Alþýðublaðið - 01.03.1973, Qupperneq 3
FRÉTT
NÆMT
Læknisfræði-
bókmenntir
Hér á landi er staddur yfir-
maður bókasafna Mayo
Foundation I Rochester i
Minnesota, Jack D. Key.
Kemur hann hingað á vegum
islenzku læknafélaganna og
mun halda fyrirlestur um
læknisfræðibókasöfn og hlut-
verk þeirra.
Fyrirlesturinn verður
haldinn i kennslustofu Land-
spitalans og hefst kl. 20.30 á
fimmtudagskvöld.
Gosið spillir
ekki fiskinum
Rannsóknir sem m/s Bjarni
Sæmundsson gerði i nágrenni
Vestmannaeyja nýlega, benda
til aö ekki þurfi að óttast að
áhrifa frá gosinu gæti i
sjónum, t.d. á fiskgöngum.
Reyndist ástandið vera eöli-
legt, og meðalhitinn sá sami
og venjulega, 7 stig. Einu
áhrifin sem merkjanleg voru
fundust i nágrenni við Eyjar,
en þau hurfu skjótt þegar frá
landi dró vegna blöndunar-
áhrifa vinda og strauma.
18 þúsund
tonn
til Eskifjarðar
Til Eskifjarðar hafa nú
borizt um 18 þúsund lestir af
loðnu á yfirstandandi loönu-
vertið, þar af hafa 200-300 tonn
veriö fryst, en hitt farið i
bræðslu.
Þegar er búið að afskipa á
Eskifirði 1100-1200 tonn af
loönumjöli og sömuleiðis eru
farin þaðan ein 470 tonn af
lýsi.
HAFNARFJÖRÐUR
ENDURSKIPULAGÐUR
Skipulagsnefnd og
bæjarverkfr. Hafnarfjaröar
lögðu þann 15. feb. fyrir bæjar-
ráð tillögu að aðalskipulagi
Hafnarfjarðar. 1 samráði við
skipulagsstjóra ríkisins sam-
þykkti siðan bæjarstjórn að
uppdráttur og greinargerð
skipulagsins yrði auglýst til
sýnis og gagnrýni. Stefnt er að
þvi, að aöalskipulagið
verði samþykkt á komandi
sumri.
Núgildandi og eina skipulag
Hafnarfjarðar hingað til er frá
árinu 1933, en það hefur veriö
unnið jafnt og þétt að breyt-
ingum á þvi. Gildistimi hins
nýja skipulags verður frá 1968-
1983.
t greinargerðinni, sem aðal-
skipulaginu fylgir, kemur m.a.
fram að Ibúafjöldi bæjarins 1.
des. s.l. var 10.694. Hefur hann
aukizt hraðar undanfarin 5 ár,
en ráð var fyrir gert I áætlun um
ibúafjölda einstakra sveitarfé-
laga á höfuðborgarsvæðinu.
Aætlaður ibúafjöldi Hafnar-
fjaröar 1983 er 14-15 þús.
Aætlað er, að heidarlandþörf
Hafnarfjarðar fyrir byggingar
verði milli 500-600 hektarar I lok
skipulagstimabilsins. Er það
nálægt helmings aukning frá
þvi, sem nú er. Helstu nýju
byggingarsvæðin verða hinir
svokölluöu „Hvammar” i
suöurhluta Hafnarfjarðar og
þar á eftir suðurhluti Hval-
eyrarholts og eru það sfðustu
stóru svæðin, sem byggð veröa
bæjarmegin við Reykjanes-
braut.
Sennilegt er talið, aö fyrsta
ibúðarsvæðið ofan Reykjanes-
brautar veröi hið svokallaða
„Asland” kringum býlið As,
sem stendur undir Asfjalli suö-
austan við bæinn.
Uppdrættir aðalskipulagsins
ásamt greinargerð verða til
sýnis I skrifstofu bæjarverk-
fræðing^, Strandgötu 6, alla
virka daj.a kl. 11-12 fram til 27.
april n.k. Hlutaöeigandi aðilum
ber að skila athugasemdum
sinum til bæjarstjóra Hafnar-
fjaröar fyrir 11. mai n.k.
Fimm ára verðandi skákséní
Robert Le Donne, sem er 5
ára gamall, æfir skákkunnáttu
sina í Shelby Lyman Chess
Institute i New York. Robert
öðlaðist áhuga fyrir skáklist-
inni s.l. sumar við að fylgjast
með sjónvarpsþáttum um
heimsmeistarakeppnina milli
Bobby Fischer og Boris
Spassky I Reykjavik. Skák-
meistarar I Marshall Chess
Club I New York eru nú farnir
að kenna honum og einn
þeirra, Shelby Lyman, segir,
að Robert litli geti bætt það
afrek Fischers aö vera oröinn
stórmeistari 15 ára gamall.
Fyrir nokkru fóru til Vest-
mannaeyja tveir menn á vegum
Almannavarna i þvi skyni að
meta þá bila, sem þar eru I notk-
un, meö tilliti til verðmætis
þeirra, öryggis og væntanlegs
viðhalds. Tilgangurinn með
skráningunni er m.a. aö auðvelda
væntanlegar bætur vegna
skemmda, sem veröa vegna notk-
unar bilanna við björgunarstörf.
Annar þeirra, sem fékk þetta
verkefni, er Hafsteinn Sölvason,
bifreiðaeftirlitsmaöur, og sagöi
hann I viðtali viö Alþýöublaöið i
gær, að 162 bilar hafi verið i Eyj-
um, þegar þeir fóru þangað, en
siðan hafi eitthvað bætzt við, m.a.
hafi nokkrir bilar frá vegagerö-
inni veriö sendir austur.
Þaö kom m.a. fram við athug-
unina, aö þvi er blaðiö fékk upp-
lýst hjá Almannavörnum, aö slit
á hjólböröum og rúðuskemmdir
eru mjög miklar, en einnig veldur
gjallið miklum skemmdum á
| ýmsum vélarhlutum, og sezt m.a.
inn i lofthreinsara og oliusiur.
Að sögn Hafsteins er geysimik-
ið verk að vinna þá skýrslu, sem
Almannavarnir eiga að fá um
feröina, en þó sé timafrekast aö
finna út hvert er verðgildi bilanna
eða gangverð. Til þess verður að
ganga á milli bilasala, og sagöi
hann, að þeim beri alls ekki sam-
an.
Nýrritstjóri
Frá og með deginum i dag,
1. marz, tekur Freysteinn Jó-
hannsson viö starfi sem rit-
stjóri Alþýðublaðsins og
verður hann jafnframt
ábyrgðarmaður þess.
Freysteinn Jóhannsson er 26
ára, fæddur i Siglufirði, sonur
hjónanna Jóhanns Þorvalds-
sonar, kennara, og Friðþóru
Stefánsdóttur. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum að Laugarvatni 1966 og
hóf starf sem biaðamaður við
Morgunblaðiö ári siðar.
Vorið 1970 lauk hann námi
við norska blaöamannaskól-
ann i Osló og hefur siöan
starfað hjá Morgunblaöinu, en
sl. sumar var hann blaðafull-
trúi Skáksambands Islands
meðan heimsmeistaraeinvigiö
i skák stóð yfir.
Freysteinn Jóhannsson er
kvæntur Viktoriu Ketilsdóttur.
Sighvatur Björgvinsson
verður áfram stjórnmálarit-
stjóri blaðsins og Bjarni Sig-
tryggsson fréttastjóri þess.
HLAIIT ADEINS VIKU FANG-
ELSIFYRIR LÍKNARMORD
Málaferðin út af liknarmoröi
hollenzka læknisins Postma-van
Boven hefur vakið heimsathygli,
eins og sagt var frá hér I blaöinu
fyrir skemmstu.
Málið gegn hinni 45 ára gömlu
van Boven hefur veriö til með-
feröar fyrir dómstóli i frisneska
bænum Leeuwarden. Var hún
ákærö fyrir að hafa stytt móður
sinni aldur með banvænum mor-
finskammti. Hefur hún nú veriö
dæmd til fangelsisvistar I eina
viku, og I eins árs fangelsi skil-
orðsbundiö.
Eins og áður segir, hefur mál
þetta vakið mikla athygli langt út
fyrir landamæri Hollands.
Stéttarbræður van Boven i Hol-
landi hafa með ýmsu móti tjáö
samúð sina og samstöðu meö
hinni ákærðu, og tugþúsundum
undirskrifta var safnað henni til
stuönings.
Eftir sakarefninu gat van
Boven búizt við allt að 12 ára
fangelsi. Ákærandinn krafðist
hins vegar eins mánaðar fangels-
is óskilorðsbundið, og tveggja ára
fangelsi skilorðsbundið.
Verjandi ákærðu kraföist aftur
á móti sýknudóms og hélt þvi
fram, aö liknarmorð væri ekki
refsivert.
Málið reis, eins og áður hefur
verið sagt frá, vegna þess, aö
ákærða gaf þjáðri móður sinni
banvænan skammt af morflni ár-
ið 1971. Haföi móöir hennar sem
var 78 ára gömul, sárbænt hana
um aö binda endi á lif sitt.
Uppvist varð um liknarmorðið,
þegar starfsbróðir van Boven,
neitaðiaö undirrita dánarvottorö,
þar sem hinni raunverulegu
dánarorsök var leynt. Frú
Postma van Boven hafði áður
rætt viö þennan lækni um liknar-
morö, og taldi, að hann væri
hlynntur réttmæti þess undir hlið-
stæöum kringumstæðum þeim,
sem hér hefur lauslega verið
skýrt frá. Svo reyndist hins vegar
ekki, þegar til kastanna kom.
Komst atferli van Boven þannig
upp, og var hún ákært samkvæmt
hollenzkum lögum.
Verjandinn hélt þvi fram,
að gildandi ákvæöi væru dauö-
ur lagabókstafur, sem ekki
bæri að fara eftir. Verður
ekki annað séö en að undirréttur-
inn I Leeuwarden hafi með dómi
sinum, að einhverju leyti fallizt á
það sjónarmið. Eflaust veröur
máli þessu áfrýjað af ákæruvald-
inu, og um það fjallað af hæsta-
rétti Hollands, hver sem úrslit
þess kunna að verða þar.
Skuttogari Eskfirð-
inga hefur fiskað vel
Aflabrögð skuttogarans Hólmatinds, sem gerður er útfráEski-
firði, en hanner af minni gerðinni, um 500smálestir að stærð, hafa
verið mjög góð að undanförnu.
Meðalafli togarans eftir 7-10 daga útivist hefur verið 100-140
tonn.
Að sögn Helga Hálfdánarsonar á Eskifirði heyrir til algerra
undantekninga, að Hólmatindur komi til lands með minna en 100
tonn.
EYJABÍLAR
METNIR
VEGNA BfiTA
Fimmtudagur 1. marz. 1973
o