiri hækkanir. Þar á meðal er hækkun á farmgjöldum, sem talið er, að verði 10%, og einnig valda breytingar á gengi jap- anska yensins hækkunum á japönskum bilum. Gleggst koma vafalaust fram breytingar á gengi enska pundsins, en sökum verðsveiflana á þvi eru s- ífelldar breytingar á verði brezkra bila. Sagði Óli M. Isaksson hjá Heklu, að pundið hefði hækkað um krónu i gær, en það þýddi um 6-7 þús. króna hækkun á Range- Rover. Reyndar munar ekki ýkja mikið um þá hækkun, þvi verð bilsins er komið yfir 800 þúsund krónur, en til að finna nákvæmt verð þarf að reikna það út daglega. A mánudaginn og fram að hádegi i gær seldust tólf bilar af Datsun gerð hjá Ingvari Helgasyni, er það svipað og góð sumar- sala. Hjá Heklu seldust i gær og á mánudag um 25 bilar, af Volkswagengerð, en VW 1300 hækkar i dag um liðlega 6000 krónur, eða úr kr. 371 þús. i kr. 377 þús. Þórir Jónsson & Co hf. seldi 50 bila á tæpum tveimur dögum, og seldust allir pólsku Fiat- arnir, sem til voru.Escortinn hækkar úr kr. 353 þús. i kr. 360 þús, en Comet hækkar úr 670 þús. i rúmlega 680 þúsund. Hjá Skódaumboðinu hafa ekki verið til bilar undanfarinn hálfan mánuð, en bilar af gerðinni 110L hækka úr 320 þús. i 325 þús. krónur. Reyndar eru til nokkrir bilar af Gula pardusnum, en það er árgerð 1972 og hækkar hann úr kr. 334 þús. i 339 þús. krónur. • VOLVO-MINKUR Hann er reyndar ekki til sölu, þessi bíll, enda aðeins til á pappirnum. En hann er merkilegur fyrir þær sak- ir, að höfundurinn er islenzkur og heitir Steinn Sigurðs- son, og þessi teikning hlaut fyrstu verðlaun i sam- keppni, sem Volvoverksmiðjurnar og danska tímaritið Bilen og baden efndu til. Steinn kom úr boðsferð á veg- um Volvo i gær i við ræddum við hann siðdegis, og segj- uin nánar frá afrekum hans á þessu sviði og ööru i blaðinu á morgun. Reykajavík of góður markaður til að láta ser ur greipum ganga □ Erlendir fíknilyfjahringar teygja arma sína til Islands Fullkomið sölu- og dreifikerfi Margt bendir nú til að erlendir fiknilyfjahringar séu farnir að teygja arma sina hingað til islands, og má t.d. nefna að tveir út- lendingar voru hand- teknir hér i desember sl. og hafa þeir játað á sig talsvert smygl og sölu á hassi hér, auk þess sem vitað er um þriðja út- lendinginn, sem fór hér undir fölsku nafni, og kom fyrrnefndum út- lendingum i sambönd hverjum við annan. Sá er sloppinn úr landi, en hinir tveir, Banda- rikjamaður og Hollendingur, sitja enn i gæzluvaröhaldi, og hefur mál þeirra nú verið sent saksóknaraembættinu. Þeir voru handteknir með kiló af hassi i fórum sinum og auk þessa hafði Bandarikjamaðurinn á fjóröa hundrað þúsund krónur undir höndum sem hann viðurkenndi að væri afrakstur hasssölu hér. Annar þessara manna hefur verið orðaður við fiknilyf viða um heim og þvi ekki óiiklegt að hann sé i góðum samböndum við einhverja stóra heild- sala. Það sem einkum styrkir þann grun að öflugir smyglarar hafi verið að koma undir sig fótunum hér, eru niður- stöður rannsókna þeirra manna sem fást við þessi mál hér. Þeir telja að sl. haust hafi verið búið að koma hér upp fullkomnu sölu-og dreifikerfiá hassi, og hafi þar verið að verki vissir útiendingar i nánu sam- bandi við islendinga. Það sem styrkir þennan grun, er að þá var svo mikið magn af hassi á markaði hér, að hann var mettaður svo að verð fór heidur lækkandi. ^ - Sja 4. siöu Rafmagnið í hæftu Þrjú stór rafmagns- möstur nálægt höfninni í Eyjum, voru i fyrrinótt komin i bráða hættu. Var hraunstraumurinn i aðeins tveggja til þriggja metra fjarlægð frá fyrsta mastrinu. Þegar við höfðum sam- band við Vestmannaeyjar i gærkvöldi, var gosið með minnsta móti. Smá- vegis suðaustanátt var um tima i gær, og örlitið öskufall. reiknað > tjónið sem varð í um- ferðinni í nemi íveím Meðaltjón i ri er röskar 30 þúsundír knóna, og » þeim tilvikum sem slys verða, eru baetur aðmeöaltali180 þús Þá er einnig alltaf eitthvað af árekstrum sem lög- neglunni er ekki til- kynnt um, Samkvæmt upplýsingum sem blaðið hefur aflað sér, hefur það verið í athugun að rfkis- sjóður festi kaup á Prentsmiðju Jóns Helgasonan og Félagsbókbandinu, NY HOLSKEFLA: STORHÆKKUN Á LANDBÚ NAÐARAF U RÐUAA tæki eru í nýju og vel útbúnu húsi við Siðu- múla í Reykjavik. Hefur nefnd haft málið til athugunar aö undanfömu. Fyrsta holskeflan i þvi verðhækkanaflóði, sem á eftir að dynja á neytendum næstu vikur og mánuði, skall á um leið og nýr mán- uður gekk i garð á miðnætti i nótt með nýju hækkuðu verði á öllum landbúnaðar- vörum. Nú kostar eins litra hyrna af mjólk krónur 19,50, kostaði áður 13,50 og hækkar þannig um heilar 6,00 krónur. Tveggja litra mjólkurfernur, sem áður kostuðu 28,10 i smásölu, kosta nú 40,40 krónur, og nemur hækkunin 12,30, eða 6,15 á hvern litra. Nú kostar hvert smjör- kíló krónur 250,00 i smá- sölu, en kostaði áður 196,50 og nemur hækkunin kr. 53,50 á kilóið. Auk þess sem tekið er til- lit til hækkunar á verðlagsgrundvelli við út- reikninga smásöluverðs, er einnig tekið tillit til kostn- aðarauka við dreifingu og vinnslu mjólkur, sem að mestu á rætur að rekja til launahækkana, einkum 1. marz, og gengislækkunar krónunnar og áhrifa hennar. Þá hafa niður- greiðslur verið lækkaðar nokkuð á landbúnaðar- vörum. Fjórðungs litra hyrna af rjóma, sem áður kostuðu 37,10, kosta nú 43,20 og hækka um 6,10. Kiló af 45% osti, sem áður kostaði 205,00 krónur, kostar nú 238,00 krónur. hækkar um 33 krónur. Kilóið af súpukjöti, fram- pörtum og siðu, kostaði áður 141,10, en kostar nú 173,00 krónur kilóið. Kilóið af lambalæri, sem áður kostaði 163,00 krónur, kostar nú 197,70. Kilóið af lambahryggjum kostaði áður 168,00, en nú 203,20. Innlendar kartöflur, 5 kg pokar, kostuðu áður 70,00 krónur, en hækka nú i 87,50.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.