Alþýðublaðið - 01.03.1973, Síða 5
Lihýöwlj
Alþýðublaösútgáfan h.f. Ritstjóri Sig-
hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri
Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjprn-
ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666.
Blaðaprent h.f.
LÚÐVÍK VILL EKKI
Ekkert gengur i togaradeilunni. Enn liggja
skipin bundin við bryggju. Með hverjum deg-
inum, sem liður við þær aðstæður, tapar þjóðar-
búið stórfé. Sárastur verður þó tekjumissirinn
fyrir togarasjómennina sjálfa og verkafólkið i
frystihúsunum og er það eins og venjulega, að
þeir tapa mestu, sem minnst eiga. Togaramenn,
sem samkvæmt opinberum skýrslum eru tekju-
lægstu menn á landinu, hafa nokkuð á annan
mánuð mátt heyja að mestu leyti einir og
óstuddir „gleymda” verkfallsbaráttu. Geta má
nærri um hversu mikla erfiðleika hin langa
verkfallsbarátta er farin að skapa þeim og fjöl-
skyldum þeirra. Þar á ofan þurfa togarasjó-
mennirnir svo að sæta aðkasti utanaðkomandi
manna fyrir að leyfa sér að krefjast tæplega 25
þús. kr. kauptryggingar á mánuði fyrir 12 tima
vinnu á sólarhring og langar fjarvistir frá heim-
ilum sinum og fjölskyldum.
Þjóðviljinn, blað Alþýðubandalagsins, tekur
mál þetta til umræðu i fyrystugrein sinni i gær.
Bendir blaðið á, að i fyllsta máta sé óeðlilegt, að
togaraeigendur, sem hafa að mestu eða öllu
leyti fengið kaupverð skipa sinna i formi lána og
jafnvel framlaga úr opinberum sjóðum, skuli
þverskallast við að semja og halda skipum
sinum bundnum við bryggju. Réttast væri, segir
blaðið, að rikið taki togarana eignarnámi,
a.m.k. um sinn, og haldi þeim til veiða. Rikis-
valdið eigi hvort eð er mest allt það fé, sem þeir
hafi verið greiddir með.
Þetta er stefna Þjóðviljans. Hvers vegna er
hún þá ekki framkvæmd af sjávarútvegsmála-
ráðherra Alþýðubandalagsins? Hefur hann
e.t.v. einhverja aðra stefnu? Hver er þá hún?
Staðreyndin er nefnilega sú, eins og glöggt
kom fram hjá ráðherranum i þingræðu á
dögunum er togaradeilan var á dagskrá, að
átökin eru á milli hans annars vegar og togara-
útgerðarmanna hins vegar. Togaraeigendur
neita að semja, nema rikisstjórnin tryggi
rekstrargrundvöll togaraútgerðarinnar i
landinu, sem ekki er nú fyrir hendi. Á það neitar
sjávarútvegsráðherrann að fallast. í þessari
sjálfheldu hefur málið staðið i meira en heilan
mánuð og togarasjómennirnir — tekjulægsta at-
vinnustéttin á íslandi — standa mitt á milli
striðandi aðila og taka við pústrum frá báðum.
Þannig á stétt togarasjómanna ekki aðeins i
höggi við atvinnuveitendur sina um þessar
mundir. Hún á einnig i höggi við sjávarútvegs-
ráðherrann, Lúðvik Jósepsson. Ef hann vildi
gæti hann leyst vinnudeiluna fyrir togara-
mennina strax i dag. En hann vill það ekki. Svo
einfalt er málið.
Þjóðviljinn getur svo skrifað eins mikið og
lengi og honum sýnist um nauðsyn þess að rikið
leggi eignarhald á togarana og haldi þeim út.
Togarasjómenn verða ekki hökufeitir af þeim
orðum, sem aldrei voru ætluð að vera meira en
innantóm glamuryrði. Ef Þjóðviljinn vildi i raun
og veru hjálpa togarasjómönnunum i vinnudeil-
unni þá myndi hann snúa sér að sjávarútvegs-
málaráðherra Alþýðubandalagsins og ýta við
honum. Hann getur leyst þessa deilu, ef hann
vill og hefði löngu átt að vera búinn að gera
það.Þetta veit Þjóðviljinn. Þetta vita útgerðar-
menn. Og þetta vita sjómennirnir.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
óskar að róða
sendil strax.
Þarf að hafa bifhjól.
Hafið samband við afgreiðslu blaðsins. Sími 14900.
ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR - LAUNÞEGARÁÐ:
HVAOIM KJARAMÁUN?
VIÐHORFIN I KJARAMÁLUM verða umræðu-
efnið á fundi Launþegaráðsins, sem haldinn verður i
Ingólfscafé í dag, 1. marz, og hefst kl. 20,30.
stundvíslega. Frummælandi verður:
BJÖRN JÓNSSON, forseti Alþýðusambands Is-
lands.
Launþegaráðsmenn og aðrir Alþýðuflokksmenn
eru hvattirtil þessað f jölmenna og mæta stundvís-
lega!
STJÓRNIN
Björn Jónsson
HAFNFIRÐINGAR:
ELDGOS - EFNAHAGUR - PÓLIIÍK
Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar boðartil fundar
í dag, fimmtudaginn 1. marz í Alþýðuhúsi Hafnar-
fjarðar og hefst fundurinn kl. 20,30.
Fundarefni:
Benedikt Gröndal, varaformaður Alþýðu-
flokksins ræðir: ELDGOS — EFNAHAG —
POLITIK.
Alþýðuflokksfólk fjölmennið.
Benedikt Gröndal
Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar
ALÞÝDUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR AUGLYSIR
VIÐTALSTIMAR
ÞINGMANNA OG BORGARFULLTRÚA ALÞYÐUFLOKKSINS
Stjórn Alþýðuflokksfélags Beykjavíkur hefur ákveöið að
gangast fyrir þvi, að Reykvikingum gefist tækifæri á aö hitta að
ntáli þingmenn Alþýðuflokksins og borgarfulitrúa i Reykjavik. 1
þeim tilgangi mun stjórnin auglýsa viðtalstima reglulega hvern
fimmtudag á timabilinu frá kl. 17—19, þar scm þessir trúnaðar-
menn skiptast á um að vera til viðtals. Viðtölin fara fram á skrif-
stofum Alþýðuflokksins að Hverfisgötu 8—10.
I dag, fimmtudaginn 1. marz, erþað INGVAR ASMUNDSSON,
varaborgarfulltrúi Alþýðuflokksins i Reykjavik, sem veröur til
viðtals á flokksskrifstofunum við Hverfisgötu á timanum frá kl.
5 til 7 s.d.
Þeir, sem geta ekki komið, en vilja ná tali af varaborgar-
fulltrúanum, geta hringt i sima 1-50-20, en það er siminn i viö-
talsherberginu.
Ingvar Asmundsson
Alþýðuflokksfélag Reykjavikur.
Fimmtudagur 1. marz. 1973
o